Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10. YFIR 20.000 GESTIR!  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30. Kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.30, 6, 8.30 og 10.50.  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV YFIR 20.000 GESTIR! MARGIR MUNA eflausteftir tónlistarhátíðinnisem haldin var í Laug-ardalnum fyrir sumarið 2000. Þangað komu margir merkir listamenn erlendir, aukinheldur sem íslenskir tónlistarmenn voru áber- andi. Einn var það þó sem stal sen- unni að margra mati, senegalski tón- listarmaðurinn Youssou N’Dour, sem átti stórleik í Laugardalshöll- inni. Það kom þó varla þeim á óvart sem þekktu til N’dour, því hann átti þá að baki aldarfjórðung í tónlist og var á sínum tíma einn vinsælasti tón- listarmaður Afríku. Þegar Senegal hlaut sjálfstæði frá Frökkum 1960 var að vonum mikið um dýrðir í landinu. Líkt og í fleiri nýfrjálsum Afríkuríkjum spruttu upp hljómsveitir, margar á vegum stjórnvalda að hluta eða öllu leyti, sem kepptust um að vera sem þjóð- legastar, þ.e. að leika aðra tónlist en þá sem tíðkast hafði í skjóli herra- þjóðarinnar. Á þeim tíma, þ.e. undir lok sjötta og í upphafi sjöunda ára- tugarins, var þjóðleg tónlist í Vestur- Afríku að miklu leyti kúbversk, ef svo má segja, rúmban var að segja allsráðandi í Vestur-Afríku og suður undir miðbaug, þar á meðal í Seneg- al. Helsta hljómsveit Senegals í kjöl- far sjálfstæðisins var stjörnusveitin, Star band de Dakar, eins og hún kallaðist, varð snemma vinsæl og starfar reyndar enn. Hún var stofn- uð upp úr tveimur virtum hljóm- sveitum, Guinea Band De Dakar og Star Band De Senui, sem skýrir enskt-franskt nafnið. Litli prinsinn Í upphafi áttunda áratugarins hóf að syngja með Star Band de Dakar táningurinn Youssou N’Dour, sem er af ætt griota, en svo eru nefnd sene- gölsk farandsöngvaskáld. N’Dour var undrabarn í tónlist, ekki bara að hann væri frægur fyrir tæra og sterka rödd sína heldur var hann lið- tækur lagasmiður, farinn að semja lög tólf ára gamall. Þegar hann gekk til liðs við Star Band de Dakar var hann á sextánda árinu og varð fljót- lega eitt helsta aðdráttarafl á dans- leikjum, „litli prins Dakar“ eins og hann var kallaður. Í Senegal er mikil trommuhefð og Star Band de Dakar er meðal annars minnst sem brautryðjenda í mbalax- tónlist, einu helsta tónlistarformi Senegals. Í því flétta menn saman þrem helstu trommunum þjóðlegrar tónlistar og rafmögnuðum hljóð- færum, rafgítar og -bassa, vestræn- um trommusettum og svo má lengi telja, og samspil þess hefðbundna og nútímans varð að nýju tónlistar- formi, mbalax. Mikinn svip á tónlist- ina setti „talandi“ tromman, tama, sem er eins og stundaglas í laginu, en tóni hennar er breytt jafnharðan með því að kreista hana undir hend- inni á meðan spilað er. Aðrar tromm- ur sem áberandi voru og eru í mba- lax-tónlist eru sabar, sem er stór bassatromma, og djembe, en þeir sem sáu Youssou N’Dour og hljóm- sveit í Laugardalshöllinni sællar minningar kannast eflaust við þessar trommur og þá ekki síst tama- trommuna sem lék stórt hlutverk í mörgum laganna. Á sviðinu í Höll- inni mátti einnig sjá Youssou N’Dour og hljómsveitarmeðlimi stíga flókinn dans, en hann kallast ventilateur og tengist tónlistarforminu. Ný hljómsveit Þrátt fyrir velgengni með Star Band de Dakar fór N’Dour snemma að ókyrrast í sveitinni, hann langaði að spila nútímalegri tónlist, enda hann og jafnaldrar hans löngu farnir að hlusta á vestræna popptónlist. Á endanum stofnaði Youssou N’Dour nýja hljómsveit með