Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 39 Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUNNARS JÓNSSONAR bifreiðastjóra, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri. Emma Björg Stefánsdóttir, G. Erla Gunnarsdóttir, Eiríkur Ágústsson, Jón Kr. Gunnarsson, Elfa Matthíasdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Stefán Svanur Gunnarsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Valur Freyr Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÓRU S. JÓNSDÓTTUR, Tejn, Borgundarhólmi, áður til heimilis í Hvammsgerði 7, Reykjavík. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Espersen, Ívar Espersen, Þór Magnússon, Svanhvít Ásmundsdóttir, Rut Magnúsdóttir, Smári Magnússon, Óðinn Magnússon, Agnieszka Szejnik, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR KRISTJÁNSSONAR bifreiðastjóra, Helgamagrastræti 44, Akureyri. Sérstakar þakkir fá hjúkrunarfólk og læknar á lyflæknisdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir, Kristján Albert Jóhannesson, Hafdís Júlía Hannesdóttir, Stefán Jóhannesson, Ragnheiður B. Þórsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Helgi Gunnarsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Orgeltónleikar kl. 20. Roger Sayer frá Englandi leikur. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma á Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í kvöld er samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 20 Vörður Leví Traustason predikar. Niðurdýfingarskírn. Gospelkór Fíla- delfíu sér um lofgjörðina. Allir hjart- anlega velkomnir. Miðvikud. 16. júlí: Biblíulestur og bæn kl. 20. Fimmtud. 17. júlí: Eldur unga fólks- ins kl. 21. Föstud. 18. júlí: Unglinga- samkoma kl. 20.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. filadelfia@go- spel.is Safnaðarstarf Okkur langar í fáum orðum að minnast Carls Stefánssonar frænda okkar. Kalli frændi átti al- veg sérstakan sess í hugum okkar systkinanna. Hann hafði einstaklega góða nær- veru og hjá honum fann maður allt í senn, hlýju, væntumþykju og gam- ansemi. Kalli var einkar frændrækinn og komu hann og Ásta næstum á hverju sumri á Austurlandið til að sækja heim frændur og vini sem þar voru á hverju strái en áttu ekki oft leið til höfuðborgarinnar. Milli heimsókna fylgdist hann grannt með frændfólkinu hvar sem það var statt. Það er undarlegt til þess að hugsa að þetta sumarið fáum við ekki að verða þeirrar ánægju að- njótandi að Kalli komi við og fylli CARL PÉTUR STEFÁNSSON ✝ Carl PéturStefánsson fæddist á Hóli í Stöðvarfirði í S- Múl. 19. júlí 1924. Hann lést á heimili sínu 26. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 4. júlí. staðinn af glettni og hlýju. Gestrisni hans var mikil og voru þau hjón höfðingjar heim að sækja. Þau eru ófá skiptin sem við syst- kinin höfum nýtt okk- ur það og nokkrar næturnar sem við höf- um gist á Rauðalækn- um sem var eiginlega orðinn föst millilend- ing á ferðum okkar að utan og austur á land þegar flug passaði ekki. Alltaf vildum við helst fara á Rauðalækinn. Stundirnar sem við áttum þar með þeim Kalla og Ástu eru ómetanlegar og fyrir þær erum við þakklát. Um leið og sorgin fyllir hugann erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Kalla og njóta samvista við hann. Við fráfall hans er höggvið stórt skarð í frændgarðinn en eftir lifir minningin um góðan dreng. Elsku Ásta og fjölskylda, við biðj- um góðan Guð að blessa ykkur og veita ykkur styrk í sorginni. Guð blessi minningu Kalla frænda. Elsa Guðný, Garðar Smári og Bragi Steinar Björg- vinsbörn frá Eiríksstöðum. Elísabet Bogadótt- ir, Ella Boga, eins og mér er tamast að kalla hana, tengdist fjölskyldu minni þegar hún giftist Jóni móðurbróður mínum árið 1938. Ég man óljóst eftir því, en ég man að ég heyrði að ömmu hefði fundist Nonni (eins og hann var kallaður) vera seinn að festa ráð sitt. Hann var þó ekki nema 34 ára. En hann tapaði ekki á því að bíða, Ella varð hans heilladís í líf- inu, fríð, gáfuð og umfram allt góð. Ég man hvað mér þótti hún falleg þegar ég sá hana fyrst, blíðleg með stór dökk augu og hvíta húð, ekki útitekin eins og flestar konur í sveitinni minni. Hún var í rós- óttum silkikjól og ilmaði líka svo vel. Nonni og Ella byrjuðu búskap sinn í lítilli íbúð í innbænum á Ak- ureyri, en fluttust skömmu síðar að Munkaþverárstræti 16, þar sem þau bjuggu í mörg ár. Ella kom ekki tómhent í hjónabandið, með henni var dóttir hennar Jónína Guðný, Dúa, falleg, skemmtileg og bráðvel gefin stúlka. Dúa kom fljótlega í sumardvöl til foreldra minna á Munkaþverá og varð mér eins konar stóra syst- ir sem kunni að segja frá ýmsum viðburðum á Akureyri. Samgangur varð mikill á milli heimila foreldra minna á Munka- þverá og Nonna og Ellu í Munka- þverárstræti á Akureyri, og hélt ég í barnaskap mínum að Ella og Nonni hefðu valið sér búsetu í göt- unni með tilliti til nafnsins. Ella og Nonni voru oft heimsótt þegar farið var í kaupstaðarferð og stundum var gist hjá þeim, þeg- ar svo bar undir. Ég man hvað Ella tók okkur alltaf hlýlega þó við kæmum stundum óforvarandis ELÍSABET BOGADÓTTIR ✝ Elísabet Boga-dóttir fæddist á Kaupangi í Eyjafirði 5. október 1909. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 29. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkur- kirkju 5. júlí. næstum beint í hádeg- ismatinn. Sátu margir við matarborðið í eldhús- inu, sem ekki var stórt, en í minningu minni alltaf fullt af gestum. Ella hafði þó nógu að sinna því að þeim Nonna fæddust börnin þrjú, Gréta, Bubba og Bogi, með stuttu millibili. Ella mun hafa erft lyndiseinkunn og hæfileika beggja for- eldra sinna. Bogi, fað- ir hennar, var kátur og spaug- samur (einsog ég man hann) og Ella hafði gaman af spaugilegum hliðum tilverunnar. Jónína Guðný, móðir Ellu, var frá Brekku í Kaup- angssveit og af hennar ætt er komið tónlistarfólk, sumt lands- þekkt, einsog Jóhann Ó. Haralds- son tónskáld og Svala Nielsen söngkona. Ella hafði yndi af tónlist og hafði sjálf fallega söngrödd sem hún flíkaði þó ekki. Hún var einnig bókhneigð og sérstaklega ljóðelsk. Ella kunni vel að stilla skap sitt og tók því sem að höndum bar í líf- inu með rósemi. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli þegar Dúa lést aðeins 42 ára og varð öllum sem hana þekktu mikill harmdauði. Þá sýndi Ella mikla hetjulund og studdi aðra og huggaði. Hún tókst á við sorg sína með því að tala mikið um Dúu og láta hana þannig lifa áfram í minningunum. Ella og Nonni fluttu til Reykja- víkur snemma á sjötta áratugnum. Þá fór Ella að vinna utan heimilis þegar börnin voru uppvaxin, vann lengi í fiskvinnu og var þar eftir- sótt fyrir dugnað og verklagni. Í Reykjavík var heimili þeirra þar til í kringum 1980 að þau fluttu til Grindavíkur, en Gréta dóttir þeirra var þá flutt þangað ásamt fjölskyldu sinni. Gaman var að heimsækja Ellu og Nonna í litla timburhúsið þeirra í útjaðri Grindavíkur þar sem þau bjuggu lengi. Það var agnarlítið á okkar tíma mælikvarða, en þó rúmaðist svo mikið þar og oft var þar fullt af gestum. Nonni var prýðilega hag- mæltur og orti marga gamanbragi um menn og málefni. Stundum orti hann vísur um Ellu sem hún hló hjartanlega að. Þrátt fyrir stríðn- istóninn í þeim leyndi sér ekki hversu vænt honum þótti um hana og hvað hann mat hana mikils. Þau náðu bæði háum aldri, Ella og Nonni, og héldu sér vel, nutu þess líka að geta búið alla tíð á eigin heimili með dyggum stuðn- ingi barna sinna, einkum Bubbu sem fluttist til þeirra að Heiðar- hrauni 30 í Grindavík þegar ald- urinn færðist yfir þau. Nonni lést í nóvember árið 1999 og var jarð- settur í kirkjugarðinum í Grinda- vík á köldum og heiðskírum vetr- ardegi einsog þeir gerast fegurstir á Íslandi. Nú er Ella lögð til hvíldar við hlið hans þegar gróður sumars stendur í mestum blóma. Þau voru um margt ólík eins og sumar og vetur, en sambúð þeirra var löng og farsæl og þau máttu vart hvort af öðru sjá. Um leið og ég minnist Ellu með þakklæti fyrir langa og góða vin- áttu vil ég kveðja hana með erind- um úr ljóðinu Nótt eftir Þorstein Erlingsson sem var eitt af uppá- haldsljóðskáldum hennar. Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða, þú bjarta heiða júlínótt. Þau tvö sem alein ætla að vaka, þér einni gefa traustið sitt; þau má ei neitt til morguns saka við mjúka vinarskautið þitt. Þín bíða okkar æskusögur, og enda þegar sólin skín. Ó, hve þeim er þín ásýnd fögur, sem allan daginn biðu þín. Hve glöð í kvöld þau sáu síga hinn seina dag að vesturlind og upp sem friðarengil stíga í austri þína dökku mynd. Kristín Jónsdóttir. Ástkær dóttir mín, KATRÍN EMMA MARÍUDÓTTIR HALE, Hólmgarði 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 14. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aðstandenda, María Gunnlaugsdóttir. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför elskulegs mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS Á. GUÐJÓNSSONAR trompetleikara, Grandavegi 47, Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hólabæjar í Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Einnig Össuri Geirssyni og skólahljómsveit Kópavogs, eldri meðlimum skólahljómsveitarinnar, Hor- naflokki Kópavogs, félögum úr Hamrahlíðarkórnum, Marteini Hunger, Gunnari Kvaran, Eiríki Erni Pálssyni, séra Halldóri Reynissyni og bæjars- tjórn Kópavogs. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jónasdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir, Gylfi Björnsson, Björn Leó, Georg, Hinrik, Svava Hjaltadóttir, Ingibjörg, Birna Dröfn, Atli, og Kidda. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.