Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÖMMU fyrir kosningar send- um við í Bindindissamtökunum IOGT stjórnmálaflokkunum bréf með nokkrum spurningum um áfengismál og tók- um fram um leið, að við áskildum okkur rétt til að birta eitt- hvað úr svörum þeirra. Ekki var það ætlan okkar að nýta þessi svör í kosningabarátt- unni, en við töldum ágætt að fá viðhorf flokkanna fram með sér- stöku tilliti til framvindu þessara mála á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Framsóknarflokkur, Sjálfstæð- isflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð svöruðu fyrir kosn- ingar, Frjálslyndi flokkurinn nokkru eftir, en þrátt fyrir ítrekun hefur Samfylkingin ekki svarað. Við færum þeim sem svöruðu beztu þakkir fyrir svörin, mörg okkur vel að skapi, önnur miður eins og gengur. Spurningarnar lutu bæði að almennri stefnumótun í áfengismálum og áfengisvörnum sem og þeim tveim atriðum sem við reiknum með að komi til kasta Alþingis á kjörtímabilinu, þ.e. sölu á áfengi í matvöruverzlunum og banni við áfengisauglýsingum. Öll svörin eru ánægjuleg að því leyti, að glöggt er að flokkarnir gjöra sér grein fyrir vandanum í áfengismálum og vilja þar stemma sem bezt stigu við. Svörin voru misítarleg, en all- greinargóð. Þar er nokkuð góður samhljómur og okkur þykir að flestir gjöri sér allglögga grein fyr- ir því samhengi sem er á milli áfengisneyzlu og neyzlu annarra vímuefna. Enn skal þó af þessu til- efni minnt á þá staðreynd að í nær 97 % tilfella hefur neyzla annarra vímuefna hafizt á áfengisneyzlu samkvæmt vandaðri bandarískri rannsókn. Því er aldrei nógsam- lega brýnt fyrir þeim sem málum ráða að aðhafast ekkert það sem getur ýtt undir aukin og enn alvar- legri vandamál í samfélaginu. Við þykjumst hins vegar eiga góða bandamenn í áfengisvörnum almennt hjá flokkunum sem svör- uðu og eflaust einnig hjá þeim sem ekki svaraði. Þegar að áfengisvörnum kemur verðum við hins vegar að líta á hin einstöku mál sem um var spurt al- veg sérstaklega, því bæði varða þá staðreynd að aukið aðgengi og auglýsingar auka neyzluna sam- kvæmt öllum könnunum bæði aust- an hafs og vestan. Hvort tveggja, heimilun óheftra áfengisauglýsinga og sala áfengis í matvöruverzlunum, mun því óhjá- kvæmilega hafa aukningaráhrif í för með sér. Er þá ekki úr vegi að líta til frænda okkar Íra sem nú hafa í huga að setja miklar skorður við áfengisauglýsingum sem lið í því að draga úr alltof mikilli neyzlu þar í landi. Enginn þeirra sem svaraði mælti með því að heimila áfengisauglýs- ingar og bæði Frjálslyndi flokk- urinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð lýstu sig andvíg því með öllu. Þegar kom að spurningunni um sölu áfengis í matvöruverzlunum voru svör nokkuð ólík. Framsókn- arflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð svöruðu alfarið neitandi, Sjálfstæðisflokkurinn svaraði ekki beint en benti á sam- þykkt landsfundar um sölu á Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, en Frjálslyndi flokkurinn var með- mæltur. Flokkarnir bentu sumir hverjir á, að ekki lægju beinar flokks- samþykktir að baki og bentu á að í málum sem þessum væru uppi mismunandi skoðanir meðal flokks- manna og þá um leið þingmanna. Hvað sem þessum svörum líður sem ýmist glöddu hug okkar eða hryggðu, þá ber að þakka viðbrögð þeirra sem svöruðu og um svo margt er okkur ljóst að við eigum öll samleið. Auðvitað gleðjumst við sérstaklega yfir þeim sem sam- herjar eru í þeim málum sem lík- legast er að komi til kasta Alþingis á næstu misserum, en vitum einnig að í öllum flokkum eigum við þarna samherja sem munu án efa standa vörð um heilbrigða stefnu í áfengismálum. Heilbrigð stefna er sú að okkar mati sem í engu leiðir í lög atriði sem óhjákvæmilega auka þá neyzlu, sem við hyggjum að allir séu sammála um, að er alltof mikil í dag með öllum þeim illu afleiðingum sem í kjölfarið fylgja. Bindindissamtökin