Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 27 ð. „Ég er m brátt sjá þessa at- osé María pánar. nríkisráð- öryggis- ðum yrði árásanna. erðast til fleiðingar ta, ferða- sagði að yrir ferða- A fyrir að spænskra anna. okkurinn, ðuflokkur ýsingu þar tið aðstoð isverkun- rinn ETA efnu sem sprengju- á sumrin erðaþjón- stekjulind ri sprakk fisbænum nte, en þar a og mað- rm rð AP ÁÐUR en Bandaríkja-menn og Bretar réðustinn í Írak var litið svo á,að Qusay, yngri sonur Saddams Husseins, væri ætlað að taka við ríkinu að föður sínum gengnum. Qusay, sem féll með Uday, bróður sínum, í gær var yf- irmaður írösku leynilögreglunnar og ólíkur bróður sínum að því leyti, að hann lét yfirleitt lítið fyrir sér fara. Vegna stöðu sinnar var Qusay einna efstur meðal þeirra, sem Bandaríkjamenn vildu helst koma höndum yfir, sjálfur „Laufásinn“ í spilastokknum, sem Bandaríkja- menn létu dreifa meðal Íraka. Var Uday, bróðir hans, „Hjartaásinn“ en Saddam, faðir hans, „Spaðaás- inn“. Í gær var staðfest, að þeir bræður hefðu verið meðal þeirra fjögurra manna, sem féllu í árás bandarískra hermanna á hús í borginni Mosul í Norður-Írak. Snemma í þessum mánuði lögðu Bandaríkjamenn 15 milljónir doll- ara, um 1,16 milljarða ísl. kr., til höfuðs þeim bræðrum og 25 millj. dollara, tæplega tvo milljarða ísl. kr., til höfuðs föður þeirra. Bar ábyrgð á öryggi föður síns Það var ljóst eftir þá uppstokk- un, sem gerð var innan Baath- flokksins, stjórnarflokksins í Írak, fyrir tveimur árum, að Qusay var ætlað stórt hlutverk í framtíðinni og það var staðfest er honum var falið að stjórna vörn Bagdad-borg- ar og héraðsins um kring eftir inn- rás bandamanna í vor. Raunar varð ekkert úr þeirri vörn þegar til kom og þeir feðgar hafa síðan farið huldu höfði. Eins og fyrr segir var Qusay yfir leyniþjónustunni og hann bar sér- staka ábyrgð á velferð forsetans, föður síns, og annarra æðstu emb- ættismanna. Talið er, að fyrir tveimur árum hafi hann sloppið naumlega er tveir foringjar í leyni- þjónustunni ætluðu að ráða hann af dögum en þeir reyndu að sögn að aka bíl sínum á bíl Qusays og létu auk þess kúlnahríðina dynja á hon- um. Qusay áttaði sig hins vegar á fyrirætlan mannanna og tókst að komast undan. Var annar tilræð- ismannanna handtekinn en hinum tókst að flýja. Fyrir nokkrum árum töldu margir, að Uday væri líklegur erf- ingi að ríkinu en hafi svo verið, þá átti það eftir að breytast. Þótti Uday mjög óstöðugur og óútreikn- anlegur og hafði það orð á sér, að hann hefði ánægju af því að drepa menn. Það var ekki sagt um Qusay, sem hikaði þó ekki við að fyrir- koma þeim, sem hann vildi losna við. Synir Saddams felldir í árás bandarískra hermanna Var ætlað að taka við af Saddam Bagdad. AFP. Reuters Hermenn úr 101. fallhlífaherdeild Bandaríkjahers á vettvangi við húsið í Mosul þar sem synir Saddams Husseins voru felldir í skotbardaga í gær. UDAY, elsti sonur Sadd-ams Husseins, var al-ræmdur grimmdarsegg-ur sem lét sjaldnast sjá sig á almannafæri nema í fylgd líf- varða. Margir Írakar höfðu ástæðu til að óttast hann og