Morgunblaðið - 10.07.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 10.07.2003, Síða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kiel, Mánafoss og Snorri Sturluson koma í dag. Apollo Lupus, Arnarfell, Sedna IV Megadream og Goðafoss fara í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan er lokuð vegna sumar- leyfa. Kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða og handavinnustofa. Kl. 13.30 lengri ganga. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kynn- ingafundur í dag kl. 10, um ferðaáætlun í or- lofsferðina til Vest- fjarða með gistingu á Reykjanesi og Ísafriði. Þátttakendur fjöl- mennið. Glerlist kl 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids fellur niður, næst spilað 7. ágúst. Dagsferð 12. júlí Söguferð í Borg- arfjörð laus sæti. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia, 13.30 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa lokuð vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 5. ágúst. Kl. 10–11 ganga. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia æfing, kl. 13 frjáls spil. Kanaríeyjaflakkarar, halda sumargleði í Ár- nesi, Gnúpverjahreppi 11.–13. júlí. Svæðið opnað kl. 16 föstudag. Boðið verður upp á óvissuferð á drauga- slóðir, happdrætti, hlaðborð og margt fleira. Músík föstud.– laugardagskvöld. Allir mæta að venju með gleði í hjarta. Hana-nú, Kópavogi, Hugmyndabanka- fundur verður í Gjá- bakka í dag, fimmtu- dag, 10. júlí kl. 13, vegna hátíðargöngu gönguklúbbs laugar- daginn 19. júlí nk. í til- efni 20 ára afmælis Hana-nú. Allir vel- komnir. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, fimmtudaginn 10. júlí, kl. 14 við Fífusel. Minningarspjöld Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861- 6880 og 586-1088. Gíró- og kredit- kortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minningar- kort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Í dag er fimmtudagur 10. júlí 191. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yð- ur þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.)     Fáum dettur annað íhug en að George W. Bush takist að halda embætti sínu í forseta- kosningum sem háðar verða í nóvember árið 2004. Kosningabarátta er þegar byrjuð og svo virð- ist að enginn af mögu- legum frambjóðendum demókrata eigi mögu- leika á sigri. Ýmsir hafa þó bent á að hægagangur í efna- hagslífinu geti orðið for- setanum að falli, sér- staklega ef efnahagslífið tekur ekki við sér á næstu mánuðum. Samlík- ingin við föður forsetans, George eldri, er augljós. Hann varð fyrsti forseti Bandaríkjanna sem ekki tókst að tryggja sér end- urkjör eftir að hafa leitt þjóðina til sigurs í stríði. Skömmu eftir að hersetu Íraka í Kúveit var hrund- ið mældist forsetinn með um 90% stuðning og töldu flestir af frambærileg- ustu demókrötum Banda- ríkjanna að það væri feigðarflan að ætla sér í kosningabaráttu gegn svo vinsælum forseta. Gæfudísirnar voru hins vegar fljótar að snúast gegn Bush eldri og vel skipulögð kosningabar- átta lítt þekkts fylkis- stjóra frá Akransas, Bills Clinton, bar Bush ofur- liði.     Stuðningsmenn núver-andi forseta hafa frá upphafi gert tilraun til þess að tryggja að stjórn- málaspekúlantar líki George yngri frekar við hinn viðkunnanlega Ron- ald Reagan en klunnaleg- an föður sinn; og víst er að George W. býr yfir meiri sjarma en George eldri. Hins vegar virðast feðgarnir báðir því marki brenndir að stóla um of á árangur í utanríkis- málum, sem geta verið líkleg til vinsælda til skamms tíma, en falla oftast nær í skuggann þegar að kosningabar- áttu um forsetaembættið kemur. Líklegt er að þolin- mæði almennings vegna efnahagsmála fari þverr- andi og hagfræðingar virðast flestir á þeirri skoðun að hugmyndir Bush um skattalækkanir séu ekki til þess fallnar að ýta við hjólum efna- hagslífsins af nægjan- legum krafti. Við þetta bætist að almenningur í Bandaríkjunum kann illa við það ef bandarískir hermenn halda áfram að falla í Írak; í stríði sem þegar er búið að lýsa yfir sigri í.     