Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 11
Traxter Max
Sea-doo
R
al
ly
Stórt og öflugt
500 cc fjórhjól.
Það eina sem
fæst skráð
fyrir tvo.
Verð 1.099.000 kr.
Úrval af hinum traustu Johnson-Evinrude utanborðs-
mótorum. Öflug viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Hér sérðu nokkur dæmi:
Tveggja sæta, 130 hestafla ofurþota með 951 cc vél
„Engin sæþota kemst í hálfkvisti við Sea-doo XP.“
Watercraft World Magazine
Frábært fjórhjól með nýrri 176 cc fjórgengisvél sem skilar
sama afli og 250 cc fjórhjól samkeppnisaðila.
Verð 549.000 kr.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
www.bombardier.com
Tryggvabraut 5 • Sími 462 2700
Bíldshöfða 14 • Sími 587 6644
Bombardier hefur aflið sem þig vantar
Johnson-Evinrude
3,5 hestafla
tvígengismótor
Þyngd 13,5 kg.
Verð 79.000 kr.
50 hestafla
fjórgengismótor
Þyngd 109 kg.
Verð 689.000 kr.
8 hestafla
fjórgengismótor
Þyngd 38 kg.
Verð 209.000 kr.
PÓSTHÚSI Íslandspósts í
miðbæ Hafnarfjarðar var lokað
fyrir nokkrum vikum og þjón-
usta þess flutt í verslun Nóatúns
við Reykjavíkurveg. Íslands-
póstur hefur einnig flutt starf-
semi sína í Mosfellsbæ og í
Árbæ yfir í Nóatúnsverslanir.
Breytingarnar í Hafnarfirði
mælast misjafnlega fyrir hjá við-
skiptavinum Íslandspósts en þó
er afgreiðslutími póstþjónust-
unnar orðin mun rýmri eða til
kl. 21 á kvöldin. Sumir viðskipta-
vinanna hafa kvartað yfir því að
þurfa að standa í biðröð við hlið
fólks sem er að kaupa matvöru.
Sérstaklega hefur heyrst frá
eigendum pósthólfa sem eru
óánægðir með að geta ekki not-
að lykil og náð sjálfir í póstinn í
pósthólfið eins og áður var hægt.
Hörður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri pósthúsasviðs Ís-
landspósts, segir það óhjá-
kvæmilegt að einhverjar
kvartanir berist á meðan bæði
starfsfólk pósthússins og við-
skiptavinir séu að aðlagast þess-
um breytingum. „Við settum
okkur það markmið í samningn-
um við Nóatún að það ættu ekki
að vera neinar óeðlilegar bið-
raðir. Nú er málum háttað þann-
ig, að í stað þess að ná í póstinn
sinn í hólfið framvísar fólk korti
sem það fær.“
Hörður segir mikinn mun fel-
ast í því að nú sé hægt að ná í
póstinn sinn til klukkan níu á
kvöldin, alla daga vikunnar, í
stað þess sem áður var, þegar
hægt var að ná í hann til hálf-
fimm á virkum dögum. „Nú er
ákveðið aðlögunarferli að eiga
sér stað. Fólk er enn að koma á
gamla tímanum, en við búumst
við því að það fari bráðum að
dreifa sér betur yfir lengdan af-
greiðslutíma þegar það kynnist
honum.“
Aðlögun stendur yfir
Hörður segir það taka tíma að
aðlagast breytingum, en Íslands-
póstur muni bregðast við þeim
vandamálum sem upp kunna að
koma. „Ég held að mesta ósætt-
ið meðal Hafnfirðinga sé við það
að missa útibúið úr miðbænum,
en það er von okkar að Hafnfirð-
ingar eigi eftir að nýta sér
lengri og sveigjanlegri af-
greiðslutíma í Nóatúnsverslun-
inni.“
Jón Hannes Stefánsson, versl-
unarstjóri Nóatúns í Hafnar-
firði, segir vissa aðlögun enn
vera í gangi, enda séu breyting-
arnar mjög nýlegar. „Við erum
með þrjár manneskjur starfandi
í póstinum allan daginn. Senni-
lega myndast biðraðir einhvern
tímann dagsins, enda koma allt-
af toppar og við erum enn að
læra á það hvenær topparnir
koma. Það er að sjálfsögðu mest
að gera á morgnana, þegar fyr-
irtæki eru að koma að sækja
póstinn sinn.“
Jón Hannes segir póstaf-
greiðslukassana einnig notaða
sem hraðkassa, þannig að ef bið-
raðir myndast á öðrum kössum
sé þar möguleiki á að afgreiða
fólk með mat líka. „Þetta er
hagræðing og nokkuð sem við
erum að prófa. Við höfum fulla
trú á því að þetta eigi eftir að
verða öllum til hagsbóta. Mér
heyrist á starfsfólkinu að þetta
gangi mjög vel. Það er líka frá-
bært að fá sem flestar ábend-
ingar frá viðskiptavinum til að
geta lagað okkur strax að því og
bætt okkar þjónustu.“
Komi neytendum til góða
með lægra verði
Íslandspóstur hefur einnig
flutt starfsemi sína í Mosfellsbæ
og í Árbæ yfir í Nóatúnsversl-
anir og á næstu mánuðum mun
hið sama vera uppi á teningnum
í Kópavogi, Grafarvogi og í Nóa-
túni 17.
Að sögn Áskels Jónssonar,
framkvæmdastjóra markaðs- og
sölusviðs hjá Íslandspósti, er
þetta hagræðing fyrir fyrirtæk-
ið, enda hefur umfang póstþjón-
ustu breyst mikið á undanförn-
um árum í kjölfar aukinnar
notkunnar veraldarvefsins.
