Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 52
ÞAÐ kom mörgum í opna skjölduþegar Universal-kvikmynda- verið tilkynnti hver ætti að leikstýra fyrstu kvikmyndinni um ofurhetjuna Hulk, risaverkefni með kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á vel yfir 100 milljónir dala. Hverjum hefði líka dottið í hug að taívanskur leikstjóri sem átti að baki rómantískar gamanmyndir, kvik- myndagerð á Jane Austen- skáldsögu, vestra og kínverska æv- intýramynd, teldist vænlegur kost- ur. En það var sannfæring þeirra hjá Universal. Þeir höfðu fallið fyrir sögu James Schamus um Hulk og með í pakkanum fylgdi að Ang Lee myndi leikstýra myndinni og það þótti framleiðendunum meira en í lagi. Hann var líka sjóðheitur eftir að hafa gert eina farsælustu kvik- mynd sögunnar á öðru tungumáli en ensku, Crouching Tiger, Hidden Dragon og hafði margsannað fjöl- hæfni sína með gerð eins ólíkra mynda og Hsi yen/ Wedding Banq- uet, Sense and Sensibility og The Ice Storm. Hið tvöfalda eðli „Þeir báðu mig meira að segja um að gera Ang Lee-mynd,“ segir Ang Lee sjálfur í samtali sem blaðamað- ur Morgunblaðsins átti við hann tveimur dögum fyrir frumsýninguna á Hulk vestanhafs. – Og hvernig bregst Ang Lee við slíkri beiðni; hvað gerir mynd að Ang Lee-mynd? „Þeir höfðu unnið með mér áður, er ég gerði vestrann Ride With The Devil fyrir Universal, sem er gjör- ólíkur Hulk. Það er kannski einmitt það sem einkennir Ang Lee-mynd, hversu ólík hún er öllum öðrum Ang Lee-myndum. Annars hef ég tekið eftir að sá rauði þráður liggur í gegnum nær allar myndir mínar að aðalpersónurnar eru kúgaðar á ein- hvern máta og að drifkraftur dram- ans í þeim er hvernig þeim tekst að vinna bug á þessu undiroki og leysa úr læðingi flóð tilfinninga sinna. Þessar áherslur held ég að megi rekja til tveggja frásagnarhefða og samruna þeirra, hinnar vestrænu og austrænu.“ – En hvernig fékk Schamus þig til að taka að þér þetta óvenjulega verkefni? „Mér þótti það ferskt, eitthvað sem ég hafði ekki spreytt mig á áður. Ég vissi að það hafði staðið lengi til að færa Hulk upp á hvíta tjaldið en alltaf strandað á einhverju. Ég vildi eiga þátt í að láta það verða að veru- leika.“ – Hvað var það við að gera mynd um Hulk sem heillaði þig sem sögu- mann? „Tækifærið til að geta skapað nýj- an heim og þetta tvöfalda eðli hans greip mig alveg um leið.“ – Þetta Jeckyll og Hyde-minni sem er svo ríkt í sögunni um Hulk; vísindamaðurinn sem breytist í taumlaust óargadýr? „Einmitt, Jeckyll og Hyde en þó kannski enn frekar Frankenstein. Ég sá verkefnið nefnilega aldrei fyr- ir mér sem einhverja hasar- eða æv- intýramynd heldur miklu fremur sem hrollvekjandi sálfræðidrama.“ – Það má greina að það hafi ekki beint verið vegna löngunar til að gera ofurhetjumynd heldur áhuga þíns á nákvæmlega þess- ari – Hulk, vegna þess að hann er tilfinningalega kúgaður, ófullkominn. „Rétt. Og þessa tvöfalda eðlis. Frumstæðra hvata rándýrsins, sem eru faldar, bældar niðri, í hugarfylgsnum okkar allra. En vegna þess að við erum rökverur þá þjónar ekki tilgangi að leysa þess- ar hvatir úr læðingi, nema þegar við missum stjórn á okkur í pirringi eða stresskasti. Við vitum vel að sú hegðun okkar leiðir sjaldnast gott af sér, er okkur ekki til hagsbóta. Það heillaði mig að takast á við þessa for- tíðardrauga Bruce Banners, að kryfja sálarkvalir hans og setja þær í orsakasamhengi við bræði Hulk-sins í honum. Þannig má heimfæra Hulk yfir á okkur öll. Við bæl- um niðri Hulk-inn í okkur – erum stöð- ugt undir grænu skýi.“ Naut fyllsta trausts – Hvað með myndasöguteng- inguna? „Jú, hún vó einnig þungt. Upp- runalegu teikningarnar voru mér mikill innblástur. Þær búa yfir ótrú- legum krafti, hreyfanleika og lita- samsetningin er eitthvað sem mig langaði til að reyna að endurskapa í raunheimi. Ég hafði síðan lengi haft á tilfinningunni að þetta form hefði aldrei verið nýtt sem skyldi í öðrum myndum gerðum eftir myndasögum. Það var því önnur áskorun fyrir mig að fást við þessa myndaramma, gera tilraun til þess að færa þann frá- sagnamáta inn í hreyfimyndaskeiðið. Um leið reyndi ég að ramma þess- ar hugmyndir inn í heimsmynd mína, þessa Ang Lee-heimsmynd.“ – Kom þér á óvart að þú fengir fullt frelsi til að gera slíka stórmynd eftir þínu höfði? „Nei, þegar ég gerði Ride With The Devil þá hafði ég komist að því að þeir bera fullt traust til mín og virðast hafa svipaða sýn á kvik- myndagerð og ég. Það er mikið lán fyrir kvikmyndagerðarmann að ramba á slíka yfirmenn. Þeir voru sammála mér um að hægt væri að túlka Hulk á marga mismunandi vegu, sem hasarmynd, drama eða hrollvekju. Þeir eftirlétu mér að velja myndinni farveg.“ – Þannig að Hollywood-risarnir beittu þig alls engum þrýstingi til að gera nú myndina söluvænlega sem sum- arstórmynd? „Þeir voru reyndar orðnir svo- lítið Taívaninn Ang Lee er leikstjóri sumarstórmyndarinnar Hulk Undir grænu skýi Eftir áralanga meðgöngu hefur loksins tekist að vekja ofurhetjuna Hulk hinn ógurlega til lífs á hvíta tjaldinu. Sá sem afrekaði það er Ang Lee og í samtali við Skarphéðin Guðmundsson upplýsti hann m.a. hvers vegna hann er svona heillaður af Hulk. Ang Lee er 49 ára gamall og á að baki 8 kvikmyndir í fullri lengd. 52 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Bi.14.Sýnd kl. 4, 8 og 10. B.i. 12 With english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti. Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  Mike Clark/ USA TODAY  Peter Travers ROLLING STONE i l I  X - IÐ  DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. YFIR 42.000 GESTIR! Sýnd kl. 4.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" ÓHT Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8.  X - IÐ  DV Í frábærri rómantískri gamanmynd. Þegar tveir ólíkir einstaklingar verða strandaglópar á flugvelli, getur allt gerst. THE BATTLE OF THE SEXES JUST GOT SEXIER Í i í i i lí i i li l l lli ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.