Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
STOFNFISKUR hefur gert
samning til átta ára við skozka
seiðaeldisfyrirtækið Kinloch
Damph Ltd. um sölu á allt að
10 milljónum hrogna árlega.
Jafnframt hefur Stofnfiskur
samið um ýmsa þjónustu við
framleiðendur í Skotlandi og á
Hjaltlandi og stefnir í það á
næstu árum að annaðhvert
laxaseiði á Hjaltlandi verði
upprunnið hjá Stofnfiski á Ís-
landi. Tekjur vegna þessa
samnings nema á bilinu 80 til
100 milljónum króna á ári.
Vigfús Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Stofnfisks, segir
þetta stóran samning fyrir lítið
fyrirtæki. Samingurinn hafi
verið í uppnámi vegna þess að
Alþingi hafði ekki staðfest til-
skipun EB um flutning á lifandi
eldisfiski og hrognum milli
landa. Það hafi síðan verið gert
með bráðabirgðalögum og sé
það lykilinn að sókn íslenzkra
fiskeldisfyrirtækja inn á mark-
aðinn innan EB.
Góð fótfesta
„Þessi samningur felur ekki
aðeins í sér sölu frjógvaðra
hrogna, heldur munum við
fylgja seiðunum eftir þegar
seiðaeldisstöðin selur þau frá
sér til stöðva sem annast
áframeldið. Í því felst ýmis
þjónusta hvað varðar gæðamál
og kynbætur síðar meir. Við er-
um með hliðstæðan samning
við fyrirtæki á Írlandi svo við
erum búnir að ná góðri fótfestu
í þeim tveimur löndum Evrópu-
sambandsins, sem eru komin
hvað lengst í laxeldi. Með þessu
erum við ekki bara að ná há-
marksnýtingu í hrognafram-
leiðslunni hérna heima, heldur
erum við að færa þjónustu okk-
ar nær markaðnum.
Þá var það mjög mikilvægt
að við opnum nýs kynbótahúss
og klakstöðvar hjá skozka fyr-
irtækinu voru viðstaddir Árni
M. Mathiesen, sjávarútvegsráð-
herra, og tveir af æðstu yf-
irmönnum EB í fiskeldismál-
um. Okkur gafst því gott
tækifæri til að kynna EB-
mönnum hvað er að gerast í
fiskeldismálum á Íslandi og það
mun vafalítið skila sér í betri
árangri á næstunni,“ segir Vig-
fús Jóhannsson.
80.000 manns við fiskeldi
Viðstaddir opnun nýja
kynbótahússins í Wester Ross í
Skotlandi, sem rekið er sameig-
inlega af Stofnfiski og Kinloch
Damph, voru auk Árna M.
Mathiesen, Constantin Vamv-
akas, yfirmaður stefnumörkun-
ar EB í fiskeldismálum, og
Struan Stevenson, þingmaður á
Evrópuþinginu og forseti fisk-
eldisnefndar þess.
Þeim varð báðum tíðrætt um
góðan árangur í fiskeldi í Skot-
landi. Stevenson sagði að fisk-
eldi innan EB skilaði nú þegar
17% af fiskframboði innan þess.
80.000 manns ynnu við fiskeldið
og þar af um 8.000 í Skotlandi.
„Fiskeldið hefur sýnt ótrúlega
getu til framfara. Samvinna
Stofnfisks og KLD í kynbótum
á laxi leiðir til betri fóðurnýt-
ingar og vaxtar, dregur úr
sjúkdómum, laxinn verður ekki
eins feitur, með þéttara hold og
góðan náttúrulegan lit og útlit.
Auk þess hefur þessum árangri
verið náð með lágmarks áhrif-
um á umhverfið,“ sagði Steven-
son.
Stofnfiskur semur um
sölu 10 milljóna hrogna
METAÐSÓKN hefur verið að nám-
skeiðum Sumarskóla nýbúa, sem rekinn
er af Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
Íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR) og
Námsflokkum Reykjavíkur, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu. Þetta er
ellefta árið sem sumarskólinn er starf-
ræktur og eru nemendur alls 523 þetta
árið.
Skólinn starfar í húsnæði Austurbæj-
arskóla á morgnana, og í húsnæði Náms-
flokkanna í Mjódd og Miðbæjarskóla á
kvöldin. Vegna mikils fjölda nemenda
hafa Heimilisiðnaðarskólinn og Tjarn-
arskóli einnig léð húsnæði sitt undir
kennslu.
Faglært starfsfólk, gæsla og leikir
Kennsla barna fer fram á morgnana
og um hana sjá kennsluráðgjafar við ný-
búafræðslu hjá Fræðslumiðstöð. Náms-
flokkar Reykjavíkur sjá um kennslu full-
orðinna, með styrk frá mennta-
málaráðuneyti. Ungmenni frá ÍTR sjá
um gæslu barna og leikjanámskeið síð-
degis. Kennarar eru margir vanir tungu-
málakennarar og er það reynsla hjá
Námsflokkunum að kennarar í erlendum
tungumálum séu vel til þess fallnir að
kenna íslensku sem annað tungumál.
Fjölbreyttur uppruni
Nemendur eru frá 86 þjóðum og öllum
heimsálfum. Kennsluefni er af ýmsu tagi
og flest samið af kennurum Námsflokk-
anna. Sömuleiðis er í vinnslu íslensk-
víetnömsk orðabók og íslenskt-taílenskt
orðasafn, sem eflaust eiga eftir að koma
að góðum notum í kennslunni síðar
meir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Krakkarnir í Sumarskóla nýbúa eru frá 86 þjóðum. Þau tóku sér stund frá námi í gærmorgun.
