Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 37 Nú er Jóhannes Geir frændi minn og vinur er allur, þá rifj- ast upp fyrir mér margar dýrmætar minningar liðinna daga og ára. Við vorum jafnaldrar, vorum í sama bekk barnaskólans á Króknum. Við fermdumst saman. Jóhannes var góður námsmaður og snemma komu í ljós listrænir hæfi- leikar hans. Hann var síteiknandi og ekki fór milli mála hvert stefndi. Hann ólst upp í stórum systkina- hópi og varð fyrir því að missa móð- ur sína 5 ára gamall. Móðurmiss- irinn var honum mjög sár og átti eftir að hafa áhrif á sálarlíf hans. Sagt er að fyrsta myndin, sem vitað JÓHANNES GEIR JÓNSSON ✝ Jóhannes GeirJónsson fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1927. Hann lést á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi 29. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 8. júlí. er að Jóhannes hafi teiknað, nokkru eftir lát móður hans, hafi verið af stiga er ná átti til himins. Hann þurfti að brúa mikið skarð sem rofnað hafði í líf hans. Eftir tveggja ára nám í Menntaskólan- um á Akureyri hóf Jó- hannes nám við Mynd- lista- og handíðaskólann í Reykjavík. Síðan sigldi hann til náms við Konunglegu aka- demiuna í Kaupmannahöfn og nam þar undir handleiðslu Axels Jörg- ensens. Á þessum tíma voru all- margir efnilegir íslenskir málarar við nám ytra. Eftir heimkomuna dvaldi Jóhannes um skeið í heima- högum á Sauðárkróki. Krókstíma- bilið er af mörgum talið mikilfeng- legasta málaraskeið Jóhannesar. Á þeim árum málaði hann myndina Jarðarför á Króknum, Runólf predikara og margar fleiri. Sjá má í þessum myndum áhrif frá norska málaranum Edvard Munch. Jóhannes Geir unni heimaslóðum í Skagafirði. Hann málaði m.a. eftir óskum Skagfirðinga listaverkaröð- ina er hann nefndi „Á Sturlunga- slóð í Skagafirði.“ Munu þau lista- verk ásamt mörgum öðrum lengi halda nafni hans á lofti. Eftir að Jó- hannes flutti suður byggði hann sér hús að Heiðarbæ 17 í Reykjavík, á fögrum stað. Jóhannes Geir var fríður maður sýnum, ljós yfírlitum, þykkur undir hönd og herðabreiður. Hinn karl- mannlegasti. Ég get hugsað mér hann sem Kára er hann fann Njáls- sonu í Skotlandsfjörðum, þar sem hann stendur í stafni skip síns með gylltan hjálm á höfði, ljóst hárið bæði mikið og fagurt og með gull- rekið spjót í hendi. Sú mynd hæfir vel minningunni um Jóhannes Geir. Jóhannes Geir var greindur vel og víðlesinn. Hann var hjartahlýr maður og hjálpsamur. Hann tók jafnan máli lítilmagnans og var manna fyrstur til, ef einhver þurfti hjálpar við. Hann var frændrækinn og glaður í góðra manna hópi. Hans er nú saknað af frændum hans og vinum. Ég flyt syni hans og systkinum að lokum samúð mína og bið Guð að blessa hann í þeim heimi er hann er horfínn til. Árni Sigurðsson. Einhvern tímann þegar ég ræddi við móður mína um þann missi sem við urðum fyrir í lífinu sagði hún mæðulega að ég, sonur hennar, hefði nú lent í þeirri erfiðu reynslu að missa tvo bræður á sama tíma og bætti síðan við, já það hefur nú ekki aldeilis verið mulið undir þig, Garðar minn. Ólíkt eðli okkar kom vel í ljós í framhaldinu því ég bað hana að skýra þetta nánar en hún hafði engar skýringar. En hún minntist ekki heldur á að sjálf hefði hún nú ekki átt sjö dagana sæla, að þarna hefði mótlætið einn- ig birst henni því hún var að ræða það þegar hún missti í sama mán- uðinum elsta son sinn og þann yngsta og í millitíðinni lést móðir hennar. Ég man enn eftir móður minni á kirkjutröppunum þegar elsti bróðir minn var jarðsunginn. Tveimur tímum áður hafði sú frétt flogið um ættina að sjálf ættmóð- irin, móðir hennar, hefði þá látist eftir stutta legu. Þessi útför var tvöföld að upplifun fyrir alla sem í henni voru. Og