Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 15 ÞAÐ er nú orðið aukaatriði að finna írösku gereyðingarvopnin sem George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði meginástæðuna fyrir því að hann hóf stríð gegn stjórn Saddams Husseins, segir Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við fréttamenn um borð í þotu bandaríska hersins á leið til Washington á mánudagskvöldið, eftir fimm daga ferð um Írak, sagði Wolfowitz að það væri verk- efni bandarískra leyniþjón- ustustofnana að skera úr um ger- eyðingarvopnamálið. „Ég hef engan áhuga á gereyð- ingarvopnum,“ sagði Wolfowitz við fréttamennina sem voru í för með honum. „Ég hef áhuga á að koma Írak af stað á ný. Ég fór ekki þangað í leit að gereyðing- arvopnum.“ Hann fullyrti ennfremur að Írakar sjálfir hafi lítinn sem engan áhuga á vopnamálinu. „Ef maður færi að spjalla við Íraka um það mál myndu þeir spyrja sem svo: Hvers vegna eruð þið Bandaríkja- menn að gera þetta veður út af þessu gamla máli þegar við áþreif- anleg vandamál er að etja, Baath- sinnar eru að murka úr okkur lífið og hóta okkur og við höfum ekki rafmagn og enga vinnu. Þetta eru alvörumálefni.“ Wolfowitz kvaðst ekki vera að halda því fram að óþarfi væri að komast til botns í gereyðing- arvopnamálinu. „Það er svo sann- arlega mikilvægt. En það skiptir ekki meginmáli einmitt núna.“ Bandaríska leyniþjónustann hef- ur skipað David Kay, fyrrverandi vopnaleitarmann Sameinuðu þjóð- anna í Írak, yfirmann leitarinnar að gereyðingarvopnunum. Wolfo- witz sagði á mánudagskvöldið að Kay hefði sagt sér á sunnudaginn að Bandaríkjamönnum gengi illa að fá íraska fanga til að leysa frá skjóðunni um það sem þeir vissu um efna-, lífefna- og kjarnavopna- áætlanir Saddams. Íraska stjórnin sagði áður en stríðið hófst að hún hefði eyðilagt öll gereyðingarvopn sem hún hafi átt, og vopnaleit- armenn SÞ fundu engin merki um slík vopn. „Ég gekk dálítið eftir því við [Kay] hvers vegna [fangarnir] vildu ekkert segja. Ég spurði hann hvers vegna hann gerði ekki sam- komulag við þá [um vægari refs- ingu gegn því að þeir veiti upplýs- ingar]. Hann sagði að í þessu landi vissu menn ekki hvað slíkt væri. Ef maður játaði þýddi það bara að maður yrði líflátinn fyrr en ella eða pyntaður minna.“ Bandarískir embættismenn höfðu vænst þess að finna vísbend- ingar um efna- eða lífefnavopn á vígvellinum í kjölfar stríðsins, en enn sem komið er hefur ekkert fundist. Segja talsmenn varn- armálaráðuneytisins að lykilatriði sé að fá lægra setta íraska emb- ættismenn til að leysa frá skjóð- unni. „Þeir sem við erum með í haldi telja enn að þeir hafi mun meira að óttast af hendi sinna gömlu fé- laga en nokkuð það sem við mynd- um gera þeim,“ sagði Wolfowitz. „Þess vegna segir [Kay] að langt sé í land.“ Gereyðingarvopnin eru aukaatriði Yfir Atlantshafi. AP. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Paul Wolfowitz (t.v.), skoðar vegg- myndir af Saddam Hussein í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad sl. sunnudag. ’ Ég hef áhuga á aðkoma Írak af stað á ný. Ég fór ekki þangað í leit að ger- eyðingarvopnum. ‘ AP ELDRA fólk getur hugsanlega minnkað líkurnar á að að fá Alz- heimersjúkdóm um meira en helm- ing með því að neyta fisks einu sinni í viku og borða mikið af hnet- um og salatolíu, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Vísindamenn fylgdust með 815 manns 65 ára og eldri, á sjö ára tímabili frá 1993–2000. Kom í ljós að þeir sem borðuðu fisk að minnsta kosti einu sinni í viku voru 60% ólíklegri til að fá Alzheimer en þeir sem aldrei borðuðu fisk. Eng- inn af þátttakendum í rannsókninni hafði einkenni Alzheimer þegar rannsóknin hófst en 131 fékk heila- hrörnunarsjúkdóminn á tímabilinu. Er niðurstaðan í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að tengsl eru á milli starfsemi heilans og omega-3 fjölómettaðra fitusýra sem finnast m.a. í fiski. Til dæmis hefur komið í ljós að hjá tilrauna- dýrum sem fengið hafa fæðu ríka af fitusýrum hefur minni batnað og námshæfileikar aukist. „Niðurstöður okkar sýna að með því að borða fisk að minnsta kosti vikulega, salatsósur með olíu í og hnetur, sé hægt að draga úr líkum á Alzheimersjúkdómnum,“ segir Martha Clare Morris, aðalhöfundur rannsóknarinnar sem gerð var á St. Luke sjúkrahúsinu í Chicago. Talið er að um 12 milljónir manna séu með Alzheimer í heim- inum en margt er enn á huldu um sjúkdóminn og hvers vegna fólk fær hann. Fiskur og hnetur gegn Alzheimer Chicago. AFP. Niðurstöður nýrrar rannsóknar ÁSTRALSKIR stjörnufræð- ingar hafa reiknað út að stjörn- ur himingeimsins séu tíu sinn- um fleiri en öll sandkorn á ströndum og í eyðimörkum jarðarinnar, samkvæmt frétta- vef BBC. Frá dimmustu stöðum jarðar- innar getur mannsaugað greint um 5.000 störnur en á björtum upplýstum götum borga sjást aðeins um 100. Áströlsku vís- indamönnunum sem notuðu nýjustu tækni taldist til að fjöldi stjarnanna væri talan 7 með 22 núllum aftan við. Þar er hins vegar aðeins átt við stjörnurnar sem maðurinn getur greint með öflugustu tækni sinni, þær eru líklega mun fleiri, jafnvel óend- anlega margar, að sögn dr. Sim- ons Driver frá Ástralíuháskóla. Hann telur að í kringum margar stjarnanna séu plánetur og að líklega sé líf að finna á einhverj- um þeirra. Þær séu hins vegar svo langt frá jörðu að hugsan- lega muni manninum aldrei tak- ast að komast í samband við líf- verurnar. Stjörnurnar fleiri en sandkornin Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.