Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 45 BANDARÍKJAMAÐURINN Michael Phelps setti í gær heimsmet í 200 metra flugsundi á Heimsmeistara- mótinu í sundi sem fram fer í Barcelona á Spáni. Phelps kom í mark eftir fjórar ferðir í keppnislaug- inni á tímanum 1.53,93 mínútum og bætti gamla metið um 65/100 úr sekúndu. Phelps átti reyndar sjálfur gamla heimsmetið en búast má við því að metið falli enn á ný í dag þar sem sjálft úrslitasundið í greininni fer fram, en undanúrslit fóru fram í gær. Alls hafa ver- ið sett fjögur heimsmet á HM í Barcelona fram til þessa. Leisel Jones í 100 m. bringusundi kvenna, Kosuke Kitajima í 100 m bringusundi kvenna og Matthew Welsh í 50 m. flugsundi karla. Phelps er af mörgum talinn líklegur til þess að taka við af Ian Thorpe frá Ástralíu sem næsti „konungur sundsins“ en þeir mætast í 200 metra fjórsundi um næstu helgi á heimsmeistaramótinu í Barcelona og bíða margir spenntir eftir þeirri viðureign. Phelps bætti eigið heimsmet GRINDVÍKINGAR hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Landsbankadeildinni í knattspyrnu en félagið hefur samið við danska framherjann Jerry Brown út leiktíðina. Brown er 23 ára gamall og lék með Vejle áð- ur og skoraði 11 mörk í 24 leikjum með liðinu en Brown lék nokkra leiki með yngri landsliðum Dana. Að sögn Ingvars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Grindavík- ur, gera menn þar á bæ sér vonir um að Brown verði löglegur fyrir leik liðsins gegn Fylki á fimmtudag þeg- ar Grindavík tekur á móti Árbæjarliðinu í elleftu um- ferð Landsbankadeildarinnar. Brown bætist því í hóp danskra leikmanna sem hafa gert „innrás“ í íslenska knattspyrnu á þessu sumri, en alls eru átta danskir leikmenn á mála hjá íslenskum lið- um í Landsbankadeildinni þessa stundina. Tveir þeirra leika með FH og einnig er KA með tvo danska leik- menn en ÍA, Þróttur og Valur hafa öll einn Dana í sín- um herbúðum. Jerry Brown til Grindavíkur KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu, forkeppni: Laugardalsv: KR – FC Pyunik .................20 3. deild karla B: Eyrarbakki: Freyr – Árborg.....................20 1. deild kvenna A: ÍR-völlur: ÍR – HSH ..................................20 Í KVÖLD  AARON Peirsol fékk gullverðlaun í 100 metra baksundi en Bandaríkja- maðurinn synti tvær ferðir í keppn- islauginni í Barcelona á 53,61 sek- úndum en það er mótsmet. Heims- metið á Lenny Krayzelburg frá Bandaríkjunum, 53,60 sek. Arkady Vyatchanin frá Rússlandi varð ann- ar á 53,92 sek., og Matthew Welsh frá Ástralíu varð þriðji á 53,92 sek- úndum.  ANTJE Buschschulte frá Þýska- landi fékk gullverðlaun í 100 metra baksundi en hún kom í mark á tím- anum 1.00,50 mín en það ótrúlega gerðist að þær sem komu næstar á eftir Buschschulte voru á nákvæm- lega sama tímanum, 1.00,86 mín. Það voru þær Louise Ornstedt frá Dan- mörku og Katy Sexton frá Banda- ríkjunum.  GILBERT Arenas, einn eftirsótt- asti leikmaður NBA-deildarinnar hefur ákveðið að ganga til liðs við Washington Wizards en Arenas lék áður með Golden State Warriors og skoraði um 18 stig að meðaltali á s.l. leiktíð. Arenas fær um 820 millj. kr. á ári næstu sex árin í herbúðum Wiz- ards en forráðamenn Golden State hafa ekki bolmagn til þess að jafna tilboð Wizards.  