Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 41 Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn í Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir Geir Ólafs- son. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Elías Theodórsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla kl. 10.30. Safnaðarstarf ÍSLENSKU stórmeistararnir átt- uðu sig vel á nauðsyn þjálfunar til að ná árangri í skák. Allt frá því Friðrik Ólafsson komst í fremstu röð stór- meistara var ljóst að sjálfsagi, skipu- lagning og markviss vinnubrögð voru forsenda fyrir árangri á heims- mælikvarða. Auk ómældra hæfileika leiddi þetta til þess, að Íslendingar komust í hóp sterkustu skákþjóða heims. Það þurfti ekki einu sinni að grípa til höfðatölureglunnar til að rökstyðja það. Síðan kom timabil þar sem virðing fyrir þessum sannindum dalaði og það virtist jafnvel keppi- kefli hjá ungum skákmönnum að gera sem minnst úr „stúderingum“ sínum. Þess í stað var skákáhuga- num beint í vaxandi mæli að tafl- mennskunni sjálfri án þess að nægi- lega væri hugað að undirbúningi. Sem betur fer virðist þessi þróun nú vera að snúast við aftur. Skákskóli Íslands á sinn þátt í því. Í samvinnu skólans og Skáksambands Íslands hafa að undanförnu komið hingað til lands erlendir skákþjálfarar. Líklega er það eitt mesta framfaraskref í ís- lensku skáklífi í langan tíma. Þessa dagana er lettneski stórmeistarinn Zigurds Lanka staddur hér á landi og þjálfar íslenska skákmenn, en þetta er í annað sinn sem hann kem- ur hingað í þeim tilgangi. Þeir skák- menn sem sóttu fyrra námskeið búa enn að þeim fróðleik sem hann miðl- aði þá. Greinilegt er að íslensku skákmennirnir kunna nú betur að nýta sér námskeiðin eins og sést t.d. á því, að fleiri þeirra skrá þau af- brigði sem Lanka fer yfir beint í skákgagnagrunn á fartölvum sem þeir hafa með sér á fyrirlestrana. Að þessu sinni var einstökum skák- mönnum gefinn kostur á einkatím- um. Þá hefur t.d. Taflfélag Garða- bæjar fengið sérstaka fyrirlestra fyrir sína félagsmenn. Það er von- andi að framhald verði á heimsókn- um góðra þjálfara hingað til lands. Zigurds Lanka er stórmeistari og virkur skákmaður. Hann tefldi eft- irfarandi skák á móti í Hamborg í Þýskalandi 12. júní síðastliðinn. Hvítt: Lanka Svart: Sprenger Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Be7 10. Bxf6 Bxf6 11. c3 0–0 12. Rc2 Hb8 13. h4 Be7 14. g3 Be6 15. a3 a5 16. Rce3 – Nýr leikur. Þekkt er 16. Bg2 Dd7 17. 0–0 Bd8 18. Rce3 Bb6 19. Rf5 Bxf5 20. exf5 Re7 21. f6 Rxd5 22. fxg7 Kxg7 23. Dxd5 b4 24. axb4 axb4 25. Hfd1 bxc3 26. bxc3 Hfd8 27. Hd3 Bc5 28. Had1 De6 29. Be4 Hb2 30. Hf3 Dxd5 31. Bxd5 Hd7, og svartur vann tæpum 30 leikjum síðar (Shetty- Reinderman, Kalkútta 2001). 16… a4 17. Bd3 Dd7 18. De2 Ra5 19. Hd1 Bd8 20. 0–0 Rb3 21. Bc2 Rc5 22. Hd2 g6 23. Kh2 Kg7 Engu betra er 23… f5 24. exf5 gxf5 25. Dh5 Hc8 (25… f4 26. gxf4 e4 (26… exf4 27. Hg1+ Kh8 28. Dh6 Df7 29. Rf5 Bxf5 30. Bxf5 Bxh4 31. Rxf4 Hg8 32. Rg6+ Hxg6 33. Bxg6 De7 34. He2 Dg7 35. Dxh4 Hg8 36. He7) 27. f3 exf3 28. Hxf3 Kh8 29. f5 Bf7 30. Dh6) 26. Hdd1 Hf7 27. Hg1 Hf8 28. f4 Df7 29. Dxf7+ Hxf7 30. g4 fxg4 31. f5 Bxd5 32. Hxg4+ Kh8 33. Rxd5 og hvítur stendur betur. 