Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. UPPLÝSINGAR um hraða bifreiða og bil á milli þeirra á nokkrum helstu þjóðvegum landsins er nú að finna á vef Vegagerð- arinnar, vegag.is Um er að ræða samtímaskráningu á hraða bifreiða á einstökum vegum að því er fram kemur í samtali við Viktor Arnar Ing- ólfsson, útgáfustjóra Vegagerðarinnar. Fram kemur að bifreiðarnar eru flokk- aðar niður eftir hraða og þannig sjáist hve margar bifreiðar hafi, til dæmis á Hellis- heiðinni, ekið hraðar en á löglegum há- markshraða og hversu margar undir há- markshraða og það flokkað nánar niður. Til að mynda sést hversu margir aka hrað- ar en á 120 km hámarkshraða á einstaka vegum. „Þannig sést hér á vefnum núna þegar við erum að tala saman að minna en tvær sekúndur eru á milli 25–30% bifreiða sem eru að fara um Geitháls. Þarna hafa lög- regla og Umferðarstofa mjög gott verkfæri til þess að fylgjast stöðugt með umferðinni og til að gera þær ráðstafanir sem þurfa þykir,“ sagði Viktor Arnar Ingólfsson með- al annars. Samtíma- upplýsingar um hraða bifreiða  80–90 þúsund/8 BÚIST er við að tillögur að nýju leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborg- arsvæðinu verði tilbúnar á fyrri- hluta næsta árs. Tillögurnar ganga út frá fimm stofnbrautarleiðum, sem eigi sér endastöð í Vatnsmýr- inni, en jafnframt eru í athugun möguleikar á að þar rísi allsherjar- samgöngumiðstöð fyrir strætis- vagna, langferðabíla og innan- landsflug. Þetta kemur meðal annars fram í samtali við Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóra, í Morgunblað- inu í dag, en hann segir að jafnhliða nýju leiðakerfi þurfi að skilgreina forgang í umferð fyrir almennings- vagna. Þá er gert ráð fyrir að á bið- stöðvum verði rafræn skilti með upplýsingum um hve langt sé í næsta vagn. Áhersla verður lög á tíðar ferðir á stofnbrautunum, þannig að fólk verði fljótara í för- um með almenningsvögnum en eft- ir öðrum samgönguleiðum. „Stóra málið í þessu sambandi er að fá hér almenningssamgöngur sem eru raunhæfur valkostur. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velur almenningssamgöng- ur fram yfir aðra samgöngumáta, svo sem fjárhagslegar ástæður eða vegna umhverfisins, en mikilvæg- asti áhrifaþátturinn er að vera fljótur í förum. Það er það sem þetta snýst allt um, að búa til val- kost sem er raunhæfur að þessu leyti og það er okkar verkefni,“ segir Ásgeir. Baukurinn hverfur Ein af þeim breytingum sem fyr- irsjáanlegar eru á svipuðum tíma og nýja leiðakerfi verður tekið í gagnið er að baukurinn góðkunni mun hverfa úr strætisvögnunum. Í staðinn kemur kort sem hægt verður að greiða með hvort sem er einstakar ferðir eða að það gildir heil tímabil, svipað og grænu, gulu og rauðu kortin gera nú. Til við- bótar er einnig gert ráð fyrir að hægt sé að nota kortið til að greiða fyrir aðra þjónustu sem höfuð- borgin býður upp á, eins og þjón- ustu bókasafna og sundstaða og er jafnvel gert ráð fyrir að það gildi sem greiðslumáti fyrir opinbera þjónustu á öllu höfuðborgarsvæð- inu þegar fram líða stundir. Kortið er með innbyggðri ör- flögu sem geymir upplýsingar um inneign viðkomandi. Hægt verður að kaupa sér inneign á kortið í far- miðasölum sem komið verður upp víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og greitt verður í vagnana með því að bera kortið upp að lesurum um borð í vögnunum. Kortið mun einnig gilda á sund- staði Reykjavíkurborgar og í skólamötuneyti, en til að byrja með verður hægt að greiða með því skólamáltíðir í fjórum grunnskól- um höfuðborgarinnar. Stefnt er að því að hefja tilraunarekstur kerf- isins 1. febrúar næstkomandi, en þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að fleiri þættir komi til og hægt verði að nota kortið sem greiðslumáta almennt fyrir þá þjónustu sem höfuðborgin veitir og önnur sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Nýtt leiðakerfi Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári Áhersla á tíðar ferðir á fimm stofnbrautum  Fljótari í förum/10–11 BRYNHILDUR Davíðsdóttir, doktor í visthagfræði, segir í viðtali í Morgun- blaðinu í dag, að Íslendingar eigi góða möguleika á að verða brautryðjendur í heiminum við nýtingu hreinnar orku. Hún segir að með skynsamlegri umhverfis- stjórnun gæti hið hreina, óspillta Ísland orðið einhver mikilvægasta útflutningsaf- urð Íslendinga. „Á Íslandi eru tækifærin endalaus og alls ekki bundin við vatnsföll einvörðungu. Ég fyllist ávallt stolti er ég byrja að ræða um Ísland á námskeiðunum mínum, s.s. notkun á jarðvarma og ótrúlega möguleika varð- andi notkun á vetni,“ segir hún. Óspillt Ísland gæti orðið mik- ilvægasta út- flutningsafurðin  Gætum orðið/14 GUNNLAUGUR Magnússon 83 ára íbúi á dval- arheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði lætur hvorki aldur né léleg lungu aftra sér frá því að sinna áhugamáli sínu. Hver dagur hjá honum byrjar með golfi. Hann er mættur á Bárarvöll kl. hálfníu ásamt félaga sínum Magnúsi Álfssyni og sam- an spila þeir 9 holur. Eftir hádegi, eða um tvö- leytið, er hann mættur aftur og í þetta sinn með öðrum spilafélaga, Gísla Kristjánssyni. „Þeir eru nú svolítið yngri en ég,“ segir Gunnlaugur, „en eru báðir svolítið bilaðir til gangs svo við samnýtum golfbílinn sem ég eignaðist fyrir nokkrum árum þegar lungun leyfðu mér ekki lengur að ganga milli brauta. Það er búið að taka stóran hluta af lungunum en ég var með berkla þegar ég var ungur. Þeg- ar ég var sem verstur var ég tengdur við súr- efniskútinn en núna hef ég hann nálægt til ör- yggis. En þetta er það dásamlegasta sem til er að vera mættur hér fram á völl í morgun- kyrrðinni, horfa á fjallahringinn og hlusta á fuglakvakið, maður eldist ekki á meðan.“ Gunnlaugur segist hafa verið orðinn nokk- uð fullorðinn, 40 ára, sjómaður búsettur á Akranesi þegar sonur hans Finnbogi sem var áður hljómsveitarmeðlimur í Dúmbó og Steina dró hann með sér á golfvöllinn. „Þar fundu þeir handa mér nokkrar kylfur og eftir að ég fór holu í höggi hef ég verið for- fallinn golfari,“ segir Gunnlaugur eða Gulli golf, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann er heiðursfélagi í golfklúbbnum Vest- ari í Grundarfirði og þar eins og svo víða um land hefur verið stöðug aukning í golfinu. „Þetta eru dugnaðarstrákar hér,“ segir hann á sinn glaðværa og jákvæða hátt um leið og hann snarast út úr golfbílnum og lætur þá hvítu finna fyrir járninu. „Ég er að fara níu holurnar þetta á 45 til 50 höggum og ég held að það þyki ágætt hjá manni á mínum aldri,“ segir Gunnlaugur. Lætur hvorki aldur né léleg lungu aftra sér frá því að sinna golfíþróttinni Morgunblaðið/Gunnar KristjánssonGunnlaugur tekur upphafshögg á teig með glæsilegri sveiflu á Bárarvelli við Grundarfjörð. Magnús fylgist með. „Maður eldist ekki á meðan“ Félagarnir og kylfingarnir Gunnlaugur Magn- ússon og Magnús Álfsson í golfbílnum sem þeir nota til að komast leiðar sinnar milli brauta.  Færri komast að/6 Grundarfirði. Morgunblaðið. LEIKJA-kaffihús eða leikjasetur hafa sprottið upp víða um landið á undan- förnum árum. Í Reykjavík eru starfrækt fjögur slík þar sem ungmenni frá 10 ára aldri og uppúr sitja löngum stundum og spila tölvuleiki. Vinsælastir eru skot- leikir þar sem spilarar keppa hvor við annan í gegnum Netið þar sem markmiðið er oftar en ekki að fella andstæð- inginn, hvort sem það er með hnífi, vélbyssu eða á orrustuþotu. Á þessum stöðum hefur myndast kjarni fastagesta sem eyðir jafnvel öllum sínum frístundum í leikjaspil. Margir eru mættir strax og tækifæri gefst og spila jafnvel fram undir morgun ef þeim gefst færi á því. Löngum stund- um á leikjasetri  Af Tótum/48 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.