Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 33
✝ Hrefna Níelsdótt-ir fæddist á Bala-
skarði í Laxárdal í
Austur-Húnavatns-
sýslu 21. janúar 1924.
Hún lést á Landakoti
6. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Níels Hafstein
Jónsson, f. 16. októ-
ber 1887, d. 22. des-
ember 1974, bóndi á
Balaskarði til 1927,
og Þóra Emelía
Grímsdóttir, f. 28.
september 1894 á
Búðareyri við Reyð-
arfjörð, d. 3 september 1967, hús-
freyja. Systkini Hrefnu eru: 1) Jó-
hann G. Guðmundsson, póst-
fulltrúi og stöðvarstjóri á
Akureyri, f. 25. nóvember 1917, d.
11. mars 1980, sonur Guðmundar
Frímannssonar, f. 28. maí 1882, d.
30. nóvember 1918. Jóhann
kvæntist Hjördísi Óladóttur, f. 22.
desember 1922 og eignuðust þau
fjögur börn. 2) Maren Níelsdóttir
Kiernan, húsmóðir,
f. 16. janúar 1922,
giftist Stanley
Kiernan, f. 18 janúar
1915, d. 7. nóvember
1998, og eignuðust
þau sex börn. 3) Sig-
ríður Níelsdóttir,
fyrrverandi verslun-
armaður í Reykja-
vík, f. 15. nóvember
1922.
Hrefna hóf fyrst
störf við Ljósmynda-
stofu Lofts Guð-
mundssonar í febr-
úar 1941 og starfaði
þar fram til haustsins 1951 er hún
hóf störf við Barnaljósmyndastof-
una Borgartúni 7 í Reykjavík en
þar starfaði hún fram á mitt ár
1958. Þá hóf Hrefna störf sem
ljósmyndari á Landspítalanum og
þar starfaði hún óslitið fram á
mitt ár 1993 er hún lét af störfum
vegna aldurs.
Bálför Hrefnu fór fram 21. júlí í
kyrrþey að hennar ósk.
Elsku frænka. Þegar við sátum
saman síðast fyrir um mánuði og
spjölluðum um líðandi stund, upp-
vaxtarár þín, samferðamenn og svo
margt margt annað, las ég það úr
orðum þínum að uppgjör væri í nánd.
Kveðjustundin hjá okkur þarna varð
óvenju löng og það var erfitt að búa
langt frá þér þessa síðustu daga. Mig
langar því að minnast samfylgdar
okkar og samveru með nokkrum lín-
um.
Þegar ég læt hugann reika til
baka, ert þú mér fyrst í minni þegar
ég var um tveggja ára gömul. Þá var
ég á myndastofunni hjá þér þar sem
þú varst að vinna í þá daga en þangað
hafði ég farið í ljósmyndatöku til þín.
Það er mér einnig í fersku minni þeg-
ar ég kom í heimsókn til ykkar
systra, þín og Siggu og ömmu sem
þið hugsuðuð svo mikið um, að þú
hafðir svo mikinn áhuga á að tala við
mig og okkur krakkana. Ég man
hvað ég var hrifin af því þegar þú
sýndir mér myndablöðin þín og alla
litlu fallegu hlutina. Kaktusarnir þín-
ir voru einnig ógleymanlegir og
blómstruðu á svo einstakan hátt.
Þegar árin liðu og ég fór sjálf að
búa komuð þið Sigga systir þín oft í
heimsókn til mín en þið voruð sem
hluti af okkur. Á sunnudögum, jólum,
páskum og öðrum tyllidögum þegar
börnin lögðu á matarborðið voru allt-
af settir diskar fyrir ykkur án þess að
spurt væri fyrst, því svo sjálfsagt var
að þú og Sigga borðuðuð með okkur.
Alltaf varstu jafnkát þegar ég
eignaðist börnin og tilbúin varstu
með myndavélina að mynda nýja fjöl-
skyldumeðliminn og á ég þér þar
mikið að þakka. Þegar yngsta barnið
mitt fæddist kom ekki annað til
greina en að stúlkan yrði nafna þín
enda varst þú sú fyrsta sem sást
hana og myndaðir frá fyrsta augna-
bliki.
