Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 RÆDDU SAMSTARFIÐ Forsætisráðherra ræddi ítarlega um stöðu varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna við þjóðarörygg- isráðgjafa Bandaríkjaforseta sím- leiðis á laugardaginn var. Þjóðarör- yggisráðgjafinn er einn nánasti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Davíð Oddsson segir samtalið vera vísbendingu um að þreifingar og at- huganir eigi sér stað þótt formlegar viðræður standi ekki yfir. Synir Saddams felldir Synir Saddams Husseins fyrrver- andi Íraksforseta, Uday og Qusay, voru felldir í sex klukkustunda löngum skotbardaga í gær, er bandarískir sérsveitarhermenn um- kringdu og réðust síðan til inngöngu í stórt og íburðarmikið hús í Mosul í Norður-Írak, sem kvað vera í eigu frænda Saddams. Ricardo Sanchez, hershöfðingi í Bandaríkjaher, greindi frá þessu í Bagdad í gær. Sprengjur á Spáni Að minnsta kosti tólf manns særð- ust er tvær sprengjur sprungu í hót- elum í spænsku sumarleyfisbæj- unum Benidorm og Alicante í gærmorgun, en talið er að ETA, herská aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir þeim. Margir Ís- lendingar dveljast á þessum slóðum en sluppu allir ómeiddir. Selur seiði til Hjaltlands Stofnfiskur hefur samið um sölu á allt 10 milljónum laxahrogna á ári til skoska seiðaeldisfyrirtækisins Kinloch Damp en tekjur vegna samningsins nema 80 til 100 millj- ónum króna á ári. Ef allt gengur eft- ir stefnir í að annað hvert laxaseiði á Hjaltlandi verði upprunnið hjá Stofnfiski. Fæðingarorlofslög skoðuð Félagsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu við endurskoðun á lög- unum um fæðingarorlof. Ágrein- ingur er á milli ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins um greiðslu orlofslauna til þeirra sem fá greitt úr fæðingar- orlofssjóði og ætlar félagsmálanefnd Alþingis að óska eftir því að ráðu- neytið skoði þann ágreining þannig að legið geti fyrir í haust hvort það eða einstakir þingmenn muni beita sér fyrir breytingum á lögum sem tryggi öllum greiðslu orlofslauna. Y f i r l i t Í dag Viðskipti 12 Þjónustan 29 Erlent 13/15 Viðhorf 30 Höfuðborgin 16 Minningar 30/37 Akureyri 17 Bréf 38 Suðurnes 18 Dagbók 40/41 Landið 19 Íþróttir 42/45 Listir 20/22 Fólk 46/49 Umræðan 23/25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * HALLDÓR Hansen, barnalæknir, er látinn, 76 ára að aldri. Halldór fæddist á Hringbraut 34 í Reykjavík 12. júní 1927, sonur hjónanna Halldórs Hansen, lækn- is, og Ólafíu Vilborgu Þórðardóttur, hús- freyju. Halldór var læknis- sonur og fetaði þar í fót- spor föður síns. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946, og kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands í janúar 1954. Hann lærði svo meinafræði, barnalækningar, og að lokum barna- geðlækningar í New York, en fluttist heim og hóf læknisstörf árið 1960 á Egilsstöðum. Hann starfaði sem yfir- læknir við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá 1961 til ársloka 1997. Hann sat í stjórn Félags norrænna barnalækna frá 1967 til 1979 og var formaður Félags íslenskra barna- lækna frá 1970 til 1971. Halldór var mikill unnandi tónlistar, ekki síst óperu- og ljóða- söngs. Hafa fjölmargar greinar eftir hann um tónlist birst í Morgun- blaðinu, óperuleik- skrám og víðar. Halldór átti eitt merkasta tónlistar- og hljóm- plötusafn landsins. Ánafnaði hann Listaháskóla Íslands það og auk þess bækur um tónlist og hús sitt á Lauf- ásveginum. Halldór var ókvæntur og barnlaus. Andlát HALLDÓR HANSEN REYKJAVÍKURBORG áskilur sér allan rétt til hugsanlegra skaðabóta og mun gæta hagsmuna sinna í hví- vetna, komi í ljós að stofnanir og/eða fyrirtæki borgarinnar hafi verið hlunnfarin í viðskiptum við olíufélög- in. Þetta kom fram í svari Reykjavík- urlistans vegna fyrirspurnar