Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 43

Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 43 BECKHAM-hjónin ætla að slá upp veglegri kveðjuveislu fyrir vini og vandamenn áður en þau flytja frá Englandi til Madrid-borgar, þar sem David mun nú leika knattspyrnu næstu fjögur árin með Real Madr- id. Er talið að herlegheitin muni kosta að minnsta kosti 12 milljónir króna. Hjónin hafa boðið 300 gestum til kveðjuhófsins sem haldið verður á næturklúbbnum heita Nell’s Bar í Lundúnum. Hefur Victoria fyrirskipað að það verði spænskt þema og nóg af sangria handa öllum. Á gestalista eru fyrr- verandi félagar Davids úr Man- chester United, fyrrverandi vin- konur Victoriu úr Spice Girls, Sir Elton John og unnusti hans David Furnish, Naomi Campbell og Liz Hurley m.a. Hjónin eru um þessar myndir stödd í Japan þar sem David er í heljarinnar kynningarherferð. … Julia Roberts er æf út í banda- ríska tímaritið Redbook fyrir að hafa birt skrumskælda mynd af sér á forsíðunni. Það sem tímaritið gerði var að skeyta saman myndir af henni frá tveimur tíma- skeiðum, lík- aminn er af mynd sem tekin var á frumsýningu Notting Hill 1998 en höfuðið af mynd frá því á People’s Choice verð- laununum 2002. Yfirskriftin er síðan „Hin eina sanna Julia“. Ábyrgð- armenn tímaritsins hafa beðið Ro- berts velvirðingar á þessum vinnu- brögðum… Arnold Schwarzenegger ætlar ekki að leyfa börnum sínum að sá þriðju Tortímanda-myndina, sem frum- sýnd verður í næsta mánuði. Schwarzenegger á fjögur börn, elsta er 13 ára og yngsta 5 ára, og segir hann þau aldrei hafa séð neina af Tortím- anda-myndunum ofbeldisfullu. „Sonur minn sagði við mig um daginn að allir krakkarnir í skólanum hefðu gaman af því að segja setninguna „Ég sný aftur“ úr T2. Ég spurði hann hvar þau lærðu þetta og hann sagði mér að vinir sín- ir horfðu á myndina á mynddiski. Ég vil ekki leyfa börnum mínum það, ekki svona ungum. Ég fylgi fast eftir fyrirmælum kvikmyndeftirlits- ins.“… Robbie Williams hefur tek- ið fyrsta skrefið í átt að sam- komulagi við fyrrverandi félaga sinn úr Take That, Mark Owen. Robbie hefur boðið Mark að koma fram með sér á tónleikum seinna í sumar. Þetta mun eflaust hafa jákvæð áhrif á sólóferil Marks sem hingað til hef- ur gengið fremur brösulega. Tón- leikarnir sem um ræðir fara fram í Knebworth í Hertfordshire, dagana 1. til 3. ágúst. Take That naut á sínum tíma gríð- arlegra vinsælda, á þriggja ára tíma- bili kom hljómsveitin átta lögum í toppsæti breska vinsældarlistans og seldi um níu milljón plötur um heim allan. Fyrir átta árum skildi leiðir, þrír af fimm meðlimum hljómsveit- arinnar; Robbie, Mark og Gary Bar- low, hófu allir að starfa upp á eigin spýtur. Robbie var sá eini sem uppskar árangur erfiðisins … Chris Martin, söngvari Coldplay, hefur samið lag um ást- konu sína, Gwyneth Paltrow. Söngvaranum varð það að orði á tón- leikum, sem sveitin hélt í Denver fyrir skömmu, að lagið „Móses“ væri um fegurðardísina frá Hollywood. Lagið er um þessar mundir í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og að hans sögn það skemmtilegasta sem hann spilar á tónleikum. Eftirfar- andi textabrot kemur fram í laginu: „Eins og Móses hefur vald yfir haf- inu/hefur þú vald yfir mér.“ Gwyneth gaf nýlega frá sér yfirlýs- ingu þess efnis að hún ætlaði að halda með hljómsveitinni í tónleika- ferð. Yfirlýsing þessi virðist hafa komið öðrum meðlimum hljómsveit- arinnar þeim, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman, í opna skjöldu. Þeir félagar eru smeykir um að Gwyneth muni hindra þá í að njóta lífsins til fulln- ustu í tónleikaferðinni. Af ofan- greindu textabroti er það þó að merkja að Yoko ehh … Gwyneth muni fá sitt fram … Jennifer Lopez heldur því fram að vaxi sé ofaukið í vaxmynd af henni sem er í hinu víð- fræga vaxmyndasafni, Madame Tus- saud’s í London. Söng- og leikkonan krefst þess að ríflega 5 kg af vaxi verði fjarlægð af afturenda eft- irmyndarinnar. Sumum þykir víst þessar áhyggjur Jennifer af bak- hlutanum gefa sögusögnum um yf- irvofandi barneignir hennar og leik- arans Ben Affleck, byr undir báða vængi. FÓLK Ífréttum ÖLL þekkjum við partímyndir, þessar ljósmyndir sem teknar eru í partíum, venjulega allt of margar, enda smellt af í hita leiksins. Þegar allt er svo rosalega fyndið og skemmtilegt, eitthvað