Þú varst alltaf til í tilbreytingu ef
upp á var stungið og lést ekki á því
bera þótt verkirnir væru stundum
óbærilegir. En ég vissi betur, að frá
því að þú varst sjö til átta ára áttir þú
við bakvandamál að stríða og máttir í
heilt ár vera rúmliggjandi á Landa-
kotsspítala.
Ferðalög voru þér kærkomin, þú
og Sigga siglduð með Gullfossi, fóruð
flugleiðis til Englands, ferðuðust
mikið um Ísland og sólin var þér afar
kær. Það var ósjaldan sem þú sagðir
við mig: „Þú ert vís með að koma með
mér til sólarlanda, mig hefur alltaf
langað til að fara þangað sem sólin
skín.“ Fyrir um sex árum fékk ég
gott tilboð í ferð til Mallorca í apríl–
maí. Þarna gafst mér tækifæri að
verða við bón þinni um sólarlanda-
ferð og skelltum við okkur tvær
frænkurnar saman í þessa ferð.
Ferðin var vel heppnuð í alla staði og
í fimm vikur var frá mörgu að segja.
Þá kynntumst við mörgu góðu fólki.
Þar á meðal voru hjónin Frímann og
Sólveig og svo Hallgrímur og Ragn-
hildur sem þú minntist svo oft á síð-
ar. Oft þegar ég kom í heimsókn til
ykkar systra var myndaalbúmið úr
Mallorcaferðinni tekið upp og skoðað
til að minnast þessarar skemmtilegu
ferðar.
Nokkrar sumarbústaða- og berja-
tínsluferðir fórum við saman og þá
var alltaf kátt á hjalla. Ekki get ég
gleymt hvað gaman var að fara með
þér á ballettsýninguna hjá nöfnu
þinni í Íslensku óperunni og svo í
kaffi á Borgina á eftir. Þá fórum við
saman á vel heppnað ættarmót að
Húnavöllum, heimsóttum bernsku-
slóðir ykkar systra og svo má lengi
telja.
Það var fyrir nokkrum árum að þú
fórst að finna til fyrir hjarta og þá lá
leiðin nokkrum sinnum inn á hjarta-
deild. En þú náðir þér í hvert sinn
þokkalega og komst heim aftur, þar
sem hún Sigga systir þín beið og
hugsaði svo vel um þig. Þið vissuð
báðar að alltaf væri hægt að kalla í
mig, dag sem nótt, og það var mér
mikil ánægja að geta veitt þér og
Siggu þá aðstoð sem í mínu valdi
stóð.
Elsku Hrefna, minning þín mun
alltaf lifa með mér og ég þakka fyrir
að hafa átt þig sem frænku.
Stella S. Kiernan.
Rétt fyrir miðnætti hinn 6. júlí lést
móðursystir mín, Hrefna, á Landa-
koti eftir löng og ströng veikindi. Þó
vitað væri að hverju stefndi kom and-
látsfregnin mér í opna skjöldu og
fylltist ég miklum tómleika. Raun-
verulega þráði Hrefna hvíldina en
vildi ekki yfirgefa systur sína Siggu.
Hrefna fæddist 21. janúar 1924 á
Balaskarði í Laxárdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Hún var þriðja
barn afa og ömmu, Níelsar Hafsteins
Jónssonar og Þóru Emelíu Gríms-
dóttur en fyrir átti amma Jóhann G.
Guðmundsson, síðar póstmeistara á
Akureyri, sem nú er látinn. Jóhann
fór ungur í fóstur til föðurfólks síns.
Þegar Hrefna var á þriðja ári skildu
leiðir afa og ömmu og Hrefna fluttist
suður til Reykjavíkur með ömmu.