„Þetta er stefna sem við höfum
haft frá 1998, að fara í samstarf
við hina og þess aðila um rekst-
ur útibúanna, bæði í Reykjavík
og um allt land. Gagnvart kúnn-
anum á þetta ekki að breyta
neinu að öðru leyti en því að
opnunartíminn verður lengri,“
segir Áskell. „Til lengri tíma lit-
ið á þetta að koma neytendum
til góða með lægra verði á póst-
þjónustu.“
Póstþjónusta í
auknum mæli
veitt í verslunum
Mælist misjafnlega fyrir meðal
pósthólfseigenda í Hafnarfirði
LAUGAVEGSHLAUPIÐ fór fram
19. júlí, tæplega 55 km vegalengd.
Hlaupið er frá Landmannalaugum
og sem leið liggur um Hrafntinnu-
sker, Álftavatn, Emstrur og endað í
Húsadal í Þórsmörk.
Mikill hiti var þegar hlaupið fór
fram eða um 25°C og háði það
hlaupurum talsvert, en 117 þátttak-
endur hófu hlaupið og 110 náðu að
ljúka. Enda voru hlauparar talsvert
frá sínum besta árangri.
Sigurvegari í karlaflokki varð
Charles Hubbard frá Bandaríkj-
unum á 4:59:21 klst. og er þetta í
þriðja sinn sem hann sigrar í hlaup-
inu, annar varð Steinar Frið-
geirsson á 5:21:10 klst. og þriðji
Bjartmar Birgisson á 5:27:04 klst.
Sigurvegari í kvennaflokki varð
Áslaug Helgadóttir á 6:35:11 klst.,
önnur á sama tíma varð Katrín Þór-
arinsdóttir og þriðja Jackie Bale
frá Bretlandi á 6:40:36 klst.
Verðlaun afhent að loknu hlaupi. F.v. Jackie, Katrín, Áslaug, Charles,
Steinar og Bjartmar.
Hlupu Laugaveginn
EKKI hefur verið skipað í stöðu
framkvæmdastjóra eða -stýru Jafn-
réttisstofu enn sem komið er, en
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrver-
andi framkvæmdastýra, hefur látið
af störfum í samráði við félagsmála-
ráðherra.
Að sögn ráðherrans er stofan nú
lokuð vegna sumarleyfa, en fundin
verður ný manneskja til að veita
henni forstöðu til bráðabirgða þeg-
ar opnað verður á ný. „Í kjölfarið
verður staðan auglýst eins og við á
samkvæmt lögum,“ sagði ráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Aðspurður sagði ráðherra ekki
vera á döfinni að flytja stofuna frá
Akureyri. „Ég hef engin áform um
að starf Jafnréttisstofu verði flutt
frá Akureyri.“ Páll Pétursson fyrr-
verandi félagsmálaráðherra til-
kynnti árið 2000 að stofunni yrði
valinn staður á Akureyri, í sam-
ræmi við byggðaáætlun ríkisstjórn-
arinnar og ákvörðun Alþingis um að
opinberar stofnanir væru á lands-
byggðinni.
Jafnréttis-
stofa áfram
á Akureyri
TÓLF ungmenni frá jafnmörgum
Evrópulöndum hafa dvalið á Íslandi
síðastliðna tíu daga í boði Rót-
arýhreyfingarinnar. Unglingarnir,
sem eru á aldrinum 16 til 18 ára,
hafa ferðast vítt og breitt um Suð-
ur- og Vesturland og skoðað ýmsa
markverða staði. Þau skemmtu sér
að sögn konunglega og voru áhuga-
söm um að heimsækja landið aftur í
framtíðinni.
„Þetta var frábær ferð. Þetta var
allt svo vel skipulagt og þeir sem
sáu um okkur hjálpsamir og vin-
gjarnlegir. Við skoðuðum fullt af
áhugaverðum stöðum og það sem
mér fannst kannski merkilegast var
Bláa lónið. Það var mjög gaman að
koma þangað,“ segir Hylke Botma
frá Hollandi. Sumir nefna líka ferð
á Snæfellsjökul, en þangað fóru þau
í blíðskaparveðri, klifu upp á topp
og renndu sér síðan á rassinum nið-
ur jökulinn. Krakkarnir voru líka
sammála um að veðrið hefði verið
gott þótt flestir væru vanir meiri
hitum í júlí en hér gerist.
Jón Ásgeir Jónsson, formaður
æskulýðshreyfingar Rótarý, segir
að sumarbúðir og skiptinemadvöl
fyrir ungmenni hafi verið liður í
starfssemi samtakanna um árabil.
Íslenskum ungmennum hafi þannig
lengi staðið til boða að dvelja víðs-
vegar um heiminn á vegum Rótarý,
bæði sem heilsárs skiptinemar og
eins að fara í styttri ferðir. Hann
segir krakkana almennt vera mjög
ánægða með þessar ferðir enda sé
vel að þeim staðið. Þegar kemur að
styttri ferðum er fjölmargt áhuga-
vert í boði, svo sem hjólreiðaferðir,
gönguferðir, klifur og siglingar
víðsvegar um Evrópu. Jón Ásgeir
segir að umsóknir frá íslenskum
krökkum mættu vera fleiri og hvet-
ur sem flesta að sækja um fyrir
næsta ár. „Í ár voru til að mynda 44
ferðir í boði en aðeins 7 nýttu sér
boðið.“ Hann segir að ástæðan
kunni að vera sú að krakkarnir séu
hræddir við að of mikið sé um
fræðslu og ferðir á söfn. „Raunin er
hins vegar sú að þau eru afskaplega
frjáls og þegar unglingar frá mörg-
um þjóðlöndum koma saman hafa
þau gaman af því.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Erlendir unglingar í Íslandsferð