Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 47 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 14 ára. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. YFIR 28.000 GESTIR! Stríðið er hafið! Sýnd kl. 6.10, 7, 8.30, 9.30 og 10.50. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.10. B.i. 14 ára. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 9 og 11.10. Sýnd kl. 4, 6.30 og 9  GH KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  SG. DV YFIR 28.000 GESTIR! Stríðið er hafið! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL ÞÚSUNDIR manna vottuðu salsa- drottningunni Celiu Cruz hinstu virð- ingu í Miami á laugardag. Celia lést á miðvikudag á heimili sínu í New Jers- ey 77 ára gömul. Líki söngkonunnar kúbversku var flogið til Miami þar sem er stórt sam- félag landflótta Kúbverja sem flúðu stjórn Fidel Castro sem komst til valda 1959. Celia var sjálf slíkur flóttamaður og fór frá eyjunni 1960, þá þegar orðin stjarna heimafyrir. Hún varð fljótt holdgervingur land- flótta kúbverja og andstæðinga stjórnar Castros og sagðist iðulega ekki munu syngja aftur á Kúbu fyrr en eyjan hefði verið frelsuð undan stjórnarháttum Fidels. Kistulagning Celiu fór fram í op- inberri viðhafnarbyggingu í Miami og er áætlað að tugir þúsunda hafi boðið steikjandi sumarhitanum birginn og beðið í röð svo klukkustundum skipti til að geta borið stjörnuna augum hinsta sinni. Minningarathöfn fór fram um kvöldið og var athöfninni hljóðvarpað utandyra handa þeim skara sem þar hlýddi á. Meðal gesta voru Gloria Estefan, Willy Chirino og húsnæðismálaráðherra Bandaríkj- anna, hinn kúbverskættaði Mel Mart- inez sem flutti kveðjuræðu frá Bush Bandaríkjaforseta. Í margra augum var Celia tákn- mynd Kúbu en hún varð fræg fyrir glaðværð og litskrúðuga sviðsfram- komu. Hún vann til Grammy-verð- launa fyrir tónlist sína og skildi eftir sig meira en 70 plötur. Tónlist hennar var bönnuð á Kúbu og var dauða hennar aðeins stuttlega minnst í fréttamiðlum þar í landi enda harður andstæðingur stjórnvalda. Celia verður jarðsett í New York í vikunni. Celia Cruz látin 77 ára Salsadrottning kvödd Reuters Celia Cruz sést hér á nýlegri mynd frá Grammy-hátíðinni í New York þar sem hún fékk verðlaun fyrir bestu salsaplötuna. JÆJA, þá er orðið tímabært að skoð hvernig paramálin standa hjá ríka og fræga fólkinu. Mel B er þannig sögð hafa fundið sér nýjan kærasta. Sá heitir Jason Steele og er fyrrum einkaþjálfari Díönu heitinnar prins- essu. Engar fregnir eru um að þau ætli að búa saman en einhverjir neist- ar eru þó farnir að fljúga og er gosinn Jason víst að aðstoða Melanie við að finna sér snotra íbúð í Lund- únum …Hinn nýkrýndi villingur Chris Martin, söngvari Coldplay hefur heldur betur veitt sögusögnum um að hann ætli sér að biðja Gwyn- eth Paltrow byr undir báða vængi með því að ljóstra upp að hann sé að búa til hring handa elskunni sinni. Marg- umtalað brúðkaup virðist því í sjón- máli en nú þegar eru vinir parsins farnir að velta vöngum yfir hvar þau ætli að sér að búa saman og hafa áhyggjur af því að það eigi eftir að verða þrautinni þyngra fyrir þau að ákveða það. Martin hefur nefnilega lýst yfir að hann hafi nákvæmlega engan áhuga á að búa í Bandaríkjunum á meðan Paltrow ku kunna best við sig í Holly- wood, þar sem hún var uppal- in …Annað sjóð- heitt par er Justin Timberlake og Cameron Diaz, sem ávarpa núorð- ið hvort annað sem „JT“ og „CD“. Lynn, móðir Just- ins, er víst heilluð af nýju tengdadótt- urinni og hefur fengið staðfest af spá- konu sinni að brúðkaup sé innan seilingar. En spákona sú á víst að hafa séð fyrir sambandsslit