Efasemdir um mála-tilbúnað ríkisstjórnar Bush í aðdraganda stríðs- ins í Írak gerast þar að auki sífellt háværari en lengi vel, eftir hryðju- verkin 11. september 2001, þorðu bandarískir fjölmiðlar lítið að gagn- rýna utanríkisstefnu Bush, af ótta við ásakanir um skort á föðurlandsást og samstöðu. Þetta er smám saman að breytast og forsendur Íraksstríðs- ins verða vafalaust rædd- ar í kosningabaráttunni. STAKSTEINAR Er staða Bush nægilega sterk? Víkverji skrifar... ÍSLENDINGAR hafa löngum ver-ið orðlagðir fyrir að kunna ekki að standa í biðröðum heldur troðast hver um annan þveran þar til þeim tekst að ná athygli þess sem er að afgreiða með einhverjum hætti, yfirleitt með því að stara stíft í augu þeirra og vonast til að ná augn- sambandi. Þar er nefnilega óskrifuð regla að augnsamband jafngildir af- greiðslunúmeri og þegar Víkverji nær slíku sambandi veit hann að biðin er senn á enda. Eftir áralanga þjálfun telur Víkverji sig hafa náð ágætri leikni í augnsamböndum. Þegar Víkverji lendir í troðningi, til dæmis í bíósjoppu eða á vínveit- ingahúsi, reynir hann, með sam- stilltri, hárfínni og blæbrigðaríkri notkun andlitsvöðva og augna, að koma þeim skilaboðum til af- greiðslufólksins að hann sé búinn að bíða lengur en flestir eftir af- greiðslu en sé bara alls ekkert fyrir það að trana sér fram og sé reyndar orðinn afskaplega þreyttur á öllum troðningnum sem sé sko alls ekki honum að kenna. Þessi aðferð hefur gefist ótrúlega vel og Víkverji þarf sjaldnast að bíða lengur en hann á skilið. VÍKVERJI þekkir engan semheldur því fram að það sé merki um háttvísi og gott uppeldi að troð- ast fram fyrir í biðröðum heldur gera langflestir sér grein fyrir því að það er hinn argasti dónaskapur. Síð- astliðinn föstudag voru ótrúlega margir dónar á leið út úr Reykjavík um Vesturlandsveg. Ballið byrjaði þar sem Vesturlandsvegur þrengist úr tveimur akreinum í eina, á milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar. Af einhverjum ástæðum myndaðist fljótlega biðröð hægra megin sem teygði sig langleiðina upp að Grafar- holti en umferðin á vinstri akrein gekk betur, að minnsta kosti í fyrstu. Víkverji ók á hægri akrein og í baksýnisspeglunum sá hann að ökumenn fyrir aftan hann tóku margir að skipta yfir á vinstri akrein og tróðu sér svo inn í röðina framar, með þeirri afleiðingu að biðröðin hægra megin gekk enn hægar. Það sauð á Víkverja en þar sem hann er vel innrættur datt honum ekki í hug að skipta um akrein. Hann fékk nokkra sárabót við vegþrenginguna þegar fjölmargir reyndu að ryðjast fram fyrir hann en með því að aka óþægilega nálægt næsta bíl tókst Víkverja að koma í veg fyrir að einn einasti bíll á vinstri akrein kæmist fram fyrir hann. Víkverji átti hins vegar ekkert svar við því þegar þrír bílar tóku fram úr biðröðinni hægra megin með því að aka eftir vegarkantinum sem er auðvitað kolólöglegt. Þegar hvítur A-Benz nálgaðist á vegkant- inum sýndi Víkverji vanþóknun sína með því að sveigja aðeins inn á kant- inn en uppskar aðeins frekjulegt flaut frá ökumanninum sem taldi greinilega að hann ætti fullan rétt á að brjóta umferðarreglur og troða sér fram fyrir röðina. Verði honum að