Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 24
ÁSKELL Másson tónskáld er á förum til Finnlands í vikunni, þar sem nýtt verk eftir hann, Mono- logue, fyrir einleiksbásúnu, verður leikið af um þrjátíu básúnuleikurum víðs vegar að úr heiminum. Tilefnið er alþjóðlega blásarakeppnin í Lieksa, en verk Áskels er annað tveggja keppnisverka sem allir þátttakendur þurfa að leika. Áskell var beðinn að semja verk fyrir keppnina, og var það í fyrsta sinn sem aðstandendur hátíðarinnar leggja í slíka samvinnu við tón- skáld. „Fyrir tveimur árum var frumfluttur hér heima Básúnukons- ert eftir mig, Canto nordico, sam- inn fyrir Christian Lindberg, og þetta verk er að nokkru byggt á honum,“ segir Áskell um Mono- logue. Verk Áskels hafa farið víða á undanförnum misserum, og munar þar ekki minnst um það að slag- verksleikarinn heimsfrægi, Evelyn Glennie, hefur verið með tvö verk Áskels, Konsertþátt og Prím, á tón- leikaferðalagi um allan heim frá því í ársbyrjun. „Það er ekkert lát á þessu, og þá var hún að spila með ekki ómerkari hljómsveitum en Þjóðarhljómsveitinni í Washington í Bandaríkjunum og Sinfóníuhljóm- sveitinni í Cleveland. Það ánægju- legasta við þetta er það að þegar hljómsveitir hafa flutt verk mín biðja þau um þau aftur, og það jafnvel strax næsta ár. Það er mik- ill heiður þegar svo glæsilegar hljómsveitir eiga í hlut. Kammer- sinfónían mín var flutt hér heima af Caput, þá á Gulbenkian-hátíðinni í Portúgal og svo í Finnlandi með Petri Sakari við stjórnvölinn. Þar vildu menn fá verkið strax aftur til flutnings, og nú fyrir nokkrum mánuðum var það flutt í Lincoln Center í New York af Juilliard Ensemble. Juilliard-sveitin hafði flutt annað verk mitt, Elju, fyrir tveimur árum, og vildi fá annað verk til að leika í ár. Þetta er það ánægjulegasta í þessu starfi, að vera beðinn um verk aftur og aftur af þeim sem hafa verið að spila eitt- hvað eftir mig,“ segir Áskell. Í hávegum í Finnlandi Svo virðist sem Finnar hafi sér- staklega næmt eyra fyrir tónlist Áskels, þeir hafa frumflutt nokkur verka hans, og í október verður sin- fóníska verkið Októ nóvember flutt undir stjórn Sakaris, og í nóvember verður frumflutt þar ný gerð af Marimbukonsertinum sem þegar hefur farið víða á fimmtán árum. „Þegar ég samdi verkið voru mar- imbur ekki orðnar jafn stórar og þær eru í dag. Nú eru þær til í konsert-grand útgáfu og spanna fimm áttundir. Það er mikill virtú- ós, Pedro Carneiro frá Portúgal, sem frumflytur nýju gerðina, en þetta er hálftíma langur konsert. Í nóvember frumflytur Sinfóníu- hljómsveit Íslands líka splunkunýtt verk eftir mig, sem ég kalla Frón, en hljómsveitin tekur það svo með sér á tónleikaferðalag til Þýska- lands í desember.“ Á næstu mán- uðum lýkur Áskell nýjum trompet- konsert, fyrir trompet og málmblásarakvintett. „Hópurinn sem ég sem þetta fyrir er spænsk- ur og kallar sig Luur Metals, eftir gamla norræna blásturshljóðfær- inu. Þessi hópur er örugglega einn besti málmblásarakvintett í heim- inum í dag.“ Einleikari með hópn- um verður norski virtúósinn Ole Edvard Antonsen, en verkið verður frumflutt í sex borgum á Spáni á næsta ári. „Ég hef verið að fá töluvert af pöntunum fyrir málmblásturs- hljóðfæri síðustu árin; verkið sem verður flutt í Finnlandi núna, Túbu- konsertinn sem var frumfluttur þar á síðasta ári og fyrir nokkrum dög- um var ég að skila af mér nýju túbuverki fyrir alþjóðlegt tímarit túbuleikara. Þeir eru með eina síðu í hverju blaði með nýju verki, og síðuna kalla þeir The Tuba Gem – túbugimsteininn. Nú er það trompetkonsertinn og það er fleira í deiglunni. Hjá útgáfunni minni, Editions Bim í Sviss, er líka að koma út eldra verk fyrir brasssveit, Derrier le miroir.“ Áskell segist mjög ánægður með samstarfið við útgefanda sinn í Sviss og ekki eins og svo margir aðrir í þessum geira óánægðir með forleggjarann. „Þetta gengur ákaflega vel og þeir eru ákaflega vandvirkir. Við erum í góðu sambandi, nánast daglega, þetta er svo þægilegt í nútímanum með tölvupósti og annarri tækni.