IOGT óska nýkjörnum þingmönnum alls góðs á komandi tíð, vænta hins bezta af samskiptum við þá og vilja trúa því að það eitt verði aðhafzt í áfengismálum á Alþingi sem til farsældar megi leiða fyrir land og lýð. Kvittað fyrir svör um áfengismál Eftir Helga Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. ÁNÆGJULEGAR fréttir hafa borist að undanförnu um miklar framkvæmdir í þágu framhaldsskóla, sbr. Morgunblaðið 3., 4., 7. og 20. júní sl. Víða hafa sveitarfé- lög og ríkisvaldið samið um eflingu skólahalds á þessu stigi með myndarleg- um hætti. Menn hafa hér sýnt í verki skilning á mikilvægi menntunar í þágu framtíðarhags- muna. Sveitarfélögin hafa skilið, að þetta væri þeim hagfelld fjárfesting. Þau hafa yfirleitt haft frumkvæðið í þessum efnum og þau hafa samið við ríkisvaldið um skiptingu kostnaðar. En hér í Reykjavík hefur árum saman verið „pattstaða“ vegna deilu borgarinnar og ríkisins um kostnað við framkvæmdir á þessu skólastigi, einkum við gömlu menntaskólana. Ríkisvaldið segir, að „mikil tregða“ sé í þessum efnum hjá borginni. Hún hefur hins vegar veifað lög- fræðilegum álitsgerðum um, að henni beri engin skylda til að taka þátt í slíkum framkvæmdum og hún hefur sakað ríkið um að hafa að tekið gömlu menntaskólana, og þá alveg sérstak- lega Menntaskólann í Reykjavík, „í gíslingu“, eins og þar segir. Ríkið hef- ur þá ekki heimilað framkvæmdir, sbr. lög um skipan opinberra fram- kvæmda, nr. 84/2001. Opinberir aðil- ar hafa hér verið ósammála og það hefur þýtt, að heldur lítið gerist í þessum efnum. Flestir Íslendingar þekkja söguna um litlu gulu hænuna, sem fann hveitifræ. Þegar hin dýrin í sögunni voru beðin um að leggja sitt af mörk- um til ræktunar og þróunar svöruðu þau jafnan: „Ekki ég.“ – Hér ber að hafa í huga, að menntun er í eðli sínu mjög lík ræktun, og ég vil nú spyrja sem áhugamaður um skólamál: Er það viðeigandi, að opinberir aðilar séu hér eins og hin dýrin í sögunni um litlu gulu hænuna og segi einung- is: „Ekki ég“? Síðan koma menn sér fyrir í pólitískum skotgröfum og framhaldið þekkja menn, þ.e. hversu vitræn samskiptin eru. Forvitnilegt væri að fá það leitt í ljós hvort slík „pattstaða“ hafi tíðkast erlendis með menningarþjóðum. Hvernig er þessu háttað t.a.m. á Norðurlöndum, Bretlandseyjum eða í hinum þýskumælandi heimi? Eða er þessi „gíslataka“ í menntamálum bundin við Ísland? Yngvi Pétursson, rektor MR, sagði í skólaslitaræðu 30. maí sl., að fyrr- greind deila ríkisins og Reykjavík- urborgar væri óþolandi og hún hefði óheppileg áhrif á framtíð skólahalds og skipulag þess. Hann lýsti yfir þungum áhyggjum af ófremdar- ástandi í húsnæðismálum gömlu framhaldsskólanna í Reykjavík og þá ekki síst MR, en það hlytu að vera fyrir hendi lágmarksviðmiðanir um aðbúnað í kennsluhúsnæði fyrir nem- endur í framhaldsskóla á 21. öldinni. – Þetta eru athyglisverð orð manns, sem gerþekkir hér til. Í þessu við- fangi má benda á, að stjórnvöldum ber að annast eftirlit með því, að framhaldsskólar hafi fullnægjandi aðstöðu, hvað varðar húsnæði og búnað, sbr. 4. gr. laga um framhalds- skóla, nr. 80/1996. Fleiri skólamenn eru greinilega langþreyttir á mismunun í aðbúnaði framhaldsskóla hjá einstökum sveit- arfélögum. Már Vilhjálmsson, rektor MS, gagnrýndi hart í grein í Morg- unblaðinu 20. febrúar sl. stefnuleysi og sinnuleysi Reykjavíkurborgar í málefnum framhaldsskólanna, sem búi við þröngan kost. Þetta sé með allt örðum hætti í nágrannasveit- arfélögum. Már segir einnig, að full- yrða megi, að skólameistarar í Reykjavík séu orðnir þreyttir á að- gerðarleysinu og þeir vilji sjá aðgerð- ir í stað orða. Og hér má spyrja: Eiga sum ís- lensk ungmenni að gjalda þess í að- búnaði og námsaðstæðum, að þau stunda nám í framhaldsskóla í sveit- arfélagi, þar sem forystan hefur vísað til lögfræðiálita um engar skyldur í þessum efnum? Og það á sama tíma og önnur ungmenni njóta þess, að