Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRÚLEGA þekkir Júlíus Hall- grímsson, sem varð annar á Ís- landsmótinu í höggleik í fyrra, völlinn í Eyjum manna best, altént af þeim sem hugsanlega munu blanda sér í baráttuna um sigur. Hann segir völlinn aldrei hafa verið betri og um leið hafi hann aldrei verið eins erfiður. Völlurinn er stuttur og því lá beinast við að spyrja hvort þeir högglengstu tækju ekki bara dræver og fleygjárn með sér. „Nei, það dugar alls ekki núna. Það er raunar alltaf æskilegt að slá langt – ef það er beint líka. En völlurinn er þannig núna að ég held að menn verði að hugsa að- eins og staðsetja sig vel í stað þess að flengja boltanum bara eins langt og hægt er. Ég held því að menn muni taka allt settið með sér út á völl. Röffið er orðið svo þykkt og þungt að það liggur við að séu menn ekki á braut þýði það glatað högg,“ sagði Júlíus. Völlurinn í Eyjum er þannig að lokaholurnar gefa mikla mögu- leika á að taka áhættu sem skilar sér heppnist allt, en refsingin er mikil misheppnist höggið. „Það má segja að þetta byrji allt á þrettándu holu. Hún getur gefið vel en refsað mönnum séu þeir ekki nægilega nákvæmir. Fimmtánda holan er einnig til- valin til að taka áhættu en hún Menn verða að staðsetja sig vel  JUAN Roman Riquelme, knatt- spyrnumaður frá Argentínu, er á förum frá spænska stórveldinu Barcelona í kjölfar komu Ronald- inhos til félagsins. Ronaldinho var í gær gefin treyja Riquelmes, treyja númer tíu. Búist er við því að Barcelona láni Riquelme og njóti síðan starfskrafta hans síðar.  JENS Lehmann, hinn litríki markvörður Dortmund, sem hefur fimm sinnum verið rekinn af leik- velli, var orðaður við Arsenal í enskum fjölmiðlum í gær. Arsenal er að leita sér að markverði en Leh- mann er 33 ára gamall og hefur leikið 16 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann á aðeins eitt ár eftir af samn- ingi sínum við Dortmund og er talið að Arsenal þurfi að greiða um eina millj. punda fyrir hann.  LEHMANN hefur einu sinni áður leikið fyrir utan Þýskaland – þá sem leikmaður AC Milan. Hann hef- ur undanfarin ár barist um lands- liðssæti í þýska landsliðinu við Oliv- er Kahn, fyrirliða landsliðsins.  ÞESS má geta til gamans að um 20 markverðir hafa verið orðaðir við Arsenal síðan David Seaman, 39 ára, gekk til liðs við Manchester City á frjálsri stöðu fyrir mánuði. Eins og stendur er hinn 22 ára Stuart Taylor markvörður Arsenal númer eitt. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið.  BRASILÍSKI leikmaðurinn Emerson, fyrrverandi leikmaður Leverkusen, sagði að hann hefði ekki áhuga að fara til Chelsea, þeg- ar hann var spurður er leikmenn Roma á Ítalíu komu saman til æf- inga á mánudaginn. „Ég verð hér áfram,“ sagði Emerson.  ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Francesco Totti sýndi gott fordæmi á mánudaginn, þegar hann tilkynnti að hann myndi gera nýjan samning við Roma – og samþykkti að lækka laun sín til að aðstoða Rómarliðið í fjárhagserfiðleikum. Aðrir leikmenn liðsins hafa einnig samþykkt að laun þeirra verði lækkuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Totti sam- þykkir launalækkun. Það gerði hann einnig sumarið 2001, þegar hann skrifaði undir nýjan samning. „Ég er tilbúinn að taka þátt að vinna á fjárhagserfiðleikum liðsins,“ sagði Totti, sem er samningsbund- inn Roma til 2005.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er ánægður með leikmannahóp sinn, sem kemur til með að keppa við Manchester Unit- ed, Arsenal, Newcastle og Chelsea, eins og sl. keppnistímabil. Hann er ánægður með stóran hóp ungra leikmanna, sem hann hefur úr að tefla. „Þegar við lékum við Chesea var meðalaldur leikmanna okkar 24–25 ár, en hjá Chelsea var hann 29 ár.