“ Spurður um það hvort víðförlustu og mest spiluðu tónverkin séu ekki farin að vinna fyrir sér sjálf, segir Áskell að það gerist hægt og bít- andi. „Jú, það er mjög ánægjulegt að finna þetta gerast, enda er ég búinn að vera í þessu í þrjátíu ár.“ Um þessar mundir er Áskell líka að vinna að upptökum á klarinettu- verkum sínum ásamt Einari Jó- hannessyni klarinettuleikara og eru vonir bundnar við að diskurinn komi út fyrir lok næsta árs. Verkefni til ársins 2005 Það er óhætt að segja að Áskell hafi verið lánsamur með samstarfs- fólk. Þeir hljóðfæraleikarar sem hafa verið að flytja verk hans eru allir í röðum þeirra bestu í heimi, og munar þar ekki síst um stór- stjörnu á borð við Evelyn Glennie. Hún hefur beðið Áskel að umrita trommukonsert sinn fyrir trommu og píanó, svo hún geti einnig leikið hann á sólótónleikum – ekki bara með hljómsveit. „Ég hef verið ákaflega heppinn með samstarfsfólk. Ég get varla sagt annað en að ég hafi unnið með eintómum snillingum! Svo kynnist ég líka stöðugt nýju fólki. Markus Leosson slagverksleikarinn frábæri og Pedro Carneiro hyggja á sam- starf og ætla að leika öll verk sem ég hef samið fyrir tvo slagverks- leikara, þar á meðal stóra konsert- inn sem ég samdi fyrir Evelyn og Gert Mortensen í fyrra.“ Áskell kveðst hafa nóg að gera og vera með pantanir í gangi fram á mitt ár 2005. Það eru verk af ýmsum gerðum, meðal annars stórt verk fyrir saxófónkvartett og sin- fóníuhljómsveit og annað jafnvel stærra fyrir Kroumata-slagverks- hópinn og sinfóníuhljómsveit, en Osmo Vänskä mun stjórna frum- flutningi þess. Áskell Másson tónskáld með fjölda verka í smíðum og mörg verka hans flutt á erlendri grundu Ég hef unnið með eintómum snillingum Morgunblaðið/Golli Áskell Másson tónskáld: Ég hef verið ákaflega heppinn með samstarfsfólk. LISTIR 24 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ G AGNRÝNIN er sífellt um- ræðuefni og sjaldan er sú umræða til gagns. Sænska ljóðatímaritið Lyrikvännen (3/03) sem nú hefur breytt um útlit og líkist fremur kilju en tímariti, hefur tekið upp nýbreytni sem ætti að skila árangri en gerir það tæplega. Birtir eru dómar um bækur, leiksýningar og tón- list og síðan gagnrýna höfundar gagnrýnina í beinu framhaldi. Þeim er ætlað sama eða svipað rúm og gagnrýnendum en eru mun stuttorðari. Höfundarnir eru líkt og feimnir, yfir- leitt hlédrægir um of. Það er skaði vegna þess að ætla má að þeir hafi nóg að segja um verk sín og vinnubrögð. Gagnrýni um gagnrýnina er nauðsynleg. Gagnrýnin sjálf aftur á móti bráðnauðsynleg eigi listalíf að dafna og þróast. Flestar geinarnar í Lyrikvännen eru at- hyglisverðar, aðeins ein þeirra út í hött. Það er grein eftir höfund að nafni Gunnar Blå (nafnið er líklega dulnefni). Gunnar finnur að gagnrýni Ingrid Elam um bók hans Cyk- elreparatörskan och ytterligare historier (útg. Vertigo). Grein Gunnars nefnist Ingrid Elam hló á blaðsíðu 20 og er dæmigerð hótfyndni, eins konar endaleysa sem gerir þær kröfur að teljast vera fyndin. „Ingrid Elam er Ingrid Elam“, lokaorð greinarinnar, hafa þó sitt gildi. Hvað getur gegnrýnandinn verið ann- að en hann sjálfur? Ekki held ég að gagnrýnin græði á slíkum viðbrögðum. Aftur á móti er hófsamleg umræða og til- raun til skýringa af hinu góða og má yfirleitt segja það um greinar hinna höfundanna. Það gildir til dæmis um grein Marie Silke- berg vegna skrifa Tomas Götselius um ljóða- bók hennar sockenplan, säger hon (útg. Bonniers). Silkeberg leggur áherslu á að sjálfið fái að njóta sín, segir að ávarpið, þú, sé kannski hið veigamesta í ljóðinu, það að geta talað innilega við einhvern. Í því felist svo margt, m.a. fjölmiðlaóreiðan, valdbeitingin, sagan, það sem sé lokað úti. Málið þurfi á því að halda að