Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Eyjólfs-dóttir, starfs- stúlka í Reykjavík, fæddist á Húsatóft- um á Skeiðum hinn 20. júní 1918. Hún lést á gamla Borg- arspítalanum hinn 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Gests- son frá Húsatóftum og bóndi þar, f. 1883, d. 1976, og Guðrún Sigmunds- dóttir frá Vatnsenda í Flóa, húsfreyja á Húsatóftum, f. 1889, d. 1931. Systkini Helgu voru Guðmundur, bóndi á Húsatóftum, f. 1917, d. 2001, drengur f. 1920, d. sama ár, Gestur, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 1921, d. 2000, Sig- mundur, verkamaður í Reykja- vík, f. 1923, d. 1970, Sigurður Marteinn, bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 1925, d. 1975, og Gunnar, verkamað- ur í Ólafsvík, f. 1927, d. 1977. Helga ólst upp á Húsatóftum og lauk barnaskólaprófi frá Barnaskólanum á Húsatóftum. Hún starfaði sem starfs- stúlka lengst af og var hennar starfs- vettvangur bundinn að mestu við Land- spítalann. Einnig lét hún kristileg mál- efni mjög til sín taka og var mjög virk í þeim málum. Meðal annars gekk hún í biblíuskóla bæði í Noregi og í Danmörku. Í gegnum indverskt starf Áslaugar Stefáns- dóttur kostaði hún einnig uppeldi tveggja barna. Útför Helgu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Hinn 20. júní 1918 á ári frostaharð- indanna miklu og ári fullveldisins fæddist Helga Eyjólfsdóttir á Húsa- tóftum á Skeiðum, hún var næstelst í hópi sex systkina. Gestur faðir minn var næstur Helgu í systkinaröðinni og bjó alla tíð í Hveragerði. Elstur var Mundi á Húsatóftum, en Matti og Siggi, sem bjuggu í Reykjavík, og Gunnar í Ólafsvík voru yngstir. Með fráfalli Helgu er allur systkinahóp- urinn genginn. Þrír yngstu bræðurn- ir fóru allir um fimmtugt á besta aldri frá fjölskyldu sinni með tiltölulega skömmu millibili. Minningin um samverustundir fjölskyldunnar á björtum sumardög- um hvort heldur á Húsatóftum eða í Hveragerði eru okkur ljóslifandi, þegar þessir glaðværu frændur okk- ar voru til með að bregða á leik. Helga var sannkölluð frænka, með þeirri alúð sem hægt er að leggja í það orð. Þótt hún væri ekki orðmörg var eins og hún skildi okkur krakk- ana og vildi vita hvað við værum að elja og leika og þar sem hún horfði á okkur frá sínum, hljóða en glaðlega stað fann maður að hún skynjaði barnabröltið. Mér er minnisstætt at- vik úr bernskunni, þegar heimasæt- an 6-7 ára var að basla við að sauma út, ekki ánægð með árangur sinn, þegar Helga frænka segir stundar- hátt: „Nei sko stelpuna, hvað hún saumar fínt“ og litla saumakonan gat haldið ótrauð áfram. Önnur mynd af sunnudegi heima í stofu, matarilmur í húsinu, Helga frænka með lukt augu nýtur þess að hlusta á Largo eftir Handel spilað á píanóið. Það var mér uppörvun þegar Helga seinna vildi að ég spilaði aftur þetta lag. Þegar ég fór að heiman til Reykjavík- ur til náms var mikls um vert að eiga frændfólkið sitt að, hjá bæði móður- og föðursystkinum var alltaf gott að koma og eiga stund. Þetta voru ár nýrrar reynslu og nýrra skrefa, þeg- ar flutningar námsfólks með sínar litlu búslóðir milli staða og landshluta á vorin og haustin voru jafn árvissir og sauðburður og réttir. Um þetta leyti er Helga orðin bíleigandi og „elegansinn“ stafar af þessari glæsi- legu dömu þegar hún þeisir