Eftirsótt nám-
skeið í íslensku
RÚMLEGA átta metra hár sívalningur mun næsta
sumar rísa við Kröflu og þar munu vísindamenn búa
og gera tilraunir sem eiga að auka skilning þeirra á
landslagi og lífríki á reikistjörnunni Mars. „Krafla er
það landsvæði í heiminum sem einna helst líkist að-
stæðum á Mars. Eldvirkni var eitt sinn mikil á reiki-
stjörnunni rétt eins og við Kröflu og það gerir okkur
kleift að gera ýmsar samanburðarrannsóknir á jarð-
fræði eldvirkra svæða á jörðinni og eldvirkni eins og
við teljum að hafi eitt sinn verið á Mars,“ sagði Bo
Maxwell, forseti Mars-félagsins í Bretlandi, í samtali
við Morgunblaðið.
Þegar hafa tvær rannsóknarstöðvar verið reistar,
önnur er á hinni köldu og eyðilegu Devon-eyju í Kan-
ada og hin í eyðimörk í Utah-ríki í Bandaríkjunum.
Stöðin sem á að setja niður við Kröflu hefur þegar ver-
ið byggð og er nú í geymslu í Chicago í Bandaríkj-
unum. Stöðin er á þremur hæðum, á efstu hæðinni er
svefnskáli og á hinum hæðunum eru m.a. eldhús, æf-
ingasalur og rannsóknarstofur og verður hún vænt-
anlega flutt til Íslands næsta vor.
Í geimbúningum við rannsóknir
Maxwell segir að auk rannsókna á eldvirkni við
Kröflu muni vísindamenn gera tilraunir með ýmsan
búnað, s.s. tæki til að afla sýna úr grjóti, talstöðvar- og
tölvukerfi. Við rannsóknarstöðvarnar á Devon-eyju og
í Utah má stundum sjá menn ganga um í geimbún-
ingum. Aðspurður segir Maxwell að búningarnir veki
að sjálfsögðu mikla athygli á starfseminni. Þetta sé þó
ekki bara auglýsingarbrella því með því að fram-
kvæma tilraunir íklæddir geimbúningum fái vís-
indamenn betri tilfinningu fyrir þeim aðstæðum sem
búnaður þeirra verður notaður við. „Þegar menn
hanna búnað sem á að nota í jafn harðneskjulegu um-
hverfi og á Mars er auðvelt að prófa hann á rannsókn-
arstofu. Ef eitthvað bilar þá er lítið mál að taka hann í
sundur og nota fingurna til að gera við. Það er allt
annað mál að nota búnaðinn við raunverulegar að-
stæður þegar menn eru með þunglamalega hanska
sem þeir geta ekki tekið af sér,“ sagði Maxwell.
Áður en rannsóknarstöðin verður flutt til Íslands
mun hún væntanlega verða til sýnis í Bretlandi í haust
og þaðan fer hún á sýningu í Brussel.
Geimrannsókn-
arstöð mun rísa
við Kröflu
GENGISHAGNAÐUR Baugs vegna fjárfestingar í
verslanakeðjunni Big Food Group í Bretlandi er um
5,8 milljarðar króna miðað við gengi hlutabréfanna nú.
Baugur á rúmlega 22% í Big Food Group. Hluturinn
var að mestu leyti keyptur seint á síðasta ári og þessi
gengishagnaður er miðaður við allt tímabilið. Hann er
óinnleystur, sem þýðir að fyrirtækið nýtur hans ekki
fyrr en bréfin verða seld, seljist þau á því gengi sem nú
er skráð á kauphöllinni í London.
Hagnaður Baugs eftir skatta á fyrsta rekstrarfjórð-
ungi ársins, mars til maí, nam 3,5 milljörðum króna.
Stærstur hluti þess hagnaðar er vegna óinnleysts
gengishagnaðar vegna hlutabréfaeignar í breskum
verslanakeðjum. Gengishagnaður vegna eignarhluta í
Big Food Group, House of Fraser og Somerfield nam
samtals um 3,3 milljörðum króna á fyrsta rekstrar-
fjórðungi ársins.
Mikill óinnleystur
gengishagnaður
Baugs vegna BFG
Hagnaður/12
♦ ♦ ♦
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur stað-
festi í gær nauðasamning Móa hf.
fuglabús við lánardrottna sína frá 2.
júní sl. Varnaraðilar málsins voru
Hamar ehf., Mjólkurfélag Reykjavík-
ur svf. og Reykjagarður hf. Af þeirra
hálfu var því mótmælt að nauðasamn-
ingurinn yrði staðfestur. Töldu þeir
m.a. að grunsemdir væru um að Móar
hefðu brotið gegn lögum um gjald-
þrotaskipti með því að hafa boðið
ákveðnum kröfuhöfum, Sorpu hf. og
Orkuveitu Reykjavíkur, ívilnun um
greiðslu gegn afturköllun krafna
þeirra. Dómurinn taldi slíkt ósannað,
enda hefði það eitt komið fram að kröf-
urnar hefðu verið afturkallaðar.
Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdóm-
ari kvað upp úrskurðinn.
Nauðasamn-
ingur Móa hf.
staðfestur