góðu. Morgunblaðið/Golli Hér var allt með felldu. Hugsunarvilla Í FRÉTT í Morgun- blaðinu 5. júlí sl. segir upplýsingafulltrúi Flug- leiða að farþegi eigi ekki rétt á því að farangur komi um leið og hann á áfangastað. Þessi setning, ef rétt er eftir höfð, lýsir mjög alvarlegri hugsunar- villu hjá forráðamönnum Flugleiða og er eins og klippt út úr ævagömlum tíma þegar Flugleiðir voru með einokun á flugi til og frá landinu. Það snýst ekki um réttindi að farangur flugfarþega fylgi þeim á áfangastað. Það er léleg afsökun hjá Flugleiða- mönnum ef þeir eru með þessum orðum upplýs- ingafulltrúans að vitna í löngu úreltar reglugerðar- setningar til að afsaka mistök sín. Það er eins og forráðamenn Flugleiða átti sig ekki á því að ef ein- hver vafi væri á því í huga farþega að þeir ættu rétt á að fá farangur sinn afhent- an á komustað þegar þeir ferðuðust með Flugleið- um, myndu þeir kjósa að skipta við annað flugfélag. Flugleiðamenn ættu að skoða það hvort ekki sé hægt að fá eitthvert annað fyrirtæki en IGS til að hlaða vélarnar áður en það félag gerir fleiri mistök, á kostnað vinsælda flug- félagsins. Kjartan Eggertsson. Tapað/fundið Reiðhjól fullorðinna hurfu Í SL. VIKU hurfu tvö full- orðinsreiðhjól frá Lamba- stekk í Breiðholti. Hjólin eru svart kvenmanns TREK gírahjól og Daewoo gírahjól. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjól- in eru beðnir um að hafa samband í síma 697 7384. Skinnhúfa tapaðist SKINNHÚFA, brún að lit, týndist af farangurs- vagni á Keflavíkurflugvelli hinn 27. júní sl. Húfan er veiðihúfa og er gerð úr kindaskinni. Hún er sér- hönnuð fyrir eiganda hennar eftir málum og hann þarfnast hennar sár- lega þar sem hann á við vandamál að stríða vegna eyrna sinna. Þeir sem kunna að hafa húfuna und- ir höndum eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 0046/ 40/193220 og biðja um Marie-Ann Lundberg eða senda póst á netfangið Lundbergsforlag@hotma- il.com. Einnig væri hægt að senda húfuna í pósti á heimilisfangið Björkgatan 3 214 34, Malmö, Sweden. Fundarlaunum er heitið. Barnakápa í óskilum DRAPPLITUÐ barna- kápa með blómum og skinnkanti er í óskilum á Blómaverkstæði Binna. Úlpan hefur verið þar frá sl. helgi. Réttur eigandi getur vitjað hennar þar. Dýrahald Táta fæst gefins VEGNA ofnæmis á heim- ilinu verðum við því miður að láta frá okkur kisuna okkar. Táta er bröndótt kisa með hvíta sokka og brjóst. Hún er nýlega orð- in 2 ára og afar blíð og góð. Ef vill gæti fylgt kattar- kassi, bursti, matarskálar o.fl. Vinsamlegast hafið samband við Bjarna í síma 862 2604 eða 562 9818. Læða hefur gerst heimagangur LÍTIL læða hefur undan- farið vanið komur sínar á heimili mitt. Hún er grá- bröndótt, loðin og ólar- laus, eyrnamerkt með töl- unni 50, síðasta talan er mjög máð. Upplýsingar í síma 568 8165. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 eira, 4 hælbein, 7 ákæru, 8 gaul, 9 lík, 11 stillt, 13 vanþóknun, 14 frek, 15 tiginn valds- maður, 17 að ótöldum, 20 guði, 22 hryggur, 23 kvendýrið, 24 undirnar, 25 hreinar. LÓÐRÉTT 1 óskar ákaft, 2 rödd, 3 eyðimörk, 4 heitur, 5 ungi lundinn, 6 líkams- hlutinn, 10 veldur ölvun, 12 blekking, 13 skelfing, 15 einn postulanna, 16 klettasnös, 18 svardagi, 19 mannsnafn, 20 sóm- inn, 21 reitt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pennalata, 8 messu, 9 tigna, 10 mær, 11 tjara, 13 ausan, 15 atlas, 18 ógild, 21 tól, 22 kafla, 23 asnar, 24 gallharða. Lóðrétt: 2 elska, 3 nauma, 4 letra, 5 tagls, 6 smit, 7 raun, 12 róa, 14 ugg, 15 aska, 16 lyfta, 17 stagl, 18 ólata, 19 iðnað, 20 durt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.