Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði í gær að hann hefði sjálfur staðið fyrir því að vopna- sérfræðingurinn David Kelly var nefndur til sög- unnar sem líklegur heimildarmaður breska út- varpsins, BBC, fyrir fréttum um að bresk stjórnvöld hefðu rangtúlkað upplýsingar leyniþjón- ustustofnana um gereyðingarvopnaeign Íraka. „Ég gaf ekki leyfi fyrir því að nafni Davids Kelly yrði lekið [til fjölmiðla]“ sagði Blair en hann er nú stadd- ur í Hong Kong. Undanfarna daga hefur staðið yfir umræða í Bretlandi um það hver beri ábyrgð á því að Kelly svipti sig lífi. Hefur Blair-stjórnin sætt ámæli en einnig fréttastofa og yfirstjórn BBC. BBC staðfesti á sunnudag að Kelly var megin- heimild fyrir fréttum um meint vafasöm vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu. Breska varnarmálaráðuneytið hafði hins vegar komist að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru að Kelly væri líkleg- ur heimildarmaður frétta BBC og var nafn hans birt opinberlega fyrir rúmri viku. Í kjölfarið kom Kelly fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins og viðurkenndi að hafa rætt við fréttamenn en neitaði að vera aðalheimildarmaður BBC. Tveimur dögum síðar framdi Kelly sjálfsmorð. Dagblaðið The Financial Times fullyrti í gær að Geoff Hoon varnarmálaráðherra hefði sjálfur gefið grænt ljós á fjölmiðlaherferð á vegum ráðuneyt- isins sem fól í sér að Kelly var nefndur sem hugs- anleg heimild frétta BBC. Sagði blaðið að bein aðild Hoons að málinu gæti leitt til afsagnar hans, þ.e. ef niðurstaða rannsóknar á tildrögum dauða Kellys felur í sér gagnrýni á rík- isstjórnina fyrir hennar framgöngu í málinu. Blair lagði áherslu á það í gær að bíða þyrfti eftir niðurstöðum rannsóknarnefndar, sem hefur verið falið að rannsaka tildrög þess að Kelly tók eigið líf á fimmtudag í síðustu viku. „Ég tel staðfastlega að framganga okkar í málinu öllu hafi verið eðlileg. Margra spurninga verður spurt í rannsókninni [á dauða Kellys] og við munum svara þeim,“ sagði Blair. Aðeins 37% ánægð með Blair Ljóst er þó að þetta mál hefur skaðað stjórn Blairs verulega. Þannig sýndi könnun, sem birt var í The Guardian í gær, að 54% kjósenda í Bretlandi eru nú ósátt við störf forsætisráðherrans sjálfs. Sögðust aðeins 37% aðspurðra ánægð með störf Blairs. Á mánudag hafði önnur könnun sýnt að 39% Breta vildu að Blair segði af sér vegna þessa máls. Blair gaf ekki leyfi fyrir því að nafn Kellys væri birt Hong Kong, London. AFP. LÆKNUM í Singapore tókst í gær að aðskilja síamstvíbura, fjögurra mánaða gamlar, suð- ur-kóreskar systur. Voru þær samvaxnar neðarlega á hrygg. Fór aðgerðin fram hálfum mánuði eftir aðgerðina á írönsku systrum en þær lifðu hana ekki af. Var aðgerðin í gær mjög flókin en læknar segja, að almennt sé best að skilja að síamstvíbura meðan þeir eru mjög ungir. Uppsagnir vegna reykinga- banns SAMTÖK í ferðaþjónustu á Ír- landi sögðu í gær, að áætlun stjórnvalda um að banna reyk- ingar á opinberum stöðum, veitingahúsum og víðar, gæti haft í för með sér atvinnuleysi 65.000 manna. Er þá miðað við, að reykingabannið valdi sama samdrætti í viðskiptum og í New York þegar það kom til framkvæmda þar. Samtökin, sem eru fulltrúi 3.500 fyrir- tækja, hótela, veitingahúsa, kráa, golfklúbba og annarra þjónustufyrirtækja, vilja kom- ast að einhverri málamiðlun við yfirvöld en írski heilbrigðisráð- herrann, Micheal Martin, hefur ekki tekið vel í það. Óskaplegur barnadauði BARNADAUÐI er allt að 12 sinnum meiri í sumum fyrrver- andi sovétlýðveldum en á Vest- urlöndum. Kemur það fram í skýrslu Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna en fram- kvæmdastjóri hans, Carol Bellamy, segir, að í þessum málum ríki hreint „neyðar- ástand“. Verst er ástandið í Tadsíkístan en mjög slæmt einnig í ríkjunum í Kákasus og Mið-Asíu. Í sovétlýðveldunum fyrrverandi er lifandi fæðing skilgreind með öðrum hætti en á Vesturlöndum og oft er raun- ar hvorki skýrt frá fæðingu né dauða barns. Er það arfur frá sovéttímanum þegar sjúkrahús áttu að sýna árlega framför í að draga úr barnadauða. Óttast farsóttir á flóða- svæðum MEIRA en 3,5 milljónir manna hafa misst heimili sitt vegna flóða í Kína að því er fram kom hjá talsmanni Alþjóða Rauða krossins í gær. Er ástandið verst í Austur-, Mið- og Suður- Kína en talið er, að flóðin hafi valdið um 100 milljónum ein- hverjum búsifjum í 16 héruð- um. Hafa hundruð manna