Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hreggviður Stef-ánsson fæddist í Galtafelli í Hruna- mannahreppi 20. mars 1927. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Jakobsson múrarameistari, f. 7. mars 1895, d. 18. maí 1964, og Guðrún Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 24. desem- ber 1903, d. 25. júlí 1989. Bræður Hreggviðs eru Hrafnkell lyfja- fræðingur, f. 30. apríl 1930, d. 23. desember 1983, og Stefán Már prófessor, f. 19. október 1938. Hreggviður kvæntist 6. janúar 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórunni Björgúlfsdóttur innan- hússarkitekt, f. 21. janúar 1931. Foreldrar hennar voru Björgúlf- ur A. Ólafsson læknir, f. 1. mars 1882, d. 15. febrúar 1972, og Þór- unn Benediktsdóttir húsmóðir, f. 9. júní, 1893, d. 26. nóvember 1981. Dætur Hreggviðs og Þór- unnar eru: 1) Guðrún kennari, f. 26. júlí 1951, gift James Stewart Crosbie ferðamálafrömuði og eiga þau eina dóttur, Kristínu, lögfræðing, og eitt barnabarn. 2) Þórunn hjúkrunarfræðingur, f. 25. október 1955, var gift Sveini Blöndal prentmyndasmið, þau skildu. Þau eiga Hreggvið nema og tvö barnabörn. Seinni eigin- maður Þórunnar er Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi, og eiga þau tvo syni, Finnboga Rút og Grímúlf. 3) Ása ráðstefnu- skipuleggjandi, f. 3. ágúst 1960, var gift Guðmundi Inga Gústafssyni sölumanni, þau skildu. Dóttir þeirra er Þrúður. Fyrir átti Ása dótturina Þórunni Grímu með Páli H. Hannessyni. Sambýlismaður Ásu er Birgir E. Birgis- son verslunarmað- ur. Hreggviður út- skrifaðist úr Ingi- marsskólanum 1943 og þaðan lá leið hans í Menntaskól- ann í Reykjavík hvaðan hann út- skrifaðist sem stúdent árið 1947. Eftir stúdentspróf var Hreggvið- ur við nám í arkitektúr í Gauta- borg og síðan í norrænu við Há- skóla Íslands. Hann vann sem skrifstofumaður hjá Skeljungi frá 1951 og þrjú ár hjá Ferða- skrifstofu ríkisins. Þau hjón fóru árið 1963 til Stokkhólms með dæturnar þrjár, þar sem Hregg- viður hóf nám við Stockholms Teckniska Institut og útskrifað- ist þaðan sem byggingatækni- fræðingur árið 1966. Eftir heim- komu starfaði Hreggviður hjá embætti Húsameistara ríkisins sem tæknifræðingur fram til árs- ins 1992 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hjá Húsa- meistara ríkisins gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum á veg- um embættisins. Þau Þórunn og Hreggviður festu sér hús á Spáni þar sem þau dvöldu á vetrum síð- ustu árin. Útför Hreggviðs verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæri Hreggviður. Nú þegar þú ert allur, rifjast upp minningar um þann tíma sem við þekktumst. Þó margt hafi borið við og við talað um alla skapaða hluti, er eitt sem í minningunni stendur upp úr. Stalíngrad! Þú sjötugur og þið Tóta í heimsókn hjá okkur í Moskvu. Og sjötugsafmælisgjöf þín, ferð til Stalíngrad. Á þann vígvöll sem þú hafðir lesið hvað mest um. Kveðjustund á brautarpallinum í Moskvu, við komum okkur fyrir í svefnvagninum og svo „eigum við ekki að finna okkur einhverja hressingu“. Jú jú, förum í matar- vagninn. Þegar þangað kom, flaska af vodka, saltaðar gúrkur og feit pylsa. Og þá hófst ævintýrið. Ég taldi mig þekkja sögu stríðsins nokkuð vel, ekki síst austurvíg- stöðvarnar. Ó nei, það kom í ljós að það var misskilningur. Aftur og aft- ur var ég rekinn á gat, þekking mín rifin í tætlur. Í vinsemd, en af ákveðni. Þetta var ekki svona, þetta var á hinn veginn. Von Paulus og félagar fengu hraksmánarlega út- reið, en þrátt fyrir allt, þá var von Paulus enginn villimaður, hann var hermaður sem gerði skyldu sína, en gafst upp til að hlífa sínum mönn- um. Fljótlega komu menn af næstu borðum sem hrifust af frásagnar- gleði þinni, menn sem ekki skildu tungumálið, en áttuðu sig á því