“ FÓLK spurning um hvernig röffið verður, ef það verður þétt og þykkt þannig að menn tapa hreinlega höggi á að fara þar út í þá gætu menn sett aukið vægi á að staðsetja sig frekar en slá langt. Samt efast ég um að menn breyti kylfubalinu mikið. Völlurinn, eða ákveðnar brautir, henta vel þeim sem slá langt. Ef það verður ekki mikill vindur á meðan mótið fer fram þá gæti ég trú- að að sigurvegarinn myndi leika á sjö til tíu höggum undir pari vallarins.“ Sama hjá stelpunum „Ætli þetta verði ekki svipað hjá stelpunum og venjulega, nema hvað Herborg verður ekki með. Ólöf María og Ragnhildur Sigurðardóttir eru lík- legastar til að berjast um sigurinn. Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR hefur bætt sig í sumar og á góðum degi getur hún komist í síðasta rás- hóp á sunnudeginum. Þórdís Geirsdóttir hefur trúlega verið hvað stöðugust af stúlkunum í sumar og hún ætlar örugglega að standa sig á þessu móti þar sem landsliðsþjálfarinn fylgist með. Svo er spurning hvað stelpunar úr Mos- fellsbænum gera, þær geta komist þarna upp á milli,“ sagði Hörður. Núverandi Íslandsmeistarar eruSigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Akureyrar og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili. Þau ætla sér að sjálf- sögðu stóra hluti í Eyjum og láta titilinn ekki frá sér án bar- áttu. Meistaramót klúbbanna voru haldin í síðustu viku og ættu þau að gefa einhverja mynd af því sem vænta má í Eyjum. Óneitanlega vek- ur frábær spilamennska Birgis Leifs Hafþórssonar mesta athygli en hann gerði sér lítið fyrir og lék hringina fjóra á 22 höggum undir pari og er það besti árangur sem Íslendingur hefur náð í golfi. Birgir Leifur verður með í Eyjum og verður að teljast sig- urstranglegur. „Birgir Leifur er ansi hreint líkleg- ur sigurvegari eftir þetta frábæra golf sem hann lék í meistaramótinu. Hann hefur líka kunnað vel við sig á vellinum í Eyjum,“ sagði Hörður Arnarson, golfkennari hjá Keili, þeg- ar hann var inntur eftir hvaða kylf- inga hann teldi líklegasta til að standa sig best. „Það eru nokkuð margir sem gætu verið ofarlega en hins vegar held ég að þetta verði jöfn og spennandi keppni – þeir einu sem gætu hugs- anlega stungið af eru atvinnumenn- irnir okkar. Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Már Sigurðsson gera báðir tilkall til sigurs og ekki má gleyma heima- manninum Júlíusi Hallgrímssyni. Ef hann er í stuði, er hann rosalega góð- ur kylfingur og fer því í hóp þeirra sem líklegastir eru til að ná langt. Það er spurning hvernig Íslands- meistarinn verður stemmdur. Sigur- páll er þannig að ef hann er vel stemmdur gengur honum allt í hag- inn og hitti hann á slíka daga þá getur hann alveg orðið í síðasta ráshóp á sunnudaginn. Einnig er rétt að nefna Harald Heimisson úr GR og Heiðar Davíð Bragason úr GKj, þeir geta vel blandað sér í baráttuna á toppnum. Ég held að það séu ekki fleiri sem verða um baráttuna um efsta sætið,“ sagði Hörður en síðan rifjuðust upp nokkur nöfn fyrir honum. „Örn Ævar Hjartarson úr GS hefur getuna til þess að sigra, en hann hefur ekki ver- ið mjög sannfærandi í sumar en það er aldrei að vita hvað hann gerir. Úlf- ar Jónsson hefur víst verið að leika vel og hann hefur allt sem til þarf. Hann gat reyndar ekki verið með í meistaramótinu, en það hefði verið góður undirbúningur fyrir hann. Ég held að þrátt fyrir kunnáttuna hjá honum, og raunar fleiri kylfingum, séu okkar bestu kylfingar orðnir það góðir að menn verði að vera í keppn- isæfingu til að ná langt.