Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 punkta vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna á mið- vikudag voru skiptar skoðanir um það hvort bankinn myndi lækka vextina um 0,50% eða 0,25%, en eng- inn virtist telja að vextir yrðu ekki lækkaðir. Rúmlega helmingur, 12 af 22, þeirra skuldabréfamiðlara sem Dow Jones Newswires/CNBC ræddi við skömmu fyrir vaxtaákvörðunina taldi að vextirnir yrðu lækkaðir um 50 punkta og samkvæmt framvirkum samningum skiptust skoðanir um það bil til helminga á milli þessara tveggja möguleika. Innan vaxtaákvörðunarnefndar voru skoðanir ekki eins skiptar, ef marka má niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar. Aðeins einn af þeim tólf nefndarmönnum sem hafa at- kvæðisrétt vildi 50 punkta lækkun. Hinir stóðu að 25 punkta lækkuninni, en enginn studdi óbreytta vexti – hvað þá vaxtahækkun. Skuldabréf lækkuðu, dalurinn hækkaði Verðbréfamarkaðurinn tók tíðind- unum frekar illa, sem er í samræmi við það að væntingar hafi að með- altali verið um meiri lækkun. Hluta- bréf lækkuðu reyndar aðeins lítillega eftir mikla hækkun að undanförnu, en ríkisskuldabréf féllu talsvert í verði. Bandaríkjadalur hækkaði hins vegar gagnvart evrunni í kjölfar vaxtalækkunarinnar, sem er í sam- ræmi við það að vaxtalækkunin var minni en meðalvæntingar. Dalurinn fór í gær í fimm vikna hámark gagn- vart evru. Í The Wall Street Journal segir að bankar séu vanir að elta vaxtalækk- un Seðlabankans innan klukkustund- ar frá vaxtaákvörðun, en nú séu þeir hikandi vegna þess að hreinar vaxta- tekjur þeirra, munurinn á vaxta- tekjum og vaxtagjöldum, hafi dregist saman. Þó muni þeir væntanlega lækka vexti sína á næstu dögum, enda muni þeir annars sæta gagn- rýni. Rökstuðningur vaxtaákvörðunar- nefndar Seðlabankans er á þá leið að með því að losa nokkuð um aðhald peningastefnunnar og í ljósi undir- liggjandi framleiðniaukningar sé hagkerfinu veittur mikilvægur áframhaldandi stuðningur. Merki séu um að neysla haldist uppi, að- stæður á fjármálamarkaði fari batn- andi og stöðugleiki sé að nást á vinnu- og framleiðslumarkaði. Í þessu sambandi má nefna að íbúða- kaup hafa aldrei verið meiri en í síð- asta mánuði, en fjárfestingar fyrir- tækja héldu áfram að dragast saman, þótt samdrátturinn minnkaði milli mánaða. Í gær komu fram nýjar tölur, sem sýndu meðal annars að hagvöxtur var minni á fyrsta fjórðungi ársins en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Vöxturinn var 1,4% á ársgrunni, sem er sami vöxtur og ári áður, en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir 1,9% vexti. Atvinnuleysi minnkaði aftur á móti meira en spáð hafði verið. Lesið í skilaboðin Þrátt fyrir að Seðlabankinn sjái ákveðna jákvæða þætti í bandarísku efnahagslífi bendir hann einnig á að hagkerfið eigi enn eftir að sýna merki um viðvarandi vöxt. Og þar sem verðbólguvæntingar séu lágar telur Seðlabankinn rétt að losa dálít- ið meira um tökin í peningamálum til að styðja frekar við hagkerfið, sem hann telur að muni braggast með tímanum. Verðbólga er nú rétt rúm- lega 1%, eftir að hafa verið á bilinu 2%–3% í sjö ár, og þess vegna hefur bankinn ákveðnar áhyggjur af því að verðbólgan geti orðið enn lægri og jafnvel snúist yfir í verðhjöðnun, sem bankinn vill fyrir alla muni forðast. Í rökstuðningi bankans kemur fram að hann telur líkur á jákvæðri og neikvæðri þróun efnahagslífsins álíka miklar. Margir reyna að lesa í þessa vaxta- ákvörðun Seðlabanka