farist og hækkar tala látinna dag frá degi. Hafði AFP-fréttastofan eftir Þóri Guðmundssyni, starfsmanni Rauða krossins, að mesta áhyggjuefnið nú væri farsóttir, malaría, niðurgangur og ýmsir húðsjúkdómar. Í því skyni er unnið að því að koma lyfjum til fólks á flóðasvæðun- um. STUTT Síams- tvíburar aðskildir IDI Amin, sem nú berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu, rændi völdunum í Úganda í janúar 1971 og stýrði síðan landinu sem ein- ræðisherra í átta ár. Á þeim tíma komst hann í hóp mestu fjöldamorð- ingja hinnar svörtu álfu en sumir áætla, að allt að 500.000 manns hafi verið drepin í valdatíð hans. Amin var í breska nýlenduhernum á sínum tíma og barðist meðal ann- ars í Burma, sem nú heitir Myanm- ar, í síðari heimsstyrjöld. Var hann orðlagður fyrir grimmd er hann tók þátt í að kveða niður Mau Mau- uppreisnina í Kenýa en í stað þess að vera saksóttur, var hann hækkaður í tign og þegar Bretar veittu Úganda sjálfstæði 1962 var frami hans skjót- ur. Var hann skipaður yfirmaður úg- andska herráðsins 1966. Grunnt var á því góða með Amin og Milton Obote, forseta landsins, og þegar Obote sótti leiðtogafund Afr- íkuríkja 25. janúar 1971, notaði Am- in tækifærið til að hrifsa völdin í sín- ar hendur. Í fyrstu naut hann mikilla vinsælda, var almennt kallaður „Stóri pabbi“, og ekki síst fyrir það, að 1972 lét hann reka úr landi um 80.000 Asíumenn, sem voru allt í öllu í efnahagslífinu. Þetta breyttist þó fljótt þegar hann fór að snúa sér að öðrum óvin- um sínum innanlands, ímynduðum og raunverulegum. Þá tók við sann- kölluð ógnaröld og morðæði, sem eiga sér varla neinn líka. Náði hryll- ingurinn til alls landsins og morðin voru svo umfangsmikil að enginn tími gafst til að grafa líkin. Þess í stað var þeim varpað í ár og vötn, ekki síst í Viktoríuvatnið þar sem krókódílarnir gæddu sér á þeim. Sagt er, að stundum hafi líkahrann- irnar stíflað inntaksrörin í stærsta vatnsorkuverinu í landinu. Altalað var einnig, að Amin geymdi höfuð sumra andstæðinga sinna í ísskáp á heimili sínu. Þegar Amin hafði rekið burt Asíu- mennina lét hann fyrirtæki þeirra í hendur stuðningsmanna sinna, sem lítt kunnu til verka, og afleiðingin var efnahagshrun. Hann lét það þó lítið á sig fá, heldur gekkst hann sí- fellt meir upp í fáránlegu mik- ilmennskubrjálæði og sæmdi sjálfan sig orðum og titlum. Þannig varð hann doktor í lögum, forseti til lífs- tíðar og CBE, sem var ensk skamm- stöfun fyrir „Sigurvegari breska heimsveldisins“. Þótt flestum ætti að vera ljóst, að maðurinn var ekki heill á geði, fyrir nú utan öll morðin, var hann kjörinn forseti Eining- arsamtaka Afríkuríkja 1975. Þegar palestínskir hyðjuverka- menn rændu franskri þotu með ísr- aelskum farþegum 1976 neyddu þeir flugmennina til að lenda í Entebbe í Úganda. Lýsti Amin þá yfir stuðn- ingi við flugræningjana en ísraelskir sérsveitarmenn þóttu vinna mikið afrek er þeir komu alla leið frá Ísr- ael, frelsuðu farþegana en felldu alla flugræningjana og nokkra úgandska hermenn. Nyerere tók af skarið Einn fárra andstæðinga Amins meðal afrískra leiðtoga var Julius Nyerere, forseti nágrannaríkisins Tanzaníu. Varð Amin það á að ráðast inn í Tanzaníu 1978 og þá lét Nyerere til skarar skríða gegn hon- um ásamt úgöndskum útlögum. Eft- ir sjö mánaða átök, í apríl 1979, náði Tanzaníuher Kampala, höfuðborg Úganda, á sitt vald og Amin flýði land. Sem múslími leitaði hann fyrst á náðir Gaddafis Líbýuleiðtoga og fór þaðan til Sádi-Arabíu. Þar hefur hann síðan lifað í vellystingum praktuglega ásamt eiginkonum sín- um og einhverjum barna sinna, sem eru sögð um 50 talsins. Átta ára ógnar- öld og morðæði Kampala. AP, AFP. AP Idi Amin í fullum skrúða í janúar 1978, er hann var forseti Úganda. ’ Líkahrannirnarstífluðu inntaksrörin í stærsta vatns- orkuverinu. ‘ ÍRÖSK stúlka í fangi móður sinnar fær bólusetningu gegn mislingum, barnaveiki, berklum og lifrarbólgu-B á læknamiðstöð í Bagdad í gær. Íraska heilbrigðisráðuneytið, í samstarfi við alþjóðaþróunarstofnun Bandaríkjanna, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina (WHO), stóð að bólusetningum hvarvetna í Írak í gær, en þá var í annað sinn haldinn bólusetningardagur í landinu. Sam- kvæmt upplýsingum UNICEF og WHO deyja þúsundir barna í Írak í mán- uði hverjum vegna skorts á hreinu vatni, matvælum og lyfjum. AP Bólusetningardagur í Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.