Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 41 DAGBÓK vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is Samkvæmisveski og spariskór Bankastræti 11 • sími 551 3930 STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert mikill mannvinur og hefur mikla gjafmildi til að bera. Þú ert skipulagður ein- staklingur og óvæntar uppá- komur heilla þig ekki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú nýtur þess að miðla reynslu þinni til yngra fólks í dag. Þú átt auðvelt með að kenna handavinnu og listir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú væri tilvalið að ljúka viðgerðum á heimili þínu. Einbeittu þér að pípulögn- um, úrgangi og geymslu- svæðum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Jafnvel þótt þig langi að gefa vini þínum góð ráð skaltu hugsa þig tvisvar um. Það sem þú heldur að sé uppbyggilegt gæti verið túlkað sem gagnrýni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugmyndir þínar um end- urbætur á vinnustað eru frambærilegar og því ættir þú að koma þeim á fram- færi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kýst að breyta einhverju í þínu fari til þess að verða meira aðlaðandi. Þetta er breyting til batnaðar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eiginleiki þinn til þess að rannsaka hluti og koma auga á smáatriði er ein- stakur í dag. Þú mátt búast við því að uppgötva einhver leyndarmál í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinur þinn, sem er yngri en þú, gæti gefið þér góð ráð í dag. Hlustaðu vandlega á það sem aðrir hafa að segja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Mikilvægar manneskjur hafa áhuga á því sem þú hefur til málanna að leggja. Aðrir sjá að þú veist um hvað þú ert að tala og leggja því við hlustir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tillögur úr óvæntri átt gætu orðið þess valdandi að þú breyttir framkomu þinni. Þú hefur mikla löng- un til þess að bæta þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú getur sýnt öðrum umburðarlyndi mun það reynast auðveldara en ella að komast að niðurstöðu vegna skiptingar á sameign. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Náinn vinur þinn gefur þér ráð varðandi umbætur á lífi þínu eða samböndum. Þú skalt hlusta af kurteisi, jafnvel þó að engin vitglóra sé í því sem hann segir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú væri kjörið að gera um- bætur heimafyrir eða í vinnunni. Hvaðeina sem þú gerir mun koma þér og öðr- um til góða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞJÓÐVÍSA Ég hélt ég væri smámey og hugðist vera til eins og hitt fólkið um bæinn. Og vorið kom og glóði um glugga mína og þil allan guðslangan daginn. Og sextán ára varð ég á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Og sumarnætur margar ég svaf í örmum hans. Ég var sælust allra í bænum. En vindar hafa borið margt visnað skógarblað um veginn, sem við gengum, því meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að, og sorgin gleymir engum. Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Ámorgun fimmtudag- inn 24. júlí verður Guðrún Iðunn Jónsdóttir, Neðsta- bergi 20, Reykjavík, fimm- tug. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Sveinn Kr. Pétursson á móti ættingjum og vinum í Víkingasal, Hótel Loftleiða kl.17–19 á afmælisdaginn. SLEMMAN hér að neðan á langa ferð að baki, en hún kemur frá Canberra í Ástralíu og það er þar- lendur spilari, Richard Brightling, sem situr í sagnhafasætinu. Norður ♠ 2 ♥ G85 ♦ DG984 ♣Á987 Vestur Austur ♠ 3 ♠ D9754 ♥ 1092 ♥ 76 ♦ ÁK1063 ♦ 752 ♣KG43 ♣1065 Suður ♠ ÁKG1086 ♥ ÁKD43 ♦ -- ♣D2 Brightling varð sagnhafi í sex hjörtum í suður. Út- spilið var tígulás, sem var trompaður. Brightling hugðist nú snarlega verka spaðalitinn, tók spaðaás og spilaði meiri spaða, en vest- ur trompaði óvænt með ní- unni. Hér og nú verður að taka rétta ákvörðun. Sér lesandinn hvernig vinna má spilið? Brightling fann þann snjalla leik að henda laufi í hjartaníuna! Vestur spilaði trompi um hæl, en sagnhafi stakk nú tvisvar spaða í borði og tígul heim, svo að staðan varð: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ DG ♣Á98 Vestur Austur ♠ -- ♠ D ♥ 10 ♥ 7 ♦ K10 ♦ -- ♣KG ♣1065 Suður ♠ KG ♥ Á ♦ -- ♣D2 Hjartaásinn dró bless- unarlega með sér bæði trompin, og svo kom kóng- ur og gosi í spaða, sem var meira en vestur réð við. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Rc3 O–O 8. Be2 d6 9. Dd2 Rg4 10. Bxg4 Bxg4 11. O–O Hc8 12. f3 Bd7 13. Rde2 He8 14. b3 Da5 15. Hac1 Re5 16. h3 Bc6 17. Rd4 a6 18. Hfd1 Rd7 19. Db2 Dh5 20. a4 Bh6 21. Bxh6 Dxh6 22. a5 Re5 23. Df2 Staðan kom upp á sænska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Hans Tikkanen (2337) hafði svart gegn Anders Ols- son (2383). 23...Rd3! 24. Hxd3 Dxc1+ 25. Kh2 Da3 26. f4 Dxa5 27. Hg3 e6 28. Hg5 Dxc3 29. h4 Bxe4 30. h5 Hc5 31. h6 Hxg5 32. fxg5 Bf5 33. g4 Dc1 34. gxf5 exf5 35. Rf3 De3 36. Db2 De2+ og hvítur gafst upp saddur lífdaga. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Evgeny Agrest (2591) 7½ vinning af 11 mögulegum. 2. Tiger Hillarp Persson (2474) 7 v. 3.–4. Anders Olsson (2383) og Tom Wedberg (2539) 5.–6. Bengt Lindberg (2392) og Jonny Hector (2553) 5½ v. 7.–10. Emanuel Berg (2514), Thomas Ernst (2442), Lars Karlsson (2478) og Stellan Brynell (2538) 5 v. 11. Bjorn Ahlander (2389) 4½ v. 12. Hans Tikkanen (2337) 4 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd/Myndrún, Rúnar Þór BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Grundarkirkju 21. júní sl. af séra Svavari A. Jónssyni þau Ingveldur Tryggvadóttir og Sigmund- ur Björnsson. Heimili þeirra er á Akureyri. ÁRNAÐ HEILLA 81 ÁRS afmæli. Í dagmiðvikudaginn 23. júlí er áttatíu og eins árs Þorleifur Bragi Guðjóns- son, teppalagningamaður, Nýbýlavegi 102, Kópavogi, eiginkona hans er Úrsúla Von Balson. 70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 23. júlí, er sjötugur Jón Þor- grímsson, Mararbraut 5, Húsavík. Eiginkona hans er Sólveig Þrándardóttir. Þau eru að heiman. 50 ÁRA afmæli. KristínMagnea Eggerts- dóttir, Jakaseli 12, Reykja- vík, verður fimmtug föstu- daginn 25. júlí. Af því tilefni taka hún og hennar eigin- maður, Valur Leonhard Valdimarsson, á móti gest- um í sal Tannlæknafélags- ins, Síðumúla 35, á afmælis- deginum kl. 20. Þau vonast til að sjá sem flesta ætt- ingja, vini og vinnufélaga. BRÚÐKAUP     Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Hefst aftur á nýju starfsári undir stjórn Að- albjargar Helgadóttur. Gönguhópurinn Sól- armegin leggur af stað frá kirkjudyrunum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna undir stjórn Arnar Sigurgeirssonar. Allt fólk vel- komið að slást í hópinn. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prest- ur sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hitt- umst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar velkomnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Þorlákskirkja. Barna– og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleikur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. „Vitnisburður um Guð“, sálmur. Ræðumaður Friðrik Z. Hilm- arsson. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf HÓPUR barna sem verið hefur á leikjanámskeiði hjá Tónabæ komu í heim- sókn á Morgunblaðið fyrir stuttu. Var þeim veitt nokkur innsýn í starfsemi blaðsins og var myndin af þeim tekin við það tækifæri. Börn frá Tónabæ í heimsókn FRÉTTIR RÁÐGJAFA- og hugbúnaðarhúsið Innn hefur nú gerst styrktaraðili Neistans – félag hjartveikra barna. Innn hf. gaf félaginu nýjustu útgáfu af hugbúnaði sínum, LiSA, til þess að reka og viðhalda vefsíðu félagsins, www.neistinn.is. „Starf Neistans á undanförnum árum hefur verið hjartveikum börn- um ómetanlegt. Þrátt fyrir það er ætíð svigrúm til að gera enn betur. Ný stjórn félagsins hefur með þetta í huga ákveðið að leggja verulega aukna áherslu á það hlutverk félags- ins að vera uppspretta fræðslu- og kynningarefnis auk þess sem beinn stuðningur og aðstoð við hjartveik börn og fjölskyldur þeirra verður aukinn. Til viðbótar við þessa áherslubreytingu mun félagið áfram leggja áherslu á félagsstarfið með hefðbundnum uppákomum svo sem sumarferð, jólagleði og skemmtidög- um. Samhliða starfinu þarf að afla félaginu tekna en grundvöllurinn fyrir öllu starfi félagsins er að það hafi styrkan fjárhagslegan bak- grunn,“ segir í fréttatilkynningu. Innn styrk- ir Neistann Fjölskylduhátíð á Thorsplani Á morgun, fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.30, er fjölskylduhátíð Íþrótta- og leikjanámskeiðanna á Thorsplani. Allir eru velkomnir á hátíðina. Íbúar í Latabæ sjá um upphitun dagsins og kassabílarallið er á sínum stað. Það verður rappað, breakað og hljómsveitin Ber heldur uppi fjörinu svo eitthvað sé nefnt. Boðið verður upp á risaköku og ískalda mjólk frá MS. Á MORGUN Á NÆSTUNNI Franskir dagar á Fáskrúðsfirði, 2003 Fjölskylduhátíðin Franskir dagar verður haldin á Fáskrúðsfirði dagana 24.–27. júlí nk. Hátíðin er mjög fjölskylduvæn og þar er minnst veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði sem var ein þeirra að- albækistöð þeirra á Íslandi. Á staðnum er fjölmargt sem minnir á veru Frakka. Má þar nefna sjúkra- skýli, kapellu, konsúlshúsið, Franska spítalann og franska graf- reitinn. Þá eru götumerkingar á ís- lensku og á frönsku. Í mörg ár hefur 14. júlí (Bastilludagurinn) verið fánadagur á Fáskrúðsfirði. Haustferð Kínaklúbbs Unnar. Unnur Guðjónsdóttir mun verða með kynningarfund í húsi Kína- klúbbsins föstudaginn 25. júlí kl. 20, en þá verður kynnt haustferðin, sem verður 5. - 26. september. Kínaklúbburinn fer ekki alltaf á sömu slóðir í Kína. Í þessari ferð verður farið til Beijing, Xian, Guilin, Suzhou og Shanghai. Auk þess verð- ur siglt eftir Keisaraskurðinum og farið á Kínamúrinn. Haustferðin verður 18. hópferðin sem Unnur skipuleggur og leiðir til Kína. Allir sem áhuga hafa á að fara með eru velkomnir á kynninguna. Útimarkaður í Mosfellsdal. Alla laugardaga frá kl. 12 til 16 verður útimarkaður að Mosskógum í Mos- fellsdal. Markaðurinn verður síðan alla laugardaga fram í september eða þar til frostið kemur. Þar er boðið upp á lífrænt grænmeti sem við tökum upp úr garðinum jafnóðum, nýjan, spriklandi silung og murtu úr Þingvallavatni, ný- skornar rósir frá Gísla í Dalsgarði, lífrænar olíur og smyrsl með góðum húsráðum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.