Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGARNIR í vinnuskóla Vatnsleysu- strandarhrepps hafa skorað á vegamálastjóra að láta lækka hámarkshraða á Vatnsleysu- strandarvegi úr 90 í 60 til 70 km. Benda þau á slysahættu auk þess sem fjöldi fugla farist á hverjum degi í umferðinni. Vatnsleysustrandarvegur er mjór og krók- óttur. Umferðarhraði er ekki sérstaklega merktur á Vatnsleysustrandarvegi frá Vogum að Reykjanesbraut við Kúagerði sem þýðir að hámarkshraði er 90 km eins og á öðrum þjóð- vegum. Þetta virtist koma ýmsum íbúum á óvart síðastliðinn vetur þegar vakin var at- hygli á þessu enda telja margir að vegurinn henti ekki til aksturs á svo miklum hraða. Hreppsnefndin óskaði eftir því að hámarks- hraðinn yrði lækkaður í 70 km en þeim óskum hefur ekki verið sinnt. Fuglshræ eins og hráviði Nú hafa unglingarnir í vinnuskólanum lagt sitt af mörkum með áskorun til vega- málastjóra og samgönguráðuneytis. Liðlega 30 ungmenni skrifa undir áskorunina. Þau segjast oft eiga leið þarna um, bæði gangandi og hjólandi, og ofbjóði hraðinn. Segja þau að hræ af fuglum liggi eins og hráviði á og við veginn og þar séu einnig krappar og blindar beygjur með augljósri slysahættu. Rannveig Eyþórsdóttur, flokksstjóri í ung- lingavinnunni, hefur verið með börnunum við ræktunar- og hreinsunarstörf víða á strönd- inni og hún segir að þeim blöskri að sjá hversu margir fuglar drepist á vegum. Áætlar hún að 50 fuglar farist á degi hverjum, mest kríuung- ar. Segir hún að það geti verið erfitt fyrir við- kvæmar sálir að horfa upp á hauga af dauðum fugli og ekki sé gott að beina ferðafólki þarna um, hvað þá hjólandi eins og til standi þegar búið verður að tvöfalda Reykjanesbrautina. Varúðarskilti þar sem athygli vegfarenda er vakin á varplöndum hafa verið sett upp á verstu stöðunum en það dugar ekki til, að sögn Rannveigar. Þó er greinilegt að margir öku- menn hægja á þar sem mest er um fugl á veg- inum. Rannveig treystir sér ekki til að láta vinnuskólann hreinsa veginn en hún segist hafa orðið vör við að gamall maður fari þarna stundum um, taki fuglshræin og urði við veg- inn. Kristján Baldursson, tækni- og umhverf- isstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, segir nauð- synlegt að lækka hámarkshraðann vegna slysahættu og varplanda og telur hann ein- kennilegt að óskir hreppsnefndar um það hafi ekki fengið betri undirtektir. Kristján hafði samband við vegamálastjóra í framhaldi af áskorun vinnuskólans. Segist hann hafa fengið þau svör að málið væri flókið og heyrði að ekki öllu leyti undir samgönguyfirvöld heldur einn- ig dómsmálaráðuneytið. Í framhaldi af því hafði hann samband við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og hefur nú skrifað ráðu- neytinu bréf með formlegri ósk um lækkun há- markshraðans. Vonast hann til að það verði til að koma málinu á hreyfingu. Kindur á veginum Rannveig vekur einnig athygli á því að þótt lausaganga búfjár sé bönnuð hafi borið á því að kindur hafi sést á Vatnsleysustrandarvegi og einnig á Reykjanesbraut. Telur hún að um 20 kindur séu á þessum slóðum. Starfsmenn Vatnsleysustrandarhrepps reyndu að smala fénu í rétt en kindurnar eru ljónstyggar. Að- eins tókst að ná einni kind og kom í ljós að hún er úr Grindavík. Telur Rannveig að féð sé það- an og nú hafa bæjaryfirvöld í Grindavík verið látin vita. Slysahætta og fugladauði vegna hraðaksturs og tillitsleysis ökumanna á Vatnsleysustrandarvegi Vinnuskólinn vill láta lækka hámarkshraða Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kristján Baldursson tækni- og umhverfisstjóri og flokksstjórarnir Rannveig Eyþórsdóttir og Baldvin Baldvinsson ásamt unglingunum í vinnuskóla Vatnsleysustrandarhrepps. Vatnsleysuströnd Dauðir kríuungar og fleiri fuglategundir eru víða á og við Vatnsleysustrandarveginn. „ÞETTA