Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 23
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Kanaríeyja næsta vetur og mestu
verðlækkun sem um getur til Kanaríeyja frá því flug hófst þangað. Í
fyrra lækkuðu Heimsferðir verð til Kanarí um 7–12% og nú
lækkum við verðið um allt að 30% til viðbótar. Nú bjóðum við enn
nýja valkosti í vetur, fyrir þá sem vilja tryggja sér allra lægsta verðið en
njóta um leið öruggrar þjónustu Heimsferða í fríinu.
Nú bjóðum við 2 nýja valkosti í vetur. Agaete Park á Ensku
ströndinni, fyrir þá sem vilja einfalda gistingu á lágu verði, og Buena
Ventura hótelið, þægilegt 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Og að
sjálfsögðu bjóðum við okkar vinsælustu gististaði fyrir þá sem gera
meiri kröfur til góðra gististaða í fríinu s.s. Los Tilos, Roque Nublo,
Jardin Atlantico eða Valentin Marieta.
Lægsta verðið
til Kanarí í vetur
með Heimsferðum
frá 27.762*
Allt að
30% afsl.
frá í fyrra
6. janúar - vikuferð
kr. 27.762
M.v. hjón með 2 börn, Agaeta Park, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð.
Símabókunargjald kr. 2.000, ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800.
6. janúar - vikuferð
kr. 36.550
M.v. 2 fullorðna, Agaeta Park, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð.
Símabókunargjald kr. 2.000, ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800.
6. janúar - vikuferð
kr. 46.150
M.v. 2 fullorðna, Corona Blanca, vikuferð,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð.
Símabókunargjald kr. 2.000, ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800.
27. janúar - 2 vikur
kr. 46.150
M.v. 2 fullorðna, Agaeta Park, 2 vikur,
6. janúar, með 10 þúsund kr. afslætti, netverð.
Símabókunargjald, kr. 2.000, ferðir til
og frá flugvelli kr. 1.800.
*M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 8. ágúst 2003
eða meðan afsláttarsæti eru laus.
Gerðu verð og gæðasamanburð
Taktu enga áhættu á Kanaríferðinni þinni
Hjá Heimsferðum færðu:
Bestu gististaðina • Mestu þjónustuna • Lægsta verðið
Vinsælustu gististaðirnir
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 23
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40
®
NÝLEG ákvörðun íslenskra
stjórnvalda að fresta framkvæmdum
við Héðinsfjarðargöng hefur eðlilega
valdið gremju meðal
íbúa þeirra sam-
félaga sem skulu
njóta góðs af göng-
unum. Það vekur
einnig furðu að slík
ákvörðun skuli koma
svona rétt í kjölfar
kosninga, eins og íslensk stjórnvöld
hafi skyndilega fengið einhvers konar
hugljómun sem þau höfðu hreinlega
ekki græna glóru um í maí síðast-
liðnum þegar hver stjórnarþingmað-
urinn af öðrum, ráðherrar jafnt sem
ráðleysingjar brunuðu um bæi og
sveitir landsins lofandi öllu fögru.
En fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott. Frestun fram-
kvæmda við Héðinsfjarðargöng gefur
bæði stjórnvöldum og íbúum sveitar-
félaganna sem um ræðir tíma til þess
að hugsa. En hugsa um hvað? Hugsa
til dæmis um hvort það sé virkilega
besta ákvörðunin í stöðunni að
byggja göng milli tveggja byggð-
arlaga og raska tiltölulega óspilltri
náttúru Héðinsfjarðar með vegum og
gangamunnum. Hugsa um það hvort
aðrir hagsmunaaðilar séu í stöðunni
sem skipta máli. Hugsa um það hvort
aðrir möguleikar séu færir sem gætu
þjónað stærri hagsmunum og sætt
sjónarmið fleiri aðila.
Ég á ættir að rekja til Vestfjarða
og hef búið þar, bæði fyrir og eftir til-
komu Vestfjarðaganganna sem
tengja saman þrjú byggðarlög, þar
sem áður voru einungis háar og tor-
færar heiðar á milli. Ég get borið því
vitni að þau jarðgöng hafa marg-
borgað sig fyrir samfélögin á Vest-
fjörðum. Fólkið lifir í meira öryggi og
sterkara samfélagi en áður og öll
þjónusta er skilvirkari og öruggari.
