Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 9 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. 50% afsláttur eða meira af öllum vörum Engjateigi 5, sími 581 2141. Lagersala 21 júlí.-31. júlí 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Útsala Útsala viðbótarafsláttur HOLL sem var að ljúka veiðum í Hofsá í Vopnafirði var með 90 laxa, flesta stóra. Fregnir herma að veiði gangi einnig með ágætum í Selá og ekki er meðalvigtin á þeim bænum lakari. Lítið er enn gengið af smá- laxi og þegar sá ágæti fiskur sýnir sig ræðst hversu gjöful vertíðin verður, en það er mál manna að verði mikið af smálaxi gæti orðið um stórvertíð að ræða, því meira sé af stærri laxinum en mörg hin seinni ár. Smálaxa- og vatnsþurrð á Norðurlandi Lítið gengur enn af smálaxi í flestar ár á Norðurlandi, þó hafa Blanda, Laxá á Ásum og Miðfjarð- ará verið að fá einhver skot allra síðustu daga og skv. heimasíðu Lax-á, sem er með allar árnar á leigu, hafa verið að veiðast 5–10 laxar á dag í Miðfjarðará, 34 síð- ustu þrjá daga úr Laxá á Ásum, á tvær stangir, auk þess sem fast að 270 laxar voru komnir úr Blöndu á hádegi mánudags. Laxá og Mið- fjarðará eru orðnar afar vatnslitlar vegna þurrkanna og vætan að und- anförnu hefur litlu komið til leiðar. Vatnsdalsá og Víðidalsá daufar Illa gengur í Vatnsdalsá og Víði- dalsá og virðist vanta smálax- agöngur. Hefur veiðin í báðum án- um verið að detta niður í 2–3 laxa á vakt og þó menn sjái eitthvað af smálaxi þá er ekki um neitt umtals- vert magn að ræða enn sem komið er. Björn K. Rúnarsson leið- sögumaður við Vatnsdalsá sagði að útlitið hefði verið gott fyrir um tveimur vikum, þá hafi 4 daga holl farið úr ánni og hafði landað og sleppt 25 löxum, enginn hafi verið undir 11–12 pundum og þrír verið um 20 pund, þ.e.a.s. metralangir. „Síðan hefur verið mjög rólegt,“ sagði Björn. Alls hafa 84 laxar veiðst á laxasvæðinu í Vatnsdalsá og 10 til viðbótar á silungasvæðinu. Gengur vel í Straumfjarðará „Héðan er allt ágætt að frétta. Þrátt fyrir vatnsleysi og hita er veiði ágæt. Komnir tæplega 90 lax- ar á land sem er í góðu meðallagi miðað við að nú er að ljúka fyrsta þriðjungi veiðitímabilsins og Strauma telst vera miðsumars- eða síðsumarsá. Það er að ganga meiri lax í ána fyrri part tímabils en und- anfarin ár. Hins vegar gengur hann hægt upp ána og veiðin er ennþá mikið til tekin í neðri hluta árinn- ar,“ sagði Ástþór Jóhannsson, einn leigutaki Straumfjarðarár, í sam- tali við Morgunblaðið. Ástþór sagði úrkomuna síðustu vikur aðeins hafa verið smáskúri af og til og menn hafi horft löngunaraugum suður í Faxaflóann þar sem regn- bólstrarnir hafi verið í augsýn, en meira og minna leyst upp áður en þeir náðu upp á Snæfellsnes. Enn stígandi í Rangárþingi Enn er veiði að aukast jafnt og þétt í Rangánum, t.d. var veiði dagsins í Eystri-Rangá einni nærri 60 laxar, tæplega tuttugu fleiri heldur en daginn áður. Ytri áin gef- ur einnig vaxandi veiði. Morgunblaðið/LKI Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum í Breiðdal, með glæsilegan 18 punda hæng úr Breiðdalsá. Í baksýn er hið nýja stórglæsilega veiðihús þeirra Breiðdælinga. Veiði hefur einnig gengið vel í Hofsá í Vopnafirði og Selá. Enn er veisla í Vopnafirði ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? BYGGÐASTOFNUN mun á þessu ári styrkja rannsóknartengd sam- starfsverkefni á landsbyggðinni um samtals 10 milljónir króna. Verkefn- in verða unnin í samstarfi við aðrar opinberar stofnanir og verður gerð- ur samstarfssamningur um samfjár- mögnun og vinnuframlag við þær. Verkefnin eru á sviði nýsköpunar, markaðsmála, samgangna, ferða- þjónustu, menningar, menntamála, umhverfismála og Evrópumála. Markmiðið með styrkveitingunum er meðal annars að hvetja aðrar stofnanir til samstarfs á sviði byggðamála og styðja við verkefni sem þegar eru komin í gang, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Byggðastofnun. Meðal þeirra verkefna sem munu fá styrki er stuðningsverkefni fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggð- inni, úttekt á byggðaráhrifum Hval- fjarðarganga, könnun á rekstrarum- hverfi ferðaþjónustu og skráning á fornminjum. Unnið er að undirbúningi fleiri verkefna og því líklegt að framhald verði á þessari starfsemi á næstu ár- um. Til að tryggja vönduð vinnu- brögð gerir Byggðastofnun kröfu um ítarlegar verkefnisáætlanir fyrir öll verkefni sem stofnunin styrkir eða er aðili að. Byggðastofnun veitir 10 milljónum til rannsóknar- og þróunarverkefna Hvetja stofnanir til samstarfs JÓN RÖGNVALDSSON vega- málastjóri segir að ef Vegagerð- in rjúfi girðingar, sem eru í notkun og er haldið við, eigi hún að setja upp ristarhlið í staðinn. Sé það ekki gert er væntanlega um mistök að ræða. Sigurður Sigurðsson, dýralæknir á Keld- um, hefur gagnrýnt Vegagerð- ina og virkjanir fyrir að taka upp ristarhlið án leyfis. Jón bendir hins vegar á að sums staðar sé ágreiningur um hvaða girðingar eru í notkun. Hann segir þetta þó allt vera mál sem má ræða og komast að sam- komulagi um. Agnar Olsen, framkvæmdastjóri verkfræði- og framkvæmdasviðs Lands- virkjunar, segir gagnrýni Sig- urðar koma á óvart. „Ég hef ekki heyrt um að við höfum gengið illa um. Kannski eru ein- hver tilvik sem ég hef ekki feng- ið fregnir af en ég veit ekki bet- ur en að við höfum farið valega í þessum efnum,“ segir Agnar og bendir jafnframt á að Lands- virkjun setji stundum upp nýjar girðingar til þess að koma í veg fyrir að sauðfé flækist á milli svæða. Gagnrýnin kemur á óvart Vegagerð ríkisins og Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.