Eldri dæturnar, móðir mín, Maren,
sem var tæpum tveimur árum eldri
en Hrefna, og Sigríður, sem var ári
eldri, urðu eftir hjá föðurfólki afa á
Hofi úti á Skaga. Erfiðir tímar fylgdu
þeim mæðgum fyrir sunnan en á
þeim árum var mikil húsnæðisekla
og atvinnuleysi. Voru þær mæðgur
alltaf mjög samrýndar. Systkinin
skrifuðust á með hjálp fullorðna
fólksins því langt var á milli og sáust
þau sjaldan. Þegar Hrefna var á ní-
unda ári var hún lögð inn á Landakot
þar sem talið var að hún væri smituð
af berklum og var hún sett í gifs eins
og þá tíðkaðist við berklasjúklinga.
Þar lá hún í eitt ár. Var það hræðileg-
ur tími fyrir svo ungt barn. Eftir
veruna á Landakoti var hún með
ónýtt bak en slík var meðferðin í þá
daga. Eldri systurnar sameinuðust
síðar mæðgunum við 16–17 ára aldur
og bjuggu þær saman þröngt en í
mikilli sátt.
Frá 17 ára aldri starfaði Hrefna
við ljósmyndastörf og lauk hún
sveinsprófi í ljósmyndasmíði 1964.
Um mitt ár 1958 hóf hún brautryðj-
andastörf sem ljósmyndari við Land-
spítalann og starfaði til loka júní
1993. Hrefna var alls staðar vel liðin
og alltaf tilbúin að takast á við ný
verkefni og byggði hún upp ljós-
myndastarfsemina á Landspítalan-
um sem er í dag ómissandi þáttur í
starfsemi Háskólasjúkrahússins.
Hrefna var alltaf tilbúin, hvort sem
var að kveldi eða um helgi, að skjót-
ast upp á sjúkrahús að beiðni
læknanna til að mynda fyrir aðgerð.
Eftir að hafa starfað árum saman ein
hjá sjúkrahúsinu við myndatökur,
framköllun og stjórn ljósmyndaein-
ingarinnar fékk hún sér til aðstoðar
Helgu Ívarsdóttur, og var það mikil
hjálp að geta dreift verkefnum á
fleiri hendur þar sem starfsemin
varð stöðugt yfirgripsmeiri. Veit ég
að margir muna eftir Hrefnu hlaup-
andi um ganga Landspítalans með
myndavélina. Árið 1946 giftist móðir
mín og flutti að heiman. Ári síðar
fæddist ég og var frá fyrstu tíð mikið
hjá ömmu, Hrefnu og Siggu eða
stelpunum, eins og þær voru einfald-
lega kallaðar. Sorg Siggu er mikil því
þær Hrefna voru búnar að búa sam-
an í 65 ár. Elsku Sigga og mamma,
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Hvíldu í friði, elsku Hrefna mín, og
ég þakka þér allar góðu stundirnar.
Þinn fóstursonur
Edward V. Kiernan.
Victor Pétur bróðir hringdi í mig
til London snemma á mánudags-
morgun í síðustu viku til að láta mig
vita að Hrefna frænka hefði látist
kvöldið áður. Fyrstu viðbrögð mín
voru þau að hugsa að þetta gæti ekki
verið rétt. Hafði ég ekki talað við
hana í símann einmitt í gærkvöldi og
hún verið svo hress?
Ég get hiklaust sagt að ég eigi ekki
til slæma minningu um hana Hrefnu.
Þær Hrefna og Sigga, móðursystur
mínar, voru ógiftar og héldu heimili
saman öll sín fullorðinsár. En við
systkinin litum á þær jafnframt sem
hluta af okkar fjölskyldu. Það er erf-
itt að hugsa til Hrefnu án þess að
Sigga sé inni í myndinni líka. Hrefna
Sigga og Sigga Hrefna, kallaði einn
lítill frændi þær, því að þær gerðu
flest saman.