24. Hfd1 He8 Svartur á erfitt um vik, en þessi leikur er einungis leiktap, því að hann verður að leika hróknum aftur til f8 fljótlega. Eftir 24… f5 25. exf5 gxf5 28. Rf4 (26. Rb4) 28. – exf4 (28… Bc7 29. Rxe6+ Dxe6 30. Rd5 Bd8 31. Re3 Be7 32. Dh5 e4 33. Hd5) 29. Hxd6 fxg3+ 30. fxg3 Df7 (30… Dc7 31. De5+ Kg8 32. Rc6 Hbe8 33. Dxc5 Bb6 34. Dxb5 f4 35. gxf4) 31. De5+ Df6 32. Dxc5 Bxb4 33. Dxb4 stendur hvítur betur. 25. f3 h5 26. Df2 Hf8 27. f4 – 27… exf4 Eða 27… f5 28. exf5 gxf5 (28… Bxf5 29. Rxf5+ gxf5 30. fxe5 Re4 (30… dxe5 31. Dxc5) 31. Bxe4 fxe4 32. Dd4 Kg8 33. Dxe4) 29. fxe5 dxe5 30. Rf4 De8 31. Rxe6+ Rxe6 32. Rxf5+ og hvítur á vinningsstöðu. 28. Rxf4 Hb6 29. e5 Rb7 30. Red5 Bxd5 Eftir 30… Ha6 31. Rxe6+ Dxe6 (31… fxe6 32. Rf4 d5 33. Hf1 Kg8 34. Bxg6) 32. Df1 Ha5 33. exd6 Dxd6 34. Rf4 Dc6 35. Hd7 getur svartur sig hvergi hreyft. 31. Hxd5 Bc7 32. Rxh5+ og svartur gafst upp. Hann verður mát, ef hann tekur riddarann: 32… gxh5 33. Df6+ Kg8 34. Dg5+ Kh8 35. Dh6+ Kg8 36. Dh7+. Rauði krossinn og Hrókurinn með skákmót í Vin Skjólstæðingar, starfsmenn, sjálf- boðaliðar og vinir Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir geðfatlaða, verða þátttakendur á skákmóti sem Rauði krossinn og skákfélagið Hrók- urinn hafa skipulagt í Vin á Hverf- isgötunni í Reykjavík í dag. Mótið hefst kl. 13:00 og stendur til 15:30, en þá mun Þórólfur Árnason borgarstjóri afhenda viðurkenningar og verðlaun. Regína Pokorna, stór- meistari og skákdrottning Hróksins, verður honum til aðstoðar. Í tengslum við skákmótið verður stofnað skákfélag við Vin, sem er eitt af fjórum athvörfum Rauða kross Ís- lands fyrir geðfatlaða. Hin athvörfin eru Dvöl í Kópavogi, Laut á Akureyri og Lækur í Hafnarfirði, sem tekur til starfa í haust. Skákhúsið hefur ákveðið að gefa hinu nýja skákfélagi, sem fær nafnið Skákfélagið Vin, tíu skáksett. Hrók- urinn verður bakhjarl félagsins, sem mun hafa höfuðstöðvar sínar í Vin á Hverfisgötu 47. Stefnt verður að vikulegum æfingum þar sem æft verður af kappi og góðum gestum boðið að koma og vera með skák- skýringar. Að loknu mótinu verður boðið upp á grillaðar pylsur í boði Sláturfélags Suðurlands og gos í boði Egils Skallagrímssonar. Allir keppendur fá veglega bókargjöf frá bókaforlagi JPV. Vin er athvarf fyrir geðfatlaða, rekið af Rauða krossi Íslands. Mark- miðið er að rjúfa félagslega einangr- un, draga úr endurinnlögnum á geð- deildir, efla þekkingu okkar og annarra á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er til- lit til hvers og eins. 19. júní-sjóðurinn styrkir TG Taflfélag Garðabæjar hefur sett sér metnaðurfullt markmið varðandi kvennaskák í félaginu. Ákveðin dag- skrá hefur verið sett upp og verður unnið eftir henni næstu fimm ár. 19. júní-sjóðurinn um kvennahlaup í Garðabæ ákvað að styrkja félagið vegna þessa verkefnis og var félag- inu afhentur styrkurinn við hátíðlega athöfn á Garðatorgi áður en kvenna- hlaupið hófst 21. júní. Taflfélag Garðabæjar hefur sett sér það markmið að vera með sterk- asta kvennalið landsins skipað inn- lendum skákkonum. Segja má að verkefnið hefjist með komu ung- lingalandsliðs kvenna undir 20 ára frá Katalóníu í haust. Íslenskir skákmeistarar á skólabekk hjá Lanka Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is SKÁK Reykjavík FYRIRLESTRAR ZIGURDS LANKA 19.–28. júní 2003 KIRKJUSTARF Zigurds Lanka www.fotur.net 4,7 í einkunn af 5 mögulegum samkvæmt frétt Morgunblaðsins 24. júní sl. um könnun Neytendasamtakanna á 14 tegundum morgunkorns. Hollasta morgun- kornið! Hafðu það gott!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.