Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 11. júlí 1993: „Þjóðminjasafn Íslands varð 130 ára fyrr á þessu ári. Það telst stofnað með bréfi stiftsyfirvalda 24. febrúar árið 1863, þar sem þau veita formlega móttöku forngripagjöf frá Helga Sig- urðssyni, síðar presti að Mel- um. Stiftsyfirvöld fólu Jóni Árnasyni bókaverði umsjón með safninu, sem framan af hét Forngripasafn Íslands. Hann réð síðan Sigurð Guð- mundsson málara að safninu, en grein Sigurðar í Þjóðólfi 24. apríl 1862 um varðveizlu íslenzkra fornminja er talin kveikjan að tilurð safnsins.“ . . . . . . . . . . 3. júlí 1983: „Yfirmaður varn- arliðsins á Íslandi, Ronald Marryott, aðmíráll, sagði í ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs 21. júní síðastliðinn (ræðan birtist í Morgun- blaðinu 29. júní), að nauðsyn- legt væri að auka eldsneyt- isbirgðir varnarliðsins, bæta ratsjáreftirlitið umhverfis Ís- land og endurnýja orr- ustuþoturnar sem sendar eru í veg fyrir sovéskar flugvélar sem nálgast Ísland. Aðmíráll- inn gerði grein fyrir vaxandi hernaðarumsvifum Sov- étmanna í lofti, ofansjávar og neðansjávar í nágrenni Ís- lands. Sovétmenn fljúga meira umhverfis Ísland en nokkru sinni fyrr á fullkomn- ari og hraðfleygari vélum en áður. Herskip þeirra eru bú- in stýriflaugum sem skjóta má jafnt á skotmörk á landi sem sjó. Ferðir sovéskra kaf- báta í hafdjúpinu milli Græn- lands, Íslands og Noregs eru fleiri en nokkru sinni fyrr. “ . . . . . . . . . . 15. júlí 1973. „Það er hörmu- legt, að um fjöregg þjóð- arinnar – öryggi hennar, frelsi og sjálfstæði – skuli fjallað á jafn ábyrgðarlausan hátt og af slíku sinnuleysi, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert og mikið má vera, ef þjóðin á ekki síðar eftir að súpa seyðið af því. Þetta er enn ömurlegra í ljósi þess, að vissulega er tilefni til að taka til umræðu stöðu Íslands í hinum vestræna heimi miðað við þær breytingar, sem í að- sigi virðast vera í sam- skiptum austurs og vesturs. Og sjálfsagt er að kanna, hvort tækifæri er til að gera einhverjar breytingar á fyrirkomulagi varna Íslands og því eftirlitsstarfi, sem hér er unnið að. En þau vinnu- brögð, sem beitt hefur verið, valda því, að menn treysta ekki, að af heilindum sé starfað, heldur ráði annarleg og austræn sjónarmið ferð- inni.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S AMKEPPNI og valfrelsi hefur farið hraðvaxandi í menntakerf- inu hér á landi undanfarin ár. Þetta á við bæði um háskóla- stigið og framhaldsskólastigið. Í landinu eru nú reknir níu háskólar, sumir á vegum ríkis- ins, aðrir á vegum einkaaðila. Á milli nokkurra þessara skóla er hörð samkeppni, ekki sízt í viðskipta- og rekstrargreinum, tölvu- fræðum og lögfræði. Enginn, sem fylgzt hefur með þróuninni undanfarin ár, fer í grafgötur um að samkeppnin hefur verið nemendum, skólunum sjálfum og þjóðfélaginu í heild til góðs. Fjöl- breytni í námsframboði hefur aukizt og eldri há- skólarnir hafa orðið að laga sig að breytingunum og mæta samkeppninni. Enginn vafi leikur t.d. á því að samkeppnin hefur haft afar jákvæð áhrif á bæði viðskipta- og hagfræðideild og lagadeild Há- skóla Íslands. Háskólarnir hafa mikinn hvata til að leggja sig fram og bjóða nemendum upp á sem bezt nám, því að þeim er úthlutað fé úr ríkissjóði samkvæmt reiknilíkani, þar sem fjöldi nemenda og árangur þeirra í námi vegur þungt. Svipuð þróun hefur átt sér stað á framhalds- skólastiginu. Skipting landsins í skólahverfi var afnumin árið 2001 og gátu nemendur þá sótt um skólavist í hvaða framhaldsskóla sem er. Aukin- heldur eru skólarnir fjármagnaðir af almannafé samkvæmt svipuðu reiknilíkani og gildir á há- skólastiginu; ef skólar missa nemendur tapa þeir peningum, ef nemendum fjölgar hagnast skólarn- ir