Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi Sími: 577 4949 Sumarútsalan í fullum gangi Dragtir frá kr. 10.800 Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudag 12-16 laugardag ÞESSI bók Jónínu Hallgrímsdótt- ur er efnismikil bæði að umtaki og inntaki. Hún er ennfremur dágott sýnishorn alþýðukveðskapar eins og hann gekk og gerðist á öldinni sem leið. Skáldkonan yrkir um vonir og þrár æskuáranna, landið og náttúr- una, dagleg störf í sveitinni, árstíð- irnar, eilífðarmálin; svo og hitt og annað sem á hugann leitar í önn dags- ins. Sautján ára heitir eitt kvæðið og hefst svo: »Það var sumarið þrjátíu og níu.« Hvergi ófyrirsynu að skáldkon- an byrjar á æskuárunum og tengir aldurinn jafnframt við ártalið! Við sautján ára aldur er bernskan að baki. Fullorðinsárin blasa við. Þetta er aldur eftirvæntingarinnar. En framtíðin er enn óráðin. Hvað mundi hún bera í skauti sér? Allir eiga sér óskir. Sumar rætast, aðrar ekki eins og gengur. En árið þrjátíu og níu – og það er ekki lítið atriði í málinu – var fleira að baki en bernska skáldkon- unnar. Kapítula í þjóðarsögunni var að ljúka. Kreppan var á enda. Við tók stríð og hernám sem öllu breytti. Gamla Ísland sökk í hafdjúp endur- minningarinnar. Sá sem taldist vera fullmótaður fyrir það syndafall hlaut síðar að spyrja sjálfan sig: Hvað vannst og hvað glataðist. Jónína svar- ar því fyrir sitt leyti í löngu kvæði sem hún nefnir einfaldlega Hernámið. Það endar hún svo: Ólíkt er yfir að líta það Ísland sem við blasir nú. Til heilla og hamingju allt gengur þeim sem hafa á landinu trú. En tíðum að okkur læðist sem allt þetta munum svo vel eftirsjá eftir þeim tímum sem ofgnóttir færðu í hel. Sumir líta svo til að Ísland hafi þarna glatað sakleysi sínu. Hvað sem því líður er svo mikið víst að kynslóð Jónínu ólst ekki upp á neinu kyrr- stöðutímabili, síður en svo. Á kreppu- árunum – svo ömurleg sem þau voru – varpaði unga kynslóðin af sér oki fyrri alda átthagafjötra, kvaddi heimahag- ana, lagði land undir fót og freistaði gæfunnar fjarri heimahögum. Milli- stríðsárin komu ekki aðeins með traktorinn og bílinn. Þau fluttu líka með sér stór fyrirheit. Þar að auki var þetta tími afreka og mikilmenna. Varla tilviljun að þá komu fram lang- mestu skáldverk aldarinnar. Tæki- færi buðust sem aldrei fyrr. Allt um það bar margur fortíðina á herðum sér, lét baslið smækka sig og byrgði með sér þrána til athafnar og auðugra lífs. Því lýsir Jónína einkar vel í kvæði sem hún nefnir Bældar þrár. Loka- erindið hljóðar svo: Er ég nú loksins á ævinnar kvöldi um þessi ljóðbrot mín sinni læðist um huga minn ljúfsár tregi. Ég lokaði þrár mínar inni. Þessi orð varpa skýru ljósi á ævi og kveðskap Jónínu, allt eins og reyndar jafnaldra hennar, þeirra sem stóðu í svipuðum sporum. Henni liggur margt og mikið á hjarta, svo mikið að hún víkur stundum frá ströngustu kröfum bragreglnanna fremur en að slaka á því sem hún vildi sagt hafa. Þess háttar frávik eru fremur fyrir- gefin nú en forðum daga þegar ljóð- stafir, endarím og hrynjandi jafngilti landslögum. Ljóst er að Jónína hefur búið yfir góðum hæfileikum sem þó hafa hvergi nýst henni til fulls. Kvæði hennar lýsa mörg hver djúpri tilfinn- ingu, björtum vonum en jafnframt trega og vonbrigðum, samanber kvæðin Tíminn, Í Fljótum, Þyngjast mín spor og Dáin blóm. Aftanskugg- anum kalda, sem blasir við hverjum og einum á ævikvöldi, lýsir Jónína í stuttu erindi sem ber yfirskriftina Feigðin: Feigðin kallar kallar alla, köldum rómi. Liðnar stundir liðnir draumar, lifa holum hljómi. Hjarir ennþá ennþá hjarir, önd í veiku brjósti. Vonir deyja vinir flýja, í veraldargjósti. Þær stundir koma á æviskeiði sér- hvers manns að honum þyki til lítils lifað, dagarnir hafi ekki fært með sér annað en angur og armæðu. Því lýsir Jónína mætavel í ljóðinu Gömul sár. Annars staðar, til dæmis í kvæðunum Kertalog, Daginn lengir, Haustkvöld og Jólakvöld, svo aðeins fá séu nefnd, leitar skáldkonan trausts í trúnni sem veitir henni ekki aðeins skjól heldur einnig styrk til að takast á við lífið. Þannig má segja að stemmningin í kveðskap hennar hvarfli milli ljóss og skugga – eins og raunar í lífinu sjálfu! BÆKUR Kvæði eftir Jónínu Hallgrímsdóttur. 