Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSTJÓRI Innkaupastofnunar Reykjavíkur segir að mikið af gagnrýni Borgarendurskoð- unar sé réttmætt, en með reglubreytingu sem gerð var í febrúar sl. muni verklag stofnana að líkindum breytast til batnaðar. Samþykkt fyrir Innkaupastofnun frá því fyrr á þessu ári hækkar talsvert lágmarksupphæð viðskipta sem stofnunum borgarinnar er skylt er að eiga í gegnum Innkaupastofnun. Sjöfn Krist- jánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykja- víkur, segir það hafa verið mikinn galla á eldri reglum hve lág upphæðin var, og að fyrirtæki og stofnanir Borgarinnar hafi verið ósátt við það. Lágmarksupphæð sem þurfti til að Innkaupa- stofnun þyrfti að koma að málinu var 500.000 kr. fyrir reglubreytinguna í ár. Eftir breytinguna er lámarksupphæð mismunandi eftir flokkum. Fyr- irspurnarskylda er fyrir upphæð hærri en 2,5 milljónir fyrir vörur, 5 milljónir fyrir þjónustu, en 10 milljónir fyrir verk. Útboðsskylda er fyrir hærri upphæð en 5 milljónir fyrir vörur, 10 milljónir fyrir þjónustu og 20 milljónir fyrir verk. Sjöfn segir þessar nýju reglur skýrar og að þær ættu að lagfæra margt sem ekki hefur verið gert nógu vel undanfarin ár: „Það er mjög skýrt tekið fram hvað er útboðsskylt eða fyrirspurn- arskylt. Eldri reglur tóku ekki á því heldur fyrst og fremst á því hvenær mál áttu að koma hingað inn. Þá hafði stjórnin ákvörðunarvald um hvort verk eða verkefni færi í útboð eða undanfari við- skiptanna væri með öðrum hætti.“ Í skýrslu Borgarendurskoðunar er það sagt vera „afar gagnrýnivert“ að ekki sé búið að taka upp svokallað tilvísunarkerfi fyrir samskipti stofnana við Innkaupastofnun. Þar ætti hvert mál að hafa tiltekið númer í pantana- og af- greiðslukerfi og mundi það auðvelda mjög eft- irlit og yfirsýn. Þetta er sama gagnrýni og kom fram í eldri skýrslu Borgarendurskoðunar frá 1994. „Það er augljóst að það gerðist ekkert í sam- bandi við tilvísunarkerfi eftir útgáfu eldri skýrslunnar,“ segir Sjöfn. Hún segir að nú sé verið að vinna í nýju bókhaldskerfi og að sam- hliða því verði tilvísunarkerfinu komið upp. Ein- hver tæknileg atriði eru þó enn óljós í því sam- bandi og því ekki hægt að nefna líklega dagsetningu þegar það kerfi kynni að verða komið í notkunn. Svört skýrsla Fjallað var um skýrslu Borgarendurskoðunar í borgarráði í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarráði, segir að þetta sé „svört skýrsla“. Hann segir að ekki sé hægt að skýla sér bakvið óskýrar reglur fyrir reglubreytingarnar fyrr á þessu ári: „Reglurnar voru mjög skýrar. Öllum var ljóst hvað átti að bjóða út, hvernig átti að gera það og hver átti að annast það og bera ábyrgð á því.“ Sjálfstæðismenn í borgarráði lögðu fyrirspurn fyrir borgarstjóra um hvernig hann hygðist bregðast við skýrslunni. „Mér finnst að það þurfi að eiga fund með forstöðumönnum [stofn- ana borgarinnar] þar sem farið er yfir þessi mál og það brýnt fyrir þeim að fylgja settum reglum. Brýna þarf fyrir þeim að verði ekki far- ið eftir settum reglum framvegis þá geti það kallað á áminningu. Menn sem höndla með al- mannafé verða að fylgja skýrum reglum.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að samkvæmt þessari skýrslu virðist hafa verið nokkuð um frávik frá settum reglum. „Því miður liggur ekki fyrir í hve miklum mæli það er, eins og í fyrri skýrslu sem var gerð um þetta. En að öðru leyti er skýrslan góð og sýnir að það mætti vera meiri agi á þessum málum hjá stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar.“ Framhaldið verður, að sögn Alfreðs, að farið verður yfir þetta mál hjá stofnunum borgarinn- ar: „Þeir hafa þegar verið beðnir um að gefa skýrslur um umfang viðskipta eftir að nýju regl- urnar tóku við svo hægt sé að átta sig á því hvort þessum nýju reglum sé ekki framfylgt.“ Hann segir að nefndir og ráð borgarinnar fari yfir framhaldið á næstunni. Skýrsla Borgarendurskoðunar um innkaupareglur stofnana borgarinnar Gagnrýni réttmæt að mati Innkaupastofnunar VARLA er við því að búast að hundar séu undir stýri ökutækja á ferð enda er hvutti hér í kyrr- stæðum bílnum á Garðatorgi í Garðabæ. Þótt hann sé ekkert á þeim buxunum að grípa í aksturinn vill hann þó kanna hvað er um að vera og hvort nokkur sé fyrir. Og kannski lengir hann bara eftir hús- bóndanum. Morgunblaðið/Árni Torfason Er einhver fyrir? EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sekt- að japanska hljóðfærafyrirtækið Yamaha um liðlega 2,5 milljónir evra, jafngildi um 223 milljóna