Morgunblaðið - 10.07.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.07.2003, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 27 S ÉRFRÆÐINGUM í málefnum Afríku varð felmt við þegar George W. Bush lýsti því yfir í kappræðum fyrir for- setakosningarnar árið 2000 að Afr- íka yrði neðarlega á lista hans yfir forgangsverkefni í utanríkismál- um. Nú þegar Bush er í fyrstu ferð sinni til Afríku, tæpum þremur ár- um síðar, eru sömu sérfræðingar undrandi á því hversu mikla áherslu stjórn Bush hefur lagt á heimsálfuna sem bandarískir ráða- menn hafa oft hunsað. Efnahags- aðstoðin við Afríkuríki hefur verið aukin, svo og neyðarhjálpin, forset- inn hefur átt fundi með 22 afrískum þjóðhöfðingjum og stjórn hans hef- ur meðal annars beitt sér fyrir friði í Súdan, að því er fram kemur í The Washington Post. Var andvígur hernaðaríhlut- unum í Afríku Bush sagði í kosningabaráttunni að hann hefði ekki sent bandaríska hermenn til að koma í veg fyrir hópmorð í Rúanda árið 1994 og hann væri andvígur hernaðaríhlut- unum til að byggja upp þjóðríki. Samt bræðir hann nú með sér að senda bandaríska hermenn til frið- argæslu í Afríku í fyrsta sinn frá óförum Bandaríkjahers í Sómalíu fyrir áratug. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur unnið að áætlun um að senda um það bil 2.000 hermenn til friðargæslu í Vestur-Afríkuríkinu Líberíu. Embættismenn í Hvíta húsinu tala nú um að Bandaríkja- mönnum beri siðferðisleg skylda til að koma í veg fyrir að fátæk ríki með óstöðugt stjórnarfar verði gróðrarstía og öruggt athvarf fyrir hryðjuverkasamtök, auk þess sem það þjóni hagsmunum Bandaríkj- anna. „Embættismenn Bush-stjórnar- innar hafa verið miklu lengur í Afr- íku en ég bjóst við,“ hafði The Washington Post eftir Kenneth Bacon, talsmanni bandaríska varn- armálaráðuneytisins í forsetatíð Bills Clintons og nú yfirmanni hjálparstofnunarinnar Refugees International. „Þetta hefur komið mjög á óvart.“ Yfirlýsingunum fylgt eftir? Menn eru þó ekki á einu máli um hvort Bush sé tilbúinn að fylgja yf- irlýsingum sínum eftir með aðgerð- um sem hefðu verulega þýðingu fyrir nokkur af fátækustu löndum heims. Nokkrir sérfræðingar í mál- efnum Afríku segja að aðstoð Bandaríkjanna við álfuna til þessa sé aðeins brot af því sem þurfi til að berjast gegn alnæmisfaraldrinum sem kostar milljónir manna lífið á ári hverju. Vilji Bush til að beina athyglinni að Afríku endurspeglar aukin áhrif ýmissa bandarískra þrýstihópa sem hafa látið málefni álfunnar til sín taka, svo sem hjálparstofnana, trúarhreyfinga, kaupsýslumanna og samtaka blökkumanna. Kristi- legar hreyfingar, sem hafa verið á meðal helstu bakhjarla Bush, töldu um fimm milljörðum dollara (390 milljörðum kr.) á þremur árum til að styrkja ríki sem gera ákveðnar ráðstafanir í baráttunni gegn fá- tækt og spillingu og tryggja mann- réttindi. Þeir sem hafa gagnrýnt stefnu Bush segja að þetta séu aðeins lof- orð og ekki sé víst að Bandaríkja- þing samþykki fjárveitingarnar. Aðrir telja hins vegar að Bush sé staðráðinn í að koma áformunum í framkvæmd og þeir fara ekki dult með undrun sína. „Bush fer ekki aðeins til Afríku sem ferðamaður vegna þess að þetta er upphafið að sögulegri stefnubreytingu í mál- efnum Afríku, sem repúblikanar heimila vonandi – og það undir stjórn forseta úr röðum repúblik- ana, okkur til mikillar furðu,“ sagði Jamie Drummond, framkvæmda- stjóri DATA, hreyfingar sem hefur beitt sér fyrir aukinni aðstoð við Afríku. Rakið til Powells og Rice Bush hefur að ýmsu leyti sýnt Afríku meiri áhuga en Clinton, sem varð fyrir svo miklu áfalli vegna ófaranna í Sómalíu að hann hafnaði hernaðaríhlutun til að koma í veg fyrir hópmorðin í Rúanda 1994. Clinton beið með að fara til Afríku þar til á síðara kjörtímabilinu og bað þá Rúandamenn afsökunar á því að hafa ekki „gripið til aðgerða nógu fljótt eftir að drápin hófust“. „Stjórn Clintons hafði ekki neina stefnu í málefnum Afríku í nær fimm ár eftir klúðrið í Sómalíu,“ sagði Harry Johnston, fyrrverandi þingmaður úr röðum demókrata. „Það var næstum siðlaust hvernig við komum fram við álfuna.