á því. Ekki fer á milli mála að þessi breyting hefur orðið til þess að hvetja skólana til að bæta námið og aðstöðu nemendanna og þeir keppa nú sín á milli um nemendur, sem áður var nánast óþekkt. Skólarnir reyna að draga fram sérkenni sín og sérhæfingu, sem stuðlar tvímælalaust að því að allir nemendur finni nám við sitt hæfi. Hvað með grunnskólann? Morgunblaðið hefur verið þeirrar skoðunar að nýta ætti jákvæða reynslu af efri skóla- stigunum hér á landi og reynslu af góðum árangri samkeppni og valfrelsis á grunnskólastiginu í ýmsum nágrannalöndum okkar, t.d. Hollandi, Danmörku og Svíþjóð, til að breyta íslenzka grunnskólakerfinu. Í Reykjavíkurbréfi 20. júlí í fyrra benti blaðið á að núverandi kerfi, þar sem foreldrar eiga lítið sem ekkert val um skóla fyrir börn sín og sveitarfélögin eru nánast einráð í rekstri grunnskóla, hefði tvenns konar afleiðing- ar. „Annars vegar verður það til þess að sú fjöl- breytni, sem þó er til staðar í rekstri grunnskóla sveitarfélaganna, nýtist foreldrum ekki sem skyldi vegna þess að þeir geta ekki valið þann skóla, sem mætir bezt óskum þeirra og þörfum barna þeirra. Hins vegar kemur það í veg fyrir meiri fjölbreytni með því að t.d. félagasamtök, for- eldrahópar eða aðrir einkaaðilar setji á stofn skóla til að þjóna tilteknum óskum og þörfum, sem op- inberir skólar sinna lítt eða ekki. Foreldrar hljóta að spyrja hvort útsvarinu þeirra, sem ráðstafað er til rekstrar grunnskólans, sé nægilega vel varið við núverandi aðstæður og hvort börn þeirra gætu með öðru fyrirkomulagi fengið menntun, sem væri betur sniðin að þörfum þeirra,“ sagði þar. Í sama Reykjavíkurbréfi var lagt til að valfrelsi foreldra yrði aukið með því að afnema skóla- hverfaskiptinguna, greiðslur fylgdu nemendum og sveitarfélögin greiddu sömu upphæð með börnum sem gengju í einkaskóla og skóla á vegum sveitarfélagsins. Þannig væri bæði tryggð sam- keppni skóla sveitarfélaganna innbyrðis og sam- keppni opinberra skóla og einkaskóla. Hugmyndir um breytingar í þessa veru hafa ekki hlotið brautargengi. Þar spilar vafalaust inn í að ábyrgð á veitingu grunnskólamenntunar flutt- ist frá ríkinu til sveitarfélaganna og þau hafa mörg verið upptekin af öðrum verkefnum á grunnskólastiginu, s.s. einsetningu grunnskólans. Menntamálaráðuneytið hefur líklega ekki litið á það sem hlutverk sitt að gerast boðberi nýrra hugmynda á grunnskólastiginu, svo stuttu eftir að ábyrgð á veitingu þjónustunnar fluttist yfir til sveitarfélaganna. Ráðuneytið fer þó áfram með veigamikið stefnumótunarhlutverk gagnvart grunnskólastiginu. Sú spurning gerist áleitin hvort lagasetningu þurfi ekki til að stuðla að breytingum á grunnskólastiginu eins og efri skólastigunum. Atvinnulífið vill breytingar Hugmyndir um breyt- ingar hafa til þessa að- allega komið annars staðar að, nú síðast frá fulltrúum atvinnulífsins, sem leggja æ meira upp úr menntun sem lykilþætti í að tryggja sam- keppnisstöðu íslenzks atvinnulífs. Samtök at- vinnulífsins kynntu þannig á aðalfundi sínum í lok apríl sl. skýrsluna Bætum lífskjörin. Þar segir m.a.: „Sjálfstæði skóla og réttur einkaaðila til að stofna grunnskóla til að mæta tiltekinni eftirspurn eða bjóða upp á aukna og/eða aðra þjónustu eru lykilatriði. Sjálfstæðir skólar eiga að fá sömu fjár- framlög á hvern nemanda og skólar í opinberum rekstri. Það er svo foreldra og nemenda að velja hvert féð rennur en hagsmunir allra skólanna að laða til sín nemendurna. Skipting í skólasvæði á að heyra sögunni til, á öllum skólastigum.“ Verzlunarráð Íslands gaf í síðasta mánuði út skýrslu um valfrelsi í grunnskólum, þar sem ráðið leggur m.a. til að lögum um grunnskóla verði breytt, þannig að 2. mgr. 56. gr. laganna hljóði svo: „Sveitarfélag greiði til einkaskóla með hverju barni sem skólann sækir, fjárhæð sem nemur meðaltali af kostnaði sveitarfélagsins vegna hvers barns í grunnskóla, skv. 1. gr.