Bandaríkj- anna, bæði hvað hún segi um fram- haldið og hvers vegna hún hafi verið 25 punktar en ekki 50 punktar. Al- mennt er sú skoðun ríkjandi að út úr ákvörðuninni og rökstuðningi henn- ar megi lesa að vextir verði að minnsta kosti ekki hækkaðir á næst- unni í Bandaríkjunum. Þá er bent á að með því að lækka vextina aðeins um 25 punkta hafi bankinn skilið eft- ir svigrúm til frekari vaxtalækkunar og hann hefur gefið þau skilaboð að það svigrúm verði nýtt ef ástæða þyki. Þetta þýðir með öðrum orðum að næsta skref bankans þarf ekki að vera óhefðbundið, ef þörf verður tal- in á að örva efnahagslífið frekar. Og menn eru minnugir orða bankastjór- ans, Alans Greenspans, sem segir að bankinn muni beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðhjöðnun, og að bankinn sé langt í frá ráðþrota. Hvað er eftir? En hvaða ráða getur Seðlabanki Bandaríkjanna þá gripið til ef efna- hagslífið tekur ekki við sér eftir að vextir eru komnir niður í 1%? Eins og að framan segir getur hann lækk- að vextina enn frekar. Þeir geta farið niður í núll, en eins og Japanir vita eftir tveggja ára tilraun skilar slík lækkun ekki endilega árangri og ólíklegt er að Seðlabanki Bandaríkj- anna myndi fara svo neðarlega með vexti sína. Þegar vöxtunum sleppir eru óhefðbundnari aðferðir eftir. Meðal þess sem heimilt er innan núverandi lagaramma bankans má nefna að bankinn getur keypt langtíma ríkis- skuldabréf til að hækka þau í verði og þar með að lækka ávöxtunarkröf- una í von um að hún myndi einnig lækka á styttri bréfum. Þetta var gert á fimmta áratug síðustu aldar, en bent hefur verið á að markaðurinn nú sé mun stærri og margslungnari og að þetta sé því ekki alveg einfalt. Þá gæti bankinn veikt gjaldmiðil- inn með því að prenta peninga og kaupa erlendan gjaldeyri. Seðla- banki Bandaríkjanna hefur aldrei beitt þessari aðferð en sumir hag- fræðingar hafa mælt með henni og bankinn hefur velt henni fyrir sér. Loks getur bankinn reynt að tala hagkerfið til. Þetta er ekki ný leið og Greenspan hefur beitt sér töluvert á þessu sviði, ekki síst frá vaxta- ákvörðunarfundi bankans í maí. Þetta hefur stundum skilað árangri og líklegt er að bankinn sendi áfram út sterk skilaboð um að hann ætli að beita öllu afli sínu til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og til að efla efna- hagslífið. Vaxtalækkunin var undir væntingum Í Bandaríkjunum verða vextir ekki lækkaðir mikið frá því sem nú er og e.t.v. mun þurfa að grípa til annarra aðferða KALDBAKUR hf. keypti í gær 8,25% hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) af Kaupþingi Búnaðarbanka, en Kaupþing Búnaðarbanki hafði áð- ur keypt hlutinn af Eignarhalds- félaginu Vor ehf. og Fontaine Blanc Holding S.A., félögum í eigu Péturs Björnssonar fyrrverandi forstjóra Vífilfells. Reyndar seldi Kaupþing Búnaðarbanki hlutinn til Sjafnar hf., sem seldi hann áfram til Kaldbaks. Á móti keypti Kaupþing Búnaðar- banki 6,43% hlut í Kaldbaki og gerði framvirkan samning um að selja hann til Eignarhaldsfélagsins Vors. Að viðskiptunum loknum á Kaldbak- ur um 19% hlut í TM og er orðinn næststærsti hluthafi í félaginu á eftir Fram ehf. Yfirtaka ekki ráðgerð Eiríkur S. