Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 43 fyrirgefur ekkert. Síðan er það sú sextánda, þar sem menn hafa get- að slegið vel yfir hafið og verið í góðum málum. Það er hægt ennþá en þá verður upphafs- höggið að vera rosalega ná- kvæmt. Sé það raunin eru menn í mjög góðum málum, en það er bú- ið að þrengja brautina verulega og vallarmörk eru báðum megin við hana þannig að menn geta lent illa í því heppnist upphafs- höggið ekki fullkomlega. Brautin hallar líka frá manni þannig að það er erfitt að láta boltann hanga á henni slái menn langt. Þarna geta menn tekið rosalega mikla áhættu sem borgar sig vel ef höggið heppnast. Lokaholan verður líka skemmtileg því það er búið að þrengja hana verulega og þar sem við erum að lenda eftir upp- hafshögg er hún trúlega bara 15 metra breið og þykkt röff allt í kring. Menn eru í góðum málum hitti þeir brautina en ef ekki þá er lítið annað að gera en leggja upp í næsta höggi. Ef þetta verður jafnt á síðasta hring þá held ég það verði gaman að sjá hvernig menn spila úr þessu. Sá sem verður með forystu mun væntanlega ekki taka mikla áhættu en hinir sem þurfa að sækja gætu reynt það. Um fyrri níu holurnar gildir í raun það sama, það er búið að þrengja brautir og þétta röffið og má sem dæmi nefna að áttunda holan er orðin þröng og kafgras allt um kring þannig að menn eru fljótir að fara upp í fimm eða sex högg á henni ef upphafshögg mis- heppnast,“ sagði Júlíus. Hann sagðist vera að koma til og hann yrði tilbúinn í baráttuna þegar leikur hæfist. „Bróðir [Þor- steinn] er kominn í bæinn og er að taka mig í gegn, hann er yfir- kennarinn minn og ansi fínn sem slíkur,“ sagði Júlíus. Morgunblaðið/Arnaldur Íslandsmeistari karla, Sigurpáll Geir Sveinsson, GA. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Birgir Leifur Hafþórsson lék stórkostlega í síðustu viku. Hún segir ekki margar koma tilgreina sem Íslandsmeistara kvenna í ár. „Ólöf María á auðvitað að vinna þetta. Golf er heilsársíþrótt hjá henni og hún er sterkust á papp- írnum. Ragga [Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr GR] er alltaf Ragga. Hún er með gríðarlega mikla reynslu og er alltaf sterk, jafnvel þó svo hún hafi ekki æft eins mikið í sumar og oft áð- ur. Þórdís verður væntanlega á sínu róli, hún spilar alltaf jafnt en ég held hún vinni þetta ekki. Ég hef hins vegar trú á Önnu Lísu Jóhannsdóttur, hún hefur spilað vel en vandamálið er að hún á alltaf slæman hring inn á milli. Ef henni tekst að losna við það í mótinu og auka sjálfstraustið aðeins þá er hún til alls líkleg. Hún hefur æft mjög vel og sjálfstraustið hefur aukist hjá henni. Helga Rut hefur líka spilað vel í sumar og ég held hún verði í barátt- unni um sigur, en aðrar sé ég ekki blanda sér í efstu sætin,“ sagði Her- borg og benti á að Íslandsmótið væri talsvert annað og meira en meistara- mót hjá klúbbunum. „Taugarnar spila mikið stærri þátt á landsmóti og þar ræður oft reynslan og hvernig formi menn eru í.