um af ör- yggi og slær ekki af hraða. Það var síðasta árið mitt í Tónlistarskólanum og ég var að losa leiguhúsnæðið að loknum vetri og í vandræðum að koma dótinu austur. Þá var Helga svo væn að eftirláta farartækið sitt til að bjarga málunum. Þegar ég svo skila af mér og þakka greiðann hafði hún sérstakt orð á þessum unga svip- hreina pilti sem hefði komið og hún lánað Volkswagninn sinn. Þarna í leiðinni fannst mér frænka mín leggja til hlýleg orð í garð hins ný- lega byrjaða sambands okkar hjóna. Ég gríp til minninga og fátæklegra orða þegar ég reyni að lýsa kærri frænku minni, minningarnar höfum við og erum þakklát fyrir. En Helga var dul og hlédræg, það var eins og hún geymdi svo margt með sér. Hún hugsaði sitt og fór sínar eigin leiðir. Þótt Helga byggi alltaf ein og eign- aðist aldrei fjölskyldu naut hún lífs- ins og fann tilfinningum sínum far- veg. Hún styrkti tvö börn á Indlandi og ljómaði öll þegar hún sagði okkur frá „börnunum sínum“ þar. Starfið í KFUK var þungamiðja í tilveru Helgu og það færði henni lífsfyllingu að leggja þar fram krafta sína. Hún tók einnig þátt í starfi kristniboðs- samtaka, fylgdist með og styrkti ým- is málefni sem lutu að líknarstarfi. Þáttur í lífi Helgu var að ferðast innan lands eða utan, að fara út fyrir landsteinana var henni ekki fram- andi, því sem ung stúlka dvaldi hún um skeið í Noregi við að vinna og nema kærleiksfræði í biblíuskóla og það kom okkur á óvart hvað hún hafði farið víða og hve hún naut þess að fræðast. Handavinna var alla tíð áhugamál og eftir að Helga hætti að vinna gáfust fleiri stundir til að sinna því. Þá saumaði hún út harðangurs- dúka eða krossaum á púða eða á stóla, heklaði eða málaði á postulín, allt unnið með listahandbragði. Tón- list og söngur var það veganesti sem Helga hlaut í arf frá heimili sínu, en amma spilaði á orgel og hafði fallega söngrödd. Þetta nýttist Helgu alla tíð því hún lærði einnig að spila og tók þátt í söngstarfinu á Lindargötunni síðustu árin, enda hafði Helga hreina og bjarta rödd. Á fæðingarári Helgu var veturinn sá kaldasti á öldinni. Það var ekki síð- ur napurt veturinn 1931 þegar móð- irin á Húsatóftum féll frá manni sín- um og stóra barnahópnum þeirra, hinn 28. desember. Það bættist á að ekki var unnt að jarðsetja ömmu heima í sveitinni vegna snjóþyngsla. Það munu hafa verið þung sporin afa þegar hann ásamt elsta syninum braust til Reykjavíkur til að fylgja eiginkonu sinni til grafar. Það má hverjum ljóst vera að þessi reynsla setti mark sitt á þá sem eftir lifðu og enginn veit hve varanleg spor hún skildi eftir. Þegar reiðarslagið dundi yfir var Helga á viðkvæmum aldri, á fjórtánda ári, eina systirin. Hún hef- ur reynt að hjálpa föður sínum á alla lund og gengið í þau heimilsstörf sem hún gat og hjálpað yngri bræðrum sínum sem mest hún mátti. Þarna hafa aðstæðurnar lagt ungri mann- eskju þungar byrðar á herðar. Í þess- um þrengingum fann Helga huggun og styrk í trúnni sem upp frá því varð kjölfesta hennar í lífinu. Þessi kona var ekki bara glæsileg, heldur var hún líka dama sem var alltaf svo vel til fara og hafði fágaða framkomu, með nærveru sem var í senn mild og ákveðin. Við fundum hve líf Helgu frænku var vel mótað og fagurt. Þannig gaf hún okkur svo mikið og þannig minnumst við hennar. Ég vil fyrir hönd okkar allra og mömmu þakka Helgu frænku fyrir allt það sem hún gaf okkur og við átt- um saman. Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Árið 1918 varð okkur Íslendingum sögulegt fyrir margra hluta sakir: Ís- lenski fáninn var dreginn að húni í fyrsta sinn, Katla hristi sig eftir rúm- lega hálfrar aldar dvala, með mikilli eyðileggingu og hörmungum, og fjöldi manns andaðist í miklum frost- hörkum í „frostavetrinum mikla“. Þá herjaði skæð drepsótt á landann, svo- kölluð „spánska veiki“ og lagði fjölda fólks að velli. Inn í þessa stóru við- burði fæddist frænka mín sem nú er kvödd. Þrettán mánuðum áður hafði komið í þennan heim Guðmundur bróðir hennar, hann fór einnig á und- an henni úr hérvistinni, fyrir u.þ.b. 20 mánuðum. Eftir Helgu fæddist drengur er staldraði stutt við, þá kom Gestur árið 1921 og fór í mars 2000, þá Sigmundurárið 1923 og lifði í 47 ár, Matti árið 1925, lifði í 50 ár, og pabbi, Gunnar, rak lestina, og fylgdi í kjölfar yngri bræðra sinna og lifði einnig í rétt 50 ár. Já allt er þetta ein- hvern veginn mynstrað og nú eru þau öll farin, systkinin frá Húsatóftum. Móðurlaus urðu þau ung en móðir þeirra lést í blóma lífsins 42 ára göm- ul. Þá var Helga á viðkvæmum aldri og axlaði ábyrgð á heimilinu og bræðrum sínum þremur með föður sínum. Pabba og Sigmundi var komið í fóstur í sveitinni. Hvílíkt áfall fyrir unglingsstúlku sem tengd var móður sinni sterkum böndum. „Það var eins og rafmagn færi um mig alla, frá toppi til táar, er mér var sagt að mamma væri dáin,“ sagði hún yfir eldhúsborðið eitt sinn er ég var í heimsókn hjá henni. Þetta var mikið sagt af Helgu sem var svo dul á til- finningar sínar. Hún sagði það e.t.v. vegna þess að ég þráspurði um líf hennar; langaði að vita hvers vegna hún var svona dul um hagi sína, til- finningar, langanir og þrár. Við hlið þeirra var þó sterk stoð í móðursyst- ur þeirra, Ingibjörgu. Helga var um margt sérstök. Hún fetaði hinn þrönga stíg trúarinnar, lifði fyrir trú sína á Jesú Krist og var afskaplega lítillát og mjög trúföst. Kristniboðsstarfið var henni mikil- vægt og lagði hún því starfi lið á marga lund, m.a. með hannyrðum sínum sem seldar voru til fjáröflunar. Einnig var hún virkur þátttakandi í starfi KFUK allt frá því hún var ung kona. Þá styrkti hún börn í „Ind- landsstarfinu“ svokölluðu og voru það „börnin mín í Indlandi“, eins og hún sagði með stolti um leið og hún benti á myndirnar af stúlku og dreng á stofuveggnum. Hún ferðaðist vítt og breitt um heiminn og dvaldi um hríð ung kona í Noregi og Danmörku, í biblíuskóla, og kynntist þar góðu fólki. Eftir- minnilegasta ferðin fannst henni þó til Jerúsalem fyrir nokkrum árum, á slóðir Jesú Krists. Hún naut þess einnig að liggja í heitri sólinni og fór í nokkrar slíkar ferðir, m.a. til Ítalíu. Að jafnaði var hún róleg og hlé- dræg en gat þó verið gáskafull og glettin. Ég á ekki margar minningar um Helgu frá barnæsku minni en þeim mun fleiri hin síðari ár, eftir að ég fluttist suður og bjó í meiri nálægð við hana. Ég minnist þess þó er hún kom vestur til Ólafsvíkur nokkrum sinnum að heimsækja „barnaskar- ann hans Gunnars“. Þá átti hún Volkswagen-bjöllu sem hún þeystist á um allt land. Einhverju sinni fór hún með okkur krakkana yfir Fróð- árheiðina