skóli þeirra hefur notið velvildar sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Eru t.a.m. einhver málefnaleg rök fyrir því, að allt aðrar aðstæður eigi að vera í Menntaskólanum í Reykjavík en í Menntaskólanum á Akureyri? Hér má benda á, að samræmd stúdentspróf verða brátt lögð fyrir nemendur framhaldsskólanna, sbr. reglugerð nr. 196/2003 um fram- kvæmd þeirra. Vonandi verða prófin samin með myndarlegum hætti og í fullu samræmi við aðalnámskrá. – Hér vil ég benda á 1. greinina, en þar segir m.a.: „Prófin eru lögð fyrir alla nemendur ... á sama tíma, við sömu eða sambærilegar aðstæður og með sama hætti ...“ Ekkert er hér at- hugavert við tíma og hátt, en spyrja má um „sömu eða sambærilegar að- stæður“. Eins og hér hefur verið rakið eru aðstæður ólíkar í einstökum skólum. Ef leggja á fyrir samræmd próf þurfa þá ekki að vera fyrir hendi sam- ræmdar lágmarksaðstæður í ein- stökum skólum? Ég benti á í greinum í Morg- unblaðinu 17. og 18. júlí 2002, að að- stæður til náms og kennslu í MR hefðu á liðnum árum og áratugum verið með öllu óviðunandi og sumir töluðu um hneyksli í þessu sambandi. Þetta var rökstutt með dæmum og nægir hér að vísa til þeirra. – Ég hef oft komið í framhaldsskóla, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Það hefur verið ánægjulegt að sjá, hvernig ýmsir framhaldsskólar hafa verið efldir af stórhug og framfara- vilja. Hér má t.d. benda á Fjölbrauta- skólann í Garðabæ. En manni hefur einnig runnið til rifja það tómlæti, sem öðrum skólum hefur verið sýnt og þar má nefna MR. Það kom fram í fréttum nýlega, að fyrir lægi „grunnur að samkomulagi“ ríkis og Reykjavíkurborgar og hún hefði fallist á að greiða á næstu árum 300 milljónir króna í stofnkostnað framhaldsskóla. Þetta er fagnaðar- efni, en löng reynsla hefur þó kennt manni að þakka ekki fyrirfram í þess- um efnum. Má þó vera, að menn telji ekki lengur við hæfi að segja: „Ekki ég,“ þegar spurt er, hver vilji leggja sitt af mörkum til að efla skólahald. Ég tel það mikla gæfu að hafa get- að unnið lengi með ungmennum í gamla MR og reynt að koma þeim til nokkurs þroska í íslenskum fræðum. Það er ánægjulegt starf að lesa með æskunni Völuspá, Hávamál, Eglu, Njálu, Passíusálmana, Gunnars- hólma og Íslandsklukkuna, svo að dæmi séu nefnd. Á vinnustaðnum hefur maður og eignast ýmsa trausta vini og samstarfsmenn og fyrir þetta allt ber að þakka af heilum hug. En samt verð ég að segja, að ég skil ekki þær námsaðstæður, sem æskunni hefur verið boðið upp á í MR, jafnvel áratugum saman. Deilur ríkis og borgar um framhaldsskóla Eftir Ólaf Oddsson Höfundur er kennari. ÞAÐ vakti athygli mína fyrir um þremur vikum, að Skeglu- björgin sunnan við Húsavík (nokkru norðan við Laxárósa) voru án skeglunnar. Fyrir réttum 70 árum var ég fyrst þarna með föður mínum. Það hefur verið venja í marga áratugi að ganga um þetta svæði og skoða fuglana og fjöl- breytt líf þeirra í bjarginu eða á sjónum. Ég ætlaði að njóta góða veðursins með syni og sonarsyni. Sýna fuglamergðina og telja teg- undirnar, bæði í bjarginu og á sjónum. Mikil undur eiga sér stað. Engin skegla sjáanleg, enginn hettumáfur, fáeinir fýlar, fjórar veiðibjöllur, einn skúmur og einn kjói. Ein teista og nokkrir tugir æðarblika og örfáar kollur. Eng- inn svartfugl. Ég tel, að þetta nálgist eins- dæmi. Ef til vill hafi þetta komið fyrir á ísaárunum. Ég veit það ekki. Hvað veldur þessu? Nú dag- inn eftir var farið á sjóinn á Salt- víkina, skammt frá bjarginu. Þar fengum við um 300 pund af þorski. Ég gerði að öllum fiskunum, um 60 fiskum. Hvað kemur í ljós? Brúnleit lifur, galtómur magi og samanherptur, garnir sem streng- ur. Mjög afturmjór fiskur. Sem sagt afar lélegt fiskifar og und- arlegt. Þetta staðfestir, að fisk- urinn hefur hreinlega soltið í margar vikur eða mánuði. Ég hefi fréttir víðar frá Norðurlandi um horaðan fisk og tóman. Án átu lengi. Enn eitt vorið