að hér var eitthvað sérstakt á ferðinni. Það fjölgaði við borðið, skoðunum um „Föðurlandsstríðið mikla“ og áhrifum orustunnar um Stalíngrad fjölgaði, en enginn hafði roð við þér eftir áratuga stúdíu á efninu. Kæri vinur, morgunninn er mér minnisstæður. Við rennum inn á brautarstöðina í Stalíngrad og þá hefst pílagrímsför þín um staðinn. Brautarstöðin sjálf hlaut blessun þína. Mér fannst hún snotur, þér fannst hún glæsileg. Ferðin á hót- elið í leigubíl, gegnum þessa gegn ljótu borg. Þér fannst hún glæsileg, a.m.k. glæsilegur minnisvarði um sigurinn á fasismanum. Hreggi, hún er forljótur vitnisburður um það versta í alræði og smekkleysi. En það er rétt, hún var rústir einar eftir stríð. Hótelið, Inturist af bestu gerð. Herbergin eftir því. Ég var vanur þessum standard, þér fannst þetta allt í plús. Aftur í lobbíið til fundar við leiðsögumann og ferð um borgina sem þú þekktir svo vel. En aðeins úr bókum. Borgin hafði vissuleg tekið breytingum frá því Von Paulus gafst upp. En þú þekkt- ir staðina. Ég var eiginlega miður mín í fyrstu þegar þú varst að leið- rétta okkar ágæta leiðögumann, Svetlönu. En þessi vandræðalegheit voru óþörf, þú hafðir rétt fyrir þér. Svetlana hafði bara ekki viljað fara útí smáatriðin, sagði hún. Þannig skoðuðum við alla helstu staði borg- arinnar, út frá tengslum þeirra við fortíðina. Hvar voru helstu orustur háðar, hvar var mannfall mest, hvers vegna, hvar gáfust herir upp. Og að sjálfsögðu sigurgarðinn, til minningar um orustuna, þar sem margra tuga metra há stytta af Móður Rússlandi með sverð á lofti gnæfir yfir. Þetta var sögukennsla, sögukennsla sem ég hafði aldrei upplifað, sagan tók á sig lifandi mynd, í frásögn þinni. Og meira að segja Svetlana hreifst með. Kæri Hreggi. Oftast eru það túr- istarnir sem gefa leiðsögumannin- um gjafir. Ég hef aldrei áður lent í því að vera leystur út með gjöfum þegar ég yfirgef hótel. Það gerðist í Stalíngrad. Með þér! Okkur var meira að segja boðin keyrsla út á flugvöll, allt þín vegna. Vegna mannsins sem kom og vissi allan andskotann um Stalíngrad, leiðrétti þegar Sovétið fór rangt með, án hroka, án þess að tala niður til nokkurs manns, bara af þekkingu. Þín er enn minnst í Stalíngrad. Með réttu. Þinn vinur, Rútur. Hreggviður, æskuvinur minn, skólabróðir og náinn vinur æ síðan, er fallinn frá eftir þungbæran heilsubrest og harða baráttu við að ná sér upp eftir djúptæka skurð- aðgerð fyrir fimm árum, en bráð umskipti á liðnu vori komu þó vin- um og vandamönnum í opna skjöldu. Sjálfur var hann þó fyrir nær ári orðinn sannfærður um skapadægur sitt á þessu sumri og reyndist þannig forvitri að fornum hætti. Fundum okkar bar fyrst saman við setningu Ingimarsskólans haustið 1942, báðir að setjast í 2. bekk, hann mér ári eldri að taka bekkinn aftur sökum veikinda fyrra árs, eftir styrkjandi sumarvinnu í sveitinni sinni að Ásum í Hreppum, en ég að koma frá vegavinnu á Snæfellsnesi. Hann veraldarvanur og vinmargur í borginni, en ég fluttur í bæinn á fyrra hausti og kunni vart að drepa tímann nema með lestri til hárra einkunna. Hann dró mig uppi á Vitastígnum með glensi um athöfnina og tók huga minn strax fanginn með hvatleik og snerpu. Mér virtist hann hafa flesta hluti um mig fram, létta fyndni, geðprýði og glaðværð og var gjarn- an brostinn í hlátur, áður en máli hans var lokið. Fyrr en varði urðum við óaðskilj- anlegir. Hann dró mig heim til sín til þess að við læsum saman, enda þótt húsrými leyfði varla í íbúð fjöl- skyldunnar á Mánagötu, en það breyttist mjög við flutning í glæsi- íbúð við Háteigsveg. Stóð heimili hans mér jafnan opið í náms- og fé- lagsvafstri okkar fóstbræðra, og var það mér mikilsvert þakkarefni við foreldra hans. Þetta leiddi til þess, að stundum var námið hespað