“ Þessi áherslubreyting í utanrík- isstefnu Bandaríkjastjórnar er að miklu leyti rakin til Colins Powells utanríkisráðherra og Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafa, tveggja þekktustu embættismann- anna úr röðum blökkumanna í Bandaríkjunum. „Afríka er hluti af sögu Bandaríkjanna,“ sagði Rice. „Evrópumenn og Afríkumenn komu hingað saman, Afríkumenn í hlekkjum. Þrælahaldið var auðvit- að fæðingargalli Bandaríkjanna. Og við höfum reynt að takast á við afleiðingarnar alla tíð síðan.“ áhrifum OPEC, samtaka olíuút- flutningsríkja. The New York Times hefur eftir embættismönnum í Washington að forsetinn sé einnig staðráðinn í því að sýna bandarískum kjósendum og umheiminum að utanríkisstefna sín byggist ekki aðeins á því að beita hervaldi ef þörf krefur til að verja hagsmuni landsins. Hann vilji að stjórn sín verði ekki síður þekkt fyrir að berjast gegn alnæmisfar- aldrinum, aðstoða við að sjá þorp- um í þróunarlöndum fyrir hreinu drykkjarvatni, styrkja verkefni í skólamálum og beita sér fyrir friði. „Það þjónar hagsmunum okkar að stuðla að hagsæld í Afríku,“ sagði Bush fyrir ferðina. „Við höf- um hagsmuni af því að þjóðirnar haldi áfram að berjast saman gegn hryðjuverkastarfsemi.“ „Eintómt orðagjálfur“ Nokkrir sérfræðingar í málefn- um Afríku segjast þó enn vera tor- tryggnir í garð Bush og segja Afr- íkuferð hans fyrst og fremst snúast um að styrkja pólitíska stöðu hans fyrir komandi kosningabaráttu. Hann ætli þá að dusta rykið af stefnuskrá „umhyggjusama íhalds- mannsins“, sem mótuð var fyrir síðustu kosningar, og auka kjör- fylgi sitt meðal blökkumanna, sem var aðeins tæp 10%. „Bandaríkin veita Afríku nær enga aðstoð. Þetta er eintómt orða- gjálfur,“ sagði Jeffrey Sachs, for- stöðumaður Earth Institute við Kólumbíu-háskóla og talsmaður samtaka sem berjast gegn alnæm- isfaraldrinum. „Aðstoð okkar við Afríku nemur fjórum dollurum [rúmum 300 kr.] á hvern Banda- ríkjamann á ári.“ Aðstoðin aukin Þróunaraðstoð Bandaríkjanna við Afríku sunnan Sahara jókst þó í 1.062 milljónir dollara (82 milljarða króna) í ár úr 738 milljónum doll- ara (57 milljörðum kr.) á síðasta ári Clinton-stjórnarinnar, árið 2000, að sögn The Washington Post. Stjórn Bush hefur lofað að verja 15 milljörðum dollara (1.117 millj- örðum króna) til baráttunnar gegn alnæmi á næstu fimm árum og megnið af fénu á að renna til Afr- íku. Stjórnin hyggst einnig verja til að mynda forsetann á að skipa sérstakan sendimann í Súdan til að binda enda á ofsóknir múslíma í norðanverðu landinu á hendur íbú- um suðurhlutans sem eru flestir kristnir. Hryðjuverkasamtök festi ekki rætur í Afríku Embættismenn í Hvíta húsinu segja að stefna Bush í málefnum Afríku hafi einnig mótast af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001 þar sem þau hafi sýnt hversu hættulegt það geti verið að hunsa fátæk ríki með óstöðugt stjórnarfar. „Stjórn Bush leggur nú áherslu á að átta sig á því á hvaða svæðum hryðjuverkasamtök geta fest ræt- ur og falið sig,“ hafði Los Angeles Times eftir Pauline Baker, for- manni Fund for Peace í Wash- ington. „Og Afríka er galopin vegna þess að þar eru svo mörg misheppnuð ríki sem geta ekki haft eftirlit með landamærunum, fjár- magnsflutningum og auðlindum eins og demöntum sem hafa verið notaðar til peningaþvættis.