Þegar ég sit hérna núna og rifja
upp gamlar minningar þá fyllist
hjarta mitt hlýju og gleði, en umfram
allt söknuði. Ég sé hana fyrir mér,
alltaf broshýra og „elegant“, en það
var orð sem Hrefna notaði mikið
sjálf. Þær Sigga höfðu mikið yndi af
að fara í leikhús, á tónleika og að
ferðast um landið. Sigga keyrði bíl-
inn og Hrefna tók heilmikið af ljós-
myndum, því að hún sá fegurð í
hverjum steini og í hverri þúfu.
Því miður komu Hrefna og Sigga
aðeins tvisvar í heimsókn til mín í
London. Þær töluðu oft um að koma
aftur, en einhvern veginn dróst það
alltaf og því fór sem fór. Það var sum-
arið 1980, þegar þær komu í annað
sinn og gistu þá hjá mér í Clapham.
Við Philip höfðum nýlega flutt í okk-
ar fyrsta hús, og vorum að gera það
upp. Anna Maren, okkar fyrsta barn,
var nokkurra mánaða gömul og húsið
eins og það væri í byggingu. Til að
gera illt verra þá vorum við ekki
heima þegar þær komu vegna heim-
boðs, sem okkur hafði ekki tekist að
afþakka. Jæja, en ekkert stóð í vegi
fyrir frænkum mínum. Þær höfðu
fundið lykilinn, þar sem við höfðum
falið hann undir ruslatunnu, rutt sér
leið í gegnum ruslið og fóru að búa til
blómkálssúpu. Þær voru þá með
kartöflugarð og höfðu ræktað nokk-
ur blómkálshöfuð og komið með eitt
þeirra með sér. Það var indælt að
hafa þær og þær létu ástandið með
húsið okkar lítið á sig fá, þó að þær
fengju svo sannarlega að finna fyrir
því, þegar þilið yfir stiganum féll nið-
ur klukkan fjögur eina nóttina, með
þvílíkum hávaða og fyllti allt húsið
þykkum rykmekki. Það var kannski
ósköp skiljanlegt að þær kæmu aldr-
ei í heimsókn til mín aftur!
Það var alltaf gott að heimsækja
Hrefnu og Siggu. Manni var boðið
upp á veislumat, jafnvel þó að maður
liti inn óboðinn. Sigga sló í gegn með
matartilbúningi og súkkulaðitertan
hennar Hrefnu var uppáhald allra.
Það var líka alltaf friður og rólegheit
á heimilinu hjá þeim, svo að ég bað
um að vera hjá þeim á meðan ég var í
próflestri fyrir stúdentspróf. En ég
var svo óvön kyrrðinni, að á meðan
Hrefna og Sigga voru í vinnu á dag-
inn og ég átti að vera að lesa, þá svaf
ég vært.
Heilsu Hrefnu hrakaði síðustu
mánuðina og var hún lögð inn á
Landakot í janúar. Sigga fylgdi henni
þangað nokkrum vikum seinna, og
gátu þær eytt dýrmætum tíma sam-
an.
Við töluðum iðulega saman í síma
og er ég þakklát fyrir að hafa hringt í
þær systurnar á sunnudagskvöldinu.
Þær voru báðar svo ánægðar og
hressar og Hrefna gerði að gamni
sínu eins og hún átti vana til. Við
kvöddumst með því að senda kossa í
gegnum símþráðinn, og hlökkuðum
til að hittast þegar ég kæmi í heim-
sókn í ágúst. Örlögin urðu þau að það
verður ekki. Ég mun aldrei gleyma
þessu ánægjulega samtali og verð
ætíð þakklát fyrir að eiga þessa
minningu.
Blessuð sé minning Hrefnu
frænku minnar. Megi hún hvíla í
friði. Elsku mamma og Sigga
frænka, megi Guð styrkja ykkur í
söknuði ykkar.
Erla.
Þegar ég kom til starfa við hand-
lækningadeild Landspítalans, sem
þá var ekki háskólaspítali, í lok
fimmta áratugar síðustu aldar, eftir
að hafa þefað af lýtalækningum í Sví-
þjóð um skeið, vissi ég að til þess að
geta stundað þá sérgrein af viti varð
ég að hafa aðgang að ljósmyndara.
