Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 35
mannvirki sveitarfélaga. Þá kom hann sér upp staðalupplýsingum um einingaverð, sem öll stofan naut góðs af. Á kynnisferðum hans að skoða hliðstæð mannvirki ytra kom sitthvað frásagnarvert upp á. Dæmi um það er frá því, er hinn stríðs- fróði tæknifræðingur skoðaði flota- stöðina í Norfolk í Virginíu og leysti úr spurningu ungs kadetts um mektugt orustuskip. Bættust þá fleiri við og hver spurningin rak aðra, uns kominn var álitlegur hóp- ur í kringum hann að hlýða á sjóor- ustusögur úr seinni heimsstyrjöld. Endurtók sig þar Íslendings þáttur sögufróða í nútímanum. Kominn þannig til staðfestu endurgalt hann Tótu með því að styðja hana til starfsnáms í innanhússhönnun í Englandi og síðar til stúdentsprófs og fleiri námskeiða. Komið mun nálægt áratug frá því að Hreggviður fór á eftirlaun og þau hjónin komu sér upp íbúð á Spáni til vetrardvalar, er síðar leiddi af sér skipti í minni og hæg- ari íbúð hér vestar á nesinu. Breyttist þá samgangur þeirra við vinafólk að sjálfsögðu verulega, komur þeirra færri en um leið reynt að nýta þær því betur. Þar ytra var auðvitað betra færi á úti- veru, golfi og hjólreiðum, og nýir vinir urðu á vegi í íslenskri og nor- rænni nýlendu. Hreggviður lýsti svo háttum sínum, að hann risi árla úr rekkju og stigi upp á þaksvalir að heilsa sólinni, þá er hún risi í veldi sínu upp úr Miðjarðarhafinu. Aðrar stundir notaði hann til rit- starfa og ól með sér áform um að rita minningar sínar, en minna mun hafa orðið úr því en skyldi sökum heilsubrests. Hið ljúfa suðræna líf mun víst ekki eingöngu verða til heilsubóta. Svo varð það í heimför þeirra fyrir fimm árum, að höggið reið yfir með meini, sem að vísu var numið burt, en hefur nú endað með svo harmþrungnum hætti þrátt fyr- ir eljusama baráttu þeirra hjóna fyrir að ná upp heilsu hans og þrótti. Ég veit mig tala fyrir munn fjöl- margra vina og skólafélaga, er ég lýsi sárum harmi og söknuði eftir svo vænan dreng sem Hreggvið og votta Þórunni og dætrum þeirra og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. En við verðum að rísa yfir harmaefni jarðneskra endaloka, sem víki fyrir andans heiðríkju fag- urra minninga um góðan dreng og förunaut. Blessuð veri minning hans. Bjarni Bragi Jónsson. Við fráfall þessa ágæta vinar dettur undirritaðri fyrst í hug ákveðið dansiball á Gamla garði fyrir rúmlega hálfri öld, en í dentíð var ekki öðrum böllum til að dreifa fyrir ungar skólastelpur en skóla- böll hinna ýmsu skóla. Vinkonurnar sem voru á heimleið mættu í stig- anum glæsilegum ungum manni og ein vinkonan stundi: „Hver er þessi fallegi maður?“ Óþarft er að taka fram að dvölinni á ballinu var fram- lengt. Í framhaldi af þessum kynn- um voru þau a.m.k. „på talefod“, eins og danskir segja og stuttu síð- ar fylgdumst við með 1. maí göngu og framarlega í flokki gekk „fallegi maðurinn“ í fagurrauðri skyrtu. Þar með var ljóst að þeirra leiðir lægju saman. Fjölskyldan fór til Svíþjóðar og bjuggu þau þar um skeið, þar sem Hreggviður aflaði sér menntunar. Síðan tók við langur kafli af brauð- striti, húsbyggingu og daglegu lífi. Eftir að þau gerðu Spán að sínu öðru heimili eða aðal, ég er ekki viss um hvort það var, komu þau öðru hvoru heim á nesið og höfðum við fyrir sið að borða saman a.m.k. eina máltíð, að síðustu heimkom- unni undanskilinn, enda maðurinn fárveikur. Síðastliðið sumar hitt- umst við hjá okkur hjónum ásamt sameiginlegum vini, reyndar frænda Hreggviðs sem hafði nýver- ið misst sína konu og minntist Hreggviður hennar fallega. Ekki get ég skilið við hann án þess að minnast