Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2003, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SENN líður að verslunarmanna- helginni með sínum útihátíðum. Ein af þeim sem átt hefur sér fast- an sess í er mannræktarmótið á Hellnum á Snæfellsnesi, en í ár er hátíðin Mannrækt undir Jökli hald- in þar í fimmtánda sinn. Fyrstu mannræktarmótin sem haldin voru á Snæfellsnesi voru ár- ið 1987 og 1988 á Arnarstapa. Árið 1989 var mótshald flutt að Brekku- bæ á Hellnum og hefur verið þar allar götur síðan. Á fyrstu árum mótsins var framboð af efni um sjálfsrækt og andlega rækt frekar lítið og því mikill áhugi á því sem í boði var og flestir voru mótsgestir sennilega árin 1990 til 1994, milli 250 og 300 manns. Mótshald fólst í ýmiss konar fræðslu, fyrirlestrum og námskeiðum. Síðan datt nýja brumið smátt og smátt af því sem hér var á dagskrá með auknu framboði á efni víða um land og mótsgestum fækkaði, en þó ekki meira en svo að venjulegt mót hef- ur dregið til sín á bilinu 100-200 manns ár hvert, að undanskildu mótinu í fyrra, en þá rigndi mest á landinu á sunnanverðu Snæfells- nesi. Mannrækt undir Jökli í ár verð- ur síðasta mótið í sinni mynd, því tímarnir breytast og mennirnir með. Sú þróun sem átt átt hefur sér stað á Brekkubæ gefur ekki lengur færi á mótshaldi í þeirri mynd sem við höfum þekkt það í gegnum árin, en væntanlega verð- ur boðið upp á þemahelgar næsta sumar, þar sem hægt er að koma og njóta ákveðins þema í minni hópum. Yngra fólkið hefur smátt og smátt komið meira að mótsstjórn og í ár er öll skipulagning og fram- kvæmd mótsins í höndum hjónanna Guðjóns Bergmann og Jóhönnu Bóel. Stefnt er að því að slá enda- punktinn á fimmtán ára feril mann- ræktarmótanna á eftirminnilegan hátt. Frítt er inn á svæðið. Móts- gestir greiða hins vegar fyrir tjald- svæði og þá þjónustu sem þeir kaupa, en að auki er öllum heimil þátttaka í ýmsum dagskrárliðum án endurgjalds. Dagskráin er fjöl- breytt að vanda og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánar upplýsingar um dagskrá er að finna á www.gbergmann.is. GUÐRÚN G. BERGMANN, Hellnum, Snæfellsnesi. Síðasta stóra mótið Frá Guðrúnu G. Bergmann JAFNVEL blindur maður sér að Kaninn verður farinn innan 10 ára og eftir sitjum við með sárt ennið og mikinn fjölda af atvinnulausu fólki. Þetta er vandamál sem ríkisstjórnin hefði átt að vera búin að gera sér grein fyrir því brátt verður of seint í rassinn gripið. En það er ekki mál sem ég nenni að rífast yfir í dag, það sem ég vil rífast yfir er varnir Íslands og möguleikinn á Íslenskum her. Þegar fólk hugsar sér her þá sér það fyrir sér margra milljarða doll- ara flugvélar, skriðdreka og orustu- skip sem myndu drekkja efnahag þessa lands, en það sem ég sé fyrir mér er miklu minna og yrði margfalt öflugra fyrir varnir Íslands. Það er nefnilega heimavarnarlið. Léttvopnað fótgöngulið þjálfað í skæruhernaði og bardaga við setulið. Þessir menn væru ekki í stöðugri herþjónustu, þeir færu í þjálfun í 6 mánuði og kæmu svo aftur til síns gamla lífs, ynnu sína vinnu en mættu reglulega á herleiki og æfingabúðir. Lítið mál er að þjálfa litla hópa í einu. Æskilegur fjöldi væri um 1.000 manns, tilbúnir til að henda frá sér öllu sínu og taka upp vopn þegar á reyndi. Herþjónusta á ekki að vera vel launuð því menn eiga ekki að hugsa um fjárhagslegan gróða af þjónustu við land sitt og þjóð, eini kostnaðurinn væri af nokkrum þyrl- um, jeppum, búningum og vopnum, auðvelt er að finna menn tilbúna til að gangast undir þessar kvaðir og væri ég sá fyrsti til að bjóða mig fram. Nú þegar Kaninn hyggst fara, er þá ekki rétt að biðja hann um loka- aðstoð við varnir vinaþjóðar, biðja hann að þjálfa 10 manns sem myndu svo þjálfa 100 hver. Æskilegast væri að þessir menn hefðu reynslu af skot- vopnum og ströngum aga, kæmu þá ekki upp í hugann aðrir en okkar vösku drengir í víkingasveitinni sem lengi hafa sannað sig sem hinir mestu dugnaðarforkar. Ást mín á landi þessu er slík að ég myndi glaður gefa líf mitt til að við- halda sjálfstæði þess og frelsi frá hvaða árásarliði sem er og er ég þess fullviss að þarna úti er mikill fjöldi sömu skoðunar. ARNAR GUÐLAUGSSON, Eikjuvogi 2, Reykjavík. Varnir Íslands – lítil tillaga Frá Arnari Guðlaugssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.