Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hátíð á Fáskrúðsfirði Franskir dagar um helgina FRANSKIR dagar áFáskrúðsfirði, fjöl-skyldu- og bæj- arhátíð, verða haldnir í 8. sinn um næstu helgi. Helga Snædal Guðmunds- dóttir er framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Hver er hugmyndin á bak við Franska daga? Hátíðinni er ætlað að minnast franskrar arfleifð- ar bæjarins en hann var ein helsta bækistöð frönsku skútusjómann- anna sem sóttu á Íslands- mið. Frá vinabæ Fá- skrúðsfjarðar í Frakklandi, Graveline, koma yfirleitt gestir á há- tíðina og eins hafa fulltrú- ar héðan farið á Íslend- ingadaginn sem þar er haldinn. Hvað skildu Frakkarnir eftir sig? Hér liggur mikið af minjum eft- ir Frakkana. Steinn með ámáluð- um krossi sem notaður var sem kennileiti auk ýmissa húsa, bæði kapellu, ræðismannsbústaðs og húss sem smíðað var úr gamalli skútu. Hér er einnig franskur grafreitur þar sem grafnir eru 49 franskir sjómenn. Safnið Frans- menn á Íslandi er opið yfir sum- artímann og hefur að geyma ýmsa muni frá tímum skútusjómann- anna. Á frönskum dögum verður ráðhús Búðarhrepps opið almenn- ingi. Það var byggt árið 1907 sem íbúðarhús fyrir franska konsúlinn hér, sem jafnframt var yfirlæknir á Franska spítalanum sem hér stóð. Þar verður hægt að skoða muni sem okkur hafa verið gefnir, t.d. húsgögn og myndir. Þá má geta þess að götunöfn bæjarins eru nú bæði á íslensku og frönsku. Hafið þið laðað að Frakka? Hingað hefur komið fólk sem er að leita ættingja sem látist hafa á Íslandsmiðum. Ferðamaður fór t.d. af rælni niður í grafreitinn í sumar og fann þar leiði langafa síns. Hverjir hafa sótt hátíðina und- anfarin ár? Hingað koma Íslendingar af öllu landinu og fólk úr nágranna- byggðarlögunum er t.d. mjög duglegt að heimsækja okkur. Brottfluttir Fáskrúðsfirðingar sækja hátíðina mikið og koma með vini og kunningja með sér. Dæmi eru um að heilu ættirnar og fermingarárgangarnir hittist hérna. Hvað verður um að vera á Frönskum dögum? Hátíðin hefst með opnun list- sýninga í grunnskólanum á fimmtudaginn en listamennirnir koma héðan og þaðan. Þær verða opnar alla dagana. Á föstudags- kvöldið verður haldin minningar- athöfn í franska grafreitnum þar sem viðstaddir verða þrír fulltrú- ar frá Graveline. Eftir það verður heyvagnaakstur niður að brenn- unni sem er fastur liður á föstudagskvöldinu. Þar verður brekku- söngur og eldgleypar. Á föstudagskvöldið verður einnig dorg- veiðikeppni fyrir krakkana og tvennir tónleikar í kirkjunni með Diddú og Bergþóri Pálssyni. Labbi og hljómsveitin Karma mun leika fyrir dansi á hótelinu þá um kvöldið. Á laugardeginum verður líkast til hægt að hlýða á harmonikkutónlist ogleiktæki verða um allan bæ handa krökk- unum. Hjólreiðakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður verður á sínum stað og söngvaseiður Franskra daga sem við köllum „Frans- vision“. Þar fá krakkarnir að spreyta sig og syngja uppi á sviði. Á sviðinu munu einnig skemmta Helga Braga Jónsdóttir og Kaffi- brúsakarlarnir okkar og flutt verður atriði úr Kardimommu- bænum sem hér var sýndur síð- astliðinn vetur. Á tjaldmarkaði munu Meistaravörur bjóða franskar matarkörfur og veislu- bakka til sölu auk þess sem þar verður