útileguferðanna og eru þá efst á lista ferðirnar í Þjórs- árdalinn sem þau hjón kölluðu yf- irleitt bara „dalinn“, en þar þekkti hann hverja þúfu, að ég tali nú ekki um mannfólkið, sem allra vanda leysti, eins og við hjón fengum að njóta. Þegar sprakk á nokkrum dekkjum, brunaði Hreggviður á nokkra bæi og kom til baka með það sem þurfti. Svo vel var hann kynntur þar í sveit, sem hann vissu- lega leit á sem sína. Mínum manni og Hreggviði var vel til vina og eft- irminnileg var vetrarferð þeirra um dalinn góða, snævi þaktan, í leit að rjúpu hvor með sinn hólkinn. Það var gengið daglangt en engin kom jólarjúpan með til baka. Annar hélt að hann hefði séð eina, hinn heyrði í einni. Svo getur maður látið sér detta í hug hvort nokkurn tíma hafi staðið til að deyða nokkurn fugl. Eitt er það sem ég er Hreggviði þakklátust fyrir, hann kenndi mér að lesa Laxness og er það engin smágjöf. Ég var heimavið með barn í maganum, eins og börnin segja, Hreggviður og Tóta aðeins for- framaðri í þeim efnum, höfðu eign- ast Gunnu sína sex mánuðum fyrr og vissu auðvitað allt sem ég vissi ekki um þessa hluti. Þau litu nokk- uð reglulega við hjá mér og oftar en ekki hafði hann í farteskinu hefti af Laxness meistaraverki, þessum „analfabet“ til gleði og upplýsingar. Þar með var þessi kona og hennar karl komin á sporið sem vinir æv- inlega. Við hjón erum þakklát fyrir sam- fylgdina og óskum Þórunni vinkonu okkar, dætrum og ástvinum öllum, allrar blessunar. Lilja Gunnarsdóttir. Eftir rúmlega 50 ára kynni kveð ég vin minn og mág. Hreggviður kom sem fulltrúi nútímans inn á okkar gamla heimili sem hafði þá staðið í tæp 40 ár. Hann flutti nýjar stefnur sem menn voru ekki endi- lega sammála, en framkoma hans öll og orðfimi skapaði honum fljótt fastan sess í fjölskyldu okkar. Hann var þá við norrænunám í Háskól- anum og hefur það sjálfsagt, ásamt góðu uppeldi, gert hann að þeim góða Íslendingi sem hann var. Þegar dæturnar fæddust hvarf hann frá námi og starfaði sem skrifstofumaður árin sem hann var að koma þaki yfir þau. Kom þar vel fram dugnaður hans og þrautseigja þegar hann byggði gott hús með Hrafnkatli bróður sínum með dyggri aðstoð fjölskyldna sinna og vina. Hygg ég að launakostnaður hafi verið þar í lágmarki en vinnu- stundir húsbyggjenda og skylduliðs þeim mun fleiri. Eftir stúdentspróf hélt Hregg- viður til Gautaborgar til náms í arkitektúr. Varð hann að hverfa frá námi vegna tímabundinna veikinda. En byggingarlistin blundaði í hon- um. Þegar hann hafði reist fjöl- skyldu sinni gott heimili tók hann sig upp og hélt til Stokkhólms, með konu sinni og 3 dætrum, til náms í byggingatæknifræði. Að námi loknu flutti fjölskyldan heim og starfaði Hreggviður hjá Húsameist- ara ríkisins þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Þau Tóta gengu í hjónaband í janúar 1951 og eftir það var þeirra sjaldan getið öðruvísi en Tóta og Hreggi, svo náinn var vinskapur þeirra að ekki var skilið á milli. Það kom því ekki á óvart þegar Tóta dreif sig í skylt nám til Englands og lauk þar prófi sem innanhúss- arkitekt. Eftir 50 ára vináttu er auðvitað margs að minnast. Við bjuggum samtímis á Norðurlöndum og töldum við ekki eftir okkur að skreppa til Stokkhólms frá Ósló eða þau að skjótast til okkar í Kaup- mannahöfn. Þá vorum við ung og fannst gaman að hlæja saman. Það eltist aldrei af Hreggviði að það var gott að hlæja með honum. Hreggviður var traustur maður og nákvæmur en aldrei smámuna- samur. Hann hafði góða sýn á mannlífið sem þeir njóta sem þekktu hann. Elsku Tóta systir. Við Bergljót og börnin okkar sendum þér, dætr- um ykkar og börnum þeirra sam- úðarkveðjur. Við vitum öll að þegar frá líður verður minningin um Hregga alltaf vafin gleði. Ólafur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 35 ✝ Tryggvi Jónssonfæddist í Garðs- vík á Svalbarðs- strönd 29. mars 1946. