Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐ virðast stundum streitast á móti túlkun. Það er nánast líkt og þau leitist við að verða að orðunum einum, orðunum eins og þau birtast svört á hvítu, án sögu eða bak- grunns, aðeins orð með sína beinu og augljósu vísun í hlutina og ekkert annað, ekkert undir, ekkert yfir – þessi ljóð eru ber orð. Þessi umbúðalausa tjáning virðist hafa orðið meira áberandi og kannski eftirsóttari á síðustu árum. Hún gengur þvert á ofhlæðið sem einkennir menningu samtímans öðr- um þræði, já einungis öðrum þræði því að á sama tíma og sjónarspilið er yfirgengilegt á bæði MTV og í list Matthews Barneys er látleysið ríkjandi í tónlist Sigur Rósar og í málverkum Georgs Guðna. Í ljóð- listinni birtist þetta með öðrum hætti. Ljóð eldri skálda á borð við Þorstein frá Hamri og Baldur Óskarsson eru full af flóknu myndmáli og rannsóknum á djúp- gerð tungumálsins en í ljóðum skálda á borð við Gyrði Elíasson og Sigurbjörgu Þrastar- dóttur, sem bæði hafa nýlega sent frá sér bækur, er ort berum orðum, í einlægum og frásagnarlegum stíl sem virðist komast beint að efninu. Bandaríska skáldkonan og menn- ingarrýnirinn Susan Sontag skrifaði á eftirminnilegan hátt gegn túlkun í bók sinni Against Interpretation ár- ið 1966. Hún hélt því fram að túlk- unarviðleitnin væri til marks um að ofvöxtur hefði hlaupið í vitsmunalíf mannsins á kostnað krafts og til- finningalegrar greindar. Hún sagði að túlkun væri hefnd vitsmunanna gegn listinni. Túlkun, segir hún, hol- ar textann að innan og eyðileggur hann, hún fer „á bak við“ textann til að finna undirtexta sem á að vera hinn eini sanni. Að mati Sontag er hins vegar ekkert „á bak við“ text- ann. Textinn er hvorki meira né minna en það sem við sjáum svart á hvítu. Og merkingin er sú sem text- inn segir að hún sé. Sontag skrifaði bókina við aðrar aðstæður en nú ríkja. Bókin kom út um það bil sem strúktúralisminn, með alla sína áherslu á að rýna ofan í formgerð verka með flóknum kenningum um innra samhengi þeirra, var að víkja fyrir póststrúkt- úralískum hugmyndum um að merkingu væri miklu fremur að finna á yfirborði texta og í ytra sam- hengi hans. Og bókin kom út eftir langt skeið hinna oft og tíðum myrku mód- ernísku verka sem virtust stundum svo laus við merkingu að lesendur fundu sig knúna til að grafast fyrir um mögulega undirtexta sem inni- héldu eitthvað sem hægt væri að skilja. Nú, tæpum fjörutíu árum síðar, er frekar talað um offramleiðslu á merkingu. Og öll þessi merking liggur á yfirborðinu en ekki undir því. Táknum úr öllum hugsanlegum áttum er stefnt saman á öllum hugs- anlegum sviðum menningarinnar og viljugum túlkandanum látið eftir að finna tengingarnar þar á milli. Ljóð Gyrðis Elíassonar – þessi hæglátari ljóð hans frá seinni árum – eru eins konar uppreisn gegn þessari merkingarlegu ofgnótt; þau slá ekki um sig með táknum og stór- merkjum, og láta vel að merkja heldur ekki sem eitthvað dulið og margrætt lúri undir niðri. Í nýjustu ljóðabók sinni, Tví- fundnalandi, nær Gyrðir traustum tökum á þessari aðferð sem sumir myndu kenna við naumhyggju. Sem dæmi má nefna fyrsta ljóðið í bók- inni er heitir „Akureyri síðsumars 1984“ og hefur undirtitilinn „Rúss- arnir koma“: Það er farið að skyggja þegar ég kem út af hótelinu í brekkunni. Og þarna kemur skemmtiferðaskipið Maxím Gorkí allt í einu siglandi inn fjörðinn fyrir fullum ljósum. „Ég hélt að þetta skip væri sokkið,“ hugsa ég og hneppi að mér frakkanum. Uppi á herberginu mínu er Anna Karenina. Aðrar konur hef ég ekki með mér. Áðan reyndi ég að lesa, en orðin runnu öll saman. „Gorkí var alltaf tortrygginn á Tolstoj,“ tauta ég. „Eða var það á hinn veginn?