Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN í Laxnesi eru íhópi frumkvöðla lands-ins í sjálfstæðri at-vinnustarfsemi í ferða-mennsku. Á þeim árum sem liðin eru frá því hestaleiga var stofnuð í Laxnesi 1968 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðfélagið hefur breyst, ýmiss konar boð og bönn hafa lagst af og æ fleiri Íslend- ingar stunda hestamennsku. Við rennum í hlað á Laxnesi á ágætum íslenskum sumarmorgni. Póri, eða Þórarinn Jónasson eins og hann heitir fullu nafni, kemur úr hesthúsinu og heilsar með handa- bandi. „Þá ertu bara komin í sveitina, það þótti nú ekkert vit að koma hing- að fyrir 35 árum, allt of langt frá Reykjavík og ekki malbikað einu sinni.“ Hópur fólks er kominn á bak og er að tygja sig til brottfarar, svona bland í poka segir hann, Svíar, Ís- lendingar og Bandaríkjamenn. Þeg- ar hópurinn er farinn af stað setj- umst við inn á hestakrána þar sem Póri býður upp á kaffi. Byrjaði af slysni „Þetta var svona af slysni má segja að ég byrjaði á þessu árið 1968. Þá var ég að vinna hjá gömlu Loftleið- um (nú Flugleiðum) og átti einn hest. Sigurður Magnússon heitinn, fyrr- um blaðafulltrúi hjá Loftleiðum, bað mig að taka hópa fyrir Loftleiðir sem ég gerði og upp úr því byrjaði þetta eiginlega. Mig langaði að hafa hér svona „country club“, skapa útivistar- paradís fyrir alla fjöskylduna. Pétur Björnsson vinur minn, Coca-Cola forstjóri, skipulagði hér golfvöll sem ég bjó til og ég var hérna með mini- golf, sundlaug og hestaleigu. Vanda- málið var bara að þetta þótti svo aga- lega langt frá Reykjavík. Það var ekki malbikað og fólk hélt ég væri snarvitlaus, að fara heila 20 km út úr Reykjavík! Sundið og golfið gengu einfaldlega ekki upp og lögðust af. Vinur minn Steinar hérna í Bakkakoti kom upp góðum golfvelli við hliðina á mér sem er gleðiefni og hér er líka komin krá svo eftir 35 ár er þetta eiginlega að verða löglegt útivistarsvæði.“ Frumkvöðlar í ferðaþjónustu Hjónin í Laxnesi urðu fyrst til að bjóða upp á skipulagðar hestaferðir hér á landi og voru í hópi frumkvöðla þessa tíma í sjálfstæðri atvinnustarf- semi í ferðamennsku. Þórarinn nefn- ir t.d. Stein Lárusson og Ingólf Bab- el, stofnendur ferðaskrifstofunnar Lönd og leiðir, og Má Sigurðsson á Geysi. „Það hefur verið erfitt í gegnum árin að brjótast í gegnum þetta kerfi, þessar hefðbundnu leiðir til að geta fengið að starfa í friði. Á þessum ár- um voru boð og bönn hvílík á þessu landi að það var ótrúlegt. Það mátti ekki drekka á miðvikudögum og dansstaðir voru lokaðir kl. 23.30, við bjuggum í hálfgerðu bananalýðveldi má í raun og veru segja. Það má segja að þetta frumkvöðla- starf hafi verið meira áhugamál held- ur en hitt því það var ekki fræðilegur möguleiki að lifa á þessu. Við unnum bæði með þessu til að byrja með því þá var þetta mest á sumrin. Ég kenndi hérna í gagnfræðaskólanum í átta ár sem voru dásamlegir tímar. Það verður enginn milljónamær- ingur í þessum bransa en það er nóg fyrir þrjú-bíói samt. En það er sama, maður getur starfað við þetta og kynnist skemmtilegu fólki alls staðar að úr heiminum.“ Hvaða reiðleiðir eru farnar á sumrin? „Á sumrin er boðið upp á tveggja tíma reiðtúr upp að Tröllafossi en margar aðrar góðar reiðleiðir er hægt að fara frá Laxnesi, t.d. til Þingvalla og Reykjavíkur. Á eftir er hægt að kaupa léttan hádegismat ef vill.“ Hefur hestamennskan breyst í gegnum árin? „Hestamennskan hefur bæði breyst og aukist alveg gífurlega á þessum árum, sem er náttúrlega al- veg dásamlegt. Krakkar eru farnir að ríða út frá blautu barnsbeini og unglingarnir eru komnir meira í þetta, fjölskyldur taka mikið meiri þátt í þessu saman heldur en þær gerðu.“ Hvaðan eru flestir viðskiptavin- irnir? „Þeir eru mestmegnis frá Skand- inavíu og Bretlandi og það er alltaf eitthvað um Ameríkana. Maður sá ekki Íslendinga á fyrstu árunum en núna má segja að þeir séu orðnir stærsti markaðshópurinn hjá mér. Mikið af fyrirtækjum og einstakling- um með gesti eða fólk að breyta til, fara með unglingana í reiðtúra t.d. Þetta er ansi skemmtileg þróun.