Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 44

Morgunblaðið - 24.06.2003, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 12 Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B i. 12 HL MBL "Triumph!" Roger Ebert  SG DV Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. KVIKMYNDIR.IS Frá höfundi "Training Day" kemur kyngimagnaður löggutryllir með hinum svala Kurt Russell. "Fyrsta stórmynd ársins 2003" US WEEKLY KVIKMYNDIR.COMÓHT Rás 2 Tálkvendi (Femme Fatale) Spennumynd Bandaríkin 2002. Sam-myndbönd VHS/ DVD. Bönnuð innan 16 ára. (110 mín.) Leikstjórn og handrit Brian De Palma. Aðalhlutverk Rebecca Romijn-Stamos, Antonio Banderas. ÞEGAR hann nær sér á strik þá á hann sér fáa jafnoka, sérstaklega hvað snýr að samspili útlits, djarfra tilrauna og víraðrar spennu. En af sama skapi eru þeir fáir sem eru eins skelfilega mistækir og hann Brian De Palma. Á móti hverri snilld- inni á borð við Blow Out höf- um við eins og eina Raising Cain, fullkomn- ar andstæður, önnur útpæld og næsta óþægilega ánetjandi veisla fyrir augað, hin hreint óþolandi óskiljanleg þvæla. Í hvert sinn sem maður sér vonda De Palma-mynd bítur maður í vör- ina og veltir fyrir sér hverslags synd þetta sé, á meðan maður hugsar til allra góðu myndanna og allra þeirra hæfileika sem mað- urinn býr óneitanlega yfir. Því miður beit ég í vörina þegar ég horfði á Tálkvendið. Eins og nákvæmlega allar De Palma- myndir, jafnt hinar góðu og slæmu, þá hefur hún eitthvað við sig, einstaka atriði sem hiklaust má flokka sem snilld. En hér, sem oft áður, hefur De Palma karlinn ekki gætt að sér, látið alla stæl- ana, allar stílbrigðatilraunirnar, hlaupa með sig í gönur og gleymir einu lykilatriði, sögunni. Þetta draumkennda ferðalag hins staðlaða tálkvendis er nefni- lega óþarflega snúið þannig að maður uppsker engan veginn laun erfiðisins, sem er að sitja undir myndinni. Síðan er hún bara svo fjandi illa leikin, sama hvað karl- inn segir sjálfur, en í viðtölum hef- ur hann básúnað glæsta frammi- stöðu Romijn-Stamos. Gallharðir De Palma-unnendur eru kenjóttir mjög þannig að sum- ir þeirra sjá Tálkvendið vafalítið sem tæra snilld. Aðrir er ég hræddur um að bíti sig til blóðs í vörina.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Ráðvilltur í rökkrinu Í SJÓNVARPSHEIMI eru 45 mín- útur í einni klukkustund, á móti þessum gömlu góðu 60 mínútum í raunheimi. Munurinn er þetta 15 mínútna svigrúm fyrir auglýsing- arnar lífsnauðsynlegu í sjónvarps- heiminum. Einhverjir allra farsælustu og um leið rómuðustu þættir síðustu ára heita 24 stundir og gerist hver þátt- ur á einni sjónvarpsstundu og öll þáttaröðin, alls 24 þættir, því á heil- um sjónvarpssólarhring. Hefst fyrsti þátturinn á því að gagnnjósnarinn Jack Bauer (Kiefer Sutherland) kemst á snoðir um að ráða eigi forsetaframbjóðanda af dögum. Fer þá hver sekúnda að skipta máli, hvort honum takist að koma í veg fyrir morðið. Eftir því sem sekúndúm, mínútum og klukku- stundum fjölgar stækkar vefurinn og fleiri flækjast í hann sem gerir spennuna óbærilega. Þessir vinsælu sjónvarpsþættir eru nú komnir út á mynddiskum, allar 24 stundirnar, 5 stundir á hverjum diski, að und- anskyldum síðustu stundunum, sem eru 4 saman á diski. Af öðru efni sem út kemur á myndbandi og -diskum í vikunni má nefna spænsku spennumyndina In- tacto en hún er með yfirnáttúrulegu ívafi og fjallar um fórnarlamb hel- fararinnar sem býr yfir þeim mætti að geta gefið, selt