rösklega af, og tók þá við hinn lað- andi seiður félagsskapar við annað ungviði. Hreggviður var framur og bjó yfir einhverjum töfrum mann- blendni, sem opnaði okkur allar dyr. Ekki þurfti nema yfir götuna á vit vinar hans Árna Pálssonar, sem ég reyndist þá þekkja úr veginum, sem og hans fólk að vestan, en báð- ir áttu þeir sterkar rætur austan- fjalls. Vinskapurinn þróaðist með töluverðum galsa upp að kallast Splæsfélagið, og setti Hreggviður því lög og skipaði sig upp á latínu dúx með 51% atkvæða, en Árna scriba og mig pecunius, enda hefði ég frjálsust ráð með mína banka- bók. Allt var þetta þó í gamni og eins sú regla, að hvaðeina sagt á fundum Splæsfélagsins skyldi ekki lengra fara. Þegar fleiri skólafélag- ar bættust í hópinn og síðar Rós- urnar okkar Árna, bar orðin áhang- endur eða heiðursfélagar á góma. Splæsfélagið reyndist mér og kannske okkur öllum drjúg uppeld- isstofnun, þar sem félagarnir hæddu úr manni sjálfsdýrkun og sjálfhælni og stýfðu mann niður við hæfi. Þar með örkuðum við tveir sam- an á vit Pálma rektors og á menntabrautina, til gagnfræðaprófs og inngöngu í lærdómsdeild Menntaskólans haustið 1943. Valið milli mála- og stærðfræðideildar olli vanda, sem við leystum með þeim sérstæða hætti að byrja í máladeild og „vertera“ síðan yfir í stærð- fræðideild, og tókum frá henni stúdentspróf vorið 1947. Með því höfðum við nasasjón af fleiru, en vorum síður svo grunnmúraðir sem vera skyldi. Menntaskólinn varð okkur hin mikla mannlífsdeigla, þar sem við kynntumst úrvalsfólki úr öllum áttum og ættum og lærðum á félagshegðun, samtök og átök, og var þar þá mikil gerjun af pólitísk- um rótum. Hreggviður bjó yfir ein- lægri, réttlætis- og jafnaðarhneigð, tekinni að erfðum frá merkisfor- eldrum. Samt var hann að eðlisfari sjálfnógur að hætti landnema og bænda og gaf sig lítt að félagsmála- stússi, heldur lét sér nægja að etja mér fram til slíks, en studdi vel við. Hylli við hugsjón sovétkommúnism- ans entist honum þó miklu lengur en mér, og varð honum síðar eitt mest hrifningarefni að sækja heim hetjuhallir Moskvu og Stalingrad. Þau hjón urðu raunar með víðförl- ustu Íslendingum sökum búsetu dætra þeirra í fjörrum löndum. Hreggviður var harðduglegur til allra verka, kappsamur og fylginn sér, og var það arftekið og upp- þjálfað í sveitinni og í múrverkinu hjá föður hans. Lengi naut ég sem og aðrir vinir getu þeirra og hjálp- semi, uns að því kom að eiginlega varð hann að henda verkfærum sín- um til að sleppa frá góðgerðam- úrverki. En hann var einnig hlýr og ör gleðimaður og lærði af frændum sínum í sveitinni hina eðlu kúnst lífsnautnanna. Svo var um fleiri á öld vaxandi væntinga, fríhyggju og jafnvel taumleysis, og reyndist menntabrautin því ýmsum nokkuð blaut og hál. Var talið gott sport á skemmtunum að hampa glösum að hurðabaki, meðan Pálmi stikaði þungbrýnn ganga skólans og hugs- aði agabrjótum þegjandi þörfina. Þótt Hreggviður gerði slíkum fé- lagsskyldum nokkur skil, gætti hann þess alla tíð stranglega að láta náðarmeðul lífsgleðinnar ekki ganga út yfir skyldur náms og starfs, enda leit hann á slíkt sem samkvæmisathöfn fremur en gælur við sérþarfir. Hvert vor skildi leiðir til mismunandi starfa, og komst hann þá á vit og vald sinnar kæru sveitar, og var stundum langt að bíða hausts og endurfunda. Þangað voru vinir raunar velkomnir utan háanna, einkum eftir að jeppi föður hans var kominn til skjalanna og nokkuð fríleg afnot frumburðarins af honum. Var raunar haft á orði, að hann ætti ekki síður heima í sveitinni en bænum. Sögulegum stórviðburðum var þó ekki sleppt, og stofnuðum við ásamt öðrum lýð- veldið á Þingvöllum 1944, þar sem hann, spengilegur unglingur, sýndi hópleikfimi, en báðir höfðum við óvitar haldið Alþingishátíð þar 1930. Þá