búa í breiðari heim, ruddalegri veruleika. Halda áfram að tala, snerta, snertast, skrifar Silkeberg. Í ljóðabók Silkebergs, sockenplan, säger hon, leikur kynlíf stórt hlutverk en erótíkin setur nú svip á ljóðagerðina, ekki síst ljóða- bækur sænskra kvenna og þær eru ekki ein- ar um það. Með einlægni sinni færir Silkeberglesandann inn í ljóðheim sinn. Ég verð að játa að skrifsumra sænskra gagnrýnenda eru aðdáunarverð fyrir fræðimennsku sína þótt þau geti af þeim sökum reynst seinlesin og jafnvel hálfgert torf. Við hefðum þó áreiðanlega gott af slíkri gagnrýni öðru hverju. Um dagblaðagagnrýn- ina má segja að hún má helst ekki vera of fræðileg og skeytastíll hentar henni yfirleitt vel. Nauðsynlegt er þó að breyta til og um slíkt má finna dæmi, að minnsta kosti viðleitni. Tímarit lenda í fárra höndum. Dagblöðin hafa því skyldu að birta vel byggða gagnrýni og ítar- lega á köflum. Skírnir er nú nær eina tímaritið sem stenst þess- ar kröfur og stöku sinnum Tímarit Máls og menning- ar. Vel má vera að Saga og fleiri sagnfræðirit og sérrit geti talist í þessum hópi. Niðurstaðan er þó sú að gagnrýni þessara tímarita er of einhæf og mjög fátt kemst að, líklega fremur vegna plássleysis en að áhuga skorti. Dagblöðin hafa þá kosti að auk gagnrýn- innar má oft græða á viðtölum við höfunda. Lesbók Morgunblaðsins hefur að því leyti sérstöðu og Morgunblaðið og DV þegar bókatíð stendur sem hæst. Ritstjóri Lyrikvännen, Lars Her-mansson, er á báðum áttum um til-tækið gagnrýni um gagnrýni. Hannminnir á að ekki hafi verið sóst eft- ir svari við gagnrýni, slíkt sé engin nýjung, heldur annars konar umfjöllun um gagnrýn- ina. Hann viðurkennir að erfitt hafi reynst að fá rithöfunda til þátttöku. Kannski er það skýringin á því að leiklist og tónlist eru með. Um gagnrýni Ingrid Elam segir hann að hún sé módernisti, en hún leggur einmitt áherslu á að uppgötva eitthvað sem hún vissi ekki að var til, eða freistar þess að sjá hið vel kunna af óvæntum sjónarhóli. Tomas Götselius aftur á móti er frjálslyndur vegna þess að hann sækist eftir því að gera text- ann óháðan bókmenntalegum formúlum svo að hann geti „gerst“, orðið frjáls. Í Svíþjóð vakti bókin Gagnrýnin gagnrýnd eftir Tomas Forsers mikla athygli og full- yrðingin „Bókmenntagagnrýnin í kreppu“ þótti tímabær. Spyrja má sem svo hvort bókmennt-irnar séu ekki sjálfar í kreppu ségagnrýnin það.Svarið gæti verið að kreppan sé alltaf yfirvofandi og hafi verið það lengi en engu að síður komi út góðar bækur og dæmi séu um vel skrifaða gagnrýni. Ekkert hefur þá breyst. Lyrikvännen hefur fyrir nokkru tekið upp þann sið að hafa sérstakan hluta ritsins um- sagnir um nýjar ljóðabækur: Lyrikvännens Bokklubb. Þarna er ekki eingöngu um að ræða aug- lýsingar og kynningar fyrir útgáfubækur klúbbsins heldur er fjallað um fleiri ljóða- bækur sem fást á félagsverði. Sumar umsagnirnar, þótt stuttar séu, eru dæmi um ágæta og upplýsandi gagnrýni. Þær setja gagnrýnendum þær skorður að koma sér beint að efninu en sleppa mála- lengingum. Fleiri rit og blöð birta svipaða gagnrýni, til dæmis Times Literary Supplement (TLS), og er ekki til skaða. En aðalgrein- arnar eru langar, stundum mjög langar, og þá tíðkast að fjalla um fleiri en eina bók svo að úr verða yfirlitsgreinar sem líka er brýn þörf fyrir í gagnrýninni hér heima. Slíkar greinar ættu að fjalla um feril höf- undarins í heild og strauma og stefnur bók- menntanna í samfélaginu, heima og erlendis, um leið og þær væru umsagnir um nýút- komnar bækur. Með vaxandi dauða tímaritanna skapast slíkur vettvangur hjá dagblöðunum. Flest bendir til þess að gagnrýnina þurfi að auka í staðinn fyrir að draga úr henni eins og sjá má vísbendingar um. Gagnrýnin enn og aftur Marie Silkeberg ljóðskáld. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Ljósmynd/Ulla Montan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.