Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Landbúnaðarráðherrar Evr-ópusambandsins (ESB)náðu í gærmorgun sam-komulagi um víðtæka upp- stokkun á styrkjakerfi landbúnaðar- ins í sambandinu. Breytingarnar, sem taldar eru marka tímamót í 45 ára sögu sameiginlegrar landbúnað- arstefnu ESB, fela fyrst og fremst í sér að horfið verður frá því að mestu að tengja niðurgreiðslur til bænda við framleiðslu þeirra, í því augna- miði að draga úr offramleiðslu og gera kerfið markaðs- og neytenda- miðaðra. Í stað framleiðslutengdra styrkja koma fastar greiðslur til hvers bús. „Í dag hefst nýtt skeið [í sögu sam- eiginlegu landbúnaðarstefnunnar],“ sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórn ESB, eftir að niðurstaðan lá fyrir. Í gegnum landbúnaðarstyrkja- kerfi ESB renna nú um 43 milljarðar evra á ári, andvirði um 3.700 millj- arða króna. Gagnrýnisraddir hafa lengi kvartað yfir því að niður- greiðslukerfið ýti undir offram- leiðslu sem er seld undir kostnaðar- verði á heimsmarkaði. Þetta grafi undan heilbrigðri samkeppni og þjarmi að framleiðendum í fátækum þróunarlöndum, ekki sízt í Afríku. Talsmenn ESB segja umbæturnar á kerfinu munu styrkja samnings- stöðu ESB í næstu viðræðulotu Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, um aukið frjálsræði í viðskipt- um með landbúnaðarafurðir, sem fer fram í Cancun í Mexíkó í september. Skora talsmennirnir á stjórnvöld í Bandaríkjunum, Kanada og öðrum ríkum löndum þar sem einnig er haldið uppi dýrum landbúnaðar- styrkjakerfum, að ganga ekki skem- ur í umbótum á sínum kerfum. „Landbúnaðarkerfi ESB er ger- breytt eftir þessar umbætur,“ lýsti Fischler yfir á blaðamannafundi. „Búvörur okkar verða samkeppnis- hæfari og stefnan markaðsmið- aðri … Neytendur og skattgreiðend- ur munu fá meira fyrir aurinn.“ Supachai Panitchpakdi, yfirmaður WTO, sagði umbæturnar líkastar „blóðgjöf“ fyrir næstu samningalotu í alþjóðaviðskiptaviðræðunum. „Ég fagna þessum áfanga,“ sagði Sup- achai í höfuðstöðvum WTO í Genf. „Þetta er líklegt til að hleypa nýju lífi í viðræðurnar.“ Málamiðlun Niðurstaða samkomulags ESB- ráðherranna var tilkynnt eftir að í lokasamningalotu sem stóð frá miðjum miðvikudegi fram undir fimmtudagsmorgun náðist mála- miðlun milli þess hóps aðildarríkja sem vildi sem minnst hreyfa við ríkjandi styrkjakerfi – þar fóru Frakkar, Írar og Spánverjar fremst- ir í flokki – og umbótasinna sem vildu róttækar breytingar, en fremstir í flokki þeirra voru Bretar og Hol- lendingar. Alls hafði þessi síðasta lota viðræðna um umbæturnar, sem lengi hafa verið í undirbúningi, stað- ið í þrjár vikur. Mikilvægasta breytingin felst í því að bændur fá ekki sjálfkrafa meira fé úr sjóðum ESB ef þeir framleiða meiri matvæli án tillits til þess hvort markaður er fyrir vörurnar eða ekki. Þess í stað mun hvert bú, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, fá beingreiðslur í samræmi við stærð búsins. En Frökkum, sem framleiða mest magn búvara af öllum ESB-þjóðun- um 15, tókst að fá því framgengt að ákveðnir þættir gömlu reglnanna gildi áfram. Þannig geta einstök ríki ákveðið að tengja styrki að vissu marki við framleiðslu. Einkum á þetta við um korn- og nautakjöts- framleiðslu; hana má niðurgreiða ef annars væri hætta á að bændur neyddust til að bregða búi. Þrátt fyrir málamiðlanirnar sagði Fischler að hann vænti þess að um 90% styrkja til kornframleiðenda og um 70% af styrkjum til nautakjöts- framleiðenda í sambandinu öllu