“ Þegar skipið kemur nær uppgötva ég að ég gat alls ekki lesið nafn þess meðan það var utar, því það er of skuggsýnt. Samt vissi ég það. Þessi einfalda og skýra mynd er nokkurs konar inngangur að bók- inni sem vekur sterka tilfinningu fyrir því að allt sé þegar vitað, þegar fundið, að allt hafi jafnvel þegar ver- ið orðað; „hér þarf engin orð/leng- ur“, segir í ljóðinu „Rithöfundur deyr“ og mætti skilja í víðu sam- hengi. En við leitum þrátt fyrir að hafa fundið, sem er í senn megin- kostur og -þversögn vísindanna og eilífra framfaranna því að allar rétt- ar niðurstöður verða að endingu rangar – þrátt fyrir rafmagnsljósin fálmum við okkur áfram sem í myrkri, segir í ljóðinu „Ljósgjafar“ (50). Þessi stanslausa en fremur vonlausa leit er meginviðfangsefni Gyrðis því að þótt við vitum stund- um það sem við ættum ekki að geta vitað, eins og lýst er í upphafsljóð- inu, þá leynist ýmislegt innra með okkur, meira að segja heilu löndin sem við höfum týnt, eins og segir frá í titilljóði bókarinnar: „Þetta er landið sem/börnin finna/og týnist þegar/lífið verður steintré“ (63). Þegar upp er staðið tjáir bókin því ekki aðeins vilja til að láta allt uppi heldur ekki síður tregðu til að viðurkenna að allt sé komið upp á yfirborðið, að við sjáum allt sem sé að sjá, vitum allt sem sé að vita, og séum því örugglega á réttri leið – vegferð okkar í samtímanum sé ef til vill frekar eitthvað í ætt við næt- urflugið sem lýst er í frábæru, sam- nefndu ljóði: Utan úr myrkrinu heyrast drunur í flugvél. Hún þýtur rauðeygð áfram og ber svo við tunglið Áþekk mölflugu sem sveimar inn í loga gaslampa á verönd í Suðurhöfum og brennur upp með háu snarki Þetta blindflug samtímans inn í nóttina á ekki síst við um umgengni hans við náttúruna sem er eitt af meginþemum bókarinnar. Eins og í fyrri bókum Gyrðis eru uppdrættir af landslagi í mörgum ljóða Tví- fundnalands en maðurinn er und- antekningarlítið hluti af landslaginu eða þátttakandi í mótun þess, og þá stundum – og kannski oftar en ekki – á neikvæðan hátt. Í ljóðinu „Á næstu grösum“ sem hefur hinn írón- íska undirtitil, „Úr sálmabók Ný- álssinna“, segir: Húsið með hlöðunni og súrheysturninum, grænt grasið allt í kring, endalaus blár himinn yfir Og svo verksmiðjan verksmiðjan verksmiðjan Gyrðir lýsir einnig yfirgefnu landi sem er sömuleiðis kunnuglegt þema úr fyrri bókum hans: „Hérna er gamli bærinn/við hliðina á þeim nýrri/sem líka er auður núna,“ segir í ljóðinu „Eyðilandið“. En boðskap- ur Tvífundnalands er, eins og nafnið gefur til kynna, að það sé kominn tími til að fara til fundar við landið á ný, að finna landið aftur. Í lokaljóði bókarinnar, „Hinsta kveðja“, hverf- ur ljóðmælandinn í þokuna á fjalla- tindunum og biður þá sem sakna sín að láta Veðurstofuna njóta þess, enda augljós tengsl hennar við þetta nýfundnaland. Tvífundnaland er tólfta ljóðabók Gyrðis. Þrátt fyrir að í síðustu bók- um hafi orðið greinileg þróun í átt að knappara formi þá er sterkur svipur með nýrri ljóðum Gyrðis og þeim eldri, jafnvel þeim fyrstu sem komu út á bók fyrir réttum tuttugu árum (Svarthvít axlabönd, 1983). Ekki síst eru ýmis umföllunarefni kunnugleg úr fyrri bókum, en auk þeirra sem þegar hefur verið drepið á mætti nefna glímuna við myrkrið, einveruna, furður ýmiss konar og framandi veruleika, eilífðina og sambúðina við skáldskapinn. Hið síðastnefnda er kveikjan að nokkrum bestu og skemmtilegustu ljóðum bókarinnar. Enn er mann- fæð í ljóðum Gyrðis en í Tvífundna- landi er leitast við að koma á sam- bandi við skáld með ýmsum brögðum. Sum ganga aftur eins og Þórbergur sem sést koma út úr húsi við Stýrimannastíg í astrallíkaman- um, klæddur kínverskum alþýðu- náttfötum (Með eigin augum, 38). Einar Benediktsson skilur eftir skilaboð á útihurðinni í Herdísarvík: „Fór í göngu/kem í kvöld“ („Herdís- arvík II“, 59) – og við hljótum að bíða. Bréf er sent yfir móðuna til Stevensons og farið er í spennu- þrungna heimsókn til Tsjekhovs með Ivan Bunin, svo dæmi séu nefnd. Sem fyrr fjallar Gyrðir um vanda þess að yrkja, hann yrkir til skálda í kreppu, hann yrkir um fingur sem renna leitandi yfir lyklaborð, auð blöð, vænglaus orð og orð sem fara forgörðum. Í Tvífundnalandi er engra orða að sakna, en eins og ljóð- mælandinn vill túlkandinn hverfa inn í þokuna og týna sér. Týndir í Tvífundnalandi BÆKUR Ljóð eftir Gyrði Elíasson. Mál og menning. Reykjavík. 