Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 05 .2 00 3 STÓRT samkomutjald fauk ofan af gestum á fjölskylduhátíð í Staðar- dal í Súgandafirði um hálfsexleytið á föstudaginn. Tæplega 200 gestir höfðu safnast saman til að vera við hátíðina, sem nefnist Sæluhelgi á Suðureyri, og voru margir gest- anna inni í tjaldinu þegar sterk vindhviða kom inn í tjaldið og varð þess valdandi að það tók að lyftast upp af 60 sentimetra löngum hæl- um sem höfðu haldið því niðri. Tjaldið, sem rúmar um 250 manns, snerist við í hviðunni og lenti á þak- inu en brotnaði ekki saman. Þrem- ur bílum hafði verið lagt við ofan- vert tjaldið og urðu undir því en engar skemmdir urðu á bílunum. Einn gestur fékk borð á fótinn á sér og meiddist lítillega en engin alvar- leg meiðsli urðu á gestum sem létu atvikið ekki á sig fá og reistu skjól- vegg úr tjaldinu. Skjólveggurinn hélt það sem eft- ir lifði og dagskrá hátíðarinnar var haldið áfram fram eftir kvöldi. Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson Stórt 250 manna veislutjald fauk á fjölskylduhátíð við Súgandafjörð. 250 manna tjald fauk á Sæluhelgi á Suðureyri Tjaldið lenti á þremur bílum en engar skemmdir urðu. Gestir létu atvikið ekki trufla sig og héldu hátíðinni áfram. SVEINN Andri Sveinsson skipaður verjandi varnarliðsmannsins segir að skjólstæðingur sinn hafi verið fluttur í vörslu Bandaríkjamanna án samráðs við sig, sem sé sérstakt með hliðsjón af því að hann sé skipaður verjandi mannsins skv. lögum um meðferð opinberra mála. Sveinn Andri segist hafa frétt af umræddri ráðstöfun ríkissaksóknara og fang- elsismálastofnunar í fyrrinótt eftir óformlegum leiðum og tókst að hafa samband við skjólstæðing sinn þá um nóttina. „Mér finnst það merkilegt að rík- issaksóknari skuli semja um ráðstöf- un á gæsluvarðhaldi yfir sakborningi án þess að tala við skipaðan verj- anda,“ segir hann. „Þetta sýnir að það er bara farið eftir lögum um meðferð opinberra mála þegar mönnum hentar.“ Aðspurður segist Sveinn Andri þó að ekki verði nein eftirmál af sinni hálfu. Varnarliðsmaðurinn er sáttur við að vera kominn í hendur Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli og seg- ist Sveinn Andri þar með vera sáttur sömuleiðis, þrátt fyrir að hafa ekki verið látinn vita af málinu. Hann seg- ir þeirri spurningu eftir sem áður ósvarað hvort breyting verði á því hvor fer með lögsögu í málinu, ríkis- saksóknari eða bandarísk yfirvöld. Sveinn Andri segir að þótt ríkis- saksóknari hafi gert kröfu um að varnarliðið framkvæmi það gæslu- varðhald, sem íslenskur dómstóll hafi úrskurðað hann í til 3. septem- ber, sé hins vegar ljóst að sakborn- ingurinn sé í raun ekki lengur í gæsluvarðhaldi í skilningi laga um meðferð opinberra mála. „Ég efast ekki um að umbjóðandi minn sé í öruggri vörslu á Keflavík- urflugvelli, en hins vegar fæ ég ekki betur séð en að aðili í gæslu undir stjórn annars ríkis, sé ekki í gæslu- varðhaldi í skilningi íslenskra laga. Þess vegna tel ég að Hæstiréttur muni eftir helgina vísa sjálfkrafa frá kæru minni á úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir umbjóðanda mínum.“ Ekki haft samráð við verjanda VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflug- velli hefur lýst yfir því að varnar- liðsmaðurinn verði tiltækur til yfir- heyrslna fyrir íslenskan dómstól og lögreglu þegar þurfa þykir vegna meðferðar á hnífstungumálinu í miðbæ Reykjavíkur í júníbyrjun. Telur vararíkissaksóknari að varnarliðið hafi þar með fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fyrir afhendingu mannsins til Banda- ríkjamanna. