Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingis- maður (það orð nær að mínum skilningi yfir bæði kynin jafnt), ritaði grein í Morgunblaðið hinn 18. júlí sl. sem hún nefnir: „Friðuð svæði lögð í einelti.“ Þar fjallar hún um þá hug- mynd Landsvirkjunar að reisa 10-12 m háa stíflu við efstu virkjanirnar í Laxárgljúfri í því skyni að draga úr skemmdum á vélum þeirra vegna sandburðar í ánni og úr ístruflunum á rekstri þeirra að vetrarlagi. Kristín er andvíg þeirri framkvæmd. Enda þótt ég sé henni ósammála um það geri ég ekki at- hugasemdir við þá afstöðu. Hún er hennar mál. Kristín bendir réttilega á að um Skútustaðahrepp, Laxá og eyjar og hólma í henni og 200 m breiða bakka meðfram ánni beggja vegna frá Mývatni til ósa gildi lög nr. 96 frá 1974 um verndun Laxár og Mývatns og að „á því svæði er hverskonar mann- virkjagerð og jarðrask óheimilt nema leyfi Umhverf- isstofnunar komi til. Þá er tekið fram að breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna séu óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, enda komi til sérstakt leyfi Umhverfisstofn- unar.“ Síðan segir Kristín: „Það verður að teljast nánast óhugsandi að Umhverfisstofnun leyfi fyrirhugaðar framkvæmdir sem ganga svo algerlega í berhögg við lög um verndun Mývatns og Laxár.“ Vandséð er hvernig þessar framkvæmdir ganga í berhögg við þau lög. Einu breytingarnar sem lögin banna, nema til verndunar eða ræktunar, eru þær sem fela í sér breytingar á vatnsborðshæð stöðuvatna eða á rennsli straumvatna. Ráðgerð stífluhækkun felur ekki í sér breytingar á vatnsborði stöðuvatns því að ekkert stöðuvatn er í Laxárdal. Hún felur heldur ekki í sér breytingar á rennsli straumvatns því að lónið ofan við stífluna yrði gegnumstreymislón með föstu vatns- borði en ekki miðlunarlón. Allar aðrar breytingar, þar á meðal þær sem hér um ræðir, leggja lögin í mat Umhverfisstofnunar hvort leyfðar skuli eða ekki. Það er því beinlínis rangt að umræddar fram- kvæmdir gangi í berhögg við lögin um verndun Mý- vatns og Laxár. Þær ganga heldur ekki í berhögg við skuldbindingar Íslendinga samkvæmt Ramsarsátt- málanum, sem fjallar um verndun votlendis, því að þær hafa ekki áhrif á votlendi. Skoðanir Kristínar og annarra á því, hvað líklegt sé að Umhverfisstofnun leyfi eða leyfi ekki skipta auðvitað engu máli í sam- bandi við spurninguna um hvort framkvæmdirnar gangi í berhögg við lögin eða ekki. Í lok greinar sinnar líkir Kristín Landsvirkjun við krakka „sem hættir ekki að suða og tuða um nammi og dót þar til foreldrarnir láta undan og kaupa sér frið“. Í þessari skemmtilegu samlíkingu er Lands- virkjun í hlutverki sælgætisframleiðandans en ekki krakkans. Samkvæmt lögum er það hennar hlutverk að framleiða það rafmagn sem notendur í landinu, almenningur og fyrirtæki, „suða og tuða“ um. Í því suði og tuði eru fyrirtæki álframleiðenda stórtækust. Landsvirkjun stofnar ekki til álvera eða rekur þau. Í andstöðu við lögin? Eftir Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. OFT er sagt að smáríki ættu ekki að sóa fjármagni í uppbyggingu hers vegna þess að fámennur her gæti aldrei komið að gagni þegar verjast þarf innrásarliði. Þau rök eru einnig þekkt hér á landi en varnarlið, sama hve sterkt það er, hefur fælingarmátt. Hætt- an á því að erlent innrásarlið eða hryðjuverkamenn láti til skarar skríða gegn ríki er mun meiri ef landið er algerlega óvarið og ákjós- anlegt skotmark en ef varnir eru fyrir hendi. Jafnvel þó að varnarliðið yrði lítið gæti það haldið uppi vörn- um og keypt þannig tíma á meðan beðið er aðstoðar NATO-ríkjanna sem tryggt hafa varnir Íslands sam- kvæmt fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Samkvæmt skýrslu nefndar um öryggis- og varnarmál Íslands frá árinu 1993 er hér á landi að finna um 200 mikilvæg mannvirki opin fyrir hugsanlegum hermdarverkum og af þeim hafa um 30 svo mikla þýðingu að eyðilegging hvers og eins myndi leiða af sér meiri háttar röskun á þjóðlífinu. Í þessu samhengi er rétt að minna á að 245 kílóum af sprengi- efnum var stolið í byrjun mánaðar- ins og hefði mátt nota til hryðju- verka. Hættuna af árásum hryðjuverkamanna megum við ekki leiða hjá okkur heldur taka af al- vöru. Íslenskur her Hugmyndin um stofnun íslensks hers hefur oft leitað í umræðuna en er hún raunhæf? Því minni sem efnahagskerfi ríkja eru, því hærra hlutfall vergrar landsframleiðslu þurfa ríki að