til að fara í sund í Lýsu- hólslaug. Þá söng hún hárri raust og man ég hvað mér þótti frænka mín framandi, sérstök og flott kona. Hún naut þess að „gefa í“ og ferðast. Hler- aði ég síðar að bensínfóturinn hefði verið ansi vel spenntur og reykjar- strókurinn hefði staðið aftanúr „bjöllunni“ þar sem hún fór um. En hún ók af öryggi. Bjölluna átti hún í fjöldamörg ár og og síðar annan sem hún keyrði út, þá var Helga líklega um 70 ára aldurinn. Hún fékk sér ekki annan bíl og talaði oft um að það hefði verið vitleysa. Bíllykillinn er þó enn hangandi á lyklakippunni henn- ar. Hin síðari ár fékk ég að njóta þess að hafa hana hjá okkur um jól og á tyllidögum fjölskyldunnar. Má segja að framan af hafi ég togað hana heim með mér en fann svo að það hugnað- ist henni vel. Jólin voru alltaf ynd- islega skemmtileg, hlegið og gantast fram á miðnætti og Helga rjóð af hlátri og smá „lögg“ í æðunum. Það eru minningar sem eru mér verð- mætar: Að sjá hana glaða og afslapp- aða og finna að hún var partur af fjöl- skyldu okkar, taka svo þéttingsfast utanum hana, þrátt fyrir mótspyrnu, og kyssa rembingskoss. Nokkrum sinnum fórum við saman á kaffihús. Röltum inná Café París eða Café Míl- anó og fengum okkur tertusneið og kaffi. Þá fór hún í sitt fínasta púss og setti á sig varalit. Hún var eins og flott heimskona. Það var eins og Elli kerling hefði engan áhuga á þessum systkinum, þau sem lifðu urðu ekki „gömul“, voru bara alltaf ung, létt á fæti, frá í hugsun og kvik í hreyfingum. Augun eilítið hvöss og athugul. Já, Elli kerl- ing hafði ekki roð við systkinunum frá Húsatóftum. Þau voru dul á til- finningar sínar og ekki alltaf auðvelt að vita hvernig þeim leið. En ég vissi þó alltaf hvað Helgu líkaði ekki, hún var skapmikil þrátt fyrir rólegheitin og er skemmst að minnast kosning- anna síðustu. Nokkrum dögum fyrir kosningadaginn bauð ég henni að koma í bíltúr í Smárann. Já, hún var til í það, ætlaði að kaupa sér jakka í leiðinni. Ég fór að njósna ofaní hana og athuga hvar hún væri í pólitík. „Ég kýs að sjálfsögðu D,“ sagði hún hneyksluð á spurningunni, „eins og ég hef alltaf gert.“ Ég hváði og sagði að það væri nú ekki flokkur sem berðist fyrir lítilmagnann. „Jú, víst gerir hann það,“ sagði hún og kvað fast að. Þar með vissi ég að málið var útrætt. Hún keypti sér glæsilegan jakka enda hafði hún mjög vandaðan fatasmekk og vissi hvað hún vildi. Helga var sérlega myndarleg og glæsileg kona, smávaxin, beinvaxin og fríð sýnum. Hún hafði ótrúlega þykkt og fallegt grátt hár þrátt fyrir aldurinn. Brosið var hlýlegt og tenn- urnar beinar og heilar í smágerðu andlitinu. Djúpar hrukkur voru þvert í augabrúnirnar og eru þær um þess- ar mundir að róta sig í andlitið mitt og minna á ættartengslin. Helga var orðin þreytt og farin að þrá ferðalagið. Fyrir henni var engin óvissuferð í vændum heldur „ferðin heim“. Í faðm Drottins. Að leiðarlok- um þakka ég elskulegri frænku minni fyrir mikilvægar samveru- stundir og veit að hún er hvíldinni fegin. Helga Guðrún Gunnarsdóttir. Föðursystir okkar, Helga Eyjólfs- dóttir, andaðist 17. júní sl. Hún fædd- ist og ólst upp á Húsatóftum á Skeið- um, næstelst sjö barna Eyjólfs Gestssonar og Guðrúnar Sigmunds- dóttur sem nú eru öll látin. Heimilið á Húsatóftum varð fyrir miklu