152 bls. Bókaútgáfan Hrafnabjörg. Prentun: Prentverk Akraness hf. 2002. MEÐ LUKTUM AUGUM Hvarflað milli ljóss og skugga Erlendur Jónsson LEIÐSÖGN Jóns R. Hjálmars- sonar er jafnan ljós og klár. Að þessu sinni er haldið hringinn um landið og horft til staða þar sem þjóðkunn skáld voru í heim- inn borin eða höfðu búsetu. Bent er á fæðing- arstað, sagt frá uppvexti, æviat- riði rakin. Að lok- um er svo farið of- an í verk við- komandi skálds, meðal annars tengsl þess við átthagana, auk þess sem tekin eru upp sýnishorn af ljóð- um skáldanna. Bókin skiptist í fjöru- tíu og tvo kafla um jafnmörg skáld. Ljóst er að skáldin hafa að jafnaði haldið tryggð við æskustöðvarnar þó svo að þau hafi mörg hver gert við- reist um land sitt og veröldina og langflest borið beinin fjarri ættar- slóð. Fjögur fluttust á unga aldri til annarra landa þar sem þau síðan lifðu og störfuðu, Jónas Hallgríms- son, Jóhann Sigurjónsson og Jón Helgason til Kaupmannahafnar, Stephan G. Stephansson til Banda- ríkjanna og síðar til Kanada. Á 19. öld og fram eftir þeirri 20. þótti vel við hæfi að skeyta staðarnafni við heiti sitt. Aðeins eitt skáldanna kenndi sig þó við fæðingarstaðinn, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Átta kenndu sig eða voru kennd við aðra staði. Halldór Kiljan Laxness fæddist í Reykjavík en kenndi sig fyrst við Laxnes þar sem hann ólst upp – Halldór Guðjónsson frá Lax- nesi, eða einungis Halldór frá Lax- nesi eins og stendur á fyrstu bók hans – breytti því síðar í ættarnafnið Laxness. Katlar heita sérkennilegir bollar á bernskuslóðum Jóhannesar úr Kötlum sem hann síðan tengdi við nafn sitt. Stefán frá Hvítadal var Strandamaður en kaus að kenna sig við samnefndan bæ í Dölum þar sem hann átti síðar heima; hefur senni- lega þótt það fara vel við skálds heiti. Ólöf frá Hlöðum var í heiminn borin á Sauðadalsá á Vatnsnesi en kenndi sig við Hlaðir í Hörgárdal og endaði ævi sína í Reykjavík. Vatnsenda- Rósa var þar á móti fædd Hörgdæl- ingur en kennd við Vatnsenda í Vest- urhópi, ekki fjarri fæðingarstað Ólafar, barst eftir það víða um land en endaði loks ævi sína á Efranúpi í Núpsdal þar sem legsteinn stendur á gröf hennar. Bólu-Hjálmar var bor- inn og barnfæddur við Eyjafjörð en kenndur við Bólstaðargerði í Blönduhlíð þar sem hann bjó lengi, þó ekki lengst. Sigurður Jónsson kenndi sig við Arnarvatn í Mývatns- sveit þar sem hann bjó búi sínu þótt hann væri fæddur á öðrum bæ þar í sveit. Og Kristján Jónsson Fjalla- skáld var nefndur svo af sýslungum og skólapiltum vegna þess að hann kom norðan af Hólsfjöllum þegar hann settist í Reykjavíkur lærða skóla; var annars fæddur í Krossdal í Kelduhverfi. Einungis tvö skáldanna gerðust bændur á fæðingarstað, Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli í Hvítársíðu og Grímur Thomsen á Bessastöðum. »Grímur bóndi á Bessastöðum,« sagði maður nokkur í háðungarskyni; hugðist með því gera lítið úr skáldinu. Nordal taldi hann hafa skotið framhjá markinu, og það heldur betur, því sú þjóðlega nafnbót hefði sem best hæft stórbrotinni per- sónu Gríms. Þorsteinn Erlingsson var í heiminn borinn á Stórumörk undir Eyjafjöllum en ólst upp á Hlíð- arendakoti í Fljótshlíð. Eyfellingar hafa síðan sleppt til hans öllu tilkalli að heita má en Fljótshlíðingar eignað sér skáldið, líkast til með réttu. Liggi það í listamannseðlinu að taka