nokkrum jafn- öldrum úr Star band de Dakar og til að sýna fram á upprunann og not- færa sér ljómann frá gömlu sveitinni, snéru þeir hluta af nafni Star Band upp á frönsku og kölluðu nýju sveit- ina Etoile De Dakar. Etoile De Dakar varð gríðarlega vinsæl sveit í heimalandinu og fjöl- margar áþekkar hljómsveitir fylgdu í kjölfarið. Eftir því sem vinsæld- irnar jukust jókst og spenna milli þeirra N’Dour og félaga hans í sveit- inni, því þeim fannst of hratt farið í nýjungunum. Svo fór að sveitin klofnaði; N’Dour og þeir sem eftir sátu með honum tóku upp nafnið Super Etoile De Dakar, en þeir sem hættu stofnuðu sveitina Etoile 2000. Tveimur árum síðar, 1983, réð N’Do- ur eigin næturklúbbi í Dakar þar sem hann kom fram sex kvöld í viku. Um líkt leyti hóf hann að leggja meiri áherslu á að ná árangri á tón- listarsviðinu í Evrópu, en hann hafði þegar leikið á nokkrum tónleikum í Frakklandi með Etoile de Dakar. Ekki var það þó til að afla fjár, því N’Dour hagnaðist verulega á þessum árum, ekki þó fyrir útgáfu á tónlist, því sjóræningjaútgáfa var þá allsráð- andi á plötumarkaði í Sengal þar sem allt var gefið út á snældum, heldur á rekstri næturklúbbsins og einnig gjöfum frá aðdáendum, aðallega kon- um. Byrjað á Mandela Fyrsta plata Youssou N’Dours sem fékk almenna dreifingu á Vest- urlöndum var Nelson Mandela, en á henni er einmitt að finna magnaða útgáfu á gamla Spinners-slagar- anum „Rubberband Man“. Á þessum tíma voru útgefendur á Vestur- löndum mjög uppteknir af leitinni að næstu þriðjaheimsstjörnu sem ná myndi viðlíka vinsældum og Bob Marley sálugi og meðal þeirra sem spáð var miklum frama var Youssou N’Dour. Ekki gekk það eftir, en N’Dour vakti verðskuldaða athygli fyrir söngrödd sína og almenna tón- listarhæfileika og meðal annars fékk Peter Gabriel hann til að syngja með sér á skífunni So sem kom út 1986 og síðan að hita upp fyrir sig á heims- reisu til að fylgja So eftir. Einnig má geta þess að N’Dour var meðal aðal- númera á Amnesty-tónleikaferðinni miklu 1988 með þeim Peter Gabriel, Bruce Springsteen, Sting og Tracy Chapman. Virgin plötuútgáfan gerði samning við N’Dour og gaf út næstu skífur, The Lion 1989 og Set 1990. Virgin- menn þreyttust svo á því að bíða eftir heimsfrægðinni og næstu plötu Yo- ussou N’Dour gaf Spike Lee út á merki sínu 40 Acres & A Mule Mus- icworks. Sú skífa, Eyes Open, fékk meðal annars Grammyverðlaun, en á henni gekk Youssou enn lengra í þá átt að sníða tónlist sína að vestræn- um eyrum, meðal annars með ensku textum, en á plötunum á undan voru jafnan einhver lög á ensku. Lengst hefur Youssou náð í frægðinni með fimmtu breiðskífunni, Guide (Wommat), sem kom út 1994, en á henni er lagði fræga „7 Seconds“ sem hann syngur með Neneh Cherry. Ekki er rými til að rekja tónlistar- og útgáfusögu Youssou N’Dours frekar, en kveikjan að öllu saman er framúrskarandi skífa, Nothing’s in Vain (Coono du réér), sem kom út fyrir skemmstu. Á henni er N’Dour venju fremur rólegur, treystir að miklu leyti á órafmögnuð hljóðfæri, og framúrskarandi lagasmíðar hans og ótrúleg söngrödd njóta sín betur fyrir vikið. Minna er líka um enska texta en áður, eins og N’Dour sé meðvitað að leita aftur í uppruna sinn og fer þar sömu leið og margir fremstu tónlistarmenn Afríku nú um stundir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Senegölsk stjarna Senegalski tónlistarmaðurinn Youssou N’Dour hefur starfað að tónlist í tæp þrjátíu ár. Hann sendi á dögunum frá sér sína bestu breiðskífu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.