sjálf- stæðismanna á borgarráðsfundi í gær. Í bókun sjálfstæðismanna var einnig vísað í ummæli talsmanna Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs á Al- þingi um að eðlilegt væri að lög- reglurannsókn færi fram vegna málsins. R-listinn lét færa til bókar að þar sem rannsókn málsins væri ekki lokið væri ekki tímabært að ákveða með hvaða hætti viðbrögð borgarinnar yrðu, reyndust ásakanir um ólöglegt samráð réttar. Nauðsynlegt að borgarstjóri geri hreint fyrir sínum dyrum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna, segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í gær að taka ekki sérstaklega upp hlut borg- arstjóra í málinu. „Ég hafði beint þeirri áskorun til hans í fjölmiðlum að hann gerði hreint fyrir sínum dyr- um og svaraði hver aðkoma hans hefði verið að þessu máli. Hann ætl- ar greinilega ekki að gera það og hann ber ábyrgð á því. En ég tel sem fyrr nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir hann og mikilvægt fyrir stjórn- kerfi borgarinnar og íbúana að borg- arstjóri, sem æðsti embættismaður borgarinnar, geri alveg hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Vilhjálmur. Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það sé dálítið fljótfærnislegt að ætla að ákveða á þessu stigi hver viðbrögðin verða. Aðspurður segist Árni ekki hafa vitað um hlut borgarstjóra í málinu þegar gengið var frá ráðningu hans. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, lét bóka að á und- anförnum mánuðum hefðu tengsl Sjálfstæðisflokks við spillingarmál verið áberandi, einkum varðandi rekstur Landssímans. Nú þegar spillingarumræðan beinist að olíu- félögunum hafi borgarráðsfulltrúar D-lista risið upp til varnar almanna- hagsmunum, sem beri að fagna. Hins vegar telji hann skjóta skökku við þegar þeim sé stillt upp í fjöl- miðlum sem brjóstvörn almennings gegn pólitískri spillingu. Taldi Ólaf- ur brýnt að borgarráðsfulltrúar bæði meirihluta og minnihluta gættu hagsmuna Reykvíkinga í hvívetna ef þeir hefðu verið hlunnfarnir af við- skiptaaðilum sínum. Meint samráð olíufélaganna þriggja rætt á borgarráðsfundi í gær Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt til skaðabóta HVALASKOÐUNARFERÐIR eiga mjög upp á pallborðið hjá ferða- mönnum sem heimsækja Ísland og er þar um að ræða mikinn vaxtarbrodd í ferðaþjónustu landsmanna. Frá gömlu höfninni í Reykjavík leggja skip frá bryggju alla morgna að sumarlagi, með ferða- menn sem freista þess að berja skepnurnar augum. Hnísur, höfr- ungar og hrefnur skjóta gjarnan upp kollinum. Þó er sú upplifun glæsilegust þegar steypireyðurin, stærsta dýr jarðar, heilsar upp á forvitið mannfólkið. Það gerist þó ekki í hverri ferð, enda steypi- reyðar fágætar skepnur. Myndin er tekin í hvalaskoð- unarferð á Faxaflóa. Hér bíða ferðamennirnir þess að hvalirnir láti sjá sig. Beðið eftir sækúnum í stóískri ró Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMKEPPNISSTOFNUN telur í frumathugunarskýrslu sinni að olíufélögin hafi haft með sér sam- vinnu við tilboðsgerð í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996 vegna sölu á gasolíu, bensíni og steinolíu til strætisvagna, malbik- unarstöðvar og vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Í tilboðsskjöl- unum, sem birt eru að ofan, kemur fram að Skeljungur bauð 114 millj- ónir 469 þúsund, ESSO bauð 114 milljónir 741 þúsund og OLÍS 114 milljónir og 970 þúsund. Munur á hæsta og lægsta tilboði var því minni en 0,5%. Undir tilboðin rita fyrir hönd OLÍS Jón Ólafur Halldórsson, f.h. Skeljungs Friðrik Þ. Stefánsson og f.h. ESSO Þórólfur Árnason. Innan við 0,5% munur á tilboðum olíufélaganna  ACCORD TOURER  SILFURÖRIN  NOTAÐIR BÍLAR MOTOCROSS  KVARTMÍLAN  BÍLLINN BÓNAÐUR  FYRSTU MYNDIR AF VW GOLF V FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.