“ Hef tröllatrú á bróður Um keppnina hjá körlunum sagð- ist Herborg ekki þekkja nægilega mikið til þar sem hún hefði lítið verið með í sumar. „Það er eins hjá þeim og stelpunum, þeir sem hafa þetta sem heilsársíþrótt eiga mesta mögu- leika á sigri. Birgir Leifur er þar efstur á blaði og ég held hann vinni frekar en Björgvin Sigurbergs, ein- faldlega vegna þess að mér finnst Birgir Leifur betri kylfingur. Ólafur Már verður væntanlega líka ofar- lega, en hann hefur aldrei sigrað á stigamóti og ég held hann taki ekki upp á því á landsmóti. Ég held að aðrir komi ekki til greina sem sigurvegarar þó svo margir geri tilkall til næstu sæta þar á eftir. Heiðar Davíð, Magnús Lár- usson og Heimir Hilmarsson geta allir á góðum degi komist langt. Svo á ég bróður þarna [Sigurjón] sem ég hef tröllatrú á. Hann segist ekki vera í neinni æfingu en ef hann hittir á það þá spilar hann fantavel og getur ýmislegt, þannig að ég vil nefna hann í þessu sambandi,“ sagði Herborg. Spurð um heimamanninn Júlíus og Íslandsmeistar- ann Sigurpál, sagðist Her- borg ekki hafa trú á þeim sem sigurvegurum en þeir, ásamt nokkrum til viðbót- ar, gætu vel blandað sér í næstu sæti þar fyrir neðan. „Hef trú á Önnu Lísu“ „ÓLÖF María á að vinna þetta, Ragga er reynslubolti en ég hef trú á Önnu Lísu,“ sagði Herborg Arnarsdóttir, kylfingur úr GR, sem verður fjarri góðu gamni þegar mótið hefst í Eyj- um á morgun. Hún er nýbökuð móðir og hefur því ekkert getað æft. „Mig dauðlangar auðvitað að vera með en ég er í öðru hlutverki núna og er fyllilega sátt við það. En ég kem mjög sterk til leiks næsta ár,“ sagði Herborg. Morgunblaðið/Arnaldur Ólöf María Jónsdóttir, GK, er líkleg- ust til sigurs í kvennaflokki. KNATTSPYRNUSAMBAND Malasíu hefur hætt við vináttuleik lands- liðs Malasíu við spánska meistaraliðsins Real Madrid í Kuala Lumpur 10. ágúst. Ástæðan fyrir því er að Real Madrid vildi fá 259 milljónir ísl. kr. í sinn hlut fyrir leikinn, sem átti að vera fjórði og síðasti leikur liðs- ins í Asíuferð sinn. Ferð Real Madrid til Asíu er liður í að byggja upp sölu á ýmsum sölu- varningi, í sambandi við liðið og David Beckham, fyrirliða enska lands- liðsins, sem Real keypti frá Manchester United á dögunum. Beckham er gríðarlega vinsæll í Asíu, þar sem orðið sannkallað Beckhamæði að undanförnu. Blöð á Spáni segja að forráðamenn Real hafi farið fram á of mikla peninga fyrir að leika. Beckham og Viktoría, eiginkona hans, eru ekki yfir sig hrifinn á Spáni þessa dagana, því að þau geta ekki um frjálst höfuð strokið vegna ágangs ljósymdara, sem elta þau á röndum. Beckham hefur ákveðið að skera upp herör gegn ágangi ljósmyndara. Spurningin er hvernig það gengur, þar sem ljósmyndarar sem eltast við „fræga“ fólkið gefa yfirleitt ekkert eftir til að næla sér í myndir til að selja blöðum og tímaritum. Real Madrid leikur ekki vináttuleik í Malasíu LÁRA Hrund Bjarnadóttir, SH, náði Ólympíulágmarki fyrir ÓL í Aþenu í 200 m skriðsundi á heimsmeist- aramótinu í Barcelona í gær, er hún synti á 2.04,90 mín. Það dugði henni þó ekki til að komast í undanúrslit. Hún varð í 37. sæti af 63 keppendum. Lára Hrund hafði áður náð ÓL- lágmarkinu í 200 m fjórsundi á sunnudaginn. Jón Oddur Sigurðsson og Jakob Jó- hann Sveinsson kepptu í 50 m bringu- sundi og komust heldur ekki áfram. Jón synti á 29,49 sek. og varð 36. af 98 keppendum. Jakob Jóhann synti á 30,14 sek. og varð í 47. sæti. Lára Hrund náði ÓL- lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.