Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 1
G!Festivalið í Færeyjum um liðna helgi Fólk 46 STOFNAÐ 1913 197. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Þórður fisksali mættur í kvartmíluna Bílar 11 Spáð í spilin í Eyjum Íslandsmótið í höggleik hefst á morgun Íþróttir 42 Aflmesti bíll Íslandssögunnar DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, og dr. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, ræddu stöðu varnarsam- starfs Íslands og Bandaríkjanna símleiðis síðastliðinn laugardag. „Það hafa átt sér stað þreifingar og viðræður og auðvitað hafa menn verið að þreifa á ýmsu. Ég hef átt símtöl við ýmsa, m.a. Robertson lávarð, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, og einnig samtal við dr. Rice sem hringdi á laug- ardag. Við áttum ítarlegt og ágætt samtal. Þetta er vísbending um að þótt ekki séu formlegar viðræður í gangi eiga sér stað þreifingar og athuganir á málinu bæði hjá okkur og í Bandaríkjunum,“ sagði Davíð Oddsson. Að sögn forsætisráðherra hefur ekkert verið ákveðið enn um næstu skref í málinu en hann sagðist eiga von á að Condoleezza Rice muni hafa samband aftur innan skamms. „Menn eru að tala saman og þau samtöl eru á grundvelli góðs og farsæls samstarfs ríkjanna,“ sagði forsætisráðherra. Bandaríska dagblaðið The Washington Post skýrði frá því í fyrradag að helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggis- málum hafi rætt stöðu varnarsam- starfsins við Íslendinga á fundi í síðustu viku. Þar hafi verið lögð áhersla á að leggja aukna áherslu á viðræður við íslensk stjórnvöld. Dr. Condoleezza Rice tók við starfi þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta í janúar 2001 og er nánasti ráðgjafi forsetans á sviði utanríkis- og öryggismála ásamt þeim Colin Powell, utanrík- isráðherra, og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Hún starfaði í þjóðaröryggis- ráðinu á árunum 1989-1991 í for- setatíð George Bush eldri, föður núverandi forseta. Þetta var á þeim árum er Sovétríkin voru að leysast upp og Þýskaland að sam- einast og veitti Rice þeirri deild ráðsins forstöðu er sá um málefni Austur-Evrópu. Rice kenndi stjórnmálafræði með áherslu á öryggismál við Stanford-háskóla frá árinu 1991. Hún var jafnframt aðstoðarrektor Stanford-háskóla á árunum 1993– 1999. Rice hefur ritað fjölmargar greinar og bækur, ekki síst um Rússland, Þýskaland og málefni Austur-Evrópu. Condoleezza Rice Davíð Oddsson Condoleezza Rice hringdi í forsætisráðherra sl. laugardag „Áttum ítarlegt og ágætt samtal“ TÓLF manns særðust í tveimur sprengingum á hótelum í Beni- dorm og Alicante á Spáni en talið er að aðskilnaðarsamtök Baska hafi staðið að þeim. Ætla má að 500 til 1.000 Ís- lendingar hafi verið í sumarleyf- isbæjunum tveimur og sumir þeirra mjög nálægt hótelunum sem voru sprengd en engan þeirra sakaði. Einvarður Jó- hannsson, fararstjóri hjá Sum- arferðum, ók framhjá öðru hót- elinu sem varð fyrir árásinni aðeins um tveimur mínútum áður en sprengingin varð. Guðrún Ellertsdóttir, sautján ára nemandi í Alicante, slapp einnig mjög naumlega en snyrt- ing, sem hún hafði verið á tíu mínútum fyrr, sprakk í loft upp. „Það sprungu tvær skólastofur þar sem nemendur voru og einn þeirra höfuðkúpubrotnaði,“ segir Guðrún. „Það eru sex stofur í skólanum og annar helmingur skólabygg- ingarinnar hrundi. Ég var í þeim hluta sem slapp. Ég var á snyrt- ingunni 10 mínútum áður en sprengjan sprakk og hefði getað dáið þar.