Justins og Britney... …Söngkonan Mya er þá sögð hafa tekið saman við rapparann 50 Cent. Þeir sem nærri Myu standa óttast þó um öryggi hennar en spúsi hennar er sagður eiga það til að koma sér í vanda en hann hefur hlotið alls níu skotsár og stundaði á sínum tíma eiturlyfjasölu. Hann ferðast öllum stundum með skothelt vesti, ef ske kynni að einhver af gömlu félögum hans myndi birtast til að gera upp gamlar skuldir FÓLK Ífréttum Innipúkinn, hátíð þeirra sem fara ekki út úr borg- inni um versl- unarmanna- helgina, verður haldin aftur í ár í Iðnó. Hátíðin fer fram laugardaginn 2. ágúst og hefst miða- sala í dag í 12 tónum við Skólavörðu- stíg. Miðaverð í forsölu er 1.800 kr. en 2.200 kr. við innganginn. Þess má geta að uppselt varð í fyrra. Tónlistin mun ráða ríkjum og segjast aðstandendur ætla að reyna að halda sig við upphaflegt markmið Púkans, að skemmta sér og skemmta öðr- um á sem fjölbreyttast- an og skemmtileg- astan hátt. Veitingastað- urinn í Iðnó verður opinn og er hægt að kaupa þar létta rétti gegn hóflegu gjaldi. Líkt og í fyrra verður hægt að ganga inn og út að vild þann tíma sem hátíðin stendur yfir. Þeir sem fram koma eru m.a. Lovers, Hudson Wayne, Innvortis, Mugison, Rúnk, Dr. Gunni, Botn- leðja, Trabant og einnig fjöldi plötu- snúða. Innipúkinn í Iðnó Innanhússútihátíð Dr. Gunni ætlar að innipúkast ásamt hljóm- sveit sinni um versl- unarmannahelgina. Hinn alræmdi innipúki Egill Sæbjörnsson. NICK McDonell vakti mikla at- hygli með fyrstu bók sinni Twelve sem hann skrifaði aðeins sautján ára gamall, en McDonnell verður brátt nítján ára. Stíllinn á bókinni hreif marga og ekki síst yrkisefnið sem mörgum fannst gefa góða sýn inn í heim unglingsbarna auðmenna í New York sem lifa enn innihalds- lausara lífi en foreldrarnir, ef það er þá hægt. Aðalsögupersónan er White Mike sem fengið hefur viðurnefnið af því hversu fölur hann er og grannvaxinn, eins og og reykur eins og segir í upphafi bókarinnar. Hann er bráðgáfaður, eiginlega snillingur, og alltaf upp á kant við kennara sína. Það verður á end- anum til þess að hann hættir í skóla og til að drepa tímann fer hann að selja kunningjum sínum eiturlyf. Mike er þó bindindismað- ur sjálfur, hefur aldrei reykt og aldrei bragðað vín. Hann hefur engar áhyggjur af því sem aðrir gera, reynir að sigla í gegnum lífið án þess að láta sig varða hvað fólk- ið í kringum hann, jafnaldrar og fyrrum skólafélagar hafast að en á þó einn góðan vin. Mestra vin- sælda nýtur lyfið Tólf, eða Twelve, sem bókin dregur nafn sitt af, eins- konar E-tafla, sem enginn gleymir sem hefur einu sinni reynt. Smám saman eru sögupersón- urnar kynntar til sögunnar í stutt- um myndum, sannfærandi mynd- brotum, en einnig beitir McDonnell innskotum úr fortíðinni til að gefa betri mynd af þeim. Þó er engin eiginleg persónusköpun í bókinni, frekar að sýndar séu tæki- færismyndir af viðkomandi, hvort sem hann er að deila við foreldri um fegrunaraðgerð, leita sér að ólöglegum vopnum, undirbúa partí eða á skautum í Miðgarði. At- burðarásin nær yfir fimm síðustu daga ársins og nær hámarki í kröftugri martröð á gamlárskvöld. Mikið af lofinu sem bókin hefur hlotið er til komið vegna þess hve höfundurinn var ungur þegar hann samdi hana, en hún á einnig vel heima í röð álíka bóka sem segja sögu fíkniefnaneytenda, sjá til að mynda Junkie og Speed eftir þá Burroughs-feðga, sem eru þó betri bækur að flestu leyti, sérstaklega sú fyrrnefnda. Innihalds- laust líf Árni Matthíasson Twelve eftir Nick McDonell. Atlantic Books í Lundúnum gefur út 2003. 100 síðna kilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.