“ Bush hefur því lofað að veita ríkjum í Austur-Afríku – Kenýa, Djíbútí, Eþíópíu, Úganda og Tans- aníu – aðstoð að andvirði 100 millj- óna dollara (7,8 milljarða króna) við að auka landamæraeftirlitið. Álfa viðskiptatækifæra Stjórn Bush lítur einnig á Afríku sem álfu viðskiptatækifæra, síðasta stórlega vannýtta markaðinn í heiminum fyrir bandarískan varn- ing. Um fimmtungurinn af olíuinn- flutningi Bandaríkjanna kemur frá Afríku og stjórnin vonast til þess að hægt verði að auka hann frekar og draga þar með hugsanlega úr Afríka fær aukið vægi í stefnu Bush Margir sérfræðingar í málefnum Afríku, sem gagnrýndu stefnu Bush Bandaríkjaforseta í byrjun kjörtímabilsins, undrast nú mjög hversu mikið vægi álf- an hefur fengið í stefnu hans í utanríkismálum. AP Abdoulaye Wade, forseti Senegals, og George W. Bush haldast í hendur í dyrum þrælahúss á Goree-eyju sem bandaríski forsetinn skoðaði í fyrradag. Þrælar voru fluttir í gegnum þessar dyr í skip sem sigldu síðan með þá til Ameríku. Bush sagði að þrælahald væri „einn mesti glæpur sögunnar“ og lýsti flutningi þræla frá Afríku sem „mestu búferlaflutningum í heiminum“ og einni mestu skömm sögunnar. ’ Hryðjuverkin íBandaríkjunum sýndu hversu hættulegt það getur verið að hunsa fá- tæk ríki með óstöð- ugt stjórnarfar ‘ a öryggi innan og eglur um út af rið rýmk- t líkur á kasta ís- da gagn- „Sá at- m ræðir, eykjavík- egt, að ís- ystu sak- ta til að saksókn- og verður gum. Ég fi þróast í á grund- og sé það við við- tak varn- nn. uld mjög g erum í nsk yfir- tta með- um halda enska ut- gir David i banda- nn bætir kilningur utanríkis- vald í öll- álum sem janna frá rsamn- hendi n, hrl. og sins, seg- nt beiðn- inni um framsal mannsins til utan- ríkisráðuneytisins, sem hafi lýst því yfir í bréfi að erindi Banda- ríkjanna um að Ísland félli frá for- réttinum hafi verið samþykkt. Sveinn Andri bendir á að alla tíð frá því Bjarni Benediktsson og hans samtíðarmenn sömdu um varnarsamninginn við Bandaríkja- menn hafi mikil áhersla verið lögð á það að framkvæmd varnarsamn- ingsins Íslandsmegin væri öll á einni hendi þannig að Bandaríkin væru ekki að skipta við mörg ráðuneyti. „Öll samskiptin hafa því frá upphafi verið við utanrík- isráðuneytið og síðan varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins af hagnýtum ástæð- um. Allar ákvarð- anir eru teknar af utanríkisráðu- neytinu,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að í auglýsingu um Stjórnarráð Ís- lands komi skýrt fram að utanrík- isráðherra fari með framkvæmd allra málaflokka sem tengist varn- arsamningnum, hvort sem það séu dómsmál eða löggæslumál og svo framvegis. „Síðan koma lög um meðferð opin- berra mála og í 25. gr. þeirra segir að ríkissak- sóknari hafi æðsta vald þegar kemur að ákvörð- unum hvort beri að ákæra menn eða ekki. Það sem ég hef verið að reyna að benda á er að þessi ágreiningur snýst ekki um hvort beri að ákæra manninn heldur hvort málið sé innan íslenskrar lögsögu. Ef málið er utan ís- lenskrar lögsögu þá hefur ríkis- saksóknari ekkert með það að gefa út ákæru. Þetta er milliríkja- mál.“ Sveinn Andri telur að ríkis- stjórnin og utanríkisráðuneytið í umboði hennar ákveði hvort lög- saga Íslands nái yfir þetta mál í milliríkjasamningum. Hann bendir auk þess á áður- nefnda 11. grein hegningarlaga og að við setningu laga um meðferð opinberra mála hafi einum 90 lagaákvæðum verið breytt, sem talin voru vera á skjön við lögin og þar hafi ekki verið minnst á varn- arsamninginn. „Þannig að það virðist ekki hafa verið hugsun lög- gjafans að breyta með einum eða neinum hætti þeirri skipan sem komið var á með lögfestingu varn- arsamningsins,“ segir hann. Hann undirstrikar að enginn sé að draga í efa sjálfstæði ríkissak- sóknara heldur snúist málið um það að það séu aðrir sem ákveði hvar lögsagan falli. Ríkissaksóknari ákveði það ekki upp á sitt eindæmi að hann hafi lögsögu í málum, heldur sé það löggjafans og annarra stjórnvalda. Úrskurði héraðsdóms um fram- lengingu gæsluvarðhalds yfir manninum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og á Sveinn Andri ekki von á því að Hæstiréttur ljúki málinu fyrr en eftir helgi. efur stöðugt upp á sig fram- nnar ns á með ds og ar- li ís- rk í ós málið rg. Fanneyros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.