Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 8
Í TILEFNI af fimm ára afmæli Hval- fjarðarganganna verður gjaldfrjálst í göngin frá morgni 11. júlí til morguns 12. júlí nk. Í tilkynningu frá Speli seg- ir m.a. að umferð um göngin hafi verið mun meiri en búist hafði verið við. Á síðasta ári var meðalumferðin um göngin 3.500 bílar á sólarhring en mest var umferðin á fyrsta sólar- hringnum eftir að þau voru tekin í notkun. Þá fóru um 11.800 bílar um göngin. Mesti bílafjöldi á sólarhring eftir að gjaldtaka hófst er 9.100 bílar sem keyrðu göngin á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgi 2001. Í tilkynningunni segir einnig að nettótekjur Spalar af hverjum bíl hafi lækkað úr 869 krónum, fyrst eftir að göngin voru tekin í notkun, í 661 krónu í febrúar á þessu ári. Í þessum tölum er miðað við fast verðlag í febr- úar 2003. Spölur vekur einnig athygli á því í fréttatilkynningu sinni að veggjaldið hafi lækkað að raungildi frá því að göngin voru tekin í notkun og að um 70% viðskiptavina nýti sér einhvers konar afsláttarkjör. Í til- kynningunni segir að áskrifendafjöldi sé miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi; og raunar mun meiri en annars staðar í heiminum í sam- bærilegum rekstri. Hvalfjarðargöngin 5 ára 11. júlí Ókeypis á afmælinu Morgunblaðið/Júlíus FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kjalarnesdagurinn Fjölbreytt íbúahátíð Kjalarnesdagurinnverður haldinn ámorgun við og í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi, sem er rétt hjá þéttbýliskjarnanum Grundarhverfi. Það er stjórn íbúasamtaka Kjal- arness sem skipuleggur daginn. Formaður íbúa- samtakanna er Guðrún Jónsdóttir féhirðir. Hún var fyrst spurð hvað Kjal- arnesdagurinn væri. „Þetta er hverfishátíð á Kjalarnesi, sem eins og kunnugt er tilheyrir Reykjavík. Við erum í þeirri aðstöðu að búa í töluverðri fjarlægð frá helstu menningarstofnun- um borgarinnar og verð- um því að búa til okkar eigin „menningarhátíð“. Það ger- um við með því að halda Kjalar- nesdaginn.“ Er þetta árlegur viðburður? „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta og að því stefnt að þetta verði árlegur viðburður.“ Eru það fleiri en íbúasamtökin sem standa að dagskránni? „Já, ásamt okkur koma ýmis fé- lög, stofnanir og samtök á svæð- inu að þessu. Til dæmis Björg- unarsveitin Kjölur, sem ætlar að bjóða börnunum í siglingu á slöngubáti ef veður leyfir. Við ætlum að nota daginn til að hlynna að umhverfinu og gróður- setja tré meðfram Vesturlands- vegi. Skógræktarfélag Kjalarness mun stjórna því. Þá mun Karla- kór Kjalarness skemmta með söng.“ Hvað fleira verður til skemmt- unar? „Við ætlum að efna til keppni í koddaslag í sundlauginni, en hún verður opin og frítt í sund allan daginn. Þá verður keppt í þeirri sérkennilegu íþróttagrein að ganga á móti vindi, sem er sér kjalarneskt fyrirbæri.“ Er þá ekki skilyrði að blási á hátíðardaginn? „Það blæs aldrei þarna, svo þetta verður bara látbragðsleik- ur! Við ætlum líka að efna til kökukeppni og kökumeistari Kjalarness 2003 verður valinn. Íbúarnir eru hvattir til að koma með kökur og leggja þær fyrir dómnefnd þar sem sitja utanað- komandi dómarar. Þeir velja svo bestu kökurnar. Hátíðargestir fá síðan að smakka á kræsingunum í kaffiboði sem boðið er til.