Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 25 NÚ HEFUR Putaland haft það af að segja risanum Gúlliver nánast stríð á hendur. Að vísu hefur Puta- land ekki enn fengið sér langdræg flug- skeyti né kjarna- vopn. Annars myndi aðalráðherrann láta beina þeim í vestur eða alltént í átt til Keflavíkurflugvallar ef Gúlliver gerðist svo frekur og ósanngjarn að fara burtu með fjórar orustuþotur sem enn eru eftir af heilli flugsveit slíkra véla sem áður var hér. Þessa dagana fóru héðan til viðbótar þrjár björgunarþyrlur „í bili“ en koma varla aftur miðað við allan gang mála. Kóngurinn í Putalandi er reiður. Hvað er Gúlliver að rífa sig og neita svo að tala við mig þegar ég heimta að koma óboðinn heim til hans til að ræða málið? Veit Gúlliver ekki að Putaland sigraði bæði breska ljónið og allt breska heimsveldið í fyrri þorskastríðum? Við settum bara klippurnar á þá og skárum vörp- urnar af togurunum. Veit Gúlliver ekki að svipað getur hent hann sjálf- an í núverandi óyfirlýstri styrjöld Putalands við Gúlliver? Hann skal sko vara sig. Styrjöld kóngsins í Putalandi við Gúlliver er núna daglega haldið áfram með árásum í orðum og op- inberum mótmælum. Sendiherra Gúllivers í Putalandi er kallaður á teppið af utanríkisráðherra og til- vonandi forsætisráðherra og sagt að Gúlliver megi fara að vara sig þar sem liðsmaður hans gangi laus á Keflavíkurflugvelli á „hold order“ eins og föst venja mun þó vera. Þessi maður hafi stungið mann í Putalandi lífshættulega með hnífi og eigi því að vera járnaður og bak við lás og slá. „Í fangelsi með manninn,“ segir kóngur Putalands. Bréfritara er ekki hlátur í huga þegar hann sér í blöðum að Hæsti- réttur Íslands hefur dæmt að end- anleg lögsaga í máli varnarliðs- manns sem er fyrir íslenzkum dómstóli ákærður vegna hnífstungu- máls sé í hendi ríkissaksóknara al- farið. Enginn dregur í efa réttmæti endanlegs dóms Hæstaréttar Ís- lands. Hann stendur sem slíkur. En málið er meira en hrein lögfræði þar sem um deilu milli ríkja er að ræða og þar koma til sjónarmið sem erfitt er að sætta, svo gjörólík sem þau virðast vera. Þau eru í raun alveg ósættanleg á grundvelli hreinnar lögfræði. Málið stendur í raun fast. Þegar bréfritari tók við for- mennsku í varnarmálanefnd haustið 1959 var gerður listi yfir öll óaf- greidd og ódæmd mál þar sem varn- arliðsmaður var fyrir íslenzkum dómstól vegna skýrra ákvæða í varnarsamningnum eins og hann var þá túlkaður. Varnarliðið fór haustið 1959 ekki fram á flutning lögsögu til sín. Engu að síður var þeim að fyrra bragði boðið af hendi Íslendinga að taka við lögsögu í öllum þessum mál- um sem þá lágu fyrir og geta hafa verið svona 10–15 mál. Varnarliðið samþykkti það tilboð. Þetta var talið heimilt samkvæmt varnarsamn- ingnum og valdið til framsals lög- sögu okkar í höndum utanríkis- ráðherra. Nú hefur það verið véfengt og flutt til ríkissaksóknara með dómi Hæstaréttar Íslands. Samkvæmt varnarsamningnum hafa Bandaríkjamenn allt vald á svo- kölluðum varnarsvæðum og yfir sínu liði þar. Bréfritari sem formaður varnarmálanefndar 1959 leit ekki til kunnáttu sinnar í lögfræði með bein- um hætti heldur til þess mikla hag- ræðis sem í því fólst að afhenda aftur inn á varnarsvæði brotlega varn- arliðsmenn. Varnarliðið tók við þeim og herréttur þeirra sá um að dæma endanlega í málinu en með því var hægt að spara endalausa tortryggni. Árið 1959 skrifuðu t.d. nokkrir varn- arliðsmenn þingmanni sínum í Bandaríkjunum og sögðu Íslendinga ætla að dæma sig ranglega. Allt það var sparað með því að afhenda málið herdómstól Bandaríkjamanna. Slík- um dómi verður ekki mótmælt þar í landi. Mikið hagræði er í því fólgið. Ef litið er til máls varnarliðs- mannsins sem öll lætin eru út af í dag þá er þess farið á leit af bréfrit- ara við ríkissaksóknara að hann lýsi nú þegar yfir að lögsaga í málinu verði afhent herrétti varnarliðsins um leið og vitnaleiðslur málsins hafa farið fram fyrir íslenzkum dómstóli. Það er sanngjörn málamiðlun þegar öll venjuleg rök beggja aðila eru skoðuð. Málamiðlun verður að fást. Bandaríkjamenn hafa núna uppi þá stefnu víða erlendis, alltént í dag, að vilja sjálfir dæma sína menn. Þetta verðum við að virða af kurteisi. Putaland fer ekki í stríð við Gúlliver. Haustið 1959 var lögsaga gefin eftir að okkar frumkvæði og ósk í jafnvel 10–15 málum. Herréttur varnarliðsins dæmdi þá málin. Var það til mikils sparnaðar og hagræðis og auk þess réttlátt. Ef illa á ekki að fara verður dagleg styrjöld Putalands og Gúllivers að hætta t.d. í útvarpi og blöðum. Semja verður í vinsemd. Afhendum hermanninn herrétti að loknum vitnaleiðslum í málinu fyrir okkar dómi. Látum heilbrigða skynsemi ráða en ekki stranga lagatúlkun. Okkar lög ein duga ekki farsællega í þessu máli. Leggjum þau til hliðar að hluta oglátum herrétt dæma. Gúlliver í Putalandi Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Algjör bylting gegn aukakílóunum! Sló öll sölumet í Bandaríkjunum árið 2002 thermo complete Ný vara frá Herbalife Nú geta ALLIR sem þurfa losað sig við aukakílóin - hvað sem þau eru mörg Nánari upplýsingar í síma 515 8899 Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.