Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra hefur sett af stað vinnu inn- an ráðuneytisins sem miðar að því að endurskoða lögin um fæðing- arorlof. Á fundi félagsmálanefndar Alþingis í gær kom fram að ágreiningur er milli Samtaka at- vinnulífsins og ASÍ um greiðslu orlofslauna til þeirra sem fá greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Nefndin ætlar að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að það skoði þennan ágreining og að það liggi fyrir í haust hvort ráðuneytið eða einstakir þingmenn beita sé fyrir breytingum á lögunum sem tryggi öllum greiðslu orlofslauna. Félagsmálaráðherra sagði að fundurinn með félagsmálanefnd hefði verið gagnlegur. Það væri gott að fá tækifæri til að skiptast á skoðunum um málefni fæðingaror- lofssjóðs. „Ég tel eðlilegast ef menn vilja ná þessum réttindum fram á al- menna vinnumarkaðinum, eins og ríkisstarfsmenn hafa gert, þá ger- ist það með samningum milli aðila. Hins vegar ætla ég að setja af stað vinnu í ráðuneytinu um mál- efni sjóðsins. Við þurfum að fara yfir þessi lög. Það er komin nokk- ur reynsla á framkvæmd þeirra. Það þarf að skoða hvað það er í framkvæmd þeirra sem þarfnast endurskoðunar. Þar er allt undir; þetta [orlofslaunin] þar með og fjármögnun sjóðsins líka. Mér finnst eðlilegt þegar um svona stórt mál er að ræða að fram- kvæmd laganna sé skoðuð. Sú vinna fer af stað innan ráðuneyt- isins og við munum síðan kalla að- ila vinnumarkaðarins að því borði.“ Árni sagði vissulega rétt að rík- isstarfsmenn hefðu rýmri rétt hvað þetta varðar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Kjara- samningsbundin réttindi aðila á vinnumarkaði væru hins vegar mismunandi. Hann sagðist því líta á orlofslaunin sem samningsatriði aðila vinnumarkaðarins. „Ég tel það brýnna forgangsmál að tryggja að framkvæmd laganna gangi. Hún mun ekki ganga til framtíðar nema við tryggjum sjóðnum fjármagn. Það vatnar núna um einn milljarð í sjóðinn til að hann geti staðið undir því sem sátt er um að hann eigi að gera. Ef það á að borga orlofslaun til við- bótar vantar 500-600 milljónir til viðbótar.“ Vill að félagsmálaráðherra höggvi á hnútinn Þingmenn Samfylkingar í fé- lagsmálanefnd óskuðu eftir fundi í nefndinni um þetta mál. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður sagði ljóst eftir umfjöllun félagsmála- nefndar að það væri mikil réttar- óvissa varðandi greiðslu orlofs- launa. Niðurstaða úrskurðar- nefndar fæðingar- og foreldra- orlofsmála stangaðist algerlega á við lögfræðilegt álit félagsmála- ráðuneytisins frá því í mars á þessu ári. Jóhanna sagði að fyrir lægi að ASÍ útilokaði ekki að fara með þetta mál fyrir dómstóla. „Í mín- um huga er alveg útilokað að að- ilar vinnumarkaðarins séu að standa í málaferlum vegna þessa máls. Með lögunum um fæðing- arorlof var verið að jafna mismun í fæðingarorlofi á almenna vinnu- markaðinum og hinum opinbera, en nú fá bara þeir sem eru hjá hinu opinbera orlofslaun,“ sagði Jóhanna. Hún sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð félags- málaráðherra á fundinum. Hann væri ekki tilbúinn til að hafa frum- kvæði að því að höggva á þennan hnút. „Niðurstaða félagsmálanefndar var að senda bréf til ráðherra með beiðni um að þessi þáttur, orlofs- launin, verði sérstaklega tekinn til skoðunar í ráðuneytinu við þessa endurskoðun og að það liggi nið- urstaða í því máli fyrir haustið þannig að annaðhvort þingnefndin eða einstakir þingmenn geti tekið málið upp á þingi ef ráðherrann ætlar að heykjast á því að flytja þetta mál inn í þingið. Mér finnst að honum beri skylda til að beita sér ekki fyrir breytingum á lög- unum. Mér finnst að hann sé að bregðast barnafólki ef hann gerir það ekki. Það eru 10 þúsund manns sem þegar hafa verið hlunnfarnir um þessar greiðslur og margir í orlofi þessa dagana sem eru að fá skertar greiðslur,“ sagði Jóhanna. SA vill þak á greiðslur Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfir- lögfræðingur Samtaka atvinnulífs- ins, sem sat fund nefndarinnar, sagði að viðfangsefnið ætti að vera að jafna halla á rekstri fæðing- arorlofssjóðs, en ekki að auka út- gjöld sjóðsins. „Menn voru sam- mála um markmið fæðingar- orlofslaganna, en þau voru að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði þannig að karlar þættu ekki öruggari vinnukraftur en konur vegna þess að þeir færu ekki í fæðingarorlof.