“ Hvaða stofnanir kynna starf- semi? „Gatnamálastjóri ætlar að kynna væntanlegar gatnafram- kvæmdir á Kjalarnesi, göngu- stígagerð og fleira sem til stendur að vinna næstu tvö ár. Klébergs- skóli, sem er grunnskólinn okkar, og leikskólinn Kátakot ætla að sýna teikningar af nýjum skóla- húsum. Eins verður kynnt ný skólastefna í Klébergsskóla en þar er verið að taka upp stefnu sem byggist á fjöl- greindarkenningunni. Þá verða sýndar mynd- ir eftir leikskólabörn í Kátakoti og börn í sumarstarfi kirkjunn- ar.“ Er líflegt starf í íbúasamtök- unum? „Stjórnin er a.m.k. mjög virk. Við reynum að laða íbúa og fé- lagasamtök til samstarfs. Við reynum að sýna fram á að það sé heilmikið um að vera á Kjalarnesi og ætlum að kynna verkefni íbúa- samtakanna á hátíðinni. Í fyrra efndum við til samkeppni um merki fyrir íbúasamtökin og verð- launahugmyndin verður kynnt á hátíðinni.“ Hver eru helstu verkefni íbúa- samtakanna? „Í vetur héldum við borgara- fund með fulltrúum frá borginni um umferðarmálin og kynning gatnamálastjóra nú er í framhaldi af því. Framkvæmdafé hefur ver- ið aukið heilmikið. Við erum að undirbúa útgáfu íbúahandbókar og er stefnt að útgáfu hennar á Kjalarnesdegi að ári. Nemendur í Klébergsskóla munu safna efni í bókina. Einnig erum við að vinna að því að tryggja framtíð félags- heimilisins Fólkvangs. Þar hefur skort rekstrarfé og orðið löngu tímabært að vinna að ýmsu við- haldi. Við vonum að borgin sjái sér fært að styrkja Fólkvang því Kjalnesingar eru í verri aðstöðu til að nýta sér menningarframboð í borginni en aðrir vegna fjar- lægðar. Eins berjumst við fyrir því að lagningu Sundabrautar verði flýtt.“ Hvernig gengur að koma mál- um áleiðis í stjórnkerfinu? „Fulltrúi okkar hefur rétt á að sitja fundi hverfisráðs Kjalarness. Þar getum við lagt fram erindi og komið málum af stað. Hverfisráð- ið úthlutaði okkur styrk til að halda Kjalarnesdaginn.“ Eru allir velkomnir á Kjalar- nesdaginn? „Að sjálfsögðu eru allir vel- komnir, við viljum endilega kynna Kjalarnesið. Það er hluti af borg- inni og fleiri borgarbúar mættu nýta sér þennan borg- arhluta, því umhverfið þarna er einstakt. Sér- staðan felst meðal ann- ars í náttúrunni, ná- lægðinni við fjöruna og fjallið. Kyrrðin er ein- stök á Kjalarnesi. Skólarnir eru mjög góðir miðað við aðstæður. Þær hafa verið heldur bágbornar en eru nú að komast í betra horf. Þetta er bæði sveit og borg og maður nýtur kosta hvors tveggja. Ég er stundum spurð hvort ekki sé langt að aka í vinnuna, en það hefur sína kosti. Maður er örugglega kominn úr vinnunni þegar maður kemur heim og nær að dempa sig niður á leiðinni.“ Guðrún Jónsdóttir  Guðrún Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, fæddist og ólst upp á Kjalarnesi. Hún flutti þaðan 16 ára gömul og bjó í Reykjavík í um tuttugu ár. Guð- rún flutti aftur á Kjalarnesið fyr- ir þremur árum. Hún gekk í Klé- bergsskóla og vann síðan í Arnarholti. Hún fór ung að vinna í banka og er nú féhirðir hjá Ís- landsbanka. Guðrún er gift Sig- urði Hjalta Sigurðarsyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau fjögur börn. Kyrrðin er einstök á Kjalarnesi FERÐAFÉLAG