“ Í núverandi mynd segir greinin hins vegar að einkaskólar eigi ekki kröfu til styrks af almannafé. Verzlunarráð leggur jafnframt til að hverfaskipting grunnskóla sveit- arfélaganna verði afnumin og landið gert að einu skólaumdæmi, jafnframt að stóru sveitarfélögin beiti sér fyrir tilraunaverkefnum á sviði einka- reksturs grunnskóla. Því hefur til þessa farið fjarri að stærstu sveit- arfélögin, sem hafa eðli málsins samkvæmt mest bolmagn til þróunar og nýsköpunar innan grunn- skólans, hafi leitazt við að læra af reynslu annarra landa af því að koma á samkeppni skóla og auka frelsi foreldra og nemenda til að velja á milli þeirra. Í Hafnarfirði var í tíð fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluta gerð tilraun með að fela einkaaðila rekstur nýs grunnskóla. Það var hins vegar hverfisskóli með hefðbundnu sniði og þar reyndi því hvorki á kosti né galla valfrelsis og samkeppni. Afstaða Reykjavík- urborgar Síðastliðinn vetur beindist athygli manna að afstöðu stærsta sveitarfé- lagsins, Reykjavíkur, til einkarekinna grunnskóla eftir að í ljós kom að tregða borg- arinnar til að greiða sömu upphæð með börnum í einkaskólum og í sínum eigin skólum var á góðri leið með að setja einkaskólana í þrot. Reykjavík- urlistinn, sem farið hefur með völd í borginni frá því ábyrgð á rekstri grunnskólans færðist til sveitarfélaganna, hefur frá upphafi haft neikvæða afstöðu til einkaskólanna að þessu leyti og ekki talið koma til greina að foreldrar, sem kysu að senda börn sín í þá, sætu við sama borð og aðrir. Eftir talsvert þóf náðist samkomulag um að borgin hækkaði framlag sitt með hverju barni í einkaskólunum úr 228 þúsund krónum á ári í 303 þúsund, sem samt er talsvert lægra en upphæðin sem hún greiðir með hverjum nemanda í eigin skólum, sem er að meðaltali 427 þúsund krónur, en kostnaður á nemanda í hagkvæmasta skóla borgarinnar er 367 þúsund krónur á ári. Bilið verða einkaskólarnir að brúa með því að inn- heimta skólagjöld. Til þessa hafa samanlögð fram- lög borgarinnar og skólagjöld í einkaskólum alla jafna ekki náð upp í meðalkostnaðinn við nem- anda í skólum borgarinnar. Í tillögum borgarinn- ar að lausn á vanda einkaskólanna er gert ráð fyr- ir þaki á skólagjöldin, þannig að tekjumöguleikar þeirra á hvern nemanda verði ekki meiri en 498.000 krónur á ári, en í sumum skólum borg- arinnar er kostnaður á nemanda allt að 530 þús- und krónur. Upp á síðkastið hafa talsmenn borgarstjórnar- meirihlutans skyndilega haldið því fram að þeir séu hlynntir einkaskólum – þ.e. þeim, sem þegar eru fyrir hendi, en þeir vilja hins vegar alls ekki fjölga þeim. Jafnframt halda þeir því nú fram að núverandi kerfi í Reykjavík rúmi talsverða fjöl- breytni og valfrelsi og því sé breytinga ekki þörf. Þessi sjónarmið komu t.d. fram í ræðu Þórólfs Árnasonar borgarstjóra á morgunverðarfundi Verzlunarráðs 12. júní sl. Í ræðu sinni benti Þórólfur Árnason réttilega á að löggjafinn virtist ekki hafa neina sérstaka stefnu um starfsemi einkaskóla, aðra en þá að menntamálaráðherra væri heimilt að löggilda þá, en þeir ættu ekki kröfu til styrks af almannafé. „Reykjavíkurborg er því rúmt sniðinn stakkur til að efna til samstarfs við þá sem hún kýs um fræðslumál, eða hafna, eftir atvikum, á málefna- legum forsendum fræðslustefnunnar,“ sagði Þór- ólfur í ræðu sinni. „Aftur á móti er lagaleg skylda borgarinnar gagnvart almennu grunnskólakerfi mjög skýr: Reykjavíkurborg ber að bjóða öllum börnum á aldrinum 6–16 ára skólavist án endurgjalds. Þetta er frumskylda borgarinnar sem verður að upp- fylla áður en aðrar þarfir koma til álita … Mér finnst