Góður ljósmyndari var lykilstarfs-
maður á þeim lýtalækningadeildum
sem ég hafði kynnst.
Líklega hefur það þó ekki verið
með tilliti til lýtalækninga, sem voru
þá ekki viðurkennd sérgrein á Ís-
landi, að á miðju ári 1958 var ráðinn
lærður ljósmyndari að röntgendeild
Landspítalans. Þessi ljósmyndari hét
Hrefna Níelsdóttir og var hún upp-
haflega ráðin sem röntgentæknir.
Það kom fljótt í ljós að þörf var fyrir
ljósmyndara á spítalanum af mörg-
um ástæðum og sá þáttur í starfi
Hrefnu þróaðist smátt og smátt í
fullt starf.
Þegar heim kom var eitt af mínum
fyrstu verkum að finna ljósmyndar-
ann á röntgendeildinni og tryggja
mér þjónustu hennar. Þetta var ung
og glaðbeitt kona, full af áhuga fyrir
starfi sínu og tilbúin til að takast á við
verkefni, sem ekki tilheyrðu hefð-
bundinni ljósmyndun. Framhald af
þeim fundi varð samstarf sem entist
starfsævi okkar beggja. Hrefna var
ekki aðeins afburða ljósmyndari
heldur líka samstarfsmaður sem
aldrei brást væri til hennar leitað
hvenær sem var sólarhrings. Það var
hægt að fara með myndirnar hennar
í farteskinu hvert sem var og þeim
var oft hrósað fyrir gæði. En starfs-
svið Hrefnu varð ekki aðeins að ljós-
mynda sjúklinga. Hún varð fljótlega
ómissandi við að skjalfesta persónur
og atburði sem tengdust starfsemi
spítalans innan hans sem utan og hún
var alltaf til staðar án þess að láta
mikið fara fyrir sér.
Á 50 ára afmæli Landspítalans var
saga hans skráð og gefin út. Þessi
saga var vægast sagt gloppótt enda
var höfundur hennar skáld alls
ókunnugt starfsemi sjúkrahússins.
Ef ekki hefðu komið til myndirnar
hennar Hrefnu væri þessi saga varla
talin merkileg. Það er trú mín að
verði saga Landspítalans skráð að
nýju af fagmanni á 75 eða 100 ára af-
mæli stofnunarinnar muni myndir
Hrefnu skipa þar veglegan sess.
Nú er komið að þeirri kveðjustund
sem ekki verður umflúin. Sá sem eft-
ir verður og lítur yfir langa ævi minn-
ist samferðafólksins og samverka-
fólksins. Þar eru hvað Hrefnu varðar
aðeins í huga mér jákvæðar minn-
ingar og þakkir fyrir vináttu og sam-
starf sem aldrei bar skugga á.
Aðstandendum votta ég innilega
samúð.
Árni Björnsson.
HREFNA
NÍELSDÓTTIR
Ástkær sambýlismaður minn,
EINAR GUNNAR ÓSKARSSON,
Álfheimum 6,
lést sunnudaginn 20. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinbjörg Steingrímsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur og bróðir,
ÓLAFUR GUNNARSSON,
Þórólfsgötu 10A,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstu-
daginn 25. júlí kl. 14.00.
Ingveldur Einarsdóttir,
Inga Birna Ólafsdóttir, Sæmundur Þór Hauksson,
Linda Björk Ólafsdóttir,
Sævar Birgir Ólafsson, Hulda Þorsteinsdóttir,
Hafdís Bára Ólafsdóttir,
Kristín Birta Ólafsdóttir,
Ingibjörg Ágústsdóttir, Gunnar Guðjónsson,
systkini hins látna
og aðrir aðstandendur.
Frændi okkar og vinur,
HALLDÓR HANSEN
fyrrv. yfirlæknir,
Laufásvegi 24,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti
mánudaginn 21. júlí.
Agla Marta Marteinsdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.