Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 25
BJÖRN Ingi Hrafnsson, ungur
framsóknarfrömuður, virðist vera
að fá fastan dálk í miðopnu laugar-
dagsblaðs Morgun-
blaðsins. Hann hef-
ur þar tvo síðustu
laugardaga skrifað
um lyfjakostnað og
farið í þeim skrifum
nokkuð á undan
sjálfum sér. Ekki
ætla ég að leiðrétta allan misskiln-
ing hans – hef enda ekki fastan dálk
í blaðinu. Ég mun því stikla á stóru.
Birni er afar hugleikinn þáttur
lyfjakostnaðar á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi (LSH) í halla-
rekstri spítalans. Af umfjöllun hans
um þann þátt, og þögn um aðra
þætti, má ráða að hann telji rekstr-
arvandann liggja að mestu í lyfja-
kostnaðinum. Lyfjareikningur spít-
alans á síðasta ári var 2,25
milljarðar. Þar af má ætla að um
helmingur hafi legið í S-merktum
lyfjum, sem afgreidd voru til
göngudeildarsjúklinga og sjúklinga
við útskrift (S-merkt lyf voru í eina
tíð eingöngu ætluð til notkunar inni
á spítölum, en nú má nota þau
annars staðar, að því tilskildu að
spítalinn komi að afgreiðslu þeirra).
Að frátöldum ofannefndum S-
merktum lyfjum var því lyfjareikn-
ingurinn upp á rúman milljarð.
Varla ætlast Björn til að hætt verði
að nota lyf inni á spítalanum – ja,
nema hann telji að læknar á mála
hjá lyfjafyrirtækjum séu að ausa
lyfjum í sjúklinga spítalans í
hreinan óþarfa! Greinin í British
Medical Journal sem hann vitnar í
er frá 31. maí, eins og sjá má á vef
tímaritsins, http://www.bmj.com.
Það er öldungis rétt athugað að
skoða má hvort mögulegt sé að
spara í lyfjainnkaupum LSH. Slíkt
mætti til dæmis gera með því að
efla klíníska lyfjafræði og lyfja-
fræðilega umsjá á spítalanum. Er-
lendar rannsóknir sýna að slík
vinna, leidd af öflugu fagfólki, skilar
sér í markvissari lyfjanotkun (sem
gæti sparað spítalanum og þjóð-
félaginu talsvert fé og hlíft sjúkling-
um við ýmiss konar óþægindum).
Ég tek þó ekki undir grunsemdir
Björns um að íslenskir læknar ávísi
of miklu af lyfjum vegna óheil-
brigðra samskipta við lyfjafyrirtæki
(lyfjafyrirtæki og læknar vinna eftir
siðareglum, sem ættu að duga til að
halda samskiptunum innan siðferði-
lega verjandi marka) – heldur tel ég
stundum mega fylgjast betur með
árangri lyfjameðferðar en gert er.
Viljann til þess skortir ekki, en fyrir
kemur að störfum hlaðna lækna
skorti tíma til að fylgjast eins vel
með sjúklingum sínum og þeir
hefðu kosið. Vegna smæðar lyfja-
markaðarins hér tel ég ofannefnda
leið mun vænlegri til árangurs en
að reyna að fá erlenda lyfja-
framleiðendur til að lækka að ein-
hverju ráði verð á framleiðslu sinni
hingað (ekki er víst að sagan um
Davíð og Golíat sé yfirfæranleg á
samskipti Íslendinga við erlend
stórfyrirtæki). Ekki má heldur
gleyma flutningskostnaði og kostn-
aði við gerð innleggsseðla á íslensku
(og virðisaukaskatti á hvort
tveggja) í verðsamanburði við önn-
ur lönd. Verið getur að niður-
skurður á spítalanum leiði til óskyn-
samlegrar lyfjanotkunar. Til dæmis
má velta fyrir sér hvort börn og
unglingar með geðræn vandamál
séu í einhverjum tilvikum á óheppi-
legum lyfjum vegna skorts á grein-
ingar- og/eða meðferðarúrræðum.
Umfjöllun um tímaskort og
vinnuálag leiðir hugann að enn ein-
um misskilningi Björns. Hann virð-
ist telja að coxib-lyfjum sé einungis
ávísað við bólgum. Þótt þau hafi
vissulega bólgueyðandi verkun, þá
eru þau skráð til notkunar við ýms-
um gigtsjúkdómum, auk annarra
verkja, eins og sjá má í Sérlyfja-
skránni á vef Lyfjastofnunar, http://
www.lyfjastofnun.is. Líklegt er því
að (gigtar)verkir vinnulúinnar þjóð-
ar séu meginástæða notkunarinnar.
Björn lýsir eftir stefnumarkandi
leiðum til að halda lyfjakostnaði í
skefjum til framtíðar og nefnir í því
samhengi góðan árangur Nýsjá-
lendinga, án þess þó að fjalla nokk-
uð um aðferðir Nýsjálendinga. Ég
get nefnt minnst tvennt sem þar er
frábrugðið því sem hér er, sem sé
að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á
apóteksrekstri er þar í höndum
sama aðila (apótek þar verða, sam-
kvæmt lögum, að vera að meirihluta
í eigu lyfjafræðinga) og að greiðslu-
þátttökukerfi Nýsjálendinga hefur
innbyggðan hvata til markvissrar
lyfjanotkunar.