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason, bóndi í Garðsvík, f. 4. maí 1910, d. 12. des. 1991, og Ingibjörg Tryggvadóttir, hús- freyja, f. 26. des. 1916, d. 23. sept. 1992. Systkini hans eru Guðrún, f. 1939, Margrét Hulda, f. 1940, Þórey Kristín, f. 1952, Bjarni, f. 1953, Fríður, f. 1954, og Arnheiður, f. 1963, d. 1973. Sambýliskona Tryggva var Evy f. 11. nóv. 1968, sambýliskona hans er Lilja Gísladóttir, þjónustu- fulltrúi, f. 20. ágúst 1971, þeirra dóttir er Jóhanna Kristín, f. 8. okt. 2001. Eftir hefðbundið grunnskólanám á Svalbarðsströnd, lá leið Tryggva í Héraðsskólann að Laugum, þar sem hann var í tvo vetur. Á Akur- eyri nam Tryggvi bifvélavirkun við Iðnskólann og var á starfssamningi hjá bifreiðaverkstæðinu Baug. Starfaði hann þar í nokkur ár eftir nám. Síðasta vetur í Iðnskólanum sem hann tók utanskóla, lauk hann einnig einkaflugmannsprófi. Samhliða starfi sínu hjá Baug hóf hann störf fyrir nokkra athafna- menn á Akureyri sem stofnuðu síð- ar Bílaleigu Akureyrar, betur þekkt sem Höldur í dag. Þar starf- aði hann fyrst sem bifvélavirki og verkstæðisformaður og síðar sem verslunarstjóri á varahlutalager til dánardags. Útför Tryggva fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. M. Petersen, f. 30. nóv. 1948 í Danmörku. Tryggvi og Evy slitu samvistir. Þeirra synir eru: 1) Jón, skrúðgarð- yrkjumaður, f. 31. mars 1966, hans dóttir er Julie, f. 14. júní 1991. 2) Stefán, hjúkr- unarfræðingur, f. 25. júní 1967, hans kona Dorte Hauritz Tryggvason, hjúkrun- arfræðingur, f. 11. maí 1975, þeirra sonur er Tobias, f. 9. sept. 2001. Hinn 29. des. 1968 kvæntist Tryggvi Brynju Björg- vinsdóttur, f. 27. mars 1947 á Ak- ureyri. Tryggvi og Brynja slitu samvistir árið 1987. Þeirra sonur er Sigurður Ari Tryggvason, rafvirki, Elsku Tryggvi minn. Mikið er erf- itt að átta sig á því að þú kemur ekki aftur til okkar. Að þú sitjir ekki með mér á kvöldin og spjallir um heima og geima. Svo ekki sé minnst á „mjólkurglasið“ sem okkur þótti nú ekki slæmt að fá okkur öðru hverju. En nú verðum við „litla fjölskyld- an“ að horfa fram á veginn og þakka fyrir allar stundirnar með þér. Þar er margs að minnast og gott að eiga allar þessar minningar. Þær eiga eftir að hlýja okkur um hjartarætur og hjálpa okkur í gegnum sorgar- ferlið mikla. Þeir sem eiga einhvern vin, sem elskar þá af hjarta. Finna guðlegt geislaskin gegnum myrkrið svarta. (G. G.) Guð lýsi þér á nýrri braut. Þín Lilja. Elsku afi minn. Þökk fyrir okkar stundir, þökk fyrir brosið þitt. Þú hefur sól og hlýju, sent inn í hjartað mitt. (Höf. ók.) Þín afastelpa, Jóhanna Kristín. Það er ógleymanleg sýn sem blas- ir við af Eiðinu milli Norðurfjarðar og Ingólfsfjarðar á Ströndum. Ing- ólfsfjörður liggur eins og fyrir fótum manns, handan hans Seljanes og ströndin norður af Ófeigsfirði. Lengst í fjarska, en þó svo greinileg, sjást Drangaskörðin, þessi sér- kennilega náttúrusmíði, sem nýtur sín svo vel úr fjarlægð í mjúkum lit- um og skýrum stórbrotnum línum. Í bakgrunni er svo blámi fjarlægðar- innar. Einhvern veginn er það svo að í forgrunni þessarar myndar sé ég fyrir mér Tryggva heitinn Jónsson frá Garðsvík eða Tryggva í Sunnu- hlíð 9 eins og hann var oft nefndur á mínu heimili. 