“ Hótel sprengd í Benidorm og Alicante Reuters  Óttast/26 SYNIR Saddams Husseins fyrrver- andi Íraksforseta, Uday og Qusay, voru felldir í sex klukkustunda löngum skotbardaga í gær, er banda- rískir sérsveitarhermenn umkringdu og réðust síðan til inngöngu í stórt og íburðarmikið íbúðarhús í borginni Mosul í Norður-Írak, að því er hers- höfðingi í Bandaríkjaher greindi frá. „Við erum vissir um að Uday og Qusay voru drepnir í dag,“ sagði hers- höfðinginn, Ricardo Sanchez, á blaða- mannafundi í Bagdad í gærkvöld. Þeir hafi dáið í miklum skotbardaga, ásamt tveimur öðrum mönnum sem vörðust með þeim. Sanchez sagði að bandarísku her- mennirnir, sem tilheyrðu 101. fall- hlífaherdeildinni, hefðu ráðizt til at- lögu eftir að ábending barst frá íbúa í Mosul kvöldið áður um að bræðurnir væru í húsinu, sem er í al-Falah- hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Sanchez sagði að bræðurnir hefðu búið sér vígi í húsinu og veitt harða mótspyrnu. Vitni greindi frá því að flugskeytum hefði þá verið skotið að húsinu úr bandarískri herþyrlu. „Líkin voru þannig að unnt var að bera kennsl á þau,“ tjáði hershöfðing- inn blaðamönnum. Ekki hefði verið staðfest hverjir hinir tveir mennirnir væru sem féllu með Saddams- sonunum tveimur. Hét Sanchez því að í dag yrðu veittar nánari upplýsingar um aðgerðir gærdagsins. Áður hafði frétzt að erfðaefnissýni úr líkunum hefðu verið send til Washington þar sem þau yrðu borin saman við önnur sýni sem kváðu geta tekið af allan vafa um að líkin væru í raun af þeim. Fjórir bandarískir hermenn særð- ust í skotbardaganum en enginn féll. Fagnaðarskothríð í Bagdad Skothríð heyrðist í Bagdad um kl. 22 að staðartíma í gærkvöld. Getum var leitt að því að þar hefðu verið á ferðinni fagnaðarlæti borgarbúa er þeim barst fréttin af falli Sadd- amssona. Spurður um þetta sagði Sanchez á blaðamannafundinum að skothríðin hafi líklegast verið fagnað- arlæti, en svo kynni líka að vera að þar hefðu vopnaðir fylgismenn Sadd- ams verið að gera skotárás á banda- ríska hermenn. „Það væri mjög við hæfi að þeir (Írakar) fögnuðu núna,“ sagði hershöfðinginn. Í Washington sagðist L. Paul Bremer, sem hefur yfirumsjón með uppbyggingarstarfinu í Írak fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, ekki vilja tjá sig um það hvaða áhrif dauði sona Saddams Husseins kynnu að hafa á ástand öryggismála í Írak. En hann sagði: „Þetta er sannarlega góð frétt fyrir írösku þjóðina.“ Dauði sona Saddams kann að hafa mikil áhrif á þá vopnuðu mótspyrnu sem menn hollir einræðisherranum fyrrverandi hafa veitt hernámsliði bandamanna að undanförnu. Þeir sem staðið hafa fyrir árásum síðustu vikna á bandaríska hermenn eru tald- ir hafa verið foringjar í her og örygg- islögregluliði Saddams, en synir hans gegndu lykilforystuhlutverki í því liði. Bandaríkjastjórn hafði sett 15 millj- ónir dollara til höfuðs hvorum þeirra. Synir Saddams felldir Langur skotbardagi háður þar sem bræðurnir bjuggu sér vígi Bagdad. AP, AFP.  Synir Saddams/27 AP Forvitnir borgarbúar í Mosul sjást á þessari mynd úr sjónvarpsupptöku þyrpast að húsinu þar sem bandarískir hermenn felldu syni Saddams Huss- eins í gær. Sumir lýstu ánægju sinni, aðrir bölvuðu Bandaríkjamönnum. Fjör í fjörunni í Götu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.