Af orðum Björns má ráða að
hann telji nokkuð hafa skort á
stefnufestu stjórnvalda í lyfja-
málum undanfarin ár – g hafandi í
huga tjáningarþörf hans um lyfja-
kostnaðinn, má ætla að hann telji
sig sjálfan hafa þar ýmislegt fram
að færa. Umræða og stefnumótun
varðandi lyfjamál og lyfjakostnað er
þörf en ég tel heppilegra að fólk
sem vel þekkir til lyfjamála leiði þá
umræðu. Til að bæta (eða skapa)
undirstöðu fyrir stefnuna mætti efla
hér rannsóknir á lyfjanotkun, ár-
angri hennar og kostnaði við hana
(ein slík rannsókn, sem gerð var hér
fyrir nokkrum árum leiddi reyndar
í ljós nokkuð stórar villur í opinber-
um tölum um sýklalyfjanotkun).
Hið óhóflega vinnuálag á íslensku
þjóðinni er hins vegar kjörið við-
fangsefni fyrir unga menn sem
dreymir um pólitískan frama.
Athugasemdir um
lyfjakostnað – til
Björns Inga
Hrafnssonar
Eftir Ingunni Björnsdóttur
Höfundur er PhD í félagslyfjafræði
(sem fjallar um lyf og lyfjanotkun í
samfélaginu), framkvæmdastjóri
Lyfjafræðingafélags Íslands og rit-
stjóri Tímarits um lyfjafræði.
ERU engin takmörk fyrir því glórulausa óréttlæti
sem hið háa Alþingi og stjórnvöld láta frá sér fara í
formi laga og reglugerða?
Þetta var það fyrsta sem mér kom í
hug eftir að hafa kynnt mér mál skip-
stjóra á 60 tonna netabáti sem stundaði
dagróðra frá Hornafirði á vetrarvertíð
2002. Framgangur þessa máls sem um
ræðir er með þeim hætti að það hlýtur
að vekja hneykslan allra sómakærra
manna.
Vís maður sem ég ræddi þetta mál
við um daginn minnti mig á svar Ólafs heitins Jóhann-
essonar, lögspekings og ráðherra, þegar kona ein
kvartaði við hann í Þjóðarsálinni sálugu um óréttláta
málsmeðferð í garð eiginmanns hennar.
Ólafur svaraði eitthvað á þá lund að víst væri nauð-
synlegt að lögin væru sem allravíðtækust og næðu yf-
ir allt sem steðjað gæti að í þjóðfélaginu, en sýnu
brýnna væri þó að þeir sem með lögin færu og túlk-
uðu, hefðu yfir brjóstviti að ráða. Því miður virðumst
við íslenskir sjómenn líða fyrir skort á umræddu
brjóstviti eins og berlega kemur í ljós í frásögn þeirri
sem hér fer á eftir.
Þann 9. mars 2002 kom varðskip að netabátnum
Villa í Efstabæ þar sem hann var að draga net sín út
af SA-landi. 2. stýrimaður og háseti af varðskipinu
fóru um borð í bátinn til að framkvæma búnaðar-
skoðun.
Við skoðun varðskipsmanna kom í ljós að skips-
pappírar reyndust eins og lög gera ráð fyrir og bún-
aður almennt í lagi, að frátöldu skutljósi. Varðandi
veiðarfærin kom hinsvegar í ljós að þeir netadrekar
sem voru um borð reyndust ómerktir auk þess sem
skipstjóri upplýsti að allir netadrekar bátsins væru
ómerktir.
Búið var að draga tvær trossur af þeim 6 sem voru í
sjó og aflinn um borð 600 kg. Fram kemur í skýrslu
skipherra að vísað er til reglugerðar nr. 64/1998 með
síðari breytingum, sem kveður m.a. á um að netadrek-
ar báta skuli vera merktir. Í því tilviki sem hér um
ræðir er vert að geta þess að skipstjórinn á bátnum
var á sinni fyrstu netavertíð og hafði ekki vitneskju
um að merkja þyrfti umrædda netadreka og brotavilji
því enginn. Í skoðunarskýrslu Landhelgisgæslunnar
er greint frá að skipstjóri hafi verið áminntur og
skýrsla send sýslumanni.
16. mars tekur lögreglan í Borgarnesi skýrslu af
skipstjóranum þar sem hann gengst við broti sínu.
Þann 3. janúar er málið tekið fyrir hjá Sýslumanns-
embættinu í Borgarnesi.