móðir mín. Mann- leg kvika að taka á móti fólki. Nei, það var ekki mulið undir hana móður mína. Móðir mín ólst upp við þröngan kost í Verkamannaskýlinu við Tryggvagötu. Þar var ævinlega margmenni og ekki alltaf ró yfir öllu. Móðir mín hafði yndi af því þegar við börnin hennar vorum að alast upp að segja okkur sögur úr Skýlinu. Svo mikið yndi að fyrir okkur var þetta Skýli ljóslifandi með alls konar fólki eins og Oddi sterka og fleirum. Atburðir og per- sónur sem tóku sögubókum fram. Og þótt sögurnar væru ljóslifandi voru þær líka fullkomlega óraun- verulegar því þær gerðust í bernsku hennar. Og ég a.m.k. gat aldrei ímyndað mér móður mína sem litla stelpu. Ekki einu sinni þegar hún var tveggja eða þriggja ára og datt í höfnina og strákurinn hélt að hún væri rauður bolti í sjónum. Mamma með stóra faðminn og HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1926. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík hinn 1. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 11. júlí. mörgu sögurnar gat ekki verið lítil stelpa eins og börnin sem maður var að passa, börnin sem maður þurfti að vernda í þessum óraunverulega heimi bernskunnar þegar erfiðleikar steðja að og unga- mamman þarf að grípa til sinna ráða og eiga hvasst orð við ungapabba um eitt og annað sem tilheyrir veröldinni sem börnin eiga enga aðild að. Og þegar orðin eru búin er orðastað- urinn jafn óraunverulegur og mamma í rauðu buxunum í höfn- inni, jafn ósnertanlegur og Oddur sterki. Þá stóð faðmurinn aftur opinn og hlýjan streymdi fram og allt var gott og öruggt. Þá gat ekkert truflað samveruna, að vera saman við eldhúsborðið og spila eða spjalla eða geifla sig og gamna sér. Eða sinna einhverjum verkum sem þurfti að vinna á heimilinu. Að vaska upp eða baka eða brjóta saman þvott. Að vera saman inni í lífinu sjálfu. Það gat orðið að æv- intýri sem var fellt inn í allar Skýl- issögurnar hennar. Og stundum var eins og þær tækju af henni völdin og hún yrði persóna í þess- um sögum, ein af þessum yfirstóru, skrítnu persónum sem fylgdu ekki reglum samferðamanna sinna og settu allt í uppnám. Risavaxið barn í veröld sem það réð ekki við og fylltist bæði ótta og reiði yfir van- mætti sínum. Þá var ekki gott að mæta henni með ótömdu skapinu mínu. Í minni æsku var oft gestkvæmt á heimilinu sem stóð öllum opið eins og faðmurinn stóri. Vinir mömmu og pabba, vandamenn þeirra, unglingarnir í hennar ætt. Unga fólkið kom af því hún tók því alltaf fagnandi, setti aldrei út á við það, sagði þeim sögur, var félagi þeirra og vinur, gaf þeim af tíma sínum, gaf þeim mat, leyfði þeim að gista. Ekki af því að nægur matur væri til, hvað þá nægt pláss. Heldur af því að þau voru þarna og þurftu sitt og allir gátu fengið eitt- hvað; við börnin bara sett tvö eða þrjú í rúm. Og allir skemmtu sér við gamanmál og jafnvel leiki eða spil. Móðir mín ólst upp við kröpp kjör millistríðsáranna. Ómenntuð en full af margvíslegri og erfiðri reynslu Skýlisins, kreppunnar og stríðsins. Hún komst aldrei úr viðj- um slíkra kjara. Á sex árum eign- aðist hún fimm börn, en alls átta börn á fjórtán árum. Það voru erf- iðir tímar þegar fjölskyldan bjó í Laugarneskampnum og foreldrar hennar í Höfðaborginni. Elsti drengurinn sendur í fóstur, þau hjónin eftir með fjögur börn og enn eitt á leiðinni og húsakosturinn átján fermetra kofi með útikamri. Í miðjum slíkum erfiðleikum deyr faðir hennar sem hún dýrkaði alla ævi og átti aldrei nógu sterk orð til að lýsa hlýju hans og góðmennsku. Það var henni eitt stærsta áfall ævinnar því hann hafði alltaf verið hennar stoð og stytta í mótlæti lífsins innan sem utan fjölskyld- unnar. Ástin og gjafmildin var eina form sjálfstjáningar