Ég á einnig ættir að rekja til Siglu-
fjarðar og Skagafjarðar, ég ólst upp
rétt sunnan við Fljótin og á þaðan
margar bestu minningar ævinnar. Ég
veit að mikill hlýhugur hefur ætíð ríkt
milli Skagfirðinga og Siglfirðinga og
þótt rígur og nágrannagrín séu fastir
liðir er samstaðan þeim mun meiri
þegar reynir á. Því tel ég gríðarlega
mikilvægt að ekki sé flanað í fyrsta
kostinn sem kemur á borðið, en menn
velti vandlega fyrir sér möguleik-
unum með sameiginlega hagsmuni
fólksins að leiðarljósi, án þess að
grípa til reiði og upphrópana.
Sá möguleiki er nefnilega fyrir
hendi að tengja öll þrjú byggðarlögin
saman, Siglufjörð, Ólafsfjörð og
Skagafjörð, og mynda þannig sterkan
saum í samfélagið. Með því að gera
göng milli Siglufjarðar og Fljóta og
síðan úr Fljótum yfir í Ólafsfjörð
myndast þríhyrnd samgönguleið sem
er mun hagkvæmari til lengri tíma
litið en hin einfalda hugmynd að
tengja einungis saman Siglufjörð og
Ólafsfjörð. Sú leið að komast að mála-
miðlun felur það yfirleitt í sér að
menn gefa aðeins eftir til þess að ná
kosti sem allir geta sætt sig við, menn
reyna að þjóna stærstu hagsmun-
unum. Stærstu hagsmunir sjáan-
legrar framtíðar eru vissulega gott
aðgengi ferðamanna að þessu svæði
og auðveld umferð fólks milli byggð-
arlaga allt árið. Einnig er það okkur
gríðarlega mikilvægt til framtíðar að
varðveita náttúruna óraskaða, þar
sem mögulegt er. Vegakerfið er eins
og blóðrásin, öll líffærin græða á því
að hún sé heilbrigð. Þannig eru þeir
möguleikar sem myndast með sam-
tengingu þessara þriggja byggð-
arlaga mun meiri fyrir menning-
artengda ferðamennsku en ef
einungis tvö þeirra eru tengd saman.
Siglfirðingar þurfa engar áhyggjur
að hafa af framhjástreymi ferða-
manna. Bærinn fer sístækkandi á
heimskortinu vegna frumkvæðis og
áræðni þeirra sem starfa þar við
ferðaþjónustu og skapandi atvinnu-
starfsemi. Nauðsynlegt er að sjá
byggðarlögin þrjú sem eitt ferðaþjón-
ustusvæði sem hefur sterkt aðdrátt-
arafl.
Notum frestinn til þess að ræða
þennan möguleika, það er ekki of
seint að bæta samgöngur milli byggð-
anna þriggja og bjarga um leið þeirri
náttúruperlu sem Héðinsfjörðurinn
er. Þangað hafa mörg pörin komið og
notið einverunnar og rómantík-
urinnar í þessum gróðursæla eyði-
firði, þar sem maðurinn hefur bless-
unarlega leyft náttúrunni að vera í
friði fyrir framkvæmdum og bram-
bolti.
Eyðileggjum ekki Héðinsfjörðinn
með gangamunnum og bílaumferð,
hugsum lengra fram í tímann.
Sár vonbrigði eða
kærkominn um-
hugsunarfrestur?
Eftir Svavar Knút Kristinsson
Höfundur er blaðamaður og stundar
meistaranám í umhverfisfræðum.
OPINBERIR aðilar hafa
löngum verið gagnrýndir fyrir lé-
lega stjórnsýslu og að erindi borg-
aranna séu af-
greidd seint og illa
eða jafnvel ekki
svarað. Slík vinnu-
brögð eru óásætt-
anleg og geta í
mörgum tilvikum
valdið ein-
staklingum og fyrirtækjum mikl-
um skaða. Öllum sem til þekkja
má ljóst vera að stjórnsýslu borg-
arinnar hefur hnignað verulega á
undanförnum árum, hún er oft og
tíðum mjög ómarkviss og boðleiðir
í kerfinu hafa lengst. Þessi þróun
hefur átt sér stað þrátt fyrir stöð-
ugar stjórnkerfis- og skipulags-
breytingar og ótal margar
skýrslugerðir og úttektir á stjórn-
kerfi borgarinnar.