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að- spurður að kaupin séu ekki hluti af áætlun um að yfirtaka TM. „Það hef- ur staðið styr um þetta félag og ég vil taka fram að þessi viðskipti eru gerð í góðri sátt við aðra eigendur félags- ins,“ segir hann. Viðskiptin fóru fram á genginu 11, þannig að Kald- bakur greiddi 846 milljónir króna fyrir tæplega 77 milljónir hluta í TM. Eiríkur segir að Kaldbakur hygg- ist eiga þennan hlut í einhvern tíma. „Við erum ekki að kaupa hann til að selja hann strax aftur. Við höfum mikinn áhuga á Tryggingamiðstöð- inni, sem er vel rekið og traust félag. Við teljum okkur geta lagt okkar af mörkum til að gera gott félag betra,“ segir hann. Eiríkur segist eiga von á að Kaldbakur óski fljótlega eftir hluthafafundi í TM, með það fyrir augum að fá fulltrúa í stjórn fyrir- tækisins. Ýmislegt í skoðun Spurður um fyrirætlanir Kald- baks í fjárfestingum segir Eiríkur að félagið sé ætíð að fara yfir fjárfest- ingarkosti. „Við erum enn að skipu- leggja starfsemi félagsins. Okkur hefur orðið vel ágengt á þessu ári við að selja frá okkur minni eignir í óskráðum félögum og kaupa stóra hluti í leiðandi fyrirtækjum,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins keypti Eignarhaldsfélagið Vor hlutina í Kaldbaki á genginu 3,87 og greiddi því 437 milljónir króna fyrir 112.819.931 hlut. Ekki náðist í Pétur Björnsson, eiganda Eignarhaldsfélagsins Vors ehf. Kaldbakur orðinn næst- stærsti hluthafi í TM Keypti 8,25% og á nú rúmlega 19% í félaginu Morgunblaðið/Sverrir Í ÁLITSGERÐ Stefáns Más Stef- ánssonar lagaprófessors við Háskóla Íslands og sérfræðings í Evrópurétti fyrir Landssamband veiðifélaga kemur fram að í tilskipun EES- samningsins um markaðssetningu fisktegunda og -afurða taki hún ekki til laga sem eigi að stuðla að verndun tegunda. Meginmáli skipti að þar sem þetta sé innlent ákvæði en ekki lög ESB hafi Evrópudómstóllinn ekki beina lögsögu í málinu. Í álitsgerð Stefáns Más segir m.a.: „Samningsaðilar EES-samnings- ins samþykktu á sínum tíma að taka tilskipun 91/67 (um skilyrði á sviði heilbrigðis dýra sem hafa áhrif á markaðssetningu fiskeldistegunda og fiskeldisafurða) upp í EES-samn- inginn og að leiða hana í lög sín.“ Með lagafrumvarpi sem lagt var fram í vor á alþingi en ekki náðist að afgreiða fyrir þinglok átti að leiða til- skipun 91/67 í lög. Utan EES-samningsins Af ákvæðum 17. og 18. gr. EES- samningsins er, skv. álitsgerðinni, gert ráð fyrir sérstöku fyrirkomulagi varðandi tiltekna þætti landbúnaðar- mála, þar á meðal um umrætt mál. Einnig er bent á að í 2. mgr. 1. gr. til- skipunarinnar sé ákvæði um að hún gildi með fyrirvara um ákvæði bandalagsins eða innlend ákvæði um verndun tegunda. „Líklegt er að verndunarráðstafanir af þessu tagi falli alfarið utan EES-samningsins með þeim afleiðingum m.a. að dóm- stóll EFTA getur ekki endurskoðað þær innlendu ráðstafanir um vernd- un tegunda sem kann að verða gripið til,“ segir jafnframt. Bæði í núgildandi 1. viðauka við EES-samninginn og í 112. gr. hans er að finna ákvæði um öryggisráð- stafanir sem aðildarríki getur ein- hliða gripið til við vissar aðstæður. Beiting þeirra er þó takmörkuð með ýmsum hætti. Stefán Már segir að þau lagalegu úrræði sem unnt sé að grípa til til að koma í veg fyrir að (full) lagaáhrif tilskipunar 91/67 komi fram virðist samkvæmt því einkum geta verið þrenns konar: Fyrirvarinn í 13. gr. EES-samn- ingsins þýði að aðildarríki geti gripið til einhliða verndarráðstafana ef skil- yrðum greinarinnar sé fullnægt, þ.e. einkum til verndar „lífs og heilsu dýra“. Ákvæði 2. mgr. 1. gr. tilskipunar 91/67 segi fyrir um að tilskipunin gildi með fyrirvara um innlend ákvæði um verndun tegunda. Færa megi rök fyrir því að einhliða vernd- arráðstafanir