seldur harðfiskur og hand- verk svo eitthvað sé nefnt. Þá ætla krakkaranir í bænum að skapa götuleikhússtemmningu. Á laugardagskvöldinu verður franskt veisluhlaðborð á hótelinu sem hefur notið mikilla vinsælda. Eldgleypar munu sýna listir sínar og í kjölfar þeirra munu flugeldar lýsa upp himininn. Að flugelda- sýningunni lokinni verður dans- leikur í félagsheimilinu þar sem Karma mun leika fyrir dansi en línudans verður stiginn á hótelinu. Á sunnudaginn verður áframhald- andi dagskrá, tjaldmarkaðurinn og sýningarnar verða opnar, hér verður línuskautakeppni auk þess sem keppt verður í „pétange“ sem er franskt kúluspil og kajakaleiga verður starfrækt við Ósinn. Hér verður heilmikil dagskrá og varla hægt að koma miklu meiru fyrir í svona litlum bæ. Fólk þeytist hér á milli atriða til að missa ekki af neinu. Hvernig verður gistiaðstaða? Ókeypis verður á tjaldstæðin auk þess sem við ætlum að merkja hér alla gras- bala sem tjalda má á. Hér er hótel og nýtt gistihús hér rétt hjá. Eru Fáskrúðsfirðingar farnir að hlakka til? Það bíða allir eftir Frönskum dögum, fólk dyttar að görðunum sínum og gerir allt sem snyrtileg- ast fyrir hátíðina. Viðkvæðið er að klára allt fyrir Franska daga en þess má geta að þá eru veitt verð- laun fyrir snyrtilegustu lóðir ein- staklinga og fyrirtækja. Helga S. Guðmundsdóttir  Helga Snædal Guðmunds- dóttir er fædd árið 1974. Hún er stúdent af málabraut frá MA, en stundaði að því loknu fjármála- og rekstrarnám hjá Viðskipta- og tölvuskólanum. Helga vann í fjögur ár við innra eftirlit hjá Tryggingamiðstöðinni. Hún flutti fyrir tveimur árum aftur heim á æskustöðvarnar á Fá- skrúðsfirði þar sem hún hefur starfað sem leiðbeinandi í grunn- skólanum og á hjúkrunarheim- ilinu. Í haust mun hún hefja við- skiptafræðinám á Bifröst. Helga á fjögurra ára gamla dóttur. Það bíða allir eftir Frönsk- um dögum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 65 9 0 7/ 20 03 í Húsasmiðjunni Muna: að mála sig ekki út í hor n! 10 lítrar hágæða akrýlmálning á stein. Framleiðandi HarpaSjöfn. 20-30% AFSLÁTTU R AF ALLRI VIÐARVÖR N Ný stórverslun Smáratorgi 8.990 kr. 4.990kr. Í MESTA blíðviðri sumarsins lögðu fyrrverandi al- þingismenn og makar þeirra leið sína um Suðurland í árlegri sumarferð sinni. Hópurinn sem var hátt í 90 manns lagði upp frá Reykjavík og lá leiðin fyrst til Hvolsvallar þar sem Ingibjörg Pálmadóttir og maður hennar Haraldur Sturlaugsson buðu upp á kaffiveitingar og Arthúr Björgvin Bollason sagði hópnum ýmsar sögur af Njáluslóð. Síðan var haldið inn Fljótshlíð og naut hópurinn þar leiðsagnar þeirra Margrétar Jónu Ísleifsdóttur og Pálma Eyj- ólfssonar. Að lokinni skoðunarferð um Hlíðina var haldið til Þingvalla þar sem hópurinn snæddi kvöldverð. Var það mál manna að ferðin hefði í alla staði verið mjög vel heppnuð þó stundum væri full heitt enda hita- stigið á Suðurlandi þennan dag vel yfir 25 gráður. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Fyrrverandi alþingismenn, ráðherrar og makar þeirra saman komnir í garði þeirra Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Haraldar Sturlaugssonar á Hvolsvelli. Fyrrverandi þingmenn á ferð Hvolsvelli. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.