hata og raunar slapp Uday naumlega þegar óþekktir byssumenn reyndu að ráða hann af dögum 1996. Nú hefur verið staðfest að hann lést ásamt yngri bróður sínum, Qusay, í Mosul í gær. Uday stýrði hinum svokölluðu Fedayeen-sveitum, sérsveitum Írakshers, og var hjartaásinn í spilastokki Bandaríkjamanna yfir hátt setta Íraka sem hvað mest áhersla var lögð á að handsama eftir hernaðarátökin í Írak nú í vor. Qusay var laufaásinn en Saddam sjálfur spaðaásinn. Uday var 37 ára gamall en varð snemma þekktur fyrir gjálífi og grimmd. Frá því að hann var kjör- inn á íraska þingið árið 2000 fór hins vegar minna fyrir honum, auk þess sem fullyrt er að Saddam hafi sjálf- ur gert syni sínum ljóst að hann væri allt annað en ánægður með hegðun hans. Mun hegðun hans m.a. hafa valdið því að Qusay, yngri bróð- ir Udays, naut meira trausts hjá Saddam og virtist líklegri til að erfa embætti föður síns. Átti eitt hundrað bíla Meiðsl Udays eftir tilræðið 1996 voru alvarleg, enda höfðu tilræðis- mennirnir látið byssukúlunum rigna yfir hann. Hann var lamaður að hluta til og haltur á öðrum fæti. Uday stýrði ríkisfjölmiðlunum í Írak á meðan Saddam var þar enn við völd og bar auk þess titilinn for- seti ólympíusambandsins íraska. Það orð fór snemma af Uday að hann nyti samvista kvenna. Er hann hins vegar ekki alltaf sagður hafa komið vel fram við hjákonur sínar. Fyrrverandi aðstoðarmaður hans er til frásagnar um að Uday hafi gjarn- an ekið um í bifreið sinni um götur borga Íraks og ef hann ræki augun í föngulega konu sendi hann hand- bendi sín til að sækja hana – hvort sem henni líkaði betur eða verr. Þá átti Uday fjölda hraðskreiðra bifreiða, að minnsta kosti eitt hundrað, að sögn aðstoðarmanns- ins, þar af um 20 Rolls Royce bif- reiðir. Þótti bláfátækum Írökum nóg um veldið, sem var á forsetasyn- inum. Uday mun ennfremur hafa drukkið ótæpilega og neytt eitur- lyfja. Barði yfirsmakkarann til dauða Versta sagan sem sögð er um grimmd Udays er sagan af því er hann barði yfirsmakkara föður síns til dauða þar sem fjöldi fólks fylgdist með. Þetta var árið 1988 og hafði maðurinn unnið sér það til sakar að hafa kynnt Saddam fyrir konu, sem Saddam síðan kvæntist. Var Uday óánægður með hlutskipti móður sinnar, Sajidu, en hún ku hafa verið eina manneskjan sem Uday bar til- finningar til. Aðstoðarmaður Udays, sem áður var vitnað til, sagði Uday annars ekki sjálfan hafa pyntað menn, þó að hann hefði fengið sérstaka þjálfun í þeim efnum. Fékk hann aðra til þess. Fjöldi frásagna er hins vegar til af hrikalegum örlögum manna, sem hann taldi hafa gert á sinn hlut. Segir aðstoðarmaðurinn fyrrver- andi að Uday hafi í eitt skipti fleygt manni af fjórtándu hæð í háhýsi vegna þess að maðurinn hafði ekki staðið í skilum með fjárskuld við for- setasoninn. Elsti sonurinn alræmdur fyrir grimmd og gjálífi Bagdad. AP. AP Uday, eldri sonur Saddams Husseins (til hægri), á tali við bróður sinn, Qusay, í opinberu móttökusamkvæmi í Bagdad fyrir tveimur árum. slasast eða fjar- Einvarður segir Íslendingunum á Gemenos 22 ekki hafa orðið mjög