og stolið láni frá öðrum mönnum. Hann rænir láninu frá manni sem lifði af jarðskjálfta þannig að sá hyggur á hefndir og nýtur aðstoðar annars lukkunar pamfíls sem lifði af flugslys. Frum- leg mynd sem stendur til að gera að stórmynd í Hollywood. Aðrar spennumyndir sem koma út í vik- unni eru m.a. Yfirgefin (Abandon) með Katie Holmes, Í fjötrum (Trapp- ed) með Kevin Bacon og Charlize Theron, Lok og læs (Lockdown) og framhald Í Kína borða þeir hunda sem heitir Gamlir menn á nýjum bíl- um. Einnig koma út gamanmynd- irnar Á gægjum (I Spy) með Eddie Murphy og Owen Wilson, Talandi um kynlíf (Speaking of Sex) með Bill Murray og enn ein Brady Bunch- myndin. Tvær nýjar myndir ruku beint í toppsæti listans yfir vinsæl- ustu leigumyndbönd. Eminem og Mílurnar átta fór á toppinn og Jack Nicholson og Varðandi Schmidt í annað sæti.                                                          !"  #  $    !"   !"   !"   !" $    !" $  $    !"   !" $   #  $    !" $  $   #  %  &   ' &   ' ' &   ' ' ' &   ' &   &   %  &   ' ' ' &                    !"    ##       $  %  & %      ' '        (            ) !  #  )(  *    Kiefer Sutherland hefur 24 stundir til að bjarga málunum – með nokkr- um auglýsingahléum. 45 mínútur í einni klukkustund Skjöldurinn (The Badge)  Engin snilldarræma en snillartilþrif aðalleikarans Billys Bobs Thorntons gera hana fyllilega þess virði að leigja. (S.G.) Skotið (Crush)  Bæði skemmtilega háðsk og mjög dramatísk mynd sem fjallar um sanna vináttu. Vel skrifuð, marg- slungin og vel leikin kvikmynd sem kemur á óvart. (H.L.) Varðandi Schmidt (About Schmidt) Þrátt fyrir alvöruna og hlífðarlaust raunsæið er Varðandi Schmidt gráglettin í aðra röndina, krydduð háðskum athugasemdum um fall- valtleikann og fánýti mannlífsins. Örugglega með bestu og mætustu myndum stórleikarans Jacks Nic- holsons. (S.V.) 8 mílur (8 Mile)  Eftirminnileg og vönduð kvikmynd með sterkri nærveru stærstu rapp- stjörnu heims, Eminem. Veikir heildarmyndina hversu veik meg- infléttan er þó.(H.J.) Blood Work (Blóðrannsókn)  Leikstjórinn Eastwood gerir þokka- lega hluti en leikarinn Eastwood er ósannfærandi sem harðsvíraður lög- reglumaður ogkvennagull í eltinga- leik við raðmorðingja. (S.V.) Nýliðinn (The Rookie)  Mynd sögð af mikilli væntumþykju um þjóðaríþróttina bandarísku, hafnabolta þar sem hinn geðþekki Dennis Quaid er stórkostlegur í að- alhlutverkinu.(S.V) Einkaritarinn (The Secretary)  Einkar fumlaus og virðingarverð stúdía á sadó/masókisma, framsett á skemmtilega skrítinn máta sem þó er aldrei á kostnað þessara for- boðnu kennda. (S.G.) Hvergi í Afríku (Nowhere in Africa)  Vel leikin, vel gerð mynd með fal- legum boðskap, þótt framvinda reynist heldur ótrúverðug á stund- um. (S.V.) Bekkjarafmælið (Klassfesten/ The Reunion)  Snyrtileg sænsk meðhöndlun á kunnuglegu efni um endurfundi, eft- irsjá og fornar ástir í huga miðaldra fólks. (S.V.) Elska þig að eilífu (Elsker dig for evigt/Open Hearts)  Mjög rómantísk ástarsaga sem auð- velt er að lifa sig inn í, en þó verður að hafa varann á þar sem líf persóna er afar flókið og margslungið. (H.L.) Frá sér numin (Swept Away) O Aldrei gefið mynd skammareinkunn áður. Horfið á hana og ykkur á eftir að finnast allar aðrar myndir vera snilldarverk. Takk Madonna. (S.G.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Eftir að hafa horft á Frá sér numin virka allar aðrar myndir sem snilld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.