tilbreyting og frjálslegan lífs- máta fram yfir þægindi og öryggi skýrist betur hversu mörg skáldin létu undan fjöllyndi sínu, varð því fátt við hendur fast og hrepptu að lokum basl og fátækt. Varla er svo farið með vísur Vatnsenda-Rósu, að dæmi sé tekið, svo ekki sé um leið minnt á ástamál hennar. Hvað þá um Sigurð Breiðfjörð? Ekki lét hann síð- ur reka á reiðanum í lífsins ólgusjó. Hann lést í Reykjavík 48 ára að aldri, þrotinn að kröftum og heilsu, öreigi sem mest mátti verða, hafði þá verið dæmdur til hýðingar fyrir tvíkvæni. Smávægilegar eigur þeirra hjóna höfðu þá reyst af þeim upp í kostnað vegna þess máls. Jón R. Hjálmars- son minnir á að hann hafi verið »jarð- settur í Kirkjugarðinum við Suður- götu, án líksöngs eða útfararræðu í sparnaðarskyni, en fyrir öðrum út- fararkostnaði veðsetti Kristín gift- ingarhring sinn.« En Kristín var sem sé síðari kona hans. Kristján Fjalla- skáld lifði líka stutt og hratt en ávann sér eigi að síður þjóðskálds nafnbót. Stefán frá Hvítadal, sá ástríðufulli líflystarmaður, varð einnig að þola bæði súrt og sætt áður en yfir lauk. Páll Ólafsson var bóhem í eðli sínu. En hann var svo heppinn að eiga bú- konu sem sá svo um að skáldinu varð ekki vant matar – né drykkjar! Þess vegna var Páll allt í senn, samkvæm- ismaður, skáld og bústólpi; fyrirmað- ur í héraði sem mark var tekið á, sat um skeið á Alþingi svo dæmi sé tekið. Enda þótt þessi fróðlega og áhugaverða bók Jóns R. Hjálmars- sonar megi vel nýtast hverjum þeim sem situr kyrr á sama stað skírskot- ar hún fyrst og fremst til vegfarand- ans á ferð um þjóðveginn. Sérhver þáttur hefst á leiðarlýsingu eða inn- gangi. Að því búnu er bent á fæðing- arstað viðkomandi skálds, nokkur orð um fjölskylduhagi þegar barnið var í heiminn borið; síðan saga skáldsins, lífshlaupið á enda. Sem sagnfræðingur veit höfundur manna best að lítil frásögn af léttvægu smá- atriði getur allt eins varpað skýru ljósi á gervalla ævi einstaklings eins og frásögnin af útför Sigurðar Breið- fjörð vitnar gerst um. Og meir en svo því skáldin deildu kjörum með al- þýðu manna, skemmtu henni, orðuðu fyrir hana það sem hún hugsaði, fundu sér stað í dagdraumum henn- ar. Lesandanum skal eftir látið að gefa bók þessari stjörnur. Augljóst er að höfundurinn kann sín fræði og vandar sitt verk. Þarf þá ekki að fjöl- yrða um það meir því bókin mælir með sér sjálf. BÆKUR Íslensk fræði eftir Jón R. Hjálmarsson. 229 bls. Al- menna bókafélagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2003. MEÐ ÞJÓÐSKÁLDUM VIÐ ÞJÓÐVEGINN Í fylgd með skáldum Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson Fjallaþyrnar og fjörusprek hefur að geyma ljóð Jóns Árnasonar frá Syðri-Á. Inn- gangsorð ritar Halldór Blöndal. Hann segir m.a.: „Bókin svíkur eng- an, af því að hún er eins og höfundurinn, einlæg og hlý og gerir að gamni sínu. Fyrsti kafli bókarinnar ber yfirskriftina Átt- hagaljóð og náttúrustemningar. Jón yrkir um dýrin og snjótittlingarnir eru vinir hans. Jón hefur gott vald á bragarháttum og skeikar hvergi eins og vænta má um svo lagvissan mann. Hann leitar víða fanga. Stund- um yrkir hann fyrir sjálfan sig af innri þörf. Stundum um menn og málefni. Oft til að skemmta öðrum og við lög, sem sækja á hann.“ Kaflarnir í bókinni nefnast m.a. Tækifærisvísur og ljóð, Söngva- textar, Úr ýmsum áttum, Dýravísur, Ferðavísur, Veðravísur og Ástarljóð. Jón er fæddur árið 1928. Hann fór ungur að fást við skáldskap. Báðir foreldar hans, auk tveggja afa og einnar ömmu, voru hagmælt og not- uðu þetta tjáningarform í hinu dag- lega lífi. Útgefandi er höfundur. Ólafsfjarð- arkaupstaður, Sparisjóður Ólafs- fjarðar og Þormóður rammi-Sæberg styrktu útgáfuna. Bókin er 86 bls., prentuð í Svansprent. Ljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.