mikilvægt að það komi fram að nemandi í SÝNING TILEINKUÐ DIETER ROTH Nýverið opnaði í Basel í Svissyfirlitssýning á verkumheimsþekkts listamanns, Dieters Roths. Sýningin var jafn- framt opnunarsýning nýs listvett- vangs, „Schaulager“, þar sem ætlun- in er halda úti margháttaðri starfsemi þar sem mörk hefðbundins starfsviðs listasafna, geymslustaða fyrir listaverk og fræðaseturs skar- ast. Eins og fram kemur í umfjöllun um þennan viðburð í Lesbók Morgun- blaðsins í gær hefur opnun „Schaulager“ vakið töluverða athygli meðal sýningar- og safnstjóra í heim- inum sem margir notuðu tækifærið til að skoða starfsemina og húsakynnin á meðan á listkaupstefnunni í Basel stóð. Óhætt er að fullyrða að umrædd sýning var þó ekki síður það aðdrátt- arafl er laðaði gestina að, því frægð- arsól Dieters Roths hefur farið vax- andi á síðustu árum, samhliða því að vægi hans fyrir hugmyndafræðilega þróun síðustu 50 ára á myndlistar- sviðinu hefur orðið ljósara. Til marks um þá staðreynd nægir að nefna að eftir að sýningunni í „Schaulager“ lýkur verður hún sett upp í „Museum Ludwig“ í Köln og síðan í einu fræg- asta nútímalistasafni heims „Mus- eum of Modern Art“, eða MOMA, í New York. Svo vill til að Roth var um margt bundinn Íslandi sterkum böndum. Hann er að sjálfsögðu öllum list- elskum Íslendingum að góðu kunnur, enda hafði hann mikil áhrif á þær kynslóðir listamanna sem hér uxu úr grasi á því 40 ára tímabili, frá 1957– 1998, sem Ísland var fastur punktur í lífi hans. Mörg fræg verka hans tengjast landinu með beinum hætti; nefna má rannsókn hans á íslenskri byggingarlist sem dæmi, en ekki má heldur gleyma að hann starfaði um árabil með fólki hér á landi að verk- efnum á ýmsum sviðum, svo sem hönnun, auk listrænnar sköpunar. Það er því óhætt að fullyrða að ef hlutverk Roths í hinum alþjóðlega myndlistarheimi er stórt, þá er þátt- ur hans í íslensku menningarlífi síst minni, þó hingað til hafi ekki verið gert mikið úr honum nema meðal ein- stakra manna er höfðu af honum per- sónuleg kynni. Eins og sjá má í bók þeirri sem gef- in var út í tilefni af sýningunni í „Schaulager“, er eitthvað til af verk- um eftir Roth í einkaeigu á Íslandi, auk þess sem Nýlistasafnið á mörg verk eftir hann sem því hafa áskotn- ast í gegnum tíðina. Þrátt fyrir það er ljóst að hér á landi hefur ekki verið lögð mikil rækt við að rannsaka áhrif hans eða tengsl við íslenska myndlist og menningu fram að þessu. Aldrei hefur verið haldin yfirlitssýning á verkum hans hér, né heldur gerð til- raun til að safna þeim saman með þeim hætti að það gæfi heildstæða mynd af manninum, list hans og hlut- verki í samtímalistum. Nú, þegar ómældum tíma og fjár- magni hefur þegar verið varið til að setja saman jafn fagmannlega unna sýningu og þá sem stendur yfir í „Schaulager“, gefst ómetanlegt tæki- færi til að bæta úr þessu sinnuleysi Íslendinga gagnvart Dieter Roth. Vart er hægt að sjá fyrir sér að í ná- inni framtíð bjóðist áþekkur mögu- leiki á að fá fullunna sýningu verka hans til landsins, sýningu sem hvort eð er verður á ferðalagi heimshorna á milli. Þó það hljóti óhjákvæmilega að verða nokkuð kostnaðarsamt þar sem trygginga- og flutningskostnaður vegna svo frægra verka er alltaf um- talsverður, er samt sem áður víst að slík sýning mun tæpast fást hingað til lands með minni tilkostnaði. Vegna þess hve sýningin í „Schaulager“ er umfangsmikil er vel hugsanlegt að hægt sé að fá smækkaða útgáfu af henni til að sýna hér og væri það svo sannarlega verðugt samstarfsverk- efni fyrir öflugustu söfn landsins, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur, ef hvorugt þeirra telur sig hafa bolmagn til slíkrar fram- kvæmdar upp á eigin spýtur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.