leggja til hermála ef þau telja sig þurfa á her að halda. Það er augljóst að stofnkostnaður hers getur verið umtalsverður, sér- staklega ef ætlast er til að herinn eigi að vera skilvirkur og vel búinn. Launakostnaður og viðhald taka svo umtalsvert fé á fjárlögum hvers árs. Samkvæmt skýrslu bandaríska ut- anríkisráðuneytisins yfir fjárútlát til herja ríkja heims fyrir árið 1997 lögðu NATO-ríkin að meðaltali 2,7% af vergri landsframleiðslu sinni til hermála. OECD-ríkin lögðu að með- altali 2,3% og Norðurlöndin að með- altali 2% í heri sína. Verg landsfram- leiðsla Íslands árið 2002 var 774,4 milljarðar króna. Ef íslenska ríkið verði álíka háu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til hermála og hin Norðurlöndin næmu útgjöld til her- mála um 15,5 milljörðum íslenskra króna á ári hverju. Heildarútgjöld íslenska ríkisins árið 2002 voru rúm- lega 233 milljarðar króna. Útgjöld til hermála næmu því um 6,6% af heild- arútgjöldum íslenska ríkisins. Ef við berum Ísland saman við ríki sem eru svipuð að stærð, annars vegar álíka fjölmennt ríki, Lúxemborg, og hins vegar ríki með álíka stóran efnahag, Eistland, koma eftirfarandi tölur (frá árinu 1997) í ljós: Lúxemborg leggur 0,8% af vergri landsfram- leiðslu til hermála en árið 1997 nam það 10,5 milljörðum króna en verg landsframleiðsla í Lúxemborg var mun meiri en á Íslandi, 16,6 millj- arðar dollara á móti 7,4 milljörðum dollara. Árið 1997 varði Eistland 1,5% af vergri landsframleiðslu sinni til her- mála. Verg landsframleiðsla í Eist- landi var svipuð og á Íslandi árið 1997 eða 7,4 milljarðar dollara. Út- gjöld Eista til hermála árið 1997 voru því 111 milljón dollarar eða 8,7 milljarðar króna. Margar breytur hafa áhrif á það hve mikið ríki leggja til hermála, mannfjöldi, stærð efnahags, nauð- syn varna og verð svo eitthvað sé nefnt. Ef álíka miklu yrði varið í ís- lenskan her og í þeim löndum sem nefnd hafa verið hér að framan yrði árlegur kostnaður af slíkum her á bilinu 8,7 til 15,5 milljarðar. Þó að þessar tölur séu ekki hárnákvæmar gefa þær vísbendingu um kostnað við að stofna íslenskan her. Hve fjölmennur gæti íslenskur her verið? Best er að miða við fjölda hermanna á hverja þúsund íbúa rík- is. Norðurlöndin eru með 5,5 til 7,5 hermenn á hverja 1.000 íbúa. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má reikna með að íslenskur her gæti orðið á bilinu 1.587 til 2.164 menn sem yrði álíka stór her og herir Möltu, Lesótó og Trínidad og Tóbagó. Hvað er annað til ráða? Þar sem útgjöld til hermála virðast við fyrstu sýn of mikil til að pólítísk sátt geti nokkurn tíma náðst um stofnun hers er rétt að spyrja hvað annað sé til ráða. Stjórn- málafræðingurinn dr. Michael I. Handel benti á að smáríki hefðu fjórar leiðir til að efla styrk sinn í alþjóðakerfinu: að stórveldi ábyrgðust varnir smáríkis, að stórveldi settu upp herstöð í smáríkinu, að smáríki spilaði á al- menningsálit í stórveldinu og að stofna til táknræns sambands á milli ríkjanna. Íslendingar hafa notað tvær þessara leiða til að styrkja stöðu sína í alþjóðakerfinu; Banda- ríkin hafa tryggt varnir landsins og sett upp herstöð á Íslandi. Hvort tveggja hefur haft mikil áhrif á styrk Íslands í alþjóðakerfinu. Hverfi bandaríski herinn frá Íslandi hefur styrkur Íslands minnkað til muna og það skarð sem hann skilur eftir sig þarf að fylla. Það er réttast að leita til annarra bandamanna okkar í NATO til að fylla skarð Banda- ríkjamanna ef þeir hverfa á braut. Mikil áhætta er fólgin í því að hafa engar varnarsveitir hér á landi og kostnaður við íslenskan her er of mikill til að sátt muni nást um stofn- un hans. Hver sem niðurstaðan verður er líklegt að útgjöld Íslend- inga til varnarmála hækki á næstu árum. Er þörf á vörnum á Íslandi? Eftir Heiðar Örn Sigurfinnsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. Ljósmynd: Skimað eftir fé, Jónas Erlendsson í Fagradal. LANDSMENN Í LINSUNNI LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Í VÍK Í MÝRDAL Í Víkurskálanum í Vík í Mýrdal stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðs- ins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni frétta- ritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar. Sýningin stendur til miðvikudagsins 5. ágúst. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is i i r til þriðjudagsins . st.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.