fjarðamanna á Austurlandi hefur reist nýjan gisti- skála á Karlsstöðum í Vöðlavík. Grunnur var tekinn að skálanum í fyrrahaust og lokahnykkur smíð- innar var fyrir stuttu. Er nú aðeins lítils háttar frágangur eftir. Skálinn hýsir 33 í gistingu og geta um 20 manns setið í borðstofu í einu. Hann er á tveimur hæðum og byggður eftir sömu teikningu og hús sem standa í Breiðuvík og Húsavík. Smíðin var öll unnin í sjálfboðavinnu og hafa um hundrað manns tekið til hendinni á einn eða annan hátt við byggingu skálans. Ferðafélög á Austurlandi hafa und- anfarin ár unnið þrekvirki í merk- ingu og stikun gönguleiða, útgáfu á gönguleiðakortum og uppbyggingu aðstöðu. Austurland er orðið að heildstæðu göngusvæði sem ferðast má um svo dögum skiptir án veru- legra hindrana. Ljósmynd/Heiðrún Arnþórsdóttir Unnið að byggingu nýs gistiskála Ferðafélags fjarðamanna á Karlsstöðum í Vöðlavík. Nýr skáli risinn í Vöðlavík Vöðlavík. Morgunblaðið. GRAFREITUR fyrir gæludýr að Hurðarbaki í Kjós hefur verið opn- aður og vígður nýlega og sá séra Pét- ur Þorsteinsson hjá Óháða söfnuðin- um um vígsluna. Í garðinum verða bæði jarðsett gæludýr fólks sem og hestar og stefnt er að því að dýraeigendur á suðvesturhorninu geti nýtt sér þessa þjónustu á viðráðanlegu verði. Hægt verður að greftra dýr allan ársins hring og einnig verða til sölu kistur, duftker, krossar og steinar auk þess sem veitt er önnur þjónustu. Eigendur og stofnendur garðsins eru Guðný G. Ívarsdóttir og Kristján Mikkaelsson í Flekkudal. Frá Reykjavík er um 40 km akstur að Hurðarbaki en jörðin er beint á móti kirkjustaðnum Reynivöllum í Kjós. Guðný sagði í samtali við blaðið að ástæða þess að þau hjónin hafi ákveðið að setja á fót svona garð sé sú að þau telji þörf á því enda séu margir gæludýraeigendur í vand- ræðum hvað gera skuli þegar gælu- dýr þeirra deyi. Hingað til hefur Dýraspítalinn séð um að brenna dýr fyrir þá sem ekki hafa aðgang að landi. Guðný sagði að þau hjónin hafi gengið með þessa hugmynd í mag- anum um nokkurt skeið og til hafi staðið að opna garðinn í fyrra en það ekki tekist þannig að opnunin hafi orðið nú í sumar. „Við stefnum að því að veita fólki góða þjónustu, aðgengi að garðinum verði gott og umhverfið fallegt,“ sagði Guðný. Pétur Þorsteinsson hjá Óháða söfnuðinum vígði grafreitinn. Grafreitur fyrir gæludýr í Kjós BOÐIÐ verður upp á mið- næturflug til Íslands frá Þýskalandi í lok mánaðarins en slíkar ferðir eru nýjungar á þýskum ferðamarkaði. Katla Travel stendur fyrir fluginu í samvinnu við Troll Tours og Thomas Cook, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Katla Travel. Ferðalagið verður stutt, gestirnir koma til landsins snemma kvölds en fljúga aft- ur af stað rétt eftir miðnætti. Meðan á dvölinni stendur geta ferðalangarnir valið um að fara í skoðunarferð í Reykjavík eða bregða sér í Bláa lónið. Sala í flugið byrj- aði fyrir nokkrum dögum og hafa viðtökur verið góðar og yfir 80 sæti seldust fyrstu þrjá dagana og er salan enn í gangi. Boðið hefur verið upp á sambærilegar ferðir frá Bret- landi undanfarin ár og stefnt er að því að bjóða upp á slík- ar ferðir í auknum mæli á næsta ári. Miðnætur- flug frá Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.