sem móðir mín lærði í æsku og tjáði sig óspart með þeim hætti alla ævi. Á stundum átti hún nóg fyrir sig og þá var ekki mikið mál að gefa. En oftast átti hún langt í frá nóg af veraldlegum gæðum en gat samt alltaf gefið af því litla sem hún átti og ótakmarkað af sinni miklu ást. Síðustu tvo áratugina eða svo tjáði hún sig einnig í myndum sem hún málaði eða teiknaði í hundraðatali. Þar fór hún ekki alveg hefðbundn- ar leiðir heldur dró upp myndir af einhverjum innri sýnum sem stundum stóðu í fjarlægum skyld- leika við þann heim sem við flest teljum sjálfgefinn. Sumar þessara mynda hengdi hún upp sjálfri sér og öðrum til yndisauka og naut þess að rýna í þær til að sjá enn fleiri sýnir úr myndunum – líkt og hún gerði við skýin, mannlífið, eig- ið líf. Þannig urðu myndirnar að margfaldri nautn hjá henni, hún gaf sjálfa sig í þær og síðan gáfu þær henni aftur hana sjálfa. Þrátt fyrir að móðir mín nyti sín ávallt vel í margmenni kunni hún ekki þá list að flytja tölur fyrir fólk. Hún öðlaðist þó þann styrk í góðum félagsskap í Húsmæðra- félagi Reykjavíkur hin síðustu ár að flytja þar gamanmál af ýmsu tagi og þá kom líka frásagnargáfan sem við börnin höfðum notið ómælt af í æsku. Hún fór jafnvel með þjóðfélagsgagnrýni að hætti hinna miklu uppistandara eða sagði sög- ur sem hún skáldaði í ævintýrastíl. Fæst af þessu færði hún hins veg- ar í letur og er það því aðeins til í minningu þeirra sem á hlýddu. Nú er minningin um móður mína ein eftir. Myndir og hannyrðir sem hún tjáði sig með. Form sem þarf að ráða í. Rétt eins og hún var sjálf, full af ást og hlýju og ein- hverju öðru í ótal formum. Sem stundum voru óræð en að mestu auðskilin eins og opinn faðmurinn, kossinn og brosið. Garðar Baldvinsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓNÍNA MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, Fannafold 23, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 4. júlí verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju má- nudaginn 14. júlí kl. 13.30. Ófeigur Sigurðsson, Sigurður Ófeigsson, Sigurbjörg Sandra Guðnadóttir, Þórður Ófeigsson, Elsa Ófeigsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN EINARSDÓTTIR, Laufvangi 8, Hafnarfirði, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 2. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Geirlaug Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Lína Guðmundsdóttir, Svava Guðmundsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín elskuleg, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PETRÍNA SOFFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR ELDJÁRN, Suðurbyggð 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 15. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Kvenfélags Akureyrarkirkju. Stefán Árnason, Þórarinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Yngvar Bjørshol, Gunnhildur Stefánsdóttir, Árni Björn Stefánsson, Árni Stefánsson, Herdís Klausen, Páll Stefánsson, Gíslína Erlendsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Ágúst Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JAKOB V. JÓNASSON geðlæknir, Safamýri 43, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala Landakoti þriðju- daginn 8. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Christel Jónasson, Hildigerður Jakobsdóttir, Lars Gimstedt, Finnbogi Jakobsson, Elín Flygenring og barnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KARL SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 10.30. Áslaug Magnúsdóttir, Steinunn Karlsdóttir, Jóhann Karlsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir, Þórir Ingason, systkini, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.