Við það embætti starfar greinilega manneskja sem
er með þá eiginleika sem sérhver löglærður maður
þyrfti helst að vera gæddur, þ.e.a.s. brjóstvit til að
meta málavexti út frá fleiri hliðum en steingeldum,
skraufþurrum lagatexta sem er gjörsamlega úr takti
við viðfangsefnið. Niðurstaða þessa ágæta fulltrúa
sýslumanns er eftirfarandi: „Rannsókn málsins er nú
lokið og hafa rannsóknargögn verið yfirfarin með
hliðsjón af 112. gr. laga um meðferð opinberra mála
nr. 19, 1991. Brot yðar telst varða við 1. mgr. 4. gr.
sbr. 11. gr. reglugerðar um þorskfiskanet nr. 64 /
1998. Nú nr. 365 / 2002.
Hér með tilkynnist, með vísan til a. liðar 2. mgr.
113. gr. laga um meðferð opinberra mála, að ákveðið
hefur verið að falla frá saksókn á hendur yður út af
brotinu.
Unnt er að bera ákvörðun þessa undir ríkis-
saksóknara innan mánaðar.“
Hefðu þetta orðið lyktir málsins þá held ég að flest-
um þætti málsmeðferðin eðlileg og á þeim nótum sem
reikna mátti með. Skipstjórinn hefur lært sína lexíu
og enginn skaði skeður hvernig sem á málið er litið.
Af einhverjum ástæðum er málið sent embætti ríkis-
saksóknara og honum tilkynnt að fallið hafi verið frá
málsókn í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra neta-
bátsins. Þar með er fjandinn laus í líki steinrunnins
embættismanns sem einblínir gallharður á lagabók-
stafinn og fráleitan refsiramma laganna um stjórn
fiskveiða sem kveður á um að lágmarksrefsing fyrir
brot sem heimfæra má með einhverjum hætti upp á
lögin sé FJÖGUR HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓNUR,
segi og skrifa 400.000 kr. Málinu var sem sagt snúið
heim í hérað að undirlagi vararíkissaksóknara með
kröfu um höfðað yrði mál á hendur kærða til refs-
ingar fyrir brot sitt. Þótt undirritaður sé ekki lög-
lærður, þá er hann sannfærður um að þeir sem lögin
og reglugerðirnar semja hljóti að leitast við að haga
þyngd refsinga í samræmi við eðli þess brots sem um
er að ræða. Ég lýsi hér með eftir manni sem komið
getur með einhver haldbær rök sem hníga til þess að
brot af því tagi sem lýst er hér að framan eigi að leiða
til fjársektar af þeirri stærðargráðu sem lögin gera
ráð fyrir. Meðan slíkir harðlínumenn sem Bragi Stein-
arsson vararíkissaksóknari sannanlega er sitja í emb-
ætti, þá er það lágmarkskrafa að refsiramma laganna
sé sniðinn sá stakkur að opinberir embættismenn geti
ekki féflett menn fyrir slíkan tittlingaskít sem þetta
brot svo sannarlega er og hefði í raun aldrei átt að
fara lengra en svo að skipherra landhelgisgæslunnar
áminnti skipstjóra umrædds netabáts. Sá ágæti maður
á alla mína samúð en því miður vigtar sú samúð ná-
kvæmlega ekkert í pyngjunni hans.
Lýst eftir brjóstviti
Eftir Árna Bjarnason
Höfundur er forseti Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Kanaríeyja næsta vet-
ur og mestu verðlækkun sem um getur til Kanaríeyja frá
því flug hófst þangað. Í fyrra lækkuðu Heimsferðir verð
til Kanarí um 7-12%, og nú lækkum við verðið um allt
að 21% til viðbótar. Þeir sem bóka strax njóta nú for-
gangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu, og fyrstu
400 sætin, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn.
Heimsferðir kynna glæsilega nýja valkosti í vetur. Val-
entin Marieta, sem áður hét Stil Marieta sem margir
þekkja, en hótelið hefur nú verið opnað aftur eftir gagn-
gerar endurbætur með glæsilegum íbúðum. Einnig Las
Faluas, rétt hjá Corona Blanca, nýjar fallegar íbúðir á
besta stað á Ensku ströndinni. Og að sjálfsögðu eru í boði
okkar vinsælustu gististaðir, Roque Nublo, Los Tilos og
Tanife.
Beint flug er alla þriðjudaga í vetur og farið frá Kefla-
vík kl. 15.40 í eftirmiðdaginn.
Forsala til
Kanarí í vetur
10.000*kr.
afsláttur fyrir manninn
fyrstu 400sætin
Allt að
21% afsl.
frá í fyrra
6. janúar - vikuferð
kr. 38.453
M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti.
13. janúar - vikuferð
kr. 49.950
M.v. hjón með 2 börn, Los Tunos, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti.
27. janúar - 2 vikur
kr. 63.050
M.v. 2 í íbúð Las Faluas, 2 vikur, 27. janúar, með
10 þúsund kr. afslætti.
* 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum.
Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti.
* Gildir ekki um flugsæti eingöngu.
* M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 1. ágúst 2003
eða meðan afsláttarsæti eru laus.
Nokkur verðdæmi
Bestu gististaðirnir
Mesta þjónustan
Lægsta verðið
Vinsælustu gististaðirnir