kom engin loðna að fjörunni eins og var hér áður fyrr. Í marga áratugi treystu menn á komu loðnunnar seint í mars eða um miðjan apríl og fjar- an var oft þakin af hrygndri loðnu. Þá var góð lifur í voraflanum á Skjálfanda. Nú er þetta allt breytt. Engin vorloðna í nær 20 ár. Eða frá því sumarveiðar á loðnu hófust úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Er beint samband þarna á milli? Við þurfum að fá svar við þessu. Er nokkurt vit í því að veiða loðnuna núna á Halanum? Hún er oft mjög blönduð á þessu svæði. Ég hefi aldrei fengið svar við þessarri spurningu. Nú vil ég fá svar. Þetta skiptir alla mjög miklu. Að lokum vil ég benda sem flestum á að lesa góða og athygl- isverða grein í Morgunblaðinu 25. júní sl. eftir Viðar Helgason, fiski- fræðing. Ég er mjög sammála honum í meginatriðum. Við verð- um að gefa náttúrunni frið til tímgunar og uppeldis á þeim dýr- um, sem við lifum af. Hvar er skeglan? Eftir Jón Ármann Héðinsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Í FYLGIBLAÐI með Morgunblaðinu hinn 31.5.2003 með fyrirsögninni Reyklausi dagurinn er greinarstúfur sem heitir „Asbest drap engan, samt bannað“. Hér er á ferðinni alvarlegur misskilningur þar sem því miður hafa nokkrir tugir einstaklinga á Íslandi látist vegna sk. fleiðruþekjuæxlis. Fleiðruþekjuæxli má rekja til þess að áratugum áður fékk viðkomandi í sig asbestþráð sem barst niður öndunarveginn. Ástæðu þess að asbestþráðurinn komst í einstaklinginn má í langflestum tilvikum rekja til vinnu við asbest. Það hefur verið vitað lengi að asbest getur valdið skaða. Þannig hefur það verið þekkt frá 1884 að þeir sem vinna með asbest geta fengið skerta lungnastarfsemi. Í þeim lungnasjúkdómi hafa asbestþræðir ert lungnavef og framkallað örvefjar- myndun sem dregur úr starfsemi lungna. Þetta er mjög alvarlegur sjúkdóm- ur og lífshættulegur þar sem fá ráð eru til lækninga. Frá 1935 hefur það ver- ið þekkt að þeim, sem hafa orðið fyrir asbestmengun, er hættara við lungnakrabba og frá 1955 hefur verið þekkt að asbest sem slíkt getur valdið krabbameini. Þegar litið er til lungnakrabbameins er alkunna að reyk- ingamenn eru í mikilli hættu á að fá lungnakrabba, en hafi menn bæði verið reykingamenn og unnið við asbest og fengið asbestryk ofan í sig er hættan margföld. Biðtími, þ.e. sá tími sem líður frá því að menn urðu fyrst útsettir fyrir asbestmenguninni og þangað til þeir greinast með lungnakrabbamein er talinn vera 15 til 30 ár. Biðtími m.t.t. fleiðruþekjuæxlis er hins vegar 40 ár. Þetta þýðir að miklu skiptir að koma í veg fyrir að börn og yngra fólk séu ná- lægt vinnustöðum þar sem unnið er með asbest. Almennur innflutningur asbests er bannaður, en mikið magn er enn til af asbesti í klæðningum eldri húsa, véla og annarra mannvirkja. Ekki er vitað hve algengt þetta er en ljóst er að um verulegt magn er að ræða og dæmi eru um að eigendum sé ekki kunnugt um að asbest sé í eignum þeirra. Þegar kemur að viðhaldi þessara eldri mannvirkja er nauðsynlegt að kanna hvort asbest er fyrir hendi. Ef asbestið er látið óhreyft er það talið hættulaust. Hins vegar skapast hætta ef farið er að vinna með það. Þá ber að girða vinnusvæð- ið af, tryggja að starfsmenn, sem þurfa að vinna verkið, hafi fengið til þess viðeigandi þjálfun og noti réttar persónuhlífar. Með slíkum aðgerðum má koma í veg fyrir frekara manntjón af völdum asbests. Miklu skiptir að vera vakandi í baráttunni gegn atvinnusjúkdómum, bæði af völdum asbests og annarra heilsuspillandi áhrifa. Slík aðgæsla dregur ekki úr gildi tóbaksvarna og annarrar heilsuverndar á vinnustöðum. Upplýsingar um asbest má m.a. finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is. Atvinnusjúkdómar, asbest og tóbak Eftir Kristin Tómasson Höfundur er yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r www.casa.is            ! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.