Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grillum dag í Lynghálsi 4 á OPIÐ 11-20 ALLA DAGA Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! 995- SILKIBLÓM Í POTTI 768- Nýr svínahnakki beinlaus biti 30% afsláttur Svínahnakki Mexíkó 30% afsláttur Svínakótilettur Mexíkó 289- Svínabógar 1. fl. nýir og ófrosnir Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! 1495- BLÓMAKASSI - 100 CM. GRIND ÚR SMÍÐAJÁRNI - og á morgun Skútuvogi 2 í Börnin fá Pepsí við grillið! Ferskur lax kryddaður og tilbúin grillið!á pr. kg. pr. kg. pr. kg. 499- Lambaframpartur niðursagaður á grillið GUÐNÝ Hanna Sigurðardóttir, fimm ára Keflvíkingur, bókaði á dög- unum fund með Árna Sigfússyni bæjarstjóra í þeim tilgangi að láta laga göngustíg þar sem hún hefur oft dottið og meitt sig. Guðný notar þennan stíg gjarnan til að heim- sækja vinkonur sínar og þykir hann heldur varasamur vegna slæms ástands. Fyrir nokkrum dögum kom hún grátandi og sár heim eftir að hafa dottið á stígnum. Hafði hún hruflað olnboga og var með plástra á báðum hnjám. Tjáði Guðný þá móður sinni að nú væri mál að linni og að hún vildi finna bæjarstjórann til að ræða ástand stígsins og úrbætur þar á. Hlýjar móttökur Móðir Guðnýjar hjálpaði henni til við að undirbúa heimsókn sína til bæjarstjóra og teiknaði Guðný upp sína hugmynd að fyrirmyndarstíg. Guðný Hanna pantaði tíma hjá bæjarstjóra og mætti með erindi sitt ásamt bræðrum sínum tveimur, sem veittu henni siðferðislegan stuðning. Sýndi hún bæjarstjóra hruflaða olnboga, hné og skarð í tönn, sem vitnisburð um illa náttúru stígsins. Hélt hún áfram og útlistaði hug- myndir sínar um úrbætur á stígnum og sýndi bæjarstjóra myndina sem hún teiknaði, máli sínu til stuðnings. Eftir að hafa hlýtt á framsögu Guðnýjar mælti bæjarstjóri svo að við þessu yrði að bregðast. Sagði þá Guðný: „Þú verður þá að tala við vinnumennina.“ Þessu samsinnti bæjarstjóri og hringdi í viðkomandi starfsmenn bæjarins. Árni Sigfússon sagði göngustíginn verða lagfærðan mjög fljótlega. Hann bætti við að heimsókn Guðnýj- ar hefði verið mjög ánægjuleg og það væri gaman þegar ungir íbúar Reykjanesbæjar kæmu að hitta sig. Ljósmynd/Einar Guðberg Gunnarsson Árni Sigfússon skoðar skarðið í tönn Guðnýjar Hönnu fullur áhuga. Fimm ára telpa á fund bæjarstjóra Reykjanesbær ÞESSAR ungu og snotru meyjar sjá um viðhald og fegrun kirkju- garðsins á Hvalsnesi í sumar. Þær gáfu sér tíma í sumarblíðunni til að sitja stuttlega fyrir hjá frétta- ritara Morgunblaðsins sem átti leið hjá þessum fallega stað, rétt sunnan við Sandgerði, á dögunum. Auk þess að sinna hirðingu garðsins sýna þær Guðbjörg Reynisdóttir og Bergey Sigurð- ardóttir gestkomandi hina fallegu Hvalsneskirkju, sóknarkirkju Sandgerðinga, en mikill fjöldi gesta heimsækir kirkjuna á hverju sumri. Kirkjan sem nú stendur var vígð árið 1887 og er hún ein- hver allra fegursta steinkirkja landsins. Gæslumeyjar grafreitsins Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í land- námi Ingólfs (GFF) og fimm sveitar- félög á Suðurnesjum hafa blásið til samstarfsverkefnis sem ber heitið LAND-NÁM á Suðurnesjum. Verk- efnið snýst um að samþætta vinnu nemenda í vinnuskólum og ungmenna í atvinnuátaki sveitarfélaganna í trjá- plöntun og annarri uppgræðslu. Unga fólkið fær meðal annars þjálfun í því að afla gagna um plöntur, skrá þau niður og koma þeim fyrir á tölvutæk- um gagnagrunni. Nýsköpunarsjóður námsmanna og Suðurlandsskógar styrkja verkefnið. Áhugi vex með virkri þátttöku Hópur úr vinnuskóla Vatnsleysu- strandarhrepps hefur undanfarið unnið að gróðurátaki í Vogastapan- um. Þar eru gróðursettar trjáplöntur og rofabörð og flög grædd upp. Þetta hefur vakið áhuga unglinganna á upp- græðslu landsins og hafa þau sýnt verkefninu mikinn áhuga. Að sögn Kristjáns Baldurssonar, tækni- og umhverfisstjóra Vatnsleysustrandar- hrepps, hefur samstarfsverkefnið far- ið mjög vel af stað og eru flokksstjór- ar vinnuskólans mjög ánægðir með nemendur sína. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Krakkarnir hafa staðið sig með stökustu prýði og hefur frammistaða þeirra og hegðun verið til fyrirmyndar. Áhugi þeirra á land- græðslunni er mjög mikill.“ Kristján bætir við að ljóst sé að jákvæðni og hrós virki mun betur til hvatningar en skammir og leiðindi. „Þetta hefur því allt verið á mjög jákvæðum nótum.“ „Ungir vísindamenn“ Björn Guðbrandur Jónsson, for- maður GFF, segir þátttöku unga fólksins skipta mjög miklu máli í þessu samhengi. „Við erum að þjálfa krakkana í vinnubrögðum og í raun að gera þau að ungum vísindamönn- um. Við veitum þeim svolitla innsýn inn í það hvernig unnið er vísindalega. Þau eru þátttakendur í því að afla gagna um það hvernig trjáplöntunum sem þau setja niður reiðir af og eru þannig ekki lengur bara að planta trjám, heldur eru þau virk í öllum stigum ferlisins. Við munum síðan koma með hópa næstu ár og mæla ár- angur liðins árs og fylgjast með ár- angrinum á mismunandi stöðum. Við notum moltu sem unnin er úr lífrænum úrgangi og verkaða svína- mykju, sem hefur verið þurrkuð upp, til uppgræðslunnar og berum árang- urinn af nýtingu þessara áburðarefna meðal annars saman innbyrðis. Sam- tökin eru trú sínu markmiði, sem er að nýta tilfallandi lífræn úrgangsefni í þágu uppgræðslu.“ Ljósmynd/Rannveig Eyþórsdóttir Ekki skortir áræðið hjá þessum vormennum Vatnsleysustrandar. LAND-NÁM í Vogum Vatnsleysuströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.