Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 17 www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. ÞEIR voru þreyttir en ánægðir knattspyrnukapparnir úr Þór sem komu heim til Akureyrar um kl. hálf fimm í gærmorgun, eftir langt og strangt ferðalag frá Gauta- borg í Svíþjóð. Þór sendi fríðan flokk á Gothia Cup, eitt stærsta knattspyrnumót heims, þrjú lið í 4. flokki pilta og eitt lið í 3. flokki kvenna og náðist ágætis árangur á mótinu. Að sögn Jónasar L. Sigursteinssonar þjálfara kvennaliðsins tókst framkvæmd mótsins með miklum ágætum og ríkti mikil gleði í akureyrska hópnum. Ferðalagið stóð yfir í 10 daga en heimferðin, þ.e. er frá því að Þórsaranir yfirgáfu gististaðinn í Gautaborg og héldu út á flugvöll og þar til komið var til Akureyrar, tók alls 14 klukkutíma. Það var því ekki laust við að þreytumerki sæjust andlitum krakkanna, sem og far- arstjóranna, þegar þeir stigu út úr rútunni við Hamar í gærmorgun. Morgunblaðið/Kristján Þreyttir en ánægðir knattspyrnukappar SLÖKKVILIÐ Akureyrar var með töluverðan viðbúnað eftir að tilkynn- ing barst um skútu á hvolfi á Poll- inum um kvöldmatarleytið á mánu- dagskvöld. Tveir voru í áhöfn skútunnar og tókst þeim að koma henni á réttan kjöl án hjálpar og varð ekki meint af volkinu. Skúta á hvolf SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Lönguhlíð skömmu fyrir há- degi í gær. Þar hafði kviknað í feiti í potti á eldavél og barst eld- urinn upp í viftu og eldhús- innréttingu. Húsráðandi náði að kasta eldvarnarteppi yfir pottinn áður en hann yfirgaf húsið og var eldurinn slokkn- aður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Aðeins urðu skemmdir á viftu og innrétt- ingu og reykræsti slökkviliðið húsið. Á laugardag kviknaði í pönnu á eldavél í húsi við Löngumýri en þar tókst hús- ráðanda að slökkva eldinn áð- ur en slökkviliðið kom á stað- inn. Ekki urðu skemmdir en slökkviliðið reykræsti húsið. Þá brann yfir í potti á eldavél á Gistiheimilinu Lónsá norð- an Akureyrar sl. föstudag og fylltist húsið af reyk og vondri lykt en ekki var um skemmdir að ræða. Þá kom upp eldur í gasslöngu í felli- hýsi á tjaldsvæðinu við Þór- unnarstræti á mánudag en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á stað- inn. Eldur í pottum og pönnum AÐILAR sem ætluðu að standa að útihátíð á Melgerðismelum um versl- unarmannahelgina eru að undirbúa stjórnsýslukæru á sýslumanninn á Akureyri, sem verður að öllum lík- indum lögð fyrir í dag. Ingólfur Hlynsson, sem kenndur er við Gleðisveit Ingólfs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að lögmaður þeirra væri að skoða hvort grundvöll- ur væri fyrir kærunni en eins og stað- an er nú eru yfirgnæfandi líkur á að það verði gert. „Við stóðum í þeirri trú að við vær- um búnir að uppfylla allt sem farið var fram á og erum búnir að standa í undirbúningi í sex vikur. Þetta snýst um það að sýslumaður fer fram á 8,5 milljóna króna bankatryggingu á meðan aðrar hátíðir borga eina til þrjár milljónir. Í Vestmannaeyjum á til dæmis að borga þrjár milljónir króna, þar af hluta með bankatrygg- ingu og þar kveinka menn sér. Það er ljóst að sýslumaður er að bregða fyr- ir okkur fæti og einnig er ljóst að hann er búinn að vera á móti hátíð- inni frá upphafi. Hann setur ákveðin skilyrði sem við uppfyllum. Á fimmtudaginn í síðustu viku hringdi ég í hann, eftir að ég hafði kynnt mér hvað aðrar hátíðir greiða og bauð honum þriggja milljóna króna banka- tryggingu. Jafnframt bauð ég honum ávísun fyrir öðru sem hann gæti leyst út eftir hátíðina, en það er langt um- fram það sem aðrir borga. En hann sagði bara þvert nei, 8,5 milljónir eða það verður engin hátíð. Það er ljóst að enginn banki ábyrgist 8,5 milljónir