5. og 6. júlí sl. vorum við Tryggvi á ferð um Strandir í góðu ferðaveðri og þá stönsuðum við einmitt góða stund á Eiðinu og nutum útsýnisins til Drangaskarða. Það var næstum því árviss viðburður hin síðari ár að Tryggvi færi í ferðalag með okkur hjónunum og kunnum við bæði vel að meta félagsskap hans. Hann var víðförull og kunni skil á ýmsu sem við þekktum ekki, einkum var hann vel kunnugur eyðibyggðunum í Fjörðum og Flateyjardal og leiddi okkur þar í ýmsan sannleika sem okkur var áður ókunnur. Tryggvi var ekki málgefinn mað- ur en skilmerkilegur í tali og glögg- ur á aðalatriði hvers máls, enda vel gefinn eins og hann átti kyn til. Meðfædd háttvísi og lítillæti hefur vafalaust stundum sett hann skör lægra en hann átti rétt á, en að trana sér fram var áreiðanlega þvert á hans geð og öll framkoma hans var þannig að ósjálfrátt laðaði hann að sér menn og málleysingja. Enginn efaðist um heiðarleika Tryggva og einlægni og skynsamleg yfirvegun gerði hann að góðum starfsmanni sem náði fullkomnum tökum á öllu sem hann tók sér fyrir hendur eða þurfti að starfa við. Tryggvi átti ættir í Höfðahverfi og ólst upp í Garðsvík á Svalbarðs- strönd. Nokkrum sinnum kom það fyrir að við „renndum“ yfir á Strönd, „svona aukaferð“. Það er fallegt að líta yfir Eyjafjörðinn frá æskuslóð- um Tryggva og ekki óeðlilegt þótt gamlar heimaslóðir laði og seiði til sín þá sem þar slitu barnsskónum. Jón, faðir Tryggva, mátti kallast skáld og rithöfundur. Í mínum huga hvílir alltaf viss ljómi yfir nafni hans, sem tengist bænum og um- hverfinu. Tryggvi fékk kransæðastíflu fyrir um það bil tíu árum. Hann var á leið til Akureyrar úr Skagafirði, einn í bíl. Hann sýndi af sér þá hörku og hetjuskap að aka heim, en það kost- aði það að hjartað skemmdist, þrátt fyrir góða læknishjálp þegar heim var náð. Eftir þetta áfall náði Tryggvi aldrei sömu heilsu og áður, þótt hann væri fullkomlega vinnu- fær í sínu starfi. Við töluðum saman góða stund daginn áður en hann dó, við drukk- um kaffisopa í eldhúsinu í Sunnuhlíð 9 og töluðum um ferðina á Strandir og glöggvuðum okkur á ýmsu sem við sáum í ferðinni, með aðstoð Ár- bókar Ferðafélagsins. Tryggvi ráðgerði ferð á Vestfirði til fóstursystur sinnar og ætlaði jafnvel daginn eftir. Um morguninn leist honum ekki á veðrið og ákvað óákveðinn frest. Þessi ferð verður víst ekki farin. Nú er Tryggvi lagður af stað í aðra ferð, þá sem bíður okkar allra. Við hjónin óskum honum fararheilla og þökkum samfylgd á liðnum árum. Við vottum samúð okkar sonum Tryggva, tengdafólki og skyldmenn- um öllum og svo öllum þeim sem báru hlýjan hug til hans og sakna nú vinar í stað. Trausti Árnason og Margrét Jónsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Tryggvi frændi. Það reyn- ist okkur erfitt að skrifa þessi kveðjuorð til þín en við reynum að hugsa um allar ánægjulegu stund- irnar sem við áttum saman, ýmist á Miklabæ þegar þú kíktir í kaffi eða á Akureyri þar sem þú tókst alltaf vel á móti okkur. Sérstaklega þykir okkur dýrmætt að hafa átt þessa gleðilegu daga í Danmörku í vor þegar mestöll ættin hittist í afmæl- inu hans Bjarna. Við söknum þín. Elsku Siggi, Jón, Stefán og fjöl- skyldur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Við biðjum Guð að geyma góðan dreng. Jón Ingi, Anna Elísabet, Ólafur Gunnar og Inga Heiða. TRYGGVI JÓNSSON Bróðir okkar, fósturbróðir og mágur, ÓSKAR KARLSSON frá Skálateigi, Melagötu 4, Neskaupstað, sem lést fimmtudaginn 17. júlí sl., verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 25. júlí kl. 14.00. Marteinn Karlsson, Þórdís Ágústsdóttir, Björg Karlsdóttir, Helgi Jónsson, Gerður Karlsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Þórarna Hansdóttir. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.