“ Hefur ekki komið frægt fólk í heimsókn? „Jú, jú hljómsveitin Travis kom hingað, Viggo Mortensen kvik- myndaleikari, Benedikte Danaprins- essa og Jón Hannibalsson. Dóttir mín dvaldi í Hollywood í eitt og hálft ár í Beverly Hills, bjó hjá forstjóra Warner Brothers, Michael J. Sulliv- an.“ Kom hann oft hingað? spyr ljós- myndarinn. „Hann Michael? Já, já hann reið mikið út með mér.“ Hverjir eru helstu kostir íslenska hestsins? „Það er svo margt, lundarfarið, skerpan og þægilegheitin. Töltið er alveg gífurlega vinsælt. Þægilegur, góður íslenskur töltari, það er ekki til betri reiðhestur þó svo það séu margar tegundir til í heiminum. Umbóta þörf í hestaleigu Það er nú þannig að Íslendingar halda alltaf að það sé allt best á Ís- landi og að varan seljist af sjálfu sér, en það þarf að markaðssetja vöruna vel og faglega. Ferðamennska þarfn- ast fagmennsku. Íslendingar ætla allir að verða milljónamæringar af sama faginu þótt þeir hafi ekki fag- mennskuna. Ég tel að það sé áhættu- samt að reka fullt af hestaleigum auk þess sem margar þeirra hafa ekki rekstrar- og atvinnuleyfi. Þetta er mjög alvarlegt mál sem umhverfis- ráðuneytið er að reyna að vinna bót á og ætti að hafa verið settur tappi í þennan leka fyrir löngu. Menn setja fólk á bak í sveitinni hugsandi um þúsundkallinn og svo hangir viðskiptavinurinn á næsta gaddavírsstaur, því þetta eru gömlu smalahestarnir sem fólkið er sett á. Þetta er náttúrlega alveg fyrir neðan allar hellur. Því miður styðja samtök hestamanna svona svartan atvinnu- rekstur sem ég er búinn að kvarta yf- ir og skrifa bréf út af,en ég hef ekki fengið svar.Þetta er svolítið alvar- legt mál að samtök hestamanna stuðli að ólöglegri hestaleigu og að þeir hafi ekki svarað bréfum. Að öðru leyti hefur markaðssetning stjórnvalda verið mjög góð á erlendri grundu og í ferðamennskunni líka en þetta eru göt sem þarf að stoppa í.“ Límonaðibíll í Laxnesi Þórarinn segist leggja mikla áherslu á að þekkja hvern hest, það sé mjög mikilvægt. „Í gegnum árin er ég farinn að þekkja fólkið og veit hvað það getur. Sömuleiðis þekki ég hestana, veit hvað þeir geta og hverj- um ég treysti til að t.d. taka við manni sem hefur aldrei farið á bak áður. Aðalatriðið er að setja rétta hesta undir rétt fólk. Það er ekkert grín ef hesturinn hendir fólki út í næsta skurð eða á næsta staur. Það þarf svakalega skipulagningu. Þá finnst mér mikið fyrirhyggju- leysi lánastofnana að veita fólki lán til framkvæmda í sambandi við ferðaþjónustuna t.d. bændagistingu án þess að spyrja hvernig fólkið ætli að borga til baka, sem það oft getur ekki. Fólk þarf að kynna sér þessi mál ofan í kjölinn áður en það veðset- ur allar sínar eigur.“ Kom Halldór Laxness í heimsókn til þín ? „Halldór Laxness var mikill vinur foreldra minna. Hann var svolítið skemmtilegur náungi. Þegar ég byrjaði með klúbbinn komu þeir með gosdrykki hingað upp eftir. Þegar ég bað um bílinn til Laxness fóru þeir auðvitað til Kiljans. Hann þorði nú ekki að hringja í mig en hringdi á næsta bæ og spurði hvort einhver vissi hvað væri að ske í Laxnesi því það hefði komið heill límonaðibíll! Hann var svona góður hjá honum orðaforðinn alltaf. Hann hafði gaman af því að spyrja hvað hestarnir hétu. Einu sinni sem oftar var hann hér á gönguferð og það var einn hesturinn sem hét Óm- ar. Það fannst honum bráðfyndið og spurði hvort Ómar Ragnarsson ætti hann og hló mikið að því; spurði alltaf þegar ég hitti hann hvernig Ómar Ragnarsson hefði það. Hann hafði mikinn húmor og hafði gaman af þessu. Hann fór ekki á bak en fylgd- ist með þessu í fjarska.“ Tekur öll fjölskyldan þátt í rekstr- inum? „Konan mín og dóttir, sem er dýra- Ferðaþjónusta þarfnast fagmennsku Þórarinn Jónasson, betur þekktur sem Póri í Laxnesi, og eiginkona hans, Ragn- heiður Gíslason, stofnuðu Hestaleiguna Laxnes árið 1968. María Ólafsdóttir blaðamaður heimsótti þessa frumkvöðla í hestaleigu og ferðaþjónustu í Mosfellsdal. Barinn á hestakránni þar sem Póri býður upp á kaffi. „Ég legg mikla áherslu á að þekkja hvern hest, það er mjög mikilvægt,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.