Skipulags- og
byggingarmál
Verst er ástandið í skipulags-
og byggingarmálum. Fjölmörg er-
indi, umsóknir og fyrirspurnir,
velkjast um í kerfinu mánuðum ef
ekki árum saman. Sumum er vísað
til umsagnar annarra nefnda og
ráða, sem í mörgum tilvikum
svara þeim seint um síðir. Oft er
erindum alls ekki svarað, sem er
brot á stjórnsýslulögum. Að sjálf-
sögðu getur oft verið tímafrekt að
yfirfara mál og skipulags- og
byggingarlög og reglugerðir gera
ráð fyrir ákveðinni málsmeðferð.
Það réttlætir hinsvegar ekki þann
seinagang sem svo oft á sér stað.
Aðalástæðan fyrir þessari ómark-
vissu og seinvirku stjórnsýslu er
ekki sú að starfsfólk skipulags- og
byggingarsviðs borgarinnar sé
ekki vanda sínum vaxið, heldur að
stjórnskipulagið er ekki í lagi og
forysta meirihlutans er veikburða.
Skýrsla Borgarendur-
skoðunar
Ýmis önnur dæmi má nefna um
lélega stjórnsýslu hjá borginni.
Nýlega kom út skýrsla Borg-
arendurskoðunar um frávik stofn-
ana og fyrirtækja borgarinnar frá
innkaupareglum Reykjavíkur-
borgar á árunum 2000 og 2001.
Þetta er svört skýrsla, sem sýnir
að flest fyrirtæki og stofnanir
borgarinnar hafa í mjög mörgum
tilvikum ekki farið eftir þeim inn-
kaupareglum sem borgarstjórn
hefur samþykkt. Fram kemur í
skýrslunni að frávik frá þeim eru
veruleg og umfangsmikil. Ekki
liggur fyrir á hvern hátt borg-
arstjóri hyggst bregðast við þess-
um alvarlegu staðreyndum en Inn-
kauparáð hefur nú þegar óskað
eftir upplýsingum frá for-
stöðumönnum stofnana og fyr-
irtækja borgarinnar um innkaupa-
mál þeirra á fyrri hluta þessa árs.
Greinargerð framkvæmda-
stjóra Leikfélags Reykjavíkur
Í október 2002 óskaði borgarráð
eftir greinargerð frá fram-
kvæmdastjóra Leikfélags Reykja-
víkur um stjórnskipulag LR og
hugsanlegar breytingar á því. Í
byrjun júlí spurðust borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fyrir
um hvort umrædd greinargerð
hefði borist frá framkvæmdastjóra
LR. Fyrirspurn okkar var svarað
skömmu síðar. Kom þá í ljós að
greinargerðin hafði borist borg-
aryfirvöldum í febrúar sl. eða fyrir
5 mánuðum og borgarstjóri virðist
ekki hafa gert sér grein fyrir því
hvað hann ætti að gera með þessa
greinargerð.
Lokun
gæsluvalla
Í marga mánuði var mikil óvissa
um lokum margra gæsluvalla í
borginni. Íbúar fengu engin svör
og lítið samráð var haft við þá um
fyrirhugaða lokun. Þessi vinnu-
brögð eru í engu samræmi við
stöðugar yfirlýsingar R-listans um
aukið samráð við íbúana og ekki
er vitað til þess að svokölluð
hverfisráð hafi haft nokkuð um
málið að segja.
Leyfi fyrir
vínveitingastað
Í mars 2002 sótti einstaklingur
um að opna vínveitingastað á
ákveðnum stað í borginni. Fram
kom í umsögn lögfræðings skipu-
lags- og byggingarsviðs að starf-
semin samræmdist deiliskipulagi
svæðisins. Erindinu var svarað á
þann hátt að samþykkt var í borg-
arráði í maí 2002 tillaga fyrrv.
borgarstjóra um að fram færi end-
urskoðun á skipulagi svæðisins og
því beint til skipulags- og bygg-
ingarnefndar að hefja þá vinnu.
Þegar borgarráðsfulltrúar sjálf-
stæðismanna spurðust fyrir um
málið í borgarráði í júní sl. kom í
ljós að ekkert hafði verið gert í
málinu í heilt ár.
Fjölmörg önnur dæmi mætti
nefna sem sýna að stjórnsýsla
borgrinnar er ekki viðunandi. Það
er skylda borgaryfirvalda að sjá
til þess að stjórnsýslan sé með
þeim hætti, að íbúar og fyrirtæki
fái eðlilega og skilvirka þjónustu
þegar þeir leita til borgarinnar
með margvísleg erindi.
Stjórnsýsla
borgarinnar
í ógöngum
Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn Reykjavíkur.