Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 8 og 10. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 6. YFIR 28.000 GESTIR! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju 25.-27. júlí 2003 Opnunartónleikar föstudaginn 25. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir Franz Schubert m.a. strengjakvartett í a-moll, sönglög og Notturno op. 148. Miðdegistónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 15.00 Jens Krogsgaard tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Beethoven, Strauss og Heise. Kvöldtónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 20.00 Brindisi tríóið frá Englandi flytur verk eftir Fauré, Mozart og Brahms. Lokatónleikar sunnudaginn 27. júlí kl. 16.00 Frumflutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Snorra Sturlusonar. Einnig verða flutt verk eftir Haydn, Brahms o.fl. Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Caroline Palmer, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jaqueline Shave, Jens Krogsgaard, Michael Stirling og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Sunnudaginn 27. júlí kl. 20.30 „Fyrirlestrar í héraði“ Guðrún Sveinbjarnardóttir heldur fyrirlestur í Snorrastofu sem nefnist; Fornleifarannsóknir í Reykholti. Miðapantanir í síma 891 7677 og 865 2474. Miðasala við innganginn. Heimasíða www.vortex.is/festival Sumarkvöld við orgelið 24. júlí kl. 12: Pálína Árnadóttir fiðla og Árni Arinbjarnarson orgel. 26. júlí kl. 12: Lars Frederiksen orgel 27. júlí kl. 20: Lars Frederiksen. Verk m.a. eftir Buxtehude og Reger. 16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT 17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 UPPSELT 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT 20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! UM liðna helgi fór hin svokalla G! há- tíð fram í bænum Götu, sem stað- settur er á Austur- ey í Færeyjum. Um er að ræða tónlistarhátíð en þetta var í annað sinn sem hún er hald- in. Fór hún fram, líkt og í fyrra, í fjör- unni hjá þessu 1.000 manna bæj- arsamfélagi. Í ár var margt listamanna sem tók þátt í hátíðinni og komu frá öllum Norðurlöndum auk þess sem rjómi færeyskra tónlistar- manna lék. Frá Finnlandi kom t.d. tæknósveitin vinsæla Bomfunk MC’s, frá Noregi rafpoppsveitin Xploding Plastix og færeysk-dansk-ameríska rokksveitin Glorybox lék einnig. Frá Íslandi komu Ensími, Úlpa og Rúnar Sigurbjörnsson sem lék ein- samall á gítar en hann var áður í rokksveitinni Náttfara. Frans Gunnarsson, gítarleikari Ensími, segir stemningu hafa verið góða og til muna rólegri en Íslend- ingar eigi að venjast á útihátíðum. Þá hafi allt skipulag verið til mikils sóma. „Það kom mér eiginlega á óvart hvað þetta var vel skipulagt,“ segir hann. „Það voru allir á tánum og öllu var reddað um leið ef eitthvað kom upp á. Sá þáttur hátíðarinnar minnti mig dálítið á Hróarskeldu. Þessi ró- legheit komu manni dálítið í opna skjöldu og svo líka hvað var mikið af litlum krökkum þarna. Það var frá- bært að fylgjast með þeim og það var mikið gert fyrir þau. Hoppukastalar og súmó-glímubúningar sem slógu al- gerlega í gegn!“ G!Festivalinu var reyndar þjóf- startað síðasta fimmtudag í Losjuni, samkomuhúsi Götubúa. Þá var haldið sérstakt Íslendingakvöld þar sem okkar fólk tróð upp og skemmti. „Það var mikil stemning hjá okkur Íslendingunum get ég sagt þér,“ staðhæfir Franz. „Umhverfið er líka mjög sérstakt og fallegt í Götu. Um- gjörðin gaf hátíðinni skemmtilegan blæ. En síðan voru tónleikar á fleiri stöðum, eins og t.d. Mentanarhúsinu í Fuglafirði og í Leirvík.“ Franz segir það aukinheldur hafa verið merkilegt að sjá Clickhaze á sviði – sem var eitt stærsta númerið – því allir meðlimir hennar hafi líka verið að standa í því að sjá um hátíð- ina og voru á eilífum þönum. Þannig var andinn, allir hjálpuðust að þannig að allt yrði vel úr garði gert. Þess má geta að færeyska sjón- varpið sendi beint frá hátíðinni. Veð- ur var gott og segir Sólarn Sólmunde, einn aðstandenda, að nú verði ekki aftur snúið. Hátíðin verði aftur næsta ár, þar sem bæði andi og tónlist hafi verið afar upplífgandi og fólk hafi lát- ið mjög vel af framtakinu. Hluti áhorfenda. Hrafn úr Ensími á sviði. Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson Færeyska pönksveitin 200 hristi upp í mannskapnum. Framhald að ári G!Festivalið í Færeyjum fór fram um helgina arnart@mbl.is www.gfestival.com LEIKKONAN Melissa Joan Hart, stjarnan úr sjónvarps- þáttaröðinni Unga nornin Sabrína (Sabrina the Teenage Witch) er búin að gifta sig. Brúðkaupið fór fram um síðustu helgi í Flórens á Ítalíu og sá heppni er rokkarinn Mark Wilkerson úr hljómsveitinni Course of Nature. Melissa klædd- ist hlýralausum beinhvítum kjól við athöfnina … Aðeins átta aðdá- endur tóku á móti poppsöngkon- unni Mariuh Carey við komu hennar til Tókýó en hún er vön því að móttökunefndina skipi hundruð manna … Russell Crowe og eiginkona hans Danielle Spencer, eiga von á fyrsta barni sínu en þau giftu sig fyrr á þessu ári. Von er á barninu í janúar á næsta ári. Í samtali við ástralska sjónvarpsstöð sagðist Crowe hafa að undanförnu varið minni tíma en venjulega í kvikmyndaleik og þau hjónin hefðu því einbeitt sér að því að eignast barn. Crowe hefur oft lýst því yfir að hann þrái að eignast börn og sagði raunar að ein helsta ástæða þess að þau Danelle giftu sig væri löng- un sín til að stofna fjölskyldu. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.