er eins og að aka í gegnum húsdýragarð á níutíu kílómetra hraða,“ segir Jónína Guðrún Eysteinsdóttir sem skrifaði undir áskorun um lækkun há- markshraðans á Vatnsleysustrandar- vegi eins og önnur ungmenni í vinnu- flokki hreppsins. Hún segir að það sé leiðinlegt að sjá fuglshræin á veginum og sóðalegt. Hún er að skrifa grein um málið og vonast til að umræðan veki vegfarendur til um- hugsunar og hægi á þeim. Hún segir að varúðarskiltin hafi takmarkaða þýð- ingu, fuglarnir séu svo víða. Þau hafi svipaða þýðingu og að setja aðvörun á botn djúpu laugarinnar um hvað hún sé djúp. Þá segist Jónína hafa heyrt að sumir gerðu sér það að leik að aka niður fugla, safna stigum með því að keyra á sem flesta. Það eru viðstaddir sammála um að sé ljótt að heyra. Eins og að aka í gegnum húsdýragarð VÍSINDAMENN frá Hafrann- sóknastofnun tóku í gær sýni úr hvalnum sem rak á land á Fitjum við Sandgerði um helgina og gerðu á honum nauðsynlegar rannsóknir. Hræinu verður sökkt í hafið. Staðfestu vísindamennirnir, Þor- valdur Gunnlaugsson og Sverrir Daníel Halldórsson, að um væri að ræða hrefnutarf. Sögðu að hann væri ungur en orðinn kynþroska. Mældist hann 7,4 metrar á lengd. Hrefnan er búin að vera að velkj- ast í sjónum í nokkrum tíma, kannski tíu daga–hálfan mánuð, og er því farin að lykta illa. Ekki hindraði það þó þá félaga í að bragða á kjötinu. Hafrannsóknastofnun fær til- kynningar um þrjár sjóreknar hrefnur eða svo á hverju ári en alls tíu til fimmtán hvali. Vísindamennirnir mæla með að hræið verði dregið á haf út og sökkt og hyggst Reynir Sveinsson í Fræðasetrinu reyna að fá Björg- unarsveitina Sigurvon til að gera það við fyrsta tækifæri. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Þorvaldur tekur sýni en Sverrir Daníel gengur frá áhöldunum. Hrefnunni verður sökkt í hafið Sandgerði SJÓMANNA- og vélstjóra- félag Grindavíkur á í við- ræðum um leigu á veitinga- stofunni Vör til nýs rekstraraðila. Forsvarsmenn Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur fóru fram á hækkun á leigu fyrir veitingastofuna hjá nú- verandi rekstraraðila. Sam- kvæmt upplýsingum skrifstofu félagsins var veitingamannin- um gefinn þriggja mánaða frestur til að gera gagntilboð en þar sem það hafi ekki borist hafi reksturinn verið auglýstur frá og með 1. ágúst næstkom- andi. Fjögur tilboð bárust og voru þau öll ásættanleg, að sögn forsvarsmanns félagsins. Nú- verandi rekstraraðili var með- al þeirra sem lögðu inn tilboð en stjórnin ákvað að taka til- boði annars aðila gegn því að hann legði fram nauðsynlegar tryggingar. Í Vör er veitingasala í sal sem tekur 120 til 150 manns. Auglýsa rekstur veit- ingastofunnar Varar Rætt við nýjan rekstrar- aðila Grindavík SIGURVEIG Þorleifsdóttir er lista- maður júlímánaðar í Reykjanesbæ. Mynd eftir hana er sýnd í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, en með þessu framtaki eru myndlist- armenn í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ kynntir einn af öðr- um. Sigurveig Þorleifsdóttir er fædd 14. febrúar 1933 að Naustahvammi í Norðfirði. Hún flutti á Suðurnesin árið 1954 og hefur búið í Reykja- nesbæ frá árinu 1971. Sigurveig hefur stundað list sína frá æsku og sótt myndlistarnámskeið sem hald- in hafa verið í Reykjanesbæ. Henn- ar helsti leiðbeinandi var Margrét Jónsdóttir. Sigurveig tók þátt í nemendasýn- ingu Baðstofunnar, félags áhuga- manna um myndlist, árið 1990. Hún hefur einnig haldið þrjár einkasýn- ingar. Sú fyrsta, sem var nokkurs konar yfirlitssýning á verkum hennar, var haldin í Svarta pakk- húsinu í Reykjanesbæ á árinu 2001. Sumarið 2002 sýndi hún í Gríms- nesinu og á Neskaupstað. Sigurveig Þorleifsdóttir við málverkið sem sýnt er í Kjarna í júlímánuði. Myndlistarmaður mánaðarins kynntur Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.