“ Spurður um völlinn í Eyjum, hvort hann hentaði frekar þeim sem eru högglangir, sagði Hörður: „Mér finnst líklegt að menn verði dálítið með dræverana á lofti. Það er þó Morgunblaðið/Friðþjófur Keilismennirnir Úlfar Jónsson og Björgvin Sigurbergsson. Hörður Arnarson golfkennari spáir í spilin fyrir landsmótið í golfi í Eyjum Birgir Leifur er líklegur til afreka ÍSLANDSMÓTIÐ í höggleik hefst í Vestmannaeyjum á morgun. Þar munu 150 bestu kylfingar landsins reyna með sér og kljást við golf- völl Eyjamanna. Flestir sem taka þátt ætla sér stóra hluti, en á sunnudaginn verður aðeins einn sigurvegari í hvorum flokki. Eftir Skúla Unnar Sveinsson FYRRVERANDI leikmaður Bolton, Michael Johansen, er mættur til æfinga hjá Stoke City. Liðið er í æf- ingaferð í Hollandi og Johansen, sem er danskur lands- liðsmaður, verður í viku við æfingar hjá félaginu og eftir það munu forráðamenn Stoke taka ákvörðun um hvort honum verði boðinn samningur. Johansen er 31 árs gamall miðjumaður en hann lék 140 leiki með Bolton frá 1996–2000 og skoraði í þeim 21 mark. Johansen var mjög vinsæll hjá stuðnings- mönnum Bolton en hann hefur verið samningsbundinn AB í Kaupmannahöfn síðan hann fór frá Bolton. Johansen hefur átti í töluverðum meiðslum síðustu tvö tímabil en talið er að hann vilji fara aftur til Eng- lands til að leika knattspyrnu. Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við Stoke á síðustu dögum. Miðjumaðurinn John Eustace, Coventry, Clint Hill, varnarmaður frá Oldham og sóknarleikmaðurinn Gifton Noel-Williams, sem kom frá Watford. Michael Johansen æfir með Stoke BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem hefur leikið með Stoke City síðustu fjögur tímabil er byrjaður að æfa aftur með félaginu. Brynjar Björn er samningslaus en forráðamenn Stoke ákváðu í síðustu viku að hætta samningsviðræðum við Brynjar. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði ekkert breyst í sambandi við samningsmál Brynjars. „Brynjar Björn býr í Stoke og hann spurði hvort hann mætti æfa með liðinu til að halda sér í formi. Okkur fannst ekkert að því en Brynjar æfir aðeins með unglingaliðinu þar sem aðalliðið er í æfingaferð í Hollandi,“ sagði Gunnar Þór. Brynjar Björn fór til Portúgals eftir sl. keppnis- tímabil og æfði þar um tíma með 1. deildarliðinu Braga. Þá hélt hann til Barnsley á dögunum og æfði þar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, sem er nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins. Brynjar Björn æfir hjá Stoke City EYJAMENN ætla að hafa golf- völl sinn í eins góðu standi og kostur er á Íslandsmótinu. Að- alsteinn Ingvarsson vallarstjóri sagði í gær að mikill þurrkur hefði verið síðustu viku og síðan hefði suddað aðeins þannig að það hefði blotnað vel í. „Ég væri samt alveg til í að skrúfa fyrir núna. Það er svo erfitt að slá í bleytunni,“ sagði Aðalsteinn í gær. Hann sagði að búið væri að þrengja brautir nokkuð mikið á vissum stöðum. „Við þrengdum brautir á þeim stöðum þar sem þeir allra högglengstu gætu lent og viljum með því reyna að fá menn til að hugsa aðeins og reyna að spila á brautum. Röffið verður loðið og þungt þannig að það borgar sig að vera á braut- unum. Völlurinn er stuttur og því gerum við þetta svona til að gera hann erfiðari,“ sagði vallarstjór- inn sem sagði erfitt að segja um hversu hraðar flatirnar yrðu, en stefnan væri að hafa þær hraðar. Brautir þrengdar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.