Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 37
stofnun VÍS, í Dublin og Edinborg. Þorgeir var að sjálfsögðu fenginn til að undirbúa þessar ferðir sem tókust mjög vel. Þorgeir hafði einlægan hug á hags- munum sinna samstarfsmanna og lagði sig allan fram um að vinna að þeirra málum. Eftir 25 ára samstarf er margs að minnast, margar ánægjulegar sam- verustundir koma upp í hugann bæði innanlands og utan. Við Margrét vottum Láru, börn- unum þremur og barnabörnum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur við ótímabært andlát góðs drengs. Matthías Guðm. Pétursson. Vinur minn Þorgeir Halldórsson lést hinn 15. júlí og langar mig til þess að minnast hans með örfáum orðum, en hann var og er mér mjög kær. Fundum okkar bar fyrst saman í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík árid 1953. Við höfðum ekki hist fyrr, enda komnir hvor úr sínum skólan- um. En svo æxlaðist að vinskapur tókst strax með okkur, en við vorum í sömu bekkjardeild öll menntaskóla- árin. Við áttum einhvern veginn skap saman, höfðum svipuð áhugamál, höfðum gaman og gleði af sömu hlut- unum, en létum svipaða hluti fara í taugarnar á okkur. Doddi var glæsilegur maður, svip- mikill svo eftir var tekið, átti auðvelt með að umgangast og eiga góð sam- skipti við aðra, þrátt fyrir að hann hefði mjög ákveðnar skoðanir, sem hann hélt óhikað á lofti. Hann naut trausts skólasystkina sinna og var til formennsku í 6. bekkjarráði, sem var virðingarstaða á þeim tímum. Doddi var ljóngreindur og öfund- aði ég hann oft vegna þess hve lítið hann hafði fyrir náminu, hann þurfti ekki að eyða miklum tíma í það. Það sem mér fannst mest áberandi í fari hans var gott skopskyn og hann tók þann pól í hæðina að lifa lífinu á léttu nótunum, var ætíð í góðu skapi, léttur í lund og kátur, einnig þegar á móti blés. Þegar maður var samvist- um við Dodda var alltaf gleði og gam- an í bestu merkingu þeirra orða. Þorgeir átti við erfiðan sjúkdóm að etja seinustu árin, en þótt á móti blési og útlitið stundum dökkt, sýndi hann ætíð æðruleysi og hélt sinni léttu lund. Nú, þegar Doddi er allur á besta aldri, situr minningin eftir um góðan dreng og skemmtilegan samferða- mann. Við Birna sendum Láru, börnum og barnabörnum samúðarkveðjur. Sorg þeirra hlýtur að vera mikil. Við biðjum Guð að láta hið eilífa ljós lýsa honum. Svavar Davíðsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 37 Vinur okkar, skóla- bróðir, sund- og gufu- félagi til margra ára- tuga er látinn aðeins 52 ára. Hann hefði orðið 53 ára 22. júlí eða sama dag og hann verður jarðsettur. Á uppvaxtarárum sínum iðkaði hann sund af kappi og varð marg- faldur Hafnarfjarðar- og Íslands- meistari unglinga í sundi. Pétur Ein- ars byggingameistari, eins og hann var alltaf kallaður, var hamhleypa í verkum, harðduglegur og drífandi. Ekki var neitt athugavert við Pétur að sjá 4. júlí en þá var hann hrókur alls fagnaðar með okkur gufufélög- unum í Sundhöll Hafnarfjarðar. Þar var hann að gleðjast yfir lóðaúthlut- un sem hann ætlaði að fara að byggja á. Hann fór ungur til sjós en síðan í nám við trésmíði sem hann starfaði við til dauðadags. Hann byggði fleiri hundruð íbúðir bæði í Hafnarfirði og PÉTUR EINARSSON ✝ Pétur Einarssonfæddist á Akra- nesi 22. júlí 1950. Hann lést þriðjudag- inn 8. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í 22. júlí. Kópavogi. Péturs verð- ur sárt saknað af sund- og gufufélögum, þar sem málin voru grædd og krufin. Pétur hélt mikið upp á íþrótta- félagið Hauka og var fjölskylda hans kosin Haukafjölskylda ársins hjá félaginu. Eiginkonu og börn- um sendum við fé- lagarnir okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð um að styðja fjölskyldu Péturs Einarssonar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Gufu- og sundfélagarnir í Sundhöll Hafnarfjarðar. Við þökkum þann hlýhug og þá samúð sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, pabba okkar, tengdapabba og afa, GRJETARS ANDRÉSSONAR, Forsölum 1, áður Hléskógum 4. Guð veri með ykkur. Halldóra Ragnarsdóttir, Friðbjörg Sif Grjetarsdóttir, Ríkarður R. Ríkarðsson, Margrét Grjetarsdóttir, Hrafn Óttarsson, Gestur Andrés Grjetarsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Svanur Karl Grjetarsson, Sigríður Geirsdóttir og afabörn. Lokað Lokað eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 23. júlí, vegna útfarar HREGGVIÐS STEFÁNSSONAR. Congress Reykjavík, Engjateigi 5, 105 Reykjavík. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, amma og langamma, KRISTÍN ELÍSA BALDVINSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu, Bröttugötu 14, Vestmannaeyjum, laugardaginn 19. júlí. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 26. júlí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Hörður Runólfsson, Baldvin Þór Harðarson, Magdalene Lyberth, Sólrún Unnur Harðardóttir, Smári Kristinn Harðarson, Sigurlína Guðjónsdóttir, Baldvin Skæringsson, Kristín, Jón Þór og Linda Sif, Hörður, Hrefna Dís og Birkir, Guðrjón Smári og Sigríður Margrét, Halla og Páll. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA JÓHANNESDÓTTIR frá Patreksfirði, Laufvangi 12, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 17. júlí, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.30. Samson Jóhannsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Jóhannes B. Jóhannsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Friðriksdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Pétur Valdimarsson, Svanur Jóhannsson, Halldóra Þórðardóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Leifur Eiríksson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Heiðar Jóhannsson, Sóley Ólöf Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og frænka okkar, ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR, Flókagötu 64, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 10. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram. Lára Þorgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. Við þökkum af alhug öllum, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar RAGNARS JAKOBSSONAR, Trönuhjalla 23, Kópavogi. Gerður Karlsdóttir, Jakob Ragnarsson, Aníta Rut Ragnarsdóttir, Eva Rut Eyjólfsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Jóhanna Jakobsdóttir, Hjalti Jakobsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærrar fósturmóður minnar, ömmu okkar og langömmu, systur og mágkonu, ÞÓRU KOLBEINSDÓTTUR, Sólheimum 23, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Helga Júlíusdóttir, Ólafur Helgi Samúelsson, Elín R. Jónsdóttir, Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Gyða Samúelsdóttir, Don Hodge, Samúel Jón Samúelsson, Súsanna R. Sæbergsdóttir, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson, Ívar Kolbeinsson og langömmubörn. Jenni minn, mig lang- ar að minnast þín í fáum orðum. Ég votta mínum fyrrverandi tengdafor- eldrum, dætrum, tengdasonum, bræðrum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Já, Jenni minn, við áttum margar góðar stundir saman, ég tala nú ekki um allar okkar sumarbústaðarferðir vestur, bæði með foreldrum þínum og vinum okkar. Það var margt tekið sér fyrir hendur, t.d. farið í reiðtúra, sund og lagað til hringinn í kringum bú- staðinn, grillaður góður matur, sagð- JENS INGVI ARASON ✝ Jens Ingvi Arasonfæddist í Keflavík 21. janúar 1956. Hann lést þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 17. júlí. ar margar góðar sögur, já, það var mikið hleg- ið. Þetta voru yndisleg- ir tímar. Árið 1995 lá leið okk- ar til Danmerkur. Þar kynntumst við mörgu góðu fólki, og okkur var alls staðar vel tek- ið. Þessi tími var mikil reynsla fyrir okkur. Heim fluttumst við aft- ur árið ’97 og settumst að í Keflavík í stuttan tíma. Síðan fluttumst við svo austur fyrir fjall og bjuggum þar saman til ársins 2002. Þá skildu leiðir okkar. Jenni minn, ég veit að þér líður vel núna. Guð veri með þér. Ég sendi fjölskyldunni hans inni- legustu samúðarkveðju mína. Guð veri með ykkur. Kveðja. Rut Sigurgeirsdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.