svona út í loftið og var því ófram- kvæmanlegt. Þetta hefur aldrei þekkst í Íslandssögunni. Lögmaður okkar er að kanna málið því þetta jaðrar við það að vera löglegt,“ sagði Ingólfur. „Ég spurði sýslumann hvort það mætti mismuna mönnum eftir búsetu en hann sneri bara út úr og sagðist bara vilja fá tryggingu fyrir því að þetta yrði greitt. Það er ljóst að ef þetta eiga að vera 8,5 milljónir þurfa að koma 10.000 manns á svæðið mið- að við þann taxta sem lögreglumenn eru á og þann fjölda þeirra sem þyrfti að vera á svæðinu. Það er einnig ljóst að ef það kæmu 10.000 mannns á svæðið yrði innkoman á milli 60 til 70 milljónir þannig að það hefði engin hætta verið á því að við hefðum ekki getað borgað þetta. Þetta er ekkert nema valdníðsla og það er verið að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að halda útihátíðir, “ sagði Ingólfur. Björn Jósef Arnviðarson, sýslu- maður, vildi lítið tjá sig um málið og sagði að ef kæran yrði lögð fram myndi hún hafa sinn gang í kerfinu. Undirbúa stjórnsýslukæru vegna synjunar á leyfi til útihátíðar Sýslumaður fer fram á 8,5 milljóna bankatryggingu ÞORSTEINN Bachmann, leikhús- stjóri LA, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög bjartsýnn á stöðu mála hjá leik- félaginu. „Við bíðum eftir að samstarfs- samningur við Akureyrarbæ verði samþykktur af bæjaryfirvöldum og förum á fullt um leið og hann er tilbúinn. Það hafa verið haldnir viðræðufundir sem hafa gengið mjög vel og mér sýnist að það sé fullur vilji hjá bænum að semja, það stendur ekkert annað til. Það er algjört frumatriði að við höldum vel utan um reksturinn og svo stjórnast annað af því hvaða fjár- munir verða í spilinu. Það er jafn- framt komið nýtt leikhúsráð og mér líst mjög vel á samstarfið við Sigmund Erni sem er formaður þess,“ sagði Þorsteinn. Tillaga að samstarfssamningi milli Leik- félagsins og bæjarins verður lögð fyrir bæjarráð í dag. „Það er verið að taka leikhúsið í gegn að utan, bæði er verið að skipta um panel og laga þakið. Einnig er verið að byggja nýja við- byggingu sem í verður aðstaða fyr- ir leikara. Hún hefði mátt vera ör- lítið stærri, en það þurfa allir að sníða sér stakk eftir vexti. Það er búið að bíða lengi eftir þessu því gamla aðstaðan sem leikararnir höfðu aðstöðu í var lek og það fraus vatn í pípulögnum, svo þetta verður stórbætt aðstaða fyrir okk- ur. Eftir breytingarnar verður hægt að ganga úr Borgarasalnum, þar sem fólk hefur komið saman í hléi, út á þak nýbyggingarinnar sem verður eins og svalir. Það er verið að hugsa um að úthýsa veitinga- reksturinn þar sem einhver rekstr- araðili getur verið með leikhúskaffi á daginn og kvöldin. Aðgengi fatl- aðra verður einnig stórlega bætt því það kemur lyfta frá fyrstu hæð upp á aðra hæð. Húsið verður ekki tilbúið fyrr en eftir áramót, svo fram að þeim tíma verður sýnt á öðrum stað í bænum. Það er ekki búið að ganga frá staðsetningunni vegna þess að við gerum ekkert fyrr en við erum komin með und- irritaðan samning í hendur. Við erum bjartsýn og full til- hlökkunar. Það munu verða áherslubreytingar hjá okkur og við munum leita í auknum mæli eftir samstarfsverkefnum og gefa bæj- arbúum aukna hlutdeild í starfi fé- lagsins. Markmiðið er að tengjast betur öðrum menningarstofnunum á svæðinu, þannig að það verði heildrænni menningarstefna í gangi. Það er mjög breið samstaða innan menningargeirans á svæðinu að vinna betur saman en ekki að bítast um sömu kökuna, frekar að reyna að stækka hana. Það er allra hagur að fá fleira fólk í bæinn og efla blómlegt menningarstarf,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Bachmann leikhússtjóri Bjartsýn og full tilhlökkunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.