áfalli þegar móðir Helgu veiktist og dó frá stórum barnahópi. Reyndi þá mikið á þessa ungu stúlku sem var aðeins 13 ára gömul og lentu húsmóðurstörfin og ótal handtök sem fylgja sveita- störfum á hennar herðum. Sem betur fór fékk Helga dygga aðstoð frá Ingi- björgu móðursystur sinni sem dvaldi flest sumur á Húsatóftum. Helga flutti að heiman og fór til Reykjavík- ur þegar bróðir hennar Guðmundur og Sólveig Jóna eiginkona hans tóku við búi á Húsatóftum. Hún leigði lengst af herbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrtingu en seinustu árin bjó hún í íbúð á Lindargötu 61 þar sem hún undi hag sínum vel. Helga var ein af þessum hljóðu einstaklingum sem eru ekki áberandi í þjóðfélaginu en vinna verk sín af samviskusemi og dugnaði. Hún vann lengst af sem starfsstúlka á Land- spítalanum og var vel liðin af öllum. Helga var mjög trúuð kona og fór á biblíuskóla til Noregs og Danmerkur og var virk í KFUM-hreyfingunni. Hún helgaði krafta sína trúmálum og var einnig félagi í kristniboðsfélag- inu, gerði til dæmis muni sem seldir voru á basar til fjáröflunar. Sömu- leiðis voru henni hjartfólgin börnin tvö á Indlandi sem hún styrkti með peningasendingum og gjöfum. Hún var dugleg að mæta á fundi og styrkja Indlandsstarfið og sagði stolt: „Þetta eru börnin mín,“ þegar hún sýndi okkur myndir af stúlku sem nú er uppkomin og dreng með dökka lokka. Helga frænka, eins og við kölluð- um hana, vildi vera sjálfstæð og keypti sér bíla og lengst átti hún Volkswagen-bjöllu. Hún kom flest sumur að Húsatófum og okkur krökkunum er það minnisstætt hve hratt hún ók og stóð okkur hreint ekki á sama þegar við fengum far með henni. Helga hafði gaman af ferðalögum og var dugleg að ferðast bæði innan lands sem utan. Síðustu ferð sína fór hún með eldri borgurum um sveitir Suðurlands, aðeins nokkr- um dögum fyrir andlátið, og skemmti sér ljómandi vel. Helga frænka var lagleg kona og með afbrigðum snyrtileg, blíð, bros- leit og hafði léttan glettnislegan hlát- ur. Hún var mikil hannyrðakona og allt lék í höndunum á henni. Hún hafði gaman af að vera innan um fólk þegar tækifæri buðust og tók þátt í ýmsu félagsstarfi með eldri borgur- um, söng til dæmis í kvennakór á Lindargötunni. Nú er komið að leiðarlokum hjá frænku okkar. Hún þurfti ekki að kveljast og liggja lengi veik heldur kvaddi þennan heim á sinn hljóðláta og prúða hátt og eflaust voru margir sem tóku á móti henni við gullna hlið- ið. Ef einhver verðskuldar að sjá dýrð Drottins þá er það Helga frænka. Ingibjörg Sigríður og Guðrún Eygló (Imba Sigga og Rúna). Ég minnist þeirra stunda sem ég átti með Helgu frænku minni með hlýhug og væntumþykju. Hún var oft hjá okkur á jólum og öðrum tyllidög- um fjölskyldunnar. Helga var systir afa míns, Gunnars, en hann lést nokkrum árum áður en ég fæddist og var hún því nokkurs konar tengiliður við hann. Helga var dugleg í höndunum og upp úr pökkum hennar komu ávallt dýrindis gjafir sem hún hafði búið til af mikilli alúð. Þessar gjafir eru mér hjartfólgnar nú þegar hún er horfin á braut. Einnig mátti sjá á hlýlegu heimili hennar listilegt handbragðið. Ég kveð Helgu með virðingu og þakklæti í hjarta. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. HELGA EYJÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.