tókum við okkur saman um ógleymanlega rútubíla- og úti- leguför um Norðurland allt til Mý- vatns snemmsumars 1946. Lista- mannseðli hans, í ætt við Einar Jónsson og Ásgrím, fékk þá útrás á teikniblokk, sem hann tyllti sér með á hraundranga í Dimmuborg- um og teiknaði hina drangana, en ég átti að skrá ferðasöguna og komst þó lítt upp fyrir Akranes. Einstæð var ferð alls skólans að Heklugosinu vorið 1947, og ekki síður áhrifamikið að njóta náttsýn- ar gossins um haustið hjá frændum Hreggviðs. Upp úr stúdentsprófi sama sumar fór svo allur árgang- urinn til Norðurlands, og naut hann sín sérlega vel í þeim gleðskap. Listfengi Hreggviðs hlaut að ráða mestu um starfsnám hans og starfsval, ásamt reynslu hans af byggingarstarfsemi. Fyrsta at- renna hans að arkitektsnámi í Gautaborg um ári eftir stúdents- próf rann þó út í sandinn sökum að- lögunarvanda og harðræðis svo skömmu eftir stríðið, og var hann þá í samfloti með Gumma Helga, en þau Katrín voru einna kærust vina frá skólaárunum. Fjölhæfni hans varð þá til þess, að hann lagði stund á norrænu til fyrrihlutaprófs, en lét þar staðar numið. Að því varð þó viss söknuður í ljósi þess, að hann bjó yfir mjög góðu málskyni og hafði fjölbreytilega máltækni og stílbrigði á valdi sínu, svo sem fram kom í fjölmörgum bréfum og kort- um til okkar vina sinna. Löngu síð- ar sameinaði hann þessi fagsvið í bók sinni Sir Christopher Wren – Kirkjusmiður og arkitekt, um hinn mikla völund sem endurskapaði kirkjur Lundúna eftir brunann mikla, tileinkaði Tótu sinni og gaf út 1988, mikið og smekkvíslegt elju- verk. Einnig var hann kunnur af sérstæðum eftirmælum í stuttorð- um og hrjúfum, nánast kiljönskum stíl á ytra borði, en gæddum djúpri hlýju hið innra. Þá má nefna, að hann gekk frá skemmtilegri bók móður sinnar, Hús og fólk, til prentunar. Til fræðimennsku má einnig telja, að hann tók upp á snældur mikið safn fróðleiksþátta úr útvarpinu. Hreggviður reyndi fyrir sér í öðrum og miður sérfræðilegum störfum, múrverki og viðskiptum, en var ekki hneigður til þeirra og undi þeim ekki til lengdar. Á þessu milliskeiði kynntust og giftust þau Þórunn Björgúlfsdóttir, stofnuðu heimili og eignuðust dæturnar þrjár. Byggði hann yfir þau á heimaslóðum hennar á ströndinni við Árnes á Seltjarnarnesi, og lifðu þau þar hamingjudaga við grósku gleði og bátasport, sem snilldarbréf hans út til mín báru vott um. Var því í mikið ráðist að hleypa heim- draganum til náms í byggingar- tæknifræði í Stokkhólmi, en það féll afar vel að getu og þörfum og aflaði honum nokkurrar starfsreynslu. Stóð hann á fertugu að því námi loknu 1967 og hóf hið eiginlega ævi- starf hjá Húsameistara ríkisins. Varð ég þess áskynja, að hann gat sér þar gott orð og vinsældir og vann þar að ýmsum stórum verk- efnum, svo sem heimavist á Laug- arvatni, nýju fangelsi og Leifsstöð, og var þekktur að hagsýni og eft- irsóttur að hanna skóla og önnur HREGGVIÐUR STEFÁNSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, JAKOB ÁRNASON, Tunguvegi 18, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 19. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður H. Jakobsdóttir, Guðjón Jónsson, Sverrir Jakobsson, Guðrún Albertsdóttir, Ingibjörg Elísabet Jakobsdóttir, Gunnar Ó. Gunnarsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR, Bleikargróf 7, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnu- daginn 20. júlí. Sigmar N. Jóhannesson, Áslaug Guðjónsdóttir, Þorleifur G. Jóhannesson, Jón Þórir Jóhannesson, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Anna Björk Jóhannesdóttir, Páll Sigurðsson Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Jón E. Wellings, Óli Sævar Jóhannesson, Þorbjörg Heiða Baldursdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.