SUNDDEILD Breiðabliks hefur ráðið Inga Þór Ágústsson sem yfir- þjálfara deildarinnar.  HAMBURGER SV mætir Dort- mund í úrslitaleik þýsku deildarbik- arkeppninnar á mánudaginn kemur, eftir að hafa fagnað sigri á Bayern München í vítaspyrnukeppni í gær- kvöldi, 4:1. Liðin skildu jöfn í leikn- um, 3:3. Michael Ballack skoraði jöfnunarmark Bæjara úr vítaspyrnu á 90 mín.  BALLACK skoraði einnig fyrsta mark Bayern í leiknum, úr víta- spyrnu. Hann lét aftur á móti Martin Pieckenhagen, markvörð Hamburg- er, verja frá sér skot í vítaspyrnu- keppninni og þá má geta þess að enski miðjuleikmaðurinn Owen Har- greaves spyrnti sinni vítaspyrnu í stöng.  SVÍINN Fredrik Ljungberg tryggði Arsenal jafntefli gegn Ritz- ing í æfingaleik í Austurríki í gær- kvöldi. Hann skoraði jöfnunarmark- ið úr vítaspyrnu á 85 mín., en áður hafði franski miðherjinn Pascal Cyg- an skoraði fyrir Arsenal, sem var undir, 2:0.  LEIKMENN West Ham voru með fimm stjörnu sýningu í Svíþjóð í gærkvöldi, þar sem þeir lögðu sænska liðið Atvidaberg að velli, 5:2. Joe Cole og Jermain Defoe skoruðu sín hvor tvö mörk í leiknum.  HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, lék fyrri hálfleikinn með enska úrvalsdeildar- liðinu Charlton í gærkvöldi er liðið gerði jafntefli í æfingaleik við Col- chester, 1:1. FÓLK Alfreð Gíslason,þjálfari Magde- burg, sagðist vera ánægður með að mæta Barcelona og Bernd- Uwe Hildebrand, framkvæmdastjóri Magdeburg, sagði að fréttin um að Barce- lona yrði mótherji Magdeburgarliðsins hafi óneitanlega aukið hjartsláttinn hjá mönnum. Hin tvö liðin í riðlinum eru Vardar Skopje frá Makedóníu og líklega Haukar, en þá verða þeir að ryðja portúgalska liðinu Bernardo úr vegi. Þriðja þýska liðið sem tekur þátt í meistaradeildinni er Flensburg, sem leikur í riðli með Celje frá Slóveníu, sænska liðinu Redbergslid og sigur- vegaranum úr viðureign belgíska liðsins HB Tongeren og MSK Byst- rica frá Slóvakíu. Thorsten Storm, fram- kvæmdastjóri hjá Flensburg, segir að keppinautarnir verði erfiðir og þá sérstak- lega Celja og Red- bergslid, en í herbúðum liðsins sé Svíinn Magn- ús Wislander, fyrrver- andi fyrirliði Kiel, lyk- ilmaður. Annars eru riðlarnir þannig skipaðir í Meist- aradeildinni: A-RIÐILL Lemgo, Þýskalandi Ciudad Real, Spáni Conversano, Ítalíu Zaporoshje, Úkraínu B-RIÐILL Barcelona, Spáni Magdeburg, Þýskalandi Vardar, Makedóníu Haukar / Sao Bernando, Portúgal C-RIÐILL Kolding, Danmörku Ljubljana, Slóveníu Patrizan Belgrad, Serbíu ASKI Ankara, Tyrklandi D-RIÐILL Montpellier, Frakklandi Ademar Leon, Spáni Chekhovski, Rússlandi Alpia HC Hard, Austurríki / Arkatron Minsk, Hvíta-Rússlandi E-RIÐILL RK Zagreb, Króatíu Pick Szaged, Ungverjalandi Sandefjörd, Noregi Granitas Kaunas, Litháen / Verias, Grikklandi F-RIÐILL Celje, Slóveníu Flensburg, Þýskalandi Redbergslid, Svíþjóð Tongeren, Belgíu / Povazsk Bystrica, Slóvakíu G-RIÐILL Fotex Veszprem, Ungverjalandi Skjern, Danmörku Kielce, Póllandi Aalsmeer, Holl. / Sarajevo, Bosníu H-RIÐILL Chambery, Frakklandi RK Metkovic, Króatíu Karvina, Tékklandi