aðildarríkis sem falli undir orðasambandið verndun teg- unda falli utan EES-samningsins. Þetta þýði að slíkar ráðstafanir verði ekki endurskoðaðar eða þeim hnekkt á grundvelli samningsins um EES. Formaður Landssambands veiði- félaga, Óðinn Sigþórsson, sagði í við- tali við Morgunblaðið að það sem kæmi fram í álitsgerðinni og skipti máli væri að í tilskipuninni sjálfri tæki hún ekki til laga sem ættu að stuðla að verndun tegunda. „Það sem skiptir meginmáli í þessu sambandi og kemur einnig fram er að þar sem þetta er innlent ákvæði en ekki lög Evrópusambandsins hefur Evrópu- dómstóllinn ekki beina lögsögu í mál- inu. Þetta heyrir ekki undir Evrópu- dómstólinn og þar með ekki eftirlitsstofnunina og það skiptir kannski meginmáli í þessu sam- bandi.“ – Mun niðurstaða álitsgerðarinnar breyta einhverju? „Já, ég á von á því að hún gjör- breyti hlutunum að því leytinu til að þarna er í raun komið tækifæri til þess að taka málið upp með öðrum hætti en gert var í frumvarpinu sem kom fram á síðasta þingi.“ Óðinn segir að þarna sé búið að sýna fram á að það sé hægt að lög- leiða tilskipunina með þeim undan- þáguákvæðum sem mundu gera það að verkum að ekki þyrfti að fella inn- flutningsbannið á lifandi laxi úr lög- unum um lax- og silungsveiði, sem er búið að vera í lögunum frá 1957. „Það eru í raun stóru tíðindin í þessari nið- urstöðu Stefáns að okkar mati.“ Hætta af framandi stofnum Málið hafi eingöngu verið unnið á grundvelli þess að þarna væri verið að fást við varnir gegn fisksjúkdóm- um en það sé miklu víðfeðmara vegna þess að það varði innflutning á framandi stofnum. Skýrslur og álits- gerðir líti nú dagsins ljós hver á eftir annarri sem bendi á að hættan á blöndun framandi stofna við villta stofna sé miklu meiri en menn óraði fyrir. „Við erum ekki einvörðungu að tala um að hætta sé á að sjúkdómar berist til landsins, sem er vissulega fyrir hendi ef opnað verður fyrir inn- flutning eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, heldur erum við að tala um hættuna á að fá framandi stofna hingað sem munu þá væntanlega verða nýttir í eldi og fara, eins og eld- isfiskur gerir, út í náttúruna og eyði- leggja fyrir okkur fiskistofnana.“ Óðinn segir að eina ákvæðið sem tryggi íslenska stofna til framtíðar gagnvart öllum áhættuþáttunum sé innflutningsbann. „Þegar það liggur á borðinu að við höfum undanþágur og reyndar ákvæði í evrópska [efna- hags]samningnum sjálfum sem hægt er að grípa til í þessu skyni þá er náttúrlega alveg fráleitt að nýta það ekki. Og við munum fara fram á það í viðræðum við stjórnvöld að áherslum verði breytt í þessa veru.“ Meiri hagsmuni fyrir minni Að sögn Óðins skiptir máli í allri umræðunni um hagsmunina sem í húfi eru að nýting villtu stofnanna veltir um þremur milljörðum króna á ári. Hann spyr hvort menn eigi að fá að flytja út „einhverja slatta af hrognum“ og hætta meiri hagsmun- um fyrir minni en heildarútflutning- ur hrogna hafi verið 131 milljón króna á síðasta ári. Reyndar væru fleiri vöruflokkar inni í þeirri upp- hæð og stór hluti þessa útflutnings hefði farið til Chile [rúmar 34 millj- ónir kr.] sem mundi væntanlega ekki hindra innflutning þó að tilskipunin yrði leidd í lög. Morgunblaðið/Golli EFTA-ríki geta gripið til ráðstafana um verndun tegunda segir m.a. í álits- gerð um verslun á EES-svæðinu með lax og fleiri fisktegundir. Nær ekki til verndunar fisktegunda ÚR VERINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.