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari segir að ráð- stöfun sú sem gripið var til í fyrri- nótt, hafi verið tilslökun af hálfu ríkissaksóknaraembættisins í kjöl- far vaxandi þrýstings frá utanrík- isráðuneytinu um að láta fangann af hendi til Bandaríkjamanna. Seg- ir Bragi að það sé ríkissaksóknara- embættinu að meinalausu hver framkvæmi það gæsluvarðhald sem héraðsdómur hafi úrskurðað sakborninginn í. Bragi segir að gæsla sakborn- ingsins hafi verið tryggð með breyttu horfi og ríkissaksóknara- embættið hafi afhent hann Banda- ríkjamönnum í sáttaskyni í þeirri deilu sem risin er upp vegna kröfu um að fá lögsögu í málinu. „Þetta er tilraun okkar til samkomulags þ.e. að mæta kröfum utanríkis- ráðuneytisins,“ segir Bragi. Tiltækur til yfir- heyrslna fyrir ís- lenskan dómstól GREIN eftir Val Ingimundarson, lektor við Háskóla Íslands, um við- ræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsam- starfsins birtist í dagblaðinu Int- ernational Herald Tribune í gær, laugardag. Í fyrirsögn greinarinnar kemur fram að samskipti Íslands og Bandaríkjanna séu við frostmark vegna bandarískra herþotna og í greininni segir frá því að Banda- ríkjamenn hafi ákveðið að senda allar fjórar herþotur varnarliðsins frá Íslandi. Farið er yfir gang við- ræðnanna og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar um að engin ástæða sé fyrir bandarískar hersveitir að vera áfram í landinu ef ekki komi fram skýr skuldbinding Bandaríkj- anna um að halda uppi vörnum í landinu. Í lok greinarinnar segir Valur: „Ef Bandaríkjamenn neita að endurskoða ákvörðun sína gæti Ís- land þurft að líta til annarra Evr- ópuríkja vegna varnarmála sinna, jafnvel þótt forsætisráðherra hafi opinberlega lýst sig andsnúinn þeim möguleika. Vegna smæðar þjóðarinnar er það óraunhæfur kostur að setja á fót íslenskan her. Vinstrimiðjumenn myndu fagna breytingu í átt til Evrópusam- bandsins. En fyrir hægrimenn, sem hafa stutt Atlantshafssam- starfið áratugum saman, yrði það mikið áfall. Ef deilan leiðir til uppsagnar varnarsamningsins mun það vafa- laust hafa mikil áhrif á stefnu Ís- lands gagnvart Bandaríkjunum og NATO og myndi færa Ísland nær því sem Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, kall- aði með fyrirlitningu gamla Evr- ópa.“ Valur Ingimundarson í grein í International Herald Tribune Breyting á varnar- samstarfi mun færa Ísland nær Evrópu TIL STENDUR að setja upp 6 fjarskiptahús við Kárahnjúka og á Jökuldal. Í þeim verða rafmagns- tengingar og möstur fyrir fjar- skiptatæki, sem gerir kleift að nota þar senda fyrir farsíma og önnur fjarskipti. Undirbúningur að verkefninu er nú hafinn. Uppsetning húsanna er í samn- ingi Landsvirkjunar og sveitarfé- lagsins Norður-Héraðs vegna Kárahnjúkavirkjunar og er það fyrirtæki á vegum Landsvirkjunar, Fengur, sem annast uppsetningu þeirra. Verkinu á að ljúka í október og þá mun a.m.k. fyrirtækjunum Sím- anum og Og Vodafone verða boðið að setja í húsin nauðsynlegan bún- að fyrir sína viðskiptavini. Fjarskiptahús reist við Kárahnjúka og á Jökuldal Egilsstöðum. Morgunblaðið. TVEGGJA ára gamalt barn brenndist á fæti neðan hnés á tjaldstæðinu á Húsafelli í gær- morgun og var flutt á heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi til að- hlynningar. Ekki fengust upplýsingar í gær um hvort um alvarlega áverka væri að ræða. Lögreglan í Borgarnesi segir barnið hafa dottið um pott með sjóðandi vatni á prímusi með þeim afleið- ingum að það fékk vatnið yfir fótinn. Barn brenndist á fæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.