“ Hrafnhildur sagði að SA vildi standa vörð um þessi markmið, en það mætti huga að framkvæmd laganna. Það væri t.d. spurning hvort eðlilegt væri að báðir for- eldrar væru í fæðingarorlofi í einu. Slíkt gæti kallað á misnotkun. SA hefði einnig alla tíð verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera þak á greiðslunum, en það þak ætti ekki að vera lágt. Hún benti á að í ná- grannalöndum okkar væri slíkt þak á greiðslunum. Félagsmálanefnd Alþingis ræddi í gær um fjárhagsvanda fæðingarorlofssjóðs Endurskoða á lög um fæð- ingarorlof Morgunblaðið/Jim Smart Félagsmálanefnd kom saman til fundar í gær til að ræða um fæðingarorlof. Á myndinni má sjá þingmennina Ög- mund Jónasson og Jóhönnu Sigurðardóttur. Lengst til hægri er Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. JÓHANNES Sigfússon, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að of mikið sé flutt út af lambakjöti og aukin útflutnings- skylda komi niður á verði til bænda. Á stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands fyrir skömmu kom fram að gert er ráð fyrir að birgðir kinda- kjöts á innanlandsmarkaði verði 1.200 tonn 1. september næstkom- andi. Útflutningshlutfallið þurfi því að vera 30,8% til að halda þeirri birgðastöðu en 36,6% til að takast megi að lækka birgðirnar í 800 tonn. Á fundinum var lagt til að út- flutningsskylda af dilkakjöti verði 10% 3. til 16. ágúst og 17% 17. til 31. ágúst nk. Gengisþróunin hefur verið mjög óhagstæð „Það hefur orðið geysilegur ávinningur í útflutningi undanfar- in ár en þessi aukna útflutnings- skylda étur upp allan ávinning, sem hefur orðið í verði á útflutn- ingi,“ segir Jóhannes og bætir við að gengisþróunin hafi einnig verið mjög óhagstæð. Jóhannes segir að á bestu mörk- uðunum hafi verðið farið hækk- andi fyrir tiltekið magn en fram- leiðsluaukningin innanlands kalli á það mikla aukningu í útflutningi að stór hluti fari á lágu verði. Hins vegar sé verðinu jafnað út til bænda en vegna þessa hækki ekki jafnaðargreiðslan heldur jafnvel lækki. „Ef útflutningshlutfallið væri 15 til 20% fengjum við sam- bærilegt verð og við fáum á innan- landsmarkaði, en í haust stefnir í að útflutningsskyldan verði um 35% og það er allt of mikið. Fram- leiðslan og markaðssetningin hald- ast ekki í hendur.“ Verulegur áhugi á að auka söluna Að sögn Jóhannesar er staðan þannig að auki einn bóndi fram- leiðslu sína er það ekki á hans ábyrgð heldur á ábyrgð heildar- innar en þessu þurfi að breyta. Vilji bóndi auka framleiðslu sína með tilliti til aðstæðna nú á mark- aði verði hann að gera það á eigin ábyrgð. „Öllum er frjálst að fram- leiða og síðan njóta þeir verðjöfn- unar en það gengur ekki,“ segir hann. Jóhannes segir að útflutningur á unnu, fersku lambakjöti til Banda- ríkjanna hafi gengið vel og ljóst sé að þar sé verulegur áhugi á að auka söluna. Eins séu bundnar miklar vonir við verulega aukn- ingu á sölu til Ítalíu og jafnvel Sviss í haust. „En menn verða að leiða hugann að því að við getum ekki aukið útflutninginn ár frá ári langt umfram það sem markaður- inn tekur við á þokkalegu verði.“ Jóhannes Sigfússon, Lands- sambandi sauðfjárbænda Of mikið flutt út af lambakjöti ÞESSIR ungar eru alvarlegir að sjá en engu að síður gæfir í öruggum höndum mannverunnar. Ef til vill eru þeir að velta því fyrir sér hvar mæður þeirra eru niður komnar og annar þeirra prísar sig eflaust sæl- an yfir að rjúpnaveiðar séu ekki leyfilegar á þessum árstíma. Á efri myndinni er rjúpuungi en þeir neðri heiðlóuungi. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gæfir ungar HEILDARTEKJUR ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins 2003 jukust um 15,3% eða 17 milljarða miðað við sama tímabil í fyrra. Ef áhrif af eigna- sölu eru tekin með í reikninginn er tekjujöfnuður ríkissjóðs jákvæður um tæpa 3 milljarða, en að þeim slepptum er tekjujöfnuðurinn neikvæður um 9,3 milljarða króna. Alls voru tekjur af eignasölu 12,2 milljarðar og jukust um 11,3 milljarða frá því á sama tíma í fyrra. Munar þar mestu um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Þess- ar upplýsingar komu fram á vefsíðum Landsbankans og Kaupþings – Búnaðarbanka í gær, en starfsmenn fjármálaráðuneytis vildu ekki stað- festa þessar tölur, að svo komnu máli, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ætlar ráðuneytið að birta afkomutöl- ur á morgun, fimmtudag. Skatttekjur breytast Tekjur vegna beinna skatta minnk- uðu um 3,8% og munar þar mestu um lækkun tekjuskatts frá lögaðilum. Einnig lækkuðu tekjur af eignaskatti um 33%. Hins vegar jukust tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga um 3,7%. Sömuleiðis jukust tekjur vegna óbeinna skatta, svo sem virðisauka- skatts, bifreiðagjalda og áfengis- gjalds. Hefur aukin sala á bifreiðum og neysluvörum þar áhrif. Samhliða auknum tekjum aukast útgjöld ríkissjóðs. Mest er aukningin í krónum talið á sviði félagsmála eða um 7,5 milljarða króna. Útgjöld til heilbrigðismála jukust um 12%. Vaxta- og lántökukostnaður ríkisins dróst saman um tæpa þrjá milljarða króna eða um 22%. Tekjur juk- ust um 17 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.