Winterthur, Sviss Þrjú lið frá Þýskalandi í Meistaradeild Evrópu í handknattleik „Ólafur verður okkur erfiður“ FLYNN Holpert, framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Lemgo í handknattleik, segir að Ólafur Stefánsson eigi eftir að verða liðinu erfiður í Meistaradeild Evrópu, en Lemgo leikur í A-riðli með Real Ciudad frá Spáni, sem Ólafur leikur með, ítalska liðinu Conversano og ZPR Saporosche frá Úkraínu. „Það er ljóst að við berjumst við Real Ciudad um efsta sætið í riðlinum. Ólafur mun leika stórt hlut- verk hjá Real,“ sagði Holpert. Ólafur Stefánsson HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, var sáttur við að lenda á móti sínu gamla félagi KR í und- anúrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum er hann var staddur á Nordica-hótelinu er dregið var í gær. „Okkur hefur gengið ágætlega gegn KR undanfarin ár í deild- inni en þessir bikarleikir spilast oft allt öðruvísi en deildarleik- irnir. Þetta var ágætis dráttur fyrir okkur en ég hefði síst viljað mæta Skagamönnum en þeir standa sig oft mjög vel í bik- arnum. Mér finnst mjög sniðugt að hafa þessa leiki á Laugardals- vellinum og það verður örugg- lega fullt af áhorfendum á vell- inum og það verður gaman að taka þátt í þessum leik,“ sagði Heimir Guðjónsson. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sagði að sér litist hvorki vel né illa á að mæta FH og var ánægður með að hafa komist þetta langt nú þegar. „Þetta eru allt sterk lið sem eru eftir í bik- arnum og ég er bara ánægður með að KR sé komið þetta langt. Við höfum átt í töluverðum erf- iðleikum í gegnum tíðina með FH-inga og FH er með gott lið í dag. Vonandi munu áhorfendur fjölmenna á leikinn en það gefur leiknum skemmtilegra gildi að hann sé spilaður á Laugardals- velli. Það er gaman fyrir bæði liðin að komast í undanúrslita- leikinn, þó að enn skemmtilegra væri að fara einu skrefi lengra og bæði lið stefna að sjálfsögðu að því,“ sagði Willum Þór Þórs- son. Heimir ánægður að mæta KR 3. deild karla A Skallagrímur - Grótta ...............................2:1 Staðan: Víkingur Ó 9 7 2 0 31:9 23 Númi 10 6 3 1 30:21 21 Skallagr. 11 6 2 3 27:18 20 BÍ 11 5 2 4 23:25 17 Drangur 9 3 1 5 19:28 10 Grótta 10 2 2 6 13:15 8 Bolungarvík 10 2 1 7 21:33 7 Deiglan 10 2 1 7 16:31 7 3. deild karla D Neisti D. - Einherji ...................................4:1 Staðan: Fjarðabyggð 10 7 0 3 25:12 21 Höttur 10 5 2 3 17:11 17 Huginn 10 5 0 5 21:22 15 Neisti D. 10 4 1 5 15:23 13 Leiknir F. 10 4 0 6 20:23 12 Einherji 10 3 1 6 14:21 10 1. deild kvenna A HK/Víkingur - RKV..................................1:2 Þróttur/Haukar 2 -Breiðablik 2 ...............1:4 Breiðablik 2 8 8 0 0 50:8 24 RKV 9 6 1 2 35:20 19 Fjölnir 8 6 0 2 23:14 18 HK/Víkingur 9 4 1 4 21:12 13 ÍR 8 3 0 5 26:23 9 Þróttur/Haukar 2 8 1 0 7 9:40 3 HSH 8 0 0 8 9:56 0 1. deild kvenna B Einherji - Sindri ........................................2:3 Sindri 8 7 0 1 22:13 21 Fjarðabyggð 7 6 0 1 24:9 18 Höttur 8 6 0 2 24:9 18 Tindastóll 7 5 0 2 32:12 15 Leiftur/Dalvík 9 3 0 6 24:37 9 Einherji 8 1 0 7 9:26 3 Leiknir F 9 0 0 9 12:41 0 ÚRSLIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.