yrðu „aftengdar“ framleiðslumagni, eftir því sem nýju reglurnar verða inn- leiddar í áföngum á næstu fjórum ár- um. Franski landbúnaðarráðherrann Hervé Gaymard sagðist sáttur við útkomuna. „Þeir níu milljarðar evra [775 milljarðar kr.] sem við fáum ár- lega [í landbúnaðarstyrki úr sjóðum ESB] munu að mestu haldast,“ sagði hann. Fulltrúar Þýzkalands, sem greiðir langmest til hinna sameiginlegu landbúnaðarstyrkjasjóða ESB, voru einnig jákvæðir. Þýzki landbúnaðar- og neytendamálaráðherrann Renate Künast sagði niðurstöðuna „mikinn árangur“. Aftur á móti tóku fulltrúar bænda- samtaka niðurstöðunni illa. „Evrópa mun enda eins og Sviss – fallegar sveitir en engin framleiðsla,“ sagði Stef Swinnen, talsmaður evrópsku landbúnaðarhagsmunasamtakanna COPA-COGECA. „Hættan er sú að það muni breyta ásýnd sveitanna ef bændur hafa ekki lengur ástæðu til að framleiða,“ sagði Swinnen. En Peter Gæmelke, forseti danska landbúnaðarráðsins, telur málamiðl- unina ganga of skammt í umbótaátt. „Niðurstaðan er í raun sú, að nú fáum við e.k. „kaldborðs-landbúnað- arstefnu“, þar sem aðildarríkin munu á nokkuð víðu sviði geta valið að framfylgja umbótunum með mis- munandi hætti,“ hefur Politiken eftir Gæmelke. Ekki bæti úr skák, að að- ildarríkjunum verði frjálst að hrinda aftengingu framleiðslustyrkjanna í framkvæmd á mismunandi tímum. Þar með skapist frekari hætta á markaðsbjögun milli landa, svæða og búgreina, auk þess sem ástæða sé til að óttast að niðurgreiðslur innan hvers aðildarríkis færist í vöxt. Søren Kjeldsen-Kragh, prófessor við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn, er sammála Gæmelke. Í samkomulagi ESB-ráðherranna „er landbúnaðarstyrkjakerfinu að- eins að hluta breytt í frjálsræðisátt og spurningar um tolla og útflutn- ingsbætur voru ekki einu sinni ræddar. Svo að hér er aðeins lítið skref stigið í átt að markaðsvæðingu evrópsks landbúnaðar,“ hefur Politiken eftir Kjeldsen-Kragh. Skorað á Bandaríkjamenn Fischler lagði á blaðamannafund- inum í gærmorgun áherzlu á að með umbótunum gengi ESB nú fram með góðu fordæmi og upp á Bandaríkja- menn stæði að taka til í sínum ranni í þessu tilliti. „Við höfum gert okkar heimavinnu … Nú er það annarra að gera sína heimavinnu, en ég sé ekki að þeir séu að leggja hart að sér við hana,“ sagði Fischler. ESB hefur sérstaklega áhyggjur af löggjöf um landbúnaðarmál sem ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta lagði fram á síðasta ári, en sam- kvæmt henni geta bandarískir bændur gert sér vonir um allt að 180 milljarða dala (13.770 milljarða króna) styrki úr ríkissjóði á næstu 10 árum, en það er 73,5 milljarða dala aukning frá núgildandi kerfi vestra. Landbúnaðarkerfi ESB gert markaðsmiðaðra AP Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn ESB, á blaðamannafundi um sam- komulag landbúnaðarráðherranna í Lúxemborg í gærmorgun. auar@mbl.is ’ Búvörur okkarverða samkeppnis- hæfari og stefnan markaðsmiðaðri … Neytendur og skatt- greiðendur munu fá meira fyrir aurinn. ‘ ÞJÓÐVERJINN Michael Steiner, æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, sem þar fara með stjórn mála, lætur af störfum í lok þessa mánaðar og mun því ekki taka þátt í viðræðum um framtíðar- stjórnarskrár- stöðu Kosovo sem eiga að hefjast í júlí. „Það væri ógáfulegt af mér að hefja viðræðurnar og ef einhver ann- ar tæki síðan við af mér í miðjum klíðum. Þetta verkefni bíður arftaka míns,“ sagði Steiner í gær en þýska stjórnin ku hafa hug á að kalla hann til verka á öðrum vettvangi. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við af Steiner í Kosovo. Óákveðnum fjölgar FJÖLDI þeirra Norðmanna sem eru fylgjandi aðild að Evr- ópusambandinu (ESB) er nú aftur kominn niður fyrir helm- ing, ef marka má niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir norsku blöðin Nationen, Dagen og Klasse- kampen. Í maí mældust 51,9% norskra kjósenda vera fylgj- andi inngöngu í ESB, en sam- kvæmt nýjustu könnuninni er þetta hlutfall nú 48,2%. Það sem þó þykir koma einna mest á óvart í niðurstöðunum er að andstæðingum aðildar fækkar líka; úr 38,2% í maí í 37,7% nú. Það er eingöngu hópur óákveð- inna sem stækkar; í maí sögð- ust 10% aðspurðra ekki enn hafa gert upp hug sinn, en nú mælist þetta hlutfall 14%. Danir vilja evruna VEL yfir helmingur danskra kjósenda er nú fylgjandi þátt- töku í evrópska myntbandalag- inu og í utanríkis- og varnar- málasamstarfi Evrópusam- bandsins, eftir því sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem danski Græningjaflokkur- inn lét gera og birtar voru í við- skiptablaðinu Børsen. Í könn- uninni, sem gerð var nú í júní, sögðust 56,9% aðspurðra fylgj- andi því að Danir tækju upp evruna. 36,2% sögðust andvíg því og 6,9% óákveðin. Könnun- in staðfestir að almenningsálit- ið í Danmörku hefur sveiflazt evru-aðild í vil frá því hinn sam- eiginlegi gjaldmiðill kom í um- ferð í tólf öðrum aðildarríkjum ESB í ársbyrjun 2002. Uppsagnir hjá Fiat ÍTALSKI iðnrisinn Fiat hyggst segja upp 12.300 starfs- mönnum fram til ársins 2006 í því skyni að bjarga fyrirtækinu frá taprekstri og endurheimta fyrri frægð, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í gær. Haft var eftir Giuseppe Morchio, aðalframkvæmda- stjóra fyrirtækisins, að á þessu og næsta ári yrði ennfremur lokað tólf verksmiðjum þess, flestum utan Ítalíu. STUTT Steiner hættir í Kosovo Michael Steiner  Í stað framleiðslustyrkja koma beingreiðslur til hvers bús, óháð framleiðslu, frá árinu 2005. Stjórnvöld í hverju aðildarríki ESB mega þó, fram til ársins 2007, halda áfram að tengja landbúnaðar- styrki að hluta til við fram- leiðslu, á svæðum þar sem annars væri hætta á að bænd- ur yrðu að bregða búi.  Beingreiðslustyrkir til bænda verða bundnir skil- yrðum um umhverfisvernd, matvælaöryggi, dýravernd og félagsleg viðmið, svo og ákvæðum um að rækt sé lögð við allt ræktarland.  Meira fé verður varið til byggðaþróunarverkefna og uppbyggingar í dreifbýli, í þágu umhverfisverndar, gæða landbúnaðarframleiðslu og dýraverndar.  Beingreiðslur til stór- framleiðenda verða skornar niður til að fjármagna byggða- og uppbyggingarstefnuna í dreifbýli.  Samkomulagið kveður á um að heildarútgjöldum í nafni landbúnaðarstefnu ESB verði haldið innan núverandi marka fram til ársins 2013.  Dregið verður verulega úr verðlagsstýringaraðgerðum. Meginatriði umbótanna Reuters Belgískar kýr í heimahaga við Brussel í gær. Landbúnaðarráðherrar ESB-landanna náðu í gær, eftir langa og stranga samningalotu, samkomulagi um umbætur á styrkjakerfi sameiginlegrar landbúnaðarstefnu sambandsins. Er landbúnaðarráð- herrar ESB-landanna 15 stóðu upp frá samn- ingaborðinu í Lúxem- borg í dögun í gær- morgun, eftir 17 tíma lokalotu samninga- viðræðna um umbætur á styrkjakerfi landbún- aðarins, var því lýst yfir að sögulegum áfanga væri náð. Auðunn Arnórsson kynnti sér niðurstöðuna og viðbrögð við henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.