2003. 68 bls. TVÍFUNDNALAND Gyrðir Elíasson Þröstur Helgason ÍSLENSKI safnadagurinn er í dag, sunnudag, en söfn á Íslandi hafa sameinast um að halda hátíð annan sunnudag í júlí ár hvert, en frum- kvæðið að þessum safnadegi hafa Félag íslenskra safna og safna- manna og Íslandsdeild ICOM, sem er alþjóðleg samtök safna. Þjóðminjasafn Íslands Þrjár sýningar verða opnar á veg- um Þjóðminjasafns Íslands. Söfnin verða opin kl. 13–17. Á Skriðu- klaustri í Fljótsdal er sýningin, Í skuggsjá fortíðar, og eru þar til sýnis valdir gripir frá Þjóðminjasafninu. Hæst ber altarisklæði frá Hofi í Vopnafirði, betur þekkt sem álf- konudúkurinn frá Bustarfelli. Sýn- ingin er samstarfsverkefni Þjóð- minjasafns Íslands, Landsvirkjunar og Gunnarsstofnunar. Leiðsögn er um húsið. Söfnin á Seltjarnarnesi, Nesstofusafn, sem er hluti af Þjóð- minjasafni Íslands, og Lyfjafræði- safnið bjóða upp á leiðsögn um sýn- ingar safnanna. Í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði, sem er hluti af Þjóð- minjasafni, er nú auk sjóminjasýn- ingarinnar sýning á völdum munum úr Þjóðfræðasafni Þjóðminjasafns. Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands Á fimmta tug húsa víðs vegar um land; torfhús, timburhús og steinhús, eru í Húsasafninu. Þjóðminjasafnið vinnur í samvinnu við Landsvirkjun að merkingu þeirra. Í ár hafa tvö hús verið merkt sögulegum upplýsingum og verða þau hús sérstaklega kynnt á safnadaginn. Hólar Hjaltadal kl. 14–16 Þór Hjaltalín minjavörður flytur erindi um Nýjabæ á Hólum og veitir leiðsögn um bæjarhúsin. Fornleifa- uppgröftur stendur yfir á Hólastað. Fornleifafræðingur veitir gestum leiðsögn um rannsóknasvæðið. Hraunskirkja í Keldudal kl. 20 Þórir Örn Guðmundsson og sr. Guð- rún Edda Gunnarsdóttir kynna kirkjuna, sögu hennar og gripi og kl. 21 verður kvöldmessa sem sóknar- prestur annast. Geir Waage sóknarprestur verður með leiðsögn um gömlu kirkjuna í Reykholti. Litlibær í Skötufirði Hjónin á Hvítanesi, Kristján Kristjánsson og Sigríður Hafliðadóttir, taka á móti gestum í Litlabæ kl. 13–16. Selið í Skaftafelli Ragnar F. Kristjánsson þjóð- garðsvörður verður með leiðsögn um bæinn í Selinu. Farið verður frá Skaftafellsstofu kl. 10 og kl. 15. Árbæjarsafn Leiðsögn um sýninguna „Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar“ undir handleiðslu Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings klukkan 13 og 15. Í Árbæ býður húsfreyjan gestum upp á nýbakaðar lummur en á bað- stofuloftinu verður spunnið og saum- aðir roðskór. Klukkan tvö verður messað í safnkirkjunni. Í Listmuna- horni safnsins kynnir Þórhildur Þor- geirsdóttir verk sín, áhöld úr silfri og rekaviði. Einnig verður söguganga um gömlu Reykjavík undir leiðsögn Páls V. Bjarnasonar, arkitekts Ár- bæjarsafns. Farið verður um neðri hluta Þingholta og er mæting á gras- fletinum fyrir framan Menntaskól- ann í Reykjavík kl. 14. Þátttaka er ókeypis. Íslenski safnadagurinn haldinn Leiðsögn og safnaskoðun Stríðsaxir frá steinöld eru meðal gripa sem sýndir eru í Sjóminjasafni Ís- lands í Hafnarfirði á Íslenska safnadeginum sem haldinn er í dag. BÓKAKYNNING verður á Árbæjarsafni kl. 14 í dag, sunnudag. Kynnt verða ís- lensk sagnfræðirit sem gefin hafa verið út á undanförnum árum. Það er Hið íslenska bókmenntafélag, JPV útgáfa, Edda og Sögufélagið sem taka þátt í kynningunni og kynna verk sín á lofti Korn- hússins, einu safnhúsanna. Höfundar lesa úr verkum sínum Illugi Jökulsson les úr verki sínu Ísland í aldanna rás, Guðjón Friðriksson les kafla úr verki sínu Sögu Reykjavíkur – Bærinn vaknar og Eggert Þór Bernharðsson les úr verki sínu Sögu Reykjavíkur – Borgin. Sagn- fræðirit í Árbæjar- safni Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu í Norræna safninu í Seattle í Bandaríkjunum. Opnun sýningarinnar er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.