hverft við sprenginguna sjálfa, enda töluvert um að sprengdir séu flug- eldar og púðurskot í hátíðarskyni á þessum slóðum. Hinn mikli viðbún- aður í kjölfarið hafi hins vegar vakið óróa. Á milli 500 og 1.000 Íslendingar eru vanalega í fríi á þessum árstíma á Benidorm að sögn Einvarðs. Þrátt fyrir mikinn fjölda Íslendinga á Benidorm eru íslenskar ferðaskrif- stofur ekki í viðskiptum við Hótel Nadal. Úrval-Útsýn segir að allir farþegar sínir séu í góðu yfirlæti á Benidorm en Hotel Nadal er í tals- verðri fjarlægð frá hótelum skrif- stofunnar á Levante-ströndinni. Þær upplýsingar fengust hjá Heims- ferðum, að fararstjórar þeirra hefðu ekki orðið sprenginganna varir. Þó var a.m.k. eitt hótel með íslenskum gestum á vegum Heimsferða rýmt í öryggisskyni. Einvarður segir Spánverjana sjálfa rólega þrátt fyrir hryðjuverk- in og segir það mál manna að um sé að ræða fámennan hóp meðlima í að- sklinaðarsamtökum Baska (ETA) sem reyni einkum að valda ring- ulreið fremur en manntjóni. m örfáum mínútum fyrir hryðjuverkið AÐEINS 10 mín-útum eftir aðGuðrún Ell- ertsdóttir, 17 ára nemandi við Estudios Sampere á Alicante, fór af snyrtingunni í skólanum sínum, sprakk snyrtingin í loft upp eftir sprengjuárás hryðju- verkamanna í bygg- ingunni. Sprengjunni var komið fyrir á hót- eli sem er sambyggt við skólann og eyði- lagðist helmingur skólans. Þegar sprengjan sprakk var Guðrún komin í skólastofu sína sem var nægilega langt frá sprengingunni. Aðrir nemendur voru þó ekki eins heppnir og Guðrún. „Það sprungu tvær skólastofur þar sem nemendur voru og einn þeirra höfuðkúpubrotnaði. Ég sá að hann var ataður blóði en hann gekk þó út í sjúkrabíl,“ sagði Guð- rún. „Það eru sex stofur í skólanum og annar helmingur skólabygging- arinnar hrundi. Ég var í þeim hluta sem slapp. Ég var á klósettinu 10 mínútum áður en sprengjan sprakk og hefði getað dáið þar.“ Eftir sprenginguna hljóp fólk út um neyð- arútganga og mikil skelfing greip um sig. „Það voru allir há- grátandi en fyrir ut- an tóku einhverjar gamlar konur okkur að sér og gáfu okkur að drekka,“ sagði Guðrún. Fyrirhugað er að nemendurinir fái áfallahjálp í dag, mið- vikudag, sólarhring eftir atburðinn þar sem skólastjóri frá Madrid hyggst ræða við nemendurna. „Fyrst eftir at- burðinn skalf ég eins og hrísla, en nú er ég að jafna mig á ströndinni. Skólinn var allur í blóði, allir vegg- ir og fólk sömuleiðis. Það var þó ekki mikið slasað fyrir utan þann sem höfuðkúpubrotnaði og þrjá aðra sem ég sá ekki.“ Hún segir það sæta furðu að skólinn skyldi ekki hafa verið rýmdur um leið og hótelið eftir að viðvörun um sprengjuna barst í gærmorgun. „Mér finnst það mjög fáránlegt því fólk slasaðist í skól- anum. Það hrundu tvær stofur, kló- settin og allur [milli]veggurinn.“ Íslensk stúlka slapp á ótrúlegan hátt Guðrún Ellertsdóttir Yfirgaf skólasnyrt- inguna 10 mínútum áður en hún sprakk AP Mynd frá ástandinu í skóla Guðrúnar skömmu eftir sprenginguna. Kona í blóði sínu hefur flúið út á svalir hússins auk karlmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.