ís- lenskra króna, fyrir að viðhafa ólög- mæta viðskiptahætti og brjóta þann- ig gegn samkeppnislögum sambandsins og í frétt abcNews kemur fram að Ísland var eitt þeirra landa þar sem Yamaha braut af sér. Yamaha skipti markaðinum upp eftir löndum og fastsetti heild- söluverð á píanóum, gítörum og óbóum auk þess að knýja suma smá- sala til þess að selja einvörðungu hljóðfæri frá Yamaha. Hljóðfærahúsið er umboðsaðili fyrir Yamaha á Íslandi en að sögn Jóhanns Ingvasonar, fram- kvæmdastjóra Hljóðfærahússins, hefur fyrirtækið selt önnur vöru- merki og Yamaha aldrei þrýst á um að þeir seldu einungis vöru frá þeim en hann kveðst raunar kannast við slíkan þrýsting frá öðrum framleið- endum. „Frá því við byrjuðum að skipta við Yamaha árið 1994 hefur þetta aldrei verið atriði af þeirra hálfu.“ Aðspurður um heildsöluverð Yamaha til Hljóðfærahússins segir Jóhann að þeir hafi aldrei getað sam- ið um það, heildsöluverðið sé ákveðið af hálfu Yamaha og Hljóðfærahúsið hafi ekkert um það að segja. Hann segist ekki þekkja heildsöluverðið til annarra smásala en fylgjast með og þekkja smásöluverð á Yamaha- hljóðfærum annars staðar í Evrópu. „Við erum kannski að sumu leyti í samkeppni við endursöluaðila og verslanir víða um Evrópu. Það aug- lýsa allir sín verð meira eða minna og menn geta borið það saman eins og þeir vilja. En við höfum auðvitað ekki aðgang að því að vita á hvaða heildsöluverði menn eru að kaupa.“ Jóhann segir Hljóðfærahúsið vera vel samkeppnisfært við verslanir er- lendis. „Við höfum ekki fundið það að við værum þannig aðklemmdir að við gætum ekki boðið sambærilegt verð og við höfum oftar en ekki jafnvel náð því að vera með ívið hagstæðara verð hér hjá okkur en verslanir í Evrópu hafa getað boðið.“ ESB sektar hljóðfæra- framleiðandann Yamaha Brotin náðu einnig til Íslands BRAGI Steinarsson vararíkissak- sóknari segir að embættið hafi ekki tekið formlega afstöðu til þess hvort gæsla varnarliðsmanns á Keflavík- urflugvelli sem ákærður er fyrir til- raun til manndráps í Hafnarstræti sé fullnægjandi. „Þetta er þeirra ein- hliða framkvæmd, þeirra útfærsla og úr því sem komið er látum við okkur hana engu skipta,“ segir Bragi. Hann efast um að íslenskur dómari muni draga gæsluvarðhaldsvistina frá hugsanlegum refsidómi. Varnarliðsmaðurinn var afhentur bandarískum heryfirvöldum á Kefla- víkurflugvelli aðfaranótt 12. júlí sl. en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 3. september. Hæstiréttur staðfesti síðar þann úrskurð. Bragi segir á hinn bóginn ljóst að síðan maðurinn var afhentur heryfirvöldum hafi hann ekki setið í gæsluvarðhaldi. „Þeir setja hann í handjárn þegar þeir taka við honum en hann virðist vera frjáls daginn eftir,“ segir hann. Gæsluvarðhaldinu hafi því í raun lok- ið þegar maðurinn var afhentur og það geti því ekki dregist frá refsi- dómi. Honum finnst ólíklegt að dóm- ari verði á annarri skoðun. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um hvort eða hvernig gæsla yfir mann- inum hafi verið hert á Keflavíkur- flugvelli. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Bragi að embættið myndi ekki krefjast þess að fá manninn til baka. Búið væri að eyðileggja gæsluvarð- haldið og embættið sæi ekki tilgang í því að halda því áfram. Ákæran gegn varnarliðsmanninum verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. júlí nk. Bragi segir að þá verði óskað eftir því að maðurinn lýsi afstöðu sinni til ákærunnar og dómsmeðferð málsins ákveðin. Varnarliðsmenn sem önnur vitni verði boðuð til þing- halds í Héraðsdómi í kjölfarið. Dóm- ari er Guðjón St. Marteinsson. Ákæra gegn varnarliðsmanni þingfest eftir viku Ekki gerð krafa um að fá manninn til baka LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að greiðslumark mjólkur á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september nk., verði lækkað um eina milljón lítra. Sam- kvæmt nýrri reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og beingreiðslur til bænda verð- lagsárið 2003–2004 verður heild- argreiðslumark 105 milljónir lítra og er það lækkun um 1 milljón lítra frá yfirstandandi verðlagsári. Landbúnaðarráðherra jók greiðslumark um tvær milljónir lítra fyrir einu ári og árið þar á undan var greiðslumarkið aukið um eina milljón lítra. Sala á mjólk mælt á prótein- grunni hefur aukist um 0,34% á síðustu 12 mánuðum. Sala á fitu- grunni hefur hins vegar á sama tímabili dregist saman um 0,9%. Greiðslumark lækkar um milljón lítra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.