sem verður að taka mynd af, í einhverri veikri von um að geta haldið í þessa gleðitilfinningu, varðveitt stuðið. Útkoman er oft og tíðum dapurleg, langflestar myndirnar handónýtar, úr fókus, af fólki sem maður þekkir ekkert, ofan í myndavélinni, í glennu. En svo eru inn á milli nokkr- ar algjörlega óborganlegar sem koma alltaf til með að flytja mann aftur í partíið, sama hversu langt er liðið síðan, og þær myndir eru manni kærari en margt, jafnvel þótt þær séu kannski ekkert listaverk. En það er alveg sama hvernig mynd- irnar koma út, ef maður var ekki partíinu og þekkir ekki þá sem eru á myndunum, þá er nákvæmlega ekk- ert gaman að skoða þær og eiginlega alveg tilgangslaust. Eldhúspartíplöturnar eru svolítið eins og partímyndir. Þær fanga ákveðna partístemmningu, tónleika sem ganga út á andartakið, þetta ákveðna sumar sem þeir fóru fram, þessar sveitir sem þá voru vinsæl- astar, einkum þó í sveitaballageir- anum. Þeir sem voru þarna hafa vafalítið sagt við sig, þetta verður að gefa út – maður verður að geta varð- veitt þetta stuð. Þessar plötur eru fyrir þá. Maður verður helst að hafa verið þarna. Þá er allt svo gaman. En rétt eins og það getur stundum nægt að þekkja þá sem eru á partí- myndunum til að hafa gaman af þeim þá má vissulega fá heilmikið út úr Eldhúspartíplötum sé maður vel kunnugur þeim sem á þeim eru, eiga þar lög. Hér er átt við aðdáendurna. Sé maður aðdáandi sveitanna sem fram koma á Eldhúspartí fm957 2003, hljómsveitanna Lands & sona, Írafárs, Í svörtum fötum, Á móti sól, Jet Black Joe eða Daysleeper, er platan eflaust kærkominn fengur. Þekkt lög sveitanna – misjafnlega þó – í órafmögnuðum og öðruvísi búningi – misjafnlega þó. Útkoman eins misjöfn og partí- myndirnar eru margar. Land & synir og Íra- fár myndast vel að vanda. Land & synir í óhefð- bundnum stellingum, gömlu smell- irnir í málm- blásnum spariklæð- um; „Terlín“ betra en áð- ur, „Vöðva- stæltur“ síðra en „Ör- magna“ allt- af jafn flott. Írafár nokkurn veginn eins á svipinn og venjulega, ekkert sérlega óraf- mögnuð, en fiðluleikur Dan Cassidy hressir uppá „Ég sjálf“. Daysleeper og Jet Black Joe eru alvarlegir á svipinn að vanda enda á nettu trúnó í partíinu. Fyrrnefndu enn að glíma við draug að nafni Jeff Buckley, vonandi að þeir vinni á honum bug því þeir geta sitthvað fyrir sér, það er auðheyrt. Síðar- nefndu eiga þó jafnvel við ennþá stærri og ógurlegri draug að etja, sinn eigin fortíðardraug, hvort lifa eigi áfram á fornri frægð eða leita á ný mið, fyrst ennþá lifir í glæðunum. Þurfa að fara að gera upp hug sinn. Þá eru ónefndir partíboltarnir tveir, Á móti sól og Í svörtum fötum. Týpurnar sem eru inni á öllum myndunum, læðast aftan að, alltaf hressir, skælbrosandi, í glennu, jafn- vel með tvo putta uppúr höfði þeirra sem taka átti mynd að. Það var samt eins og þeir hafi ekki alveg verið nægilega vel fyrir kallaðir er mynd- unum var smellt í þetta sinnið, eitt- hvað orðnir framlágir og fókusinn ekki alveg réttur. Þó náðist ein fín af þeim í svörtu er þeir fluttu besta lag plötu sinnar frá því um jólin, lagið „Tímabil“. En þessar tvær sveitir eru þó jafnan hrókur alls fagnaðar í partíum og eru því væntanlega ekki að missa svefn yfir einhverjum mið- ur lukkuðum partímyndum. Þær segja aldrei alla söguna. Partímyndir eru og verða alltaf partímyndir og sjaldnast betri en það. Eldhúspartí er albúm partí- mynda fyrir þá sem sóttu umrædd partí og hina sem þekkja vel og líkar við þá sem á myndunum eru. Öllum öðrum er ráðlagt að fletta einhverj- um öðrum myndaalbúmum. Tónlist Partímyndir Ýmsir flytjendur Eldhúspartí fm957 2003 Skífan Safn upptaka frá órafmögnuðum tón- leikum sem útvarpstöðin FM957 stóð fyrir sumarið 2003 undir yfirskriftinni Eld- húspartí fm957. Af þeim sem fram komu eiga lög á plötunni Land & synir, Írafár, Í svörtum fötum, Jet Black Joe og Day- sleeper. Á plötunni eru alls 15 lög og með fylgir mynddiskur með mynd- upptökum frá Eldhúspartítónleikunum. Skarphéðinn Guðmundsson Partímyndir eru eins